Morgunblaðið - 27.01.2005, Page 33

Morgunblaðið - 27.01.2005, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 33 MINNINGAR til að gleðja þig og í raun var þá svo auðvelt að gefa. Alltaf varstu ófeim- in að láta skoðanir þínar í ljós þó svo stundum hafi maður ekki alltaf verið sammála en þú hélst þínu striki og ef þér líkaði ekki eitthvað þá léstu í þér heyra. Lífið er svo skrítið, það hefst og það endar, það er nokkuð sem við vitum fyrir víst að sé alveg öruggt. Hvað við gerum þar á milli er lærdómur, og nú ertu útskrifuð úr þessum lífsins skóla. Það er það góða sem situr eftir sem veldur okkar sorg og tárum. Elsku Munda mín. Guð varðveiti og blessi þig og hvíl þú í friði. Við vitum að þú ert með okkur ætíð. Einhver sagði: „Við fæðumst grátandi og allir brosandi í kringum okkur og þegar við kveðjum gráta allir í kringum okkur en við förum brosandi.“ Brosið hlýjaði hjarta mitt teymdir mig um engi sólin kyssir barnið sitt telpur bæði og drengi. Þú skapaðir bæði dali og fjöll með litum, striga og penslum nú gengur þú um í himnahöll með vitringunum elstu. Hugur okkar dvelur hjá þér á þessum sorgar tímum þú munt eiga stað í hjörtum vér sál og huga mínum. Hvíldu í friði, Munda mín líttu til ljóssins bjarta Guð blessar og geymir börnin sín við þig kveðjum með söknuð í hjarta. Helena Íris Kristjánsdóttir, Kristvin Guðmundsson, Irma Mjöll Kristvinsdóttir, Eva Sól Kristvinsdóttir, Embla Dís Kristvinsdóttir. Amma mín, nú ertu farin frá okk- ur til betri staðar en áður. Ef þú bara vissir hve mikið mér þótti vænt um þig. Símtölin þín voru svo hlý og góð, nú verða þau ekki fleiri. Nú hvílir þú bara í friði og ró. Þegar þú komst til okkar um ára- mótin varstu eitthvað svo þróttlaus að mér fannst þú vera svo þreytt og lúin, þá fannst mér að þú ættir ekki langt eftir. En alltaf hlustaðir þú og við hlógum að sögunum sem við skiptumst á hérna við eldhúsborðið. Svo spiluðum við og spiluðum, það var svo gaman, nú veit ég ekki hver á að spila við mig. Nú ertu farin en ég á minning- arnar og þær geymi ég í hjartanu mínu þangað til ég hitti þig aftur og þá getum við sagt sögur og spilað spilin sem þú kenndir mér. Ég þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman og allt það góða. Ég gat sagt þér allt og treyst. Guð blessi þig. Þitt barnabarn Kolbrún Lind. Okkur langar til að pára hér nokkur orð á blað til að minnast hennar ömmu okkar, Mundu Pálín á Sogni. Það var alltaf gaman að koma þangað í heimsókn,við fórum í körfubolta í garðinum, skoðuðum hunda, ketti, kettlinga, hænur, hana og silunga. Já, dýralífið var fjölbreytt. Svo renndum við okkur á þotum og sleð- um í brekkunni bakvið Sogn og fór- um í fjallgöngu og kíktum á berin. Stundum fórum við í Eden og keyptum ís, eða í bakaríið og keypt- um snúð og kókómjólk. Nú seinni árin höfum við ekki hist svo mikið uppi á Sogni. Þú komst ekki til okkar um jólin af því að þú vildir vera hjá vinum þínum á Sogni, af því að þeir gátu ekki farið heim til sín um jólin. Svo komu áramótin og þú horfðir á okkur strákana þína sprengja og skjóta upp flugeldum og brenna blys, en þú vildir bara stjörnuljós til að brenna á svölunum. Svo óskaðir þú öllum gleðilegs nýs árs. Svo kvöddumst við 2. jan- úar á nýja árinu og var það síðasta kveðjan okkar. Ó, Jesú bróðir besti þú barnavinur mesti æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Söknum þín, elsku Munda amma. Við verðum alltaf strákarnir þínir. Kristján Ingi og Enok Anton. … mundu þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. (Einar Benediktsson.) Hinstu rök lífsins og tilverunnar eru okkur hulin ráðgáta. Hvers vegna er veikindum, áföllum