Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 41
DAGBÓK
Um einstaklingseðli kvenna. Karlar og við-horf til kvenréttinda á Íslandi um alda-mótin 1900,“ nefnist fyrirlestur sem dr.Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur
flytur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynja-
fræðum í dag kl. 15 í Öskju; stofu 132. Þar mun hún
fjalla um viðhorf íslenskra karlmanna til kvenrétt-
inda og kvenleika á árunum í kringum aldamótin
1900.
„Ég byggi á doktorsritgerð minni sem út kom á
síðasta ári og bar heitið Hinn sanni Íslendingur.
Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900–1930,“ seg-
ir Sigríður, en fyrirlesturinn er líka hluti af norrænu
rannsóknarverkefni um karlmennsku sem hún hefur
tekið þátt í á undanförnum árum með sagnfræð-
ingum frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Það fjallar
um „hinn norræna karlmann“ út frá ýmsum sjón-
arhornum.
„Ég mun sérstaklega fjalla um hugmyndir karla
um konur sem pólitíska einstaklinga og möguleika
þeirra til að taka þátt í stjórnmálum og opinberu lífi,“
segir Sigríður. „Þar byggi ég á ýmsum niðurstöðum í
kvenna- og kynjasögu á undanförnum árum en því
hefur verið haldið fram að hinn pólitíski þegn eða
einstaklingur nútímans hafi verið táknaður í líki karl-
manns og að veigamiklu leyti skilgreindur gagnvart
konum og hinu kvenlega. Konum hafi t.d. ekki full-
komlega verið gefnir eiginleikar hins pólitíska ein-
staklings eins og rökvísi og skynsemi. Þessi spurn-
ing, um einstaklingseðli kvenna og hvort konur skuli
teljast fullkomnir pólitískir þegnar eða ekki, gengur
eins og rauður þráður gegnum alla umræðu um
kvenréttindamálið og ég skoða m.a. hvaða afstöðu
karlar tóku til hennar. Frjálslyndir vinstrimenn sem
börðust fyrir kvenréttindamálinu í lok 19. aldar,
menn á borð við t.d. Skúla Thoroddsen, eru mjög
áhugaverðir í þessu sambandi en þeir byggðu bar-
áttu sína beinlínis á svokölluðum jafnræðisrökum
sem gengu út á að konur hefðu alla sömu andlegu
eiginleika til að bera og karlmenn. Í byrjun 20. aldar
stóð íslensk kvenréttindabarátta í hámarki og árabil-
ið 1907–1911 er merkilegt í því sambandi. Karlmenn
greiddu götu kvenréttindamálsins mjög á þessu
tímabili en tjáðu sig lítið um það hugmyndafræðilega
séð og það er frekar lítið um beinar heimildir um við-
horf þeirra. Árið 1911 þegar konur fengu rétt til
menntunar og embætta og samþykkt var stjórn-
arskrárbreyting um kosningarétt og kjörgengi tók
andstaða karlmanna hins vegar mjög að aukast. Í
orðræðunni birtist hún á þann hátt að andlegir eig-
inleikar kvenna voru mjög í umræðunni og karlmenn
tóku að efast um að það samræmdist kveneðlinu að
starfa á opinberu sviði. Þau rök að slíkt mundi leiða
til hnignunar og spillingar kvenna og samfélagsins
alls, færðust í vöxt.“
Hvaða lærdóm má draga af niðurstöðunum?
„Það kann að vera mikilvægt að skoða hvort enn
megi finna viðhorf til kvenna á opinberum vettvangi
sem á einhvern hátt eiga rætur sínar að rekja til
þessa. Það er ekki svo langt síðan viðhorf af þessu
tagi voru mjög útbreidd en á millistríðsárunum
ruku þau t.d. upp úr öllu valdi, urðu enn útbreiddari
en á því tímabili sem ég ræði hér.“
Sagnfræði | Fyrirlestur um viðhorf karla til kvenréttinda aldamótin 1900
Konum ekki ætluð skynsemi
Sigríður Matthías-
dóttir er fædd á Egils-
stöðum á Héraði árið
1965. Hún lauk BA-
prófi í sagnfræði frá
Háskóla Íslands árið
1994, MA-prófi frá
Lundúnaháskóla árið
1995 og doktorsprófi
frá Háskóla Íslands árið
2004. Hún er núna
rannsóknastöðu-
styrkþegi við Háskóla Íslands. Maki hennar er
Jón Pálsson.
Mikil hálka
ÉG fer í vinnu frá miðbænum og upp
á Kleppsspítala og í morgun, mánu-
daginn 24. jan., var svo mikil hálka
að maður komst hvorki aftur á bak
né áfram á gangstéttunum og varð
ég að ganga eftir götunni og hefði
getað orðið fyrir bíl. Hvers vegna
var ekki settur sandur á götur og
gangstéttir í svona mikilli hálku?
