Morgunblaðið - 27.01.2005, Page 35

Morgunblaðið - 27.01.2005, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 35 MINNINGAR ✝ Ari Guðmunds-son fæddist á Valdalæk á Vatns- nesi 17. september 1921. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Hvammstanga 18. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðmund- ar M. Eiríkssonar og Þórdísar Jónsdóttur. Ari var fjórði í röð tíu systkina. Þrjú létust við fæðingu en sjö komust á legg. Þau voru: Valgerð- ur, Sigurbjörg, Ögn, Steinunn, Hólmfríður og Þórarinn. Ögn og Þórarinn eru enn á lífi en hin lát- in. Eftirlifandi kona Ara er Sig- ríður Þórhallsdótt- ir. Börn þeirra eru Þór, f. 1946, Eirík- ur, f. 1950, Tvíbur- arnir Baldur og Bragi, f. 1954, Bragi lést 2001, Guðmund- ur, f. 1955, Ari, f. 1958, og Þórdís, f. 1960. Barnabörnin eru nítján og barna- barnabörnin 21. Ari var bóndi í mörg ár og áttu landbúnaðarstörf hug hans allan. Er þau bjuggu á Hvammstanga stundaði hann ýmis verkamannastörf. Útför Ara fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi minn. Það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig vitandi það að ég fái aldrei aftur að sjá þig. En í hjarta mér mun minn- ingin um þig alltaf lifa. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig, elsku afi minn. Þórey Fjóla Aradóttir. Elsku Ari afi. Nú hugsum við um hversu dýr- mætar stundirnar voru sem við áttum saman þegar við komum í heimsókn á Brekku. Amma skildi ekki hvernig þú gast fundið á þér að það væru að koma börn í heimsókn, þú varst alltaf fyrstur til dyra og tókst á móti okkur. Nú tekur Guð á móti þér opnum örm- um, með lúin bein eftir lífsins þraut. Í dag kveðjum við þig með söknuð í hjarta, en minningin um þig mun allt- af lifa björt í huga okkar. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi ei saka. Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en Guð þau telur, því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, Það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Ástarkveðja. Sveinn Ingi, Erla Björg, Óðinn Ívar og Júlía Jökulrós. Þegar ég sest niður og rita kveðju- orð um Ara Guðmundsson, verður mér fyrst hugsað til ógleymanlegrar samveru okkar á Melum, þar sem hann var stoð og stytta foreldra minna þeirra síðustu búskaparár. Natni hans við skepnur var slík að ekki líður úr minni og vormorgnarnir þegar hann kom og tók við eftir næt- urvaktina á sauðburði verða alltaf ljóslifandi í huga okkar systra sem stóðum þær vaktir misjafnlega syfj- aðar. Ari var maðurinn hennar Siggu, systur mömmu, svo samgangur var mikill við þau og börnin þeirra sjö. Eftir að foreldrar mínir fluttu frá Melum og Hrafn bróðir minn tók við búi reyndust þau Ari, Sigga og strák- arnir þeirra honum einstaklega vel, þannig að samband við fjölskyldu okkar hefur alltaf verið mikið og gott. Ari var orðinn 83 ára og heilsu hans hafði hrakað mikið nú síðustu ár. Þau Sigga höfðu orðið fyrir þeim sára harmi að missa fyrst sonarson sinn Arnar og svo föður hans Braga örfá- um árum síðar. Nú í sumar hafði Ari orð á því við mig að hann yrði hvíld- inni feginn og sammála vorum við um að lítið réttlæti væri í því að unga fólkið væri hrifið á brott en gamlir og þreyttir héldu baráttunni áfram, hann ræddi þetta sisona af sínu hæg- læti. Fjölskyldan var honum mikil- væg og þrátt fyrir veikindin sem voru honum svo erfið hafði hann alltaf eitt- hvað að segja mér af barnabörnunum og barnabarnabörnunum sínum, þau voru honum mjög hjartfólgin og sást það vel þegar Dísa dóttir hans kom með litla Hlyn Snæ, þá færðist fljótt bros yfir andlitið. Við systurnar, fjölskyldur okkar og foreldrar okkar, þökkum trausta vin- áttu og samfylgd og sendum Siggu og allri fjölskyldunni hlýjar samúðar- kveðjur. Elsa Jónasdóttir. ARI GUÐMUNDSSON Afi minn var kær og kjarkmikill. Hann var dug- legur og góður við mig. Hann las stundum fyrir