Morgunblaðið - 27.01.2005, Page 37

Morgunblaðið - 27.01.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 37 AFMÆLI Félagslíf I.O.O.F. 11  1851278½  9.I*. Í kvöld kl. 20.00 Lofgjörðar- samkoma. Umsjón Elsabet Daní- elsdóttir. Kaffi eftir samkomuna. Kl. 22.00 Bænastund. Allir velkomnir. Landsst. 6005012719 X I.O.O.F. 5  1851278  9.I Fimmtudagur 27. janúar. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20:00. Mikill söngur og vitnisburðir. Predikun Heiðar Guðnason. Allir eru hjartanlega velkomnir. Mánudagur 31. janúar. Biblíulestur í Þríbúðum, Hverfis- götu 42, kl. 19.30. Allir eru hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is MINNINGAR Nokkur orð um skák Alllangt er síðan ég fór að fylgjast með skák. Það er nánast hálf öld. Snemma á síðustu öld fór skák- gyðjan af stað. Þó nokkuð var um mjög snjalla skákmenn á þeim tíma. En þó er ekki ofsagt að um 1945 til 1950 hafi orð- ið þáttaskil í íslensku skáklífi. Við tilkomu Friðriks Ólafssonar, sem ég tel persónulega að hafi verið algjört undrabarn í þessari list, langt á undan sinni samtíð. Til samanburðar, tel ég að fremstu skákmenn í dag komist ekki með tærnar, þar sem Friðrik hafði hæl- ana. Mun ég færa frekari rök fyrir því síðar í þessari grein sem ég er hér að skrifa. Öll aðstaða í þá daga var erfið, reglulega fór Friðrik milli landa á þessum tíma, ýmist á togurum eða farskipum, aðstoðar- mannslaus í flestum tilfellum. Þá geta menn rétt ímyndað sér hvers- konar aðstöðu hann bjó við. Af- burðaskákmaður á ferð og flugi á þeim tíma, því árangur hans talar sínu máli. Mér segir svo hugur, að Friðrik hafi verið í topp átta í heiminum, þegar hann vann sér rétt til Portoros, 1958 á svæðamóti, tefldi síðan á kandidatamóti 1959. Þar voru ekki minni menn en Tal, Ficher, Gligoric, Benkö, Petrosjan, Botvinik, Keres og fleiri moldsterkir, og það segir okkur allan sannleikan um styrk hans í skák. Í dag er miðlungur alls- ráðandi í skák. Menn komast varla eða illa á skákmót, nema bögrast með tölvur eða önnur hjálpartæki og hóp af aðstoðarmönnum með sér. Þá getum við séð, að það eru breyttir tímar í skákheiminum í dag. Ég horfði á Friðrik tefla nokkrum sinnum á stórum mótum og það var oft gaman. Þá sá maður oft fléttur og hversu beittur hann var sem sóknarskákmaður. Þótt ég viti ekki með vissu, grunar mig, að Friðrik hafi mun fleiri skákir unnar, í gegnum tímann á meistara Bent Larsen, sem var hans aðalkeppinautur, ýmist í ein- vígjum eða á mótum um langan FRIÐRIK ÓLAFSSON tíma, hér fyrr á árum. Þessi grein mín fjallar um prúðan og litríkan mann. Hann bar virðingu fyrir öll- um, sem hann atti kappi við og segir mér svo hugur um að aðrir stórir meistarar, hafi endurgoldið þá virð- ingu í topp. Ég hef oft verið að hugsa um hvort það væri ekki viturlegt að senda okkar sterkasta lið í keppni erlendis, til dæmis Ólympíumót eða eitthvað í þá veru. Þó sumir góðir skákmenn séu hættir að tefla, að öllu jöfnu, þá eru ýmsir sterkir einstaklingar til, sem nán- ast halda haus, þótt þeir tefli ekki mikið núorðið. Má þar nefna Jó- hann Hjartarson, Margeir Péturs- son og Jón L. Árnason, svo maður minnist nú á einhverja. Þá væri nú ekki dónalegt að hafa Friðrik, sem kjölfestu í þessum hóp. Ég er kannski ekki sanngjarn í öllu, en þessi hópur yrði góður í hvaða móti sem er, með fullri virð- ingu fyrir öðrum skákmönnum í dag, yngri sem eldri. Ég myndi segja