og þjáningum svo misskipt meðal mannanna barna? Hvað veldur hinni þungu sorgarbyrði jafnframt öllu því góða sem með okkur býr? Hvers mega sín vilji og kærleikur mannanna? Í dag er Munda Pálín Enoksdótt- ir til moldar borin. Hún dvaldist hin síðari ár á Réttargeðdeildinni á Sogni. Hennar er nú saknað af okk- ur öllum sem kynntumst henni hér og áttum hana að vini. Gæfa og gjörvileiki áttu ekki hnökralausa samleið í lífi Mundu. Á unga aldri greindist hún með sjúkdóm sem lengi reyndist erfitt að halda í skefjum. Veikindi hennar og alvar- leg sjúkdómseinkenni leiddu til langtímainnlagna, bæði á sjúkra- húsum og fyrr á tíð á öðrum stofnunum við misjafnan kost á köflum svo vægt sé orðað. Dóm- hörku, sinnuleysi og tillitsleysi í garð geðsjúkra og aðstandenda þeirra hefur löngum verið lítill hörgull á. En hvernig reiddi Mundu sjálfri af í ólgusjónum og öllum erfiðleik- unum? Hvað gerir hana eftirminni- lega? Í hverju fólst gjörvileiki hennar? Meðal helstu eiginleika hennar voru hin sjarmerandi út- geislun innri lífsorku, áhugi og hug- ulsemi, glettni og grín sem ekkert beit á. Hún tjáði sig einnig í mynd- um og kveðskap sem hún gaf út í litlum kverum. Hún var mann- blendin og baráttuglöð og tók á ár- um áður þátt í félagsstörfum er lutu að mannúðarmálum. Heil heilsu hefði Munda Pálín getað látið að sér kveða á ýmsum sviðum samfélags- ins. Munda gat eins og aðrir átt erf- iðar stundir, verið tannhvöss og hrjúf en allt leið það hjá og vék fyrir mannkostum hennar. Síðustu árin er ólæknandi líkam- legur sjúkdómur steðjaði að og kraftarnir dvínuðu hélst karakter- inn óskertur. Hún vissi að hverju dró, en aldrei heyrðist eitt æðruorð vegna þess, og hún stóð sjúkdóminn af sér miklu lengur en búist var við. Hlynur krabbameinslæknir á Landspítalanum og læknarnir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands urðu kunningjar hennar og vinir. Er þeim öllum þökkuð frábær að- hlynning. Munda varðveitti reisn og virðu- leik til hins síðasta. Hún valdi sér sjálf fallegan legstað í Kotstrand- arkirkjugarði. Nú er áþreifanlega tómlegt þar sem hún var. Aðstand- endum er vottuð innileg samúð á þessari erfiðu stundu. Megi þeim vegna vel. F.h. starfsfólksins á Réttargeð- deildinni að Sogni, Magnús Skúlason. Hann er ekki svo ýkja langur, þessi spölur, sem okkur er ætlað að ganga frá vöggu til grafar, í það minnsta ekki sé lögð á hann mæli- stika eilífðarinnar. Og þótt ýmsum þyki stórtíðindi gerast harla oft á þeirri stuttu göngu, þá örkum við nú flest leiðina þá arna í því til- breytingarleysi sem kallast „eðli- legt líf“. Þó er það svo með suma, að þeim virðast ásköpuð stærri örlög en öðru fólki, ýmist til gæfu eða harms, nema hvort tveggja sé. Munda Pálín gekk æviveg sinn í þeim skugga, sem fæstir svo mikið sem vilja vita af. Allt frá því hún var um tvítug að aldri gekk hún ekki heil til skógar. Og sú byrði, sem hún mátti bera, varð bæði henni og öðr- um þung. Og ekki meira um það. Leiðir okkar Mundu lágu fyrst saman, þegar ég gerðist kóngsins lausamaður á stofnun einni, sem herbergjar ólánsfólk í þeirri von, að það nái áttum í lífinu. Hún var ald- ursforseti í þessum félagsskap og naut sem slík ákveðinnar virðingar starfsfólks og vistmanna. Reynar var sú virðing verðskulduð, burt séð frá aldrinum. Munda var nefni- lega eftirminnileg fyrir margra hluta sakir. Hún gat verið svolítið eins og veðrið hér sunnan heiða; nokkuð rysjótt í lund. Vængjaþytur lóunnar eina stundina; brast á með rosa þá næstu. En oftast blíðlynd. Og ekkert aumt mátti hún sjá. Þegar nýliðar koma á stofnun eins og þá, sem Munda dvaldi á síð- ustu æviárin, er jafnan