mig úr Vísnabókinni. Við spil- uðum rosa mikið. Hann afi elskaði að spila. Uppáhalds- spilið hans afa var veiði- maður. Afi var duglegur að labba um í húsinu. Ég elska afa. Arna Rós Bragadóttir. HINSTA KVEÐJA Kæri vinur. Ég kveð þig nú í hinsta sinn með söknuð í huga og langar að skrifa nokkur fátækleg orð þér til minningar. Okkar leiðir lágu fyrst saman er ég hóf störf hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og þróaðist þar með okkur vinskapur sem gerði, að mér finnst, mig að betri manni. Ég minnist helst þeirra daga er við unn- um saman upp á Holtavörðuheiði við snjómokstur með öllum þeim ævin- týrum sem við lentum þar í sem eru allt of mörg til að telja upp hér. Mér JÓN BJARNI ÓLAFSSON ✝ Jón Bjarni Ólafs-son fæddist á Hlaðhamri í Bæjar- hreppi í Stranda- sýslu 29. nóvember 1930. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 27. desem- ber síðastliðinn og var jarðsunginn frá Borgarneskirkju 5. janúar. fannst þú mikill dugn- aðarforkur og miklaðir ekkert fyrir þér sama hvað á gekk og varst úrræðagóður á úrslita- stundum. Samt mun ég minn- ast þín helst fyrir þá manngæsku og hlýju sem þú bjóst yfir og varst iðulega hjálpsem- in uppmáluð er á þurfti á að halda. Það var sama hvað gekk á í þínu lífi og allar þær raunir sem þú fékkst að ganga í gegnum þá hafðir þú alltaf eitthvað gott af þér að gefa til náungans sem lýsir kannski þér hvað best. Ég vil þakka þér, kæri vinur, fyrir allan þann hlýhug sem þú sýnd- ir mér og minni fjölskyldu öll þessi ár er okkar kynni stóðu. Ég vil votta ykkur Rúnu, Sæ- mundi og ykkar fjölskyldum mína dýpstu samúð. Þinn vinur Egill Pálsson. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Einarsson Sverrir Olsen Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Komum heim til aðstandenda ef óskað er Samúðarkveðja með ljóðum Sölustaðir m.a: Verslanir Blómavals www.bergis.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÁKON SALVARSSON bóndi frá Reykjarfirði, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 29. janúar kl. 14:00. Steinunn Ingimundardóttir, Ragheiður Hákonardóttir, Guðbjartur Ásgeirsson, Ingimundur Hákonarson, Salvar Hákonarson, Marinó K. Hákonarson, Júlía B. Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnbörn. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR BRYNJÓLFSDÓTTUR frá Akurey í Vestur-Landeyjum, Njálsgerði 15, Hvolsvelli, verður gerð frá Akureyjarkirkju laugardaginn 29. janúar kl. 13.00. Sigrún Gissurardóttir, Sigurdór Sigurdórsson, Dóra Björg Gissurardóttir, Sigurjón Valdimarsson, Grétar Gissurarson, Málfríður Sigurðardóttir, Þóra Gissurardóttir, Þorsteinn Ó. Markússon, Magnús Þór Gissurarson, Janet Eggleton, Hrönn Gissurardóttir, Rúnar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, GUÐJÓN SKARPHÉÐINSSON, Eiríksbakka, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu- daginn 28. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamleg- ast bent á að leyfa SEM-samtökunum að njóta þess. Bankareikningur SEM-samtakanna er 526-26-20545 og sími 588 7470. Ágústa Guðjónsdóttir, Danfríður Kristín Skarphéðinsdóttir, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Hafliði Benediktsson, Sigfinna Lóa Skarphéðinsdóttir, Magnús Kristinsson, Kristján Skarphéðinsson, Guðrún Björk Einarsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÁRNGERÐAR EINARSDÓTTUR frá Tjörnum, Vestur-Eyjafjöllum. Leifur Aðalsteinsson, Guðrún Eyþórsdóttir, Þórður Guðjón Kjartansson, Sigrún Þorbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JENS KARVEL HJARTARSON frá Kýrunnarstöðum, Engihjalla 11, verður jarðsunginn frá Hvammskirkju í Dölum laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Blindrafélagið. Rúta fer frá Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, kl. 10.00. Upplýsingar í síma 868 0690. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.