að þetta yrði skák, sem ekki skaðar, það er aðalatriðið, að menn hafi gaman af því sem þeir eru að gera. Friðrik er sá maður sem hefur virkilega útgeislan, þess vegna eigum við að gera allt til að lyfta skákinni á hærra plan með þessum frumkvöðli og nýta okkur kunnáttu hans til fullnustu, þá skal ég lofa ykkur því, að þá mun vel fara. Þessar fáu línur sem ég rita um Friðrik Ólafsson, eru í tilefni þess að hann er á tímamótum og á stór- afmæli og fannst mér rétt að skýra svolítið frá afrekum hans í skák- listinni. Ég er búinn að muna eftir þessum snilling, frá því að ég var sem drengur í Laugarnesskóla. Þar byrjuðu hjólin heldur betur að snúast! Þar tefldi hann fjöltefli við kennara og nemendur og urðu allir furðu losnir yfir snilld þessa ung- lings sem var þrettán fjórtán ára þegar þetta var. Ég vil óska Friðriki til hamingju með stórafmælið og vona að ég eigi eftir að sjá hann við skák- borðið í framtíðinni. Guðlaugur Sveinsson, matreiðslumaður. Bridsdeild FEBK Gjábakka Föstudaginn 21. jan. var spilaður tvímenningur á 10 borðum. Meðal- skor var 216. Úrslit urðu þessi í N/S: Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 246 Leifur Karlsson – Þorleifur Þórarinss. 243 Eysteinn Einarss.– Jón Stefánsson 239 A/V Pétur Antonss.. – Ragnar Björnsson 267 Júlíus Guðmss. – Óskar Karlsson 237 Hannes Ingibergss. – Sigurður Pálsson 231 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, fimmtud. 20. jan. Spilað á 10 borðum. Meðalskor 216. Árangur N - S Bragi Björnsson - Albert Þorsteinsson 274 Björn Svavarss.- Tómas Sigurjónsson 247 Júlíus Guðmss. - Rafn Kristjánsson 232 Árangur A - V Ragnar Björnsson - Magnús Oddsson 270 Magnús Jóhannsson - Erla Sigurðard. 245 Oddur Halldórss. - Þórólfur Meyvantss. 239 ekkert. Það var spilað, talað og hlegið við eldhúsborðið, milli þess sem kíkt var til veðurs af bæjar- hólnum. Og svo var sungið. En trú- lega var ferðin út í Hólma hápunkt- ur dvalarinnar. Þetta vor var afi með æðarvarpið og einn daginn var ákveðið að drífa hersinguna með út í Hólma. Nóa hafði sérstaklega gam- an af þessari ferð en í henni voru teknar grínaktugar myndir af henni í hrókasamræðum við karlkyns fuglahræðu sem hún taldi vera al- veg passlegt mannsefni fyrir sig enda nógu meðfærilegur og pass- lega málgefinn. Þannig var Nóa frænka okkar, hress, skemmtileg og fyndin. Og þannig viljum við minn- ast hennar. Við vottum ættingjum hennar og vinum okkar innilegustu samúðar- kveðjur vegna fráfalls hennar en minningin um hana lifir. Vígþór Sjafnar og Sigríður Eir. Síðla árs 1930 fór nafna mín Elen- óra Jónsdóttir á litlum báti með föð- ur sínum yfir Steingrímsfjörðinn frá Hólmavík. Upphaflega ætluðu þau feðginin að Drangsnesi en það breyttist og var förinni heitið að Bassastöðum. Á leiðinni yfir fjörð- inn versnaði veður. Bátnum var lent í fjörunni við Hellu og þar voru faðir og dóttir veðurteppt í marga daga í iðulausri stórrhríð. Þegar veður loks gekk niður sagði Elín amma mín Jóni að snúa aftur heim yfir fjörðinn þar sem kona hans beið veik heima og mörg börn í heimili. Það lægi ekki svo á að koma henni Elenóru litlu í Bassastaði. Elenóra Jónsdóttir var þriggja mánaða þegar hún kom að Hellu. Þaðan fór hún ekki fyrr en hún hleypti heimdraganum sextán ára gömul. Hún varð strax eitt af börn- unum afa og ömmu, tilheyrði fjöl- skyldunni ætíð síðan. Nóa var glæsileg kona, átti stórt og hlýtt