látið á það reyna, hversu langt er hægt að ganga gagnvart þeim. Gildir þá einu, hvort komumaður er starfs- maður eða vistmaður. Og sjálfir þurfa þeir einnig að þreifa á þeim, sem fyrir eru á fleti. Er skemmst frá að segja, að okkur Mundu samdi heldur treglega til að byrja með. En eftir að okkur varð ljóst hvar úr hausi beggja horn stóðu tókust með okkur skemmtileg kynni. Kveð ég því Mundu vinkonu mína með nokkrum trega en um leið gleði, vit- andi hana í ljósinu bjarta, sem hún þráði svo mjög. Pjetur Hafstein Lárusson. Elsku Munda mín, ég sakna þinn- ar samveru. Við vorum svo góðir vinir og ég kallaði þig eilífðarvin- konu mína og þú mig eilífðarvin. Við urðum fljótt vinir eftir að ég kom hingað á Sogn. Þú hafðir svo mikla kímnigáfu og léttir dvöl mína hér með fallegum orðum og faðm- lögum. Það var svo gott að geta hlegið aðeins með þér og þú komst mér oft upp úr þunglyndi. Þú varst yndisleg persóna með mikla útgeislun. Ég mun alltaf minnast þín og allar þær góðu stundir sem við áttum saman hér á Sogni. Við vorum vön að skrifa hvort öðru falleg bréf og ég á núna heila stílabók með bréfum þínum sem voru svo kær og upplífgandi. Stundum voru erfiðir tímar en þú barst alltaf svo mikla væntumþykju til mín að mér gat ekki liðið illa. Ég gleymi aldrei brosi þínu og hugg- unarorðum sem þú veittir mér. Þú varst og verður alltaf verndarengill Sogns og minn. Nú veit ég að þér líður vel hjá þínu fólki í himnaríki eins og þú tal- aðir alltaf um að yrði eftir þinn dag hér á jörðu. Blessuð sé minning þín. Þinn eilífðarvinur, Ásbjörn Leví Grétarsson. Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MUNDA PÁLÍN ENOKSDÓTTIR, Sogni, Ölfusi, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju, Ölfusi, í dag, fimmtudaginn 27. janúar, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Kær- leikssjóð Sogns, Geðhjálp eða önnur góðgerðarfélög. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján V. Halldórsson, Elísabet Egilsdóttir, Kári Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, STEINÞÓR BENEDIKTSSON bóndi, Kálfafelli, Suðursveit, sem lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands laugardaginn 22. janúar, verð- ur jarðsunginn frá Kálfafellsstaðarkirkju laugar- daginn 29. janúar kl. 14:00. Benedikt Þór Steinþórsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Bjarni Steinþórsson, Hrefna Guðmundardóttir, Unnsteinn Ingi Steinþórsson, Svava Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN SVEINBJÖRNSDÓTTIR frá Vegamótum, Dalvík, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugar- daginn 29. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Steingrímur Þorsteinsson, Jón Trausti Steingrímsson, Sveinbjörn Steingrímsson, Lína Gunnarsdóttir, María Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÍÐUR FRIÐGEIRSDÓTTIR, Nausti, Stöðvarfirði, verður jarðsungin frá Stöðvarfjarðarkirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Björn Pálsson, Páll Björnsson, Jóhanna G. Sólmundardóttir, Þorsteinn Björnsson, Jóhanna M. Agnarsdóttir, Elsa Jóna Björnsdóttir, Agnar Ásgeirsson, Hrefna Björnsdóttir, Sverrir R. Reynisson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR G. AUÐUNSDÓTTIR frá Dvergasteini, lést á Landspítalnum við Hringbraut að kvöldi mánudagsins 24. janúar. Útför fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 2. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjálparstarf kirkjunnar. Auðunn F. Kristinsson, Sigrún Inga Kristinsdóttir, Jóhann H. Auðunsson, Kristinn L. Auðunsson, Sigríður D. Auðunsdóttir, Árni G. Kristinsson, Júlíanna M. Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.