Morgunblaðið - 27.01.2005, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Atvinnuauglýsingar
Múrarar
Múrarar óskast. Upplýsingar gefur Einar
í símum 660 6852 og 586 1576
Höfðaskóli Skagaströnd
auglýsir:
Okkur vantar kenn-
ara!
Vegna forfalla er laus kennarastaða á unglinga-
stigi frá og með 10. febrúar nk. og til loka skóla-
ársins. Um er að ræða 100% starf. Í boði er
hagstæð húsaleiga og flutningsstyrkur.
Nánari upplýsingar veita Ingibergur Guð-
mundsson, skólastjóri, vs. 452 2800, hs.
452 2824 og Ólafur Bernódusson, aðstoðar-
skólastjóri, vs. 452 2800, hs. 452 2772.
Umsóknir sendist til Höfðaskóla, 545 Skaga-
strönd eða á netfang skólans:
hofdaskoli@skagastrond.is
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Norðurbraut 10 (213-4100),Hvammstanga, þingl. eig. Þórey Indriða-
dóttir, réttindi skv. kaupsamn. og Helga Árnadóttir, þingl. eigandi,
gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands h/f., Hitaveita Suðurnesja
hf. og Samvinnulífeyrissjóðurinn, mánudaginn 31. janúar 2005
kl. 10:00.
Fífusund 13 (fnr. 213-3833), Hvammstanga, þingl. eig. db. Guðrúnar
Magnúsd./skiptastj. Stefán Ólafss. hdl., gerðarbeiðandi Íbúðalána-
sjóður, mánudaginn 31. janúar 2005 kl. 10:30.
Aðalgata 9, (fsn. 213-6611), Blönduósi, þingl. eig. Þb. Krútt brauðg.
ehf/skstj. Jón S. Sigurjóns. hdl., gerðarbeiðendur Samvinnulífeyr-
issjóðurinn og sýslumaðurinn á Blönduósi, mánudaginn 31. janúar
2005 kl. 11:45.
Skeggjastaðir (fnr. 145871), Skagabyggð, þingl. eig. Hallgrímur
Karl Hjaltason, gerðarbeiðandi Kaupþing Búnaðarbanki hf., mánu-
daginn 31. janúar 2005 kl. 14:00.
Snæringsstaðir (fnr. 145316), Svínavatnshreppi, þingl. eig. Benedikt
Steingrímsson, Margrét Lovísa Jónsdóttir og Guðrún Jónsdóttir,
gerðarbeiðendur Lánasjóður landbúnaðarins og Vátryggingafélag
Íslands hf., mánudaginn 31. janúar 2005 kl. 16:00.
Sýslumaðurinn á Blönduósi,
20. janúar 2005,
Bjarni Stefánsson, sýslumaður.
Uppboð
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Skógar-
hlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Grettisgata 64, 0102 og 0103, Reykjavík, þingl. eig. Einar Guðjónsson
ehf., gerðarbeiðendur Grettisgata 64, húsfélag og Tollstjóraembættið,
mánudaginn 31. janúar 2005 kl. 10:00.
Hafnarstræti 17, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Hafnarstræti 17 ehf.,
gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 31. janúar 2005
kl. 10:00.
Háberg 7, 0203, Reykjavík, þingl. eig. Birkir Már Benediktsson, gerðar-
beiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 31. janúar
2005 kl. 10:00.
Hraunberg 4, 010301, Reykjavík, þingl. eig. Eggert Arngrímur Arason,
gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 31. janúar 2005
kl. 10:00.
Hraunbær 3, 020101, 50% ehl. Reykjavík, þingl. eig. Gunnlaugur
Jósefsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis,
útibú, mánudaginn 31. janúar 2005 kl. 10:00.
Hraunbær 84, 0102, Reykjavík, þingl. eig. Steingrímur Steingrímsson,
gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., útibú 527, mánudaginn 31. janúar
2005 kl. 10:00.
Hringbraut 110, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Walter Helgi Jónsson,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og
Tollstjóraembættið, mánudaginn 31. janúar 2005 kl. 10:00.
Hverfisgata 105, 0302, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Kristinn Sig-
marsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 31. janúar
2005 kl. 10:00.
Hyrjarhöfði 2, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Hyrjarhöfði 2 ehf., gerðar-
beiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 31. janúar 2005 kl. 10:00.