hjarta og mikla hæfileika. Hún var söngelsk, hafði fallega rödd og hafði á sínum yngri árum áhuga á að læra söng en efni og aðstæður leyfðu það ekki. Nóa var ávallt vel til fara, yfirbragð hennar og fram- koma þokkafull svo eftir var tekið. Hún hafði gaman að ferðalögum og starf hennar sem þerna hjá Loftleið- um gaf henni kost á að ferðast víða. Oftar en ekki gladdi hún mig með góðum gjöfum þegar heim var kom- ið. Nóu varð ekki barna auðið en börn hændust að henni og sóttu í fé- lagsskap hennar. Þannig var það með mig sjálfa og síðan dætur mín- ar eftir að ég eignaðist sjálf börn. Hún náði alltaf til þeirra, jafvel þó að Nóa ætti við heilsuleysi og veik- indi að stríða síðustu misserin. Það segir meira en mörg orð um hennar innri mann. Það var aldrei nein hálfvelgja í kringum hana nöfnu mína. Ein af mörgum góðum minningum, sem koma upp í hugann nú þegar ég kveð hana, er frá því að ég var að byrja í skóla sex ára gömul. Hún hringdi þá eitt kvöldið og spurði eft- ir mér. Mamma svaraði í símann og sagði að ég væri háttuð ofan í rúm en ekki sofnuð. „Klæddu hana, við þurfum að fara í Hveragerði,“ sagði Nóa. Mamma dreif mig í kápu yfir náttfötin og þannig fórum við á sölu- sýningu í Hveragerði. Nóa bað mig um að velja mér málverk á sýning- unni, sem hún síðan keypti og gaf mér í tilefni þess að ég var að byrja í skóla. Málverkið á ég enn og það hangir uppi á góðum stað í stofunni. Ég minnist Nóu sem drífandi og glæsilegrar konu. Manneskju sem hafði gaman af lífinu, kunni að njóta þess sem það hafði upp á að bjóða og gaf öðrum að njóta með sér. Hún stendur mér líka ljóslifandi fyrir hugskotssjónum sem gömul kona. Þrotin að heilsu og kröftum en samt með þetta glettna, jafnvel kæruleys- islega, blik í auga. Þetta blik sem heillaði stelpunar mínar og gerði ömmu Nóu svo skemmtilega í þeirra huga að þær hlökkuðu alltaf til að heimsækja hana á sjúkrahúsið. Ég bið góðan Guð að taka vel á móti henni nöfnu minni. Við kveðj- um hana með söknuði og þökk. Þ. Elenóra Jónsdóttir og fjölskylda. Látinn er góður vin- ur, Ásgeir Þórarinsson, er lengi starfaði við út- keyrslu og dreifingu á matvöru og vefnaðar- vöru fyrirtækisins I. Brynjólfsson og Kvaran. Ásgeir var mikið tryggðatröll og á ég margar góðar minningar tengdar honum, eftir 30 ára veru. Ásgeir heitinn kom næstum daglega á skrifstofu mína og þáði kaffi og meðlæti. Við áttum ÁSGEIR ÞÓRARINSSON ✝ Ásgeir Þórarins-son fæddist í Reykjavík 27. okt 1922. Hann lést á Líknardeild Landa- kots 28. desember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Digraneskirkju 7. janúar. margar ferðir í sumar- húsið við Þingvallavatn til silungsveiða og vor- um oft fengsælir. Ásgeir heitinn hafði fyrri hluta ævi mest fengist við sjósókn er hann kynntist snemma hjá föður sínum Þór- arni Dúasyni er var vel þekktur sjósóknari fyrr á árum og var með honum fyrstu árin til sjós. Síðar var Ásgeir í mörg ár á togaranum Jóni forseta hjá Aliance útgerðarfélaginu einn- ig var hann hjá Ríkisskip í strand- siglingum í nokkur ár. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Ásgeiri samverustundirnar, blessuð sé minning hans. Gunnar Ingimarsson. ✝ Stefanía Hall-dóra Jónsdóttir fæddist á Hafnar- hólmi við Steingríms- fjörð 14. maí 1926. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi föstu- daginn 7. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Konráðsson, bóndi og húsasmiður á Hafnarhólmi við Steingrímsfjörð, f. 23.9. 1891, d. 7.9. 1961, og Guðbjörg Gestsdóttir, f. 12.10. 1895, d. 3.8. 1968. Stefanía var sjöunda barn foreldra sinna af tólf barna hópi. Systkini hennar eru Gunnar Sig- fús, f. 1916, d. 1993, Jón Ingimar, f. 1917, d. 1988, Guðrún Þorbjörg, f. 1918, d. 1990, Kjartan Björgvin, f. 1921, d. 1990, Þorbjörn, f. 1922, d. 1986, Árni, f. 1923, Kristín, f. 1927, d. 1999, Elenóra, f. 1930, d. 2005, Sigrún Svan- hvít, f. 1931, d. 1933, Guðmundur, f. 1932, og Sonny Hilma, f. 1937. Stefanía ólst upp hjá foreldrum sínum á Hafnarhólmi og lauk venjubundnu barnaskólanámi. Hún fór ung suður til Reykjavíkur í vist og vann eftir það við ýmis störf, t.d. við saumaskap hjá Últíma, hjá Mjólkursamsölunni og Loftleiðum. Síðustu starfsár sín vann hún á Droplaugarstöðum. Stefanía var síðast til heimilis í Lönguhlíð 3. Útför hennar fór fram í kyrr- þey 12. janúar. Nú er vinkona mín sofnuð hinsta svefni. Var sátt, enda búin að bíða lengi. Vonandi svífur sál hennar yfir okkur og vitjar okkar. Ég trúi því. Hún var trúuð og góð kona. Fyrstu kynni mín af Stebbu (eins og hún var jafnan kölluð) var í gegn- um símalínu. Vinur minn rétti mér tólið og bað mig að segja halló við hana, hún kynnti sig og bauð okkur heim í Hátún 4. Þar bjó hún með móður sinni. Þá komst ég að því að þær voru ættaðar af Ströndum eins og ég. Þetta var fyrir þrjátíu og sjö árum. Það var söngurinn sem leiddi okk- ur saman. Hún var með fallega alt- rödd og kunni mikið af vísum og ég lærði mikið af henni. Hún var þá flutt í Stórholtið, þá bjuggu þær saman systir hennar Elenóra sem söng líka, þá var kominn kór og ég með altinn og gítarinn. Fleiri bættust við en það var ekki regla. Ég hafði ekki sungið mikið und- anfarin ár en þá byrjaði ég af fullum krafti aftur með Stebbu. Hún var mikið fyrir kántrí-söngva og við báð- ar kunnum mikið af íslenskum dæg- urlögum. Hún sagði mér að öll henn- ar systkini hefðu sungið mikið. Hún var mikið hrifin af karlakórum enda sungu bræður hennar mikið. Stebba átti ekki mikið af veraldlegum auði en lagði rækt við frændsemi, heim- sótti systkini og frændfólk. Eg var svo lánsöm að geta keyrt, og kynntist því nokkru af hennar fólki. Við fórum ósjaldan í ferðalög í all- ar áttir hér á Íslandi, og meira að segja til Flórída þar sem við dvöldum hjá Dísu vinkonu og manni hennar og börnum í Pensacola. Í það skipti tók Stebba flugvél til Los Angeles en ég til New York. Við fórum aftur saman til Flórída, þá til Jaksonville, Orlando og Tampa. Þegar Stebba fékk íbúð hjá Nunnu systur sinni og Svavari í Kópavogi kynntist ég þeim og Sonny einni systurinni enn sem kom frá Kaliforníu í heimsókn til systkina sinna með son sinn Mathew. Stebba tók þá sumarbústað á leigu og bauð mér með. Þá kom bíllinn minn að góðum notum. Stebba stakk þá upp á því að við færum á hestbak en hestaleiga var þar skammt frá en hún var að hugsa um þau mæðginin en sleppti því sjálf að fara á hestbak. Við áttum yndislega daga í sveitinni. Hún hugsaði mikið til Sonnyar syst- ur sinnar alla tíð og heimsótti hana oft, var hjá henni í Los Angeles marga mánuði einu sinni það ég man. Allar stundir sem ég átti með Stebbu vinkonu minni þakka ég fyrir. Systkinum hennar og börnum þeirra hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Pálína Magnúsdóttir. STEFANÍA JÓNSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.