Ingólfsstræti 18, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur Ingi Kristins-
son, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, mánudaginn
31. janúar 2005 kl. 10:00.
Kleifarsel 18, 0101 Reykjavík, þingl. eig. A.B.H. Byggir ehf., gerð-
arbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 31. janúar 2005 kl.
10:00.
Kleppsvegur 42, 010205, Reykjavík, þingl. eig. Margrét Ingunn Ólafs-
dóttir, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar og Spari-
sjóður vélstjóra, mánudaginn 31. janúar 2005 kl. 10:00.
Kötlufell 1, 010303, Reykjavík, þingl. eig. Guðlaug Örlaugsdóttir,
gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfsm. sv.fél., mánudaginn 31. janúar
2005 kl. 10:00.
Laufengi 16, 010203, 50% ehl. Reykjavík, þingl. eig. Þórdís Þorvalds-
dóttir, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, mánudaginn 31. janúar 2005
kl. 10:00.
Laufrimi 24, 0303 Reykjavík, þingl. eig. Karen Soffía Kristjánsdóttir,
gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 31. janúar 2005
kl. 10:00.
Laugavegur 147A, 010201, Reykjavík, þingl. eig. Frímann Sigurnýas-
son, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóður starfsmanna
ríkisins, B-deild, mánudaginn 31. janúar 2005 kl. 10:00.
Melavellir 1 og 2, Kjalarnes, Reykjavík, þingl. eig. Ólafur Jón Guð-
jónsson og Erlingur Sigurgeirsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
mánudaginn 31. janúar 2005 kl. 10:00.
Miðstræti 8A, 010302, Reykjavík, þingl. eig. Snorri Þór Tryggvason,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 31. janúar 2005 kl.
10:00.
Miklabraut 90, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Benedikt G. Stefánsson,
gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 31. janúar 2005
kl. 10:00.
Njálsgata 59, 010202, 50% ehl. Reykjavík , þingl. eig. Guðmundur
Magni Ágústsson, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda,
mánudaginn 31. janúar 2005 kl. 10:00.
Nýlendugata 27, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Snorri Ægisson, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 31. janúar 2005 kl. 10:00.
Reykás 43, 030101, Reykjavík, þingl. eig. Bjarni Friðjón Karlsson,
gerðarbeiðandi Frjálsi lífeyrissjóðurinn, mánudaginn 31. janúar
2005 kl. 10:00.
Rjúpufell 19, 100101, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur Þ Gíslason,
gerðarbeiðendur Kaupþing Búnaðarbanki hf., Tollstjóraembættið
og Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 31. janúar 2005 kl. 10:00.
Safamýri 52, íbúð 010302 og bílskúr 170101, Reykjavík, þingl. eig.
Lárus Hrafn Lárusson og Rósa Hallgeirsdóttir, gerðarbeiðendur
Húsasmiðjan hf. og STRÁ Starfsráðningar ehf., mánudaginn 31.
janúar 2005 kl. 10:00.
Seljabraut 24, 070201, 50% ehl., fastanúmer 205-5651, Reykjavík,
þingl. eig. Valtýr Grétar Einarsson, gerðarbeiðandi Landsbanki
Íslands hf., aðalstöðvar, mánudaginn 31. janúar 2005 kl. 10:00.
Strandasel 9, 050101, Reykjavík, þingl. eig. Svanhildur K. Hákonar-
dóttir, gerðarbeiðandi Kristinn Ingi Hrafnsson, mánudaginn 31.
janúar 2005 kl. 10:00.
Ugluhólar 12, 030301, 50% ehl. Reykjavík, þingl. eig. Þuríður Birna
Halldórsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn
31. janúar 2005 kl. 10:00.
Viðarrimi 37, 010101, Reykjavík, þingl. eig. Bjarni Eyvindsson, gerðar-
beiðandi Íslandsbanki hf., útibú 515, mánudaginn 31. janúar 2005
kl. 10:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
26. janúar 2005.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Kóngsbakki 14, 0302, Reykjavík, þingl. eig. Þorkell Ragnarsson, gerð-
arbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, mánudaginn
31. janúar 2005 kl. 10:30.
Smárarimi 84, 0101, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Björn Rúnar
Magnússon, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 31.
janúar 2005 kl. 13:30.
Vesturberg 26, 0401, Reykjavík, þingl. eig. Elín Sigríður Grétarsdóttir,
gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Kreditkort hf., mánudaginn
31. janúar 2005 kl. 11:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
26. janúar 2005.
STJÓRN Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna hefur sent frá sér eftirfar-
andi tilkynningu þar sem þeir hvetja
þingmenn til þess að má úr lögum alla
mismunun á grundvelli kynhneigðar.
„Í lögum um staðfesta samvist og
lögum um tæknifrjóvganir eru
ákvæði sem fela í sér þessa mismun-
un.
Síðastliðið haust lauk nefnd um
réttarstöðu samkynhneigðra störf-
um. Helmingur nefndarinnar lagðist
gegn því að samkynhneigðum yrði
leyft að ættleiða erlend börn og nýta
sér tæknifrjóvgun. Nefndarmenn ótt-
ast að samstarf um ættleiðingar
kunni að skaðast. Fordómar annarra
ríkja í garð samkynhneigðra eru ekki
réttlæting á lagalegu misrétti.
Reynsla Svía til dæmis er sú að ekki
verði hnökrar á samstarfi um ættleið-
ingar eða ættleiðingum fækki á nokk-
urn hátt. Auðvelt er að draga úr ótta
þeirra sem af þessu hafa áhyggjur,
með því að leiða í lög eða reglugerð
ákvæði um að samkynhneigðir geti
einvörðungu ættleitt börn frá löndum
sem leyfa slíkar ættleiðingar.
Niðurstaða ofangreindra nefndar-
manna gegn tæknifrjóvgunum sam-
kynhneigðra kvenna er ekki byggð á
rökum heldur fordómum. Sömu for-
dómar eru nú í lögum um tækni-
frjóvganir. Lögin kveða á um rétt
tæknifrjóvgaðs barns til að njóta bæði
móður og föður. Stjórn SUS telur það
vera rétt barna að fá að alast upp hjá
samkynhneigðum jafnt sem gagn-
kynhneigðum.
Að öðru leyti fagnar stjórn SUS
öðrum niðurstöðum nefndarinnar og
leggur ríka áherslu á að Sjálfstæðis-
flokkurinn eigi áfram forystu um að
afnema lagalegt misrétti gagnvart
samkynhneigðum á Íslandi. Stjórn
SUS skorar á þingmenn og ráðherra
Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir
breytingum á áðurnefndum lögum.“
Vilja afmá
mismunun
vegna kyn-
hneigðar
JAPÖNSK stjórnvöld bjóða fram
styrk til ungs fólks sem hyggur á
háskólanám í japanskri tungu eða
japönskum fræðum við háskóla í
Japan. Styrkurinn er til eins árs og
frá og með október 2005. Mennta-
málaráðuneytið í Japan greiðir fyr-
ir flugfargjöld fram og til baka,
skólagjöld, sérstakan komustyrk og
mánaðarlega fær styrkþegi greidd
sem er um 86.400 ísl. krónur.
Styrkur þessi stendur til boða
þeim sem fæddir eru eftir 2. apríl
1975 og fyrir 1. apríl 1987. Hann er
ætlaður þeim sem eru þegar í há-
skólanámi utan Japans og leggja
stund á japönsk fræði eða japönsku
og sem munu halda áfram slíku
námi þegar þeir snúa heim á ný.
Styrkina hljóta nemendur sem hafa
góða þekkingu á japönsku og hefur
gengið vel í námi.
Umsóknareyðublöð má nálgast
hjá sendiráði Japans, Laugavegi
182. Útfylltum umsóknum þarf að
skila til sendiráðsins eigi síðar en 7.
mars 2005 og tekin verða viðtöl við
nokkra umsækjendur í mars.
Styrkur í jap-
önskum fræðum
ÞINGFLOKKUR Frjálslynda
flokksins segir í ályktun, sem sam-
þykkt var á fundi á mánudag, óeðli-
legt að forsvarsmenn heildar-
samtaka launamanna lýsi því yfir
að einn forystumaður í stjórn-
málaflokki sé öðrum fremri, eins og
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, hafi kosið að
gera.
Einnig segir í ályktun frá þing-
flokknum að forystumönnum heild-
arsamtaka launþega, þar sem allar
stjórnmálaskoðanir rúmast, beri að
gæta varkárni í yfirlýsingum um
einstaka stjórnmálamenn og stjórn-
málaflokka.
Gæta varkárni
♦♦♦