Elín.
Skáldið út úr skápnum
ÁRAMÓTAÁVARP Hallgríms
Helgasonar vakti nokkra athygli og
kannski mest hve hann var langt
niðri, (fyrir!). Orðfærið um ráða-
menn var fjölskrúðugt og manni
sem var alltaf sýnd sú ímynd að
hann væri sérlega „liberal“ og víð-
sýnn. Eftir fálm í þröngum skápnum
hefur hann hins vegar brotist út og
sýnt sitt rétta andlit. Fyllir einfald-
lega flokk komma og atvinnumót-
mælenda í hópi með Sigurði A.
Magnússyni, núna Ólafi Hannibals-
syni og fleirum. Hvort þeir kenna
sig við fylkingu eða grænt skiptir
ekki höfuðmáli. Ekki skrýtið þótt
Hallgrímur sé ánægður með fyrrum
og núverandi höfuðmeðlimi á þess-
um sjónarhólum. Þar var orðfæri
sumra í sölum Alþingis nú og fyrir
rúmum áratug mest í líkingu við það
sem notað er við mykjudælutækni í
landbúnaði. Ekki er vinnandi vegur
að hafa þau ummæli beint eftir hér í
jafn virðulegu blaði.
Fjölmiðlamálið var í upphafi aldr-
ei annað en starfsmannamál Norð-
urljósa. Löggjöf sem öll þjóðin
(nema einn blaðamaður á DV) taldi
þarft mál, hitti illa stressaða fjöl-
miðlamenn eftir enn einn kollhnís-
inn og tvöföldu skrúfuna hjá þessu
marghaussetta fyrirtæki. Eftir-
leikur verður án efa kenndur síðar í
kennslubókum um áhrif fjölmiðla á
umræðu. Með uppblásinni dramatík
og útbreiðslu tryggða hófst herferð
(ritstjóra, starfsmanna, eigenda,
pistlahöfunda) sem tókst. Stórkost-
legir heimsviðburðir flutu orðalaust
framhjá ritstjóranum Gunnari
Smára á þessu tímabili. Bylgjan
sveif yfir landið og setti m.a.s. kökk í
penna og blekhylki skáldsins Hall-
gríms í Hrísey að hans sögn. Endaði
síðan að Bessastöðum.
Eflaust má gagnrýna framkvæmd
lýðræðis og þar þarf stöðugan vörð.
Ekki er þó nefndarstörfum Al-
þingis og vegferð stjórnarfrum-
varpa alls varnað. Fjölmiðla-
frumvarpinu var fjórbreytt til að
milda það og koma til móts við gagn-
rýnisraddir. Sama þó því hefði verið
níbreytt eða tólfbreytt, það hefði
aldrei dugað. Þegar komið var hér í
sögunni fór lítið fyrir upphaflegum
efnisatriðum. Hefði eins getað verið
um lit veggja á opinberum bygg-
ingum. Þarna var nefnilega stór-
kostlegt lag að koma höggi á stjórn-
völd.
Restin er stjórnarandstaða. Í
henni er maðurinn með hattinn.
Valdimar Guðjónsson,
Gaulverjabæ.
Íraksstríðið
SVO virðist sem stjórnarandstæðan
sé komin með Íraksstríðið á heilan.
Kanski stafar áráttan af því að
verið sé að draga athyglina frá
vandamáum í eigin ranni við tókum
ekk þátt í Íraksstríðinu að öðru leyti
en því að Bandaríkamenn fengu að-
gang að Keflavíkurflugvelli sem þeir
hafa haft allar götur síðan að þeir
byggðu völlinn í síðari heimst.
Er ekki mál að linni og menn snú
sér að málum sem standa sér nær.
Guðrún
Magnúsdóttir.
Svört taska týndist
SVÖRT taska með myndum af
hundum tapaðist fyrir ca. 2–3 vikum
í henni var fimleikabolur og pen-
ingaveski upplýsinar í síma 586 1045
eða 659 5969.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Reykjavíkurmótið.
Norður
♠G4
♥K3 A/Allir
♦D9863
♣K743
Vestur Austur
♠Á9753 ♠KD1082
♥G87 ♥D104
♦G5 ♦74
♣G82 ♣Á96
Suður
♠6
♥Á9652
♦ÁK102
♣D105
Spil dagsins er frá 15. umferð
Reykjavíkurmótsins. Eins og sést
vinnast fimm tíglar auðveldlega í NS
(og líka fjögur hjörtu), en algengasti
samningurinn reyndist vera þrír spað-
ar í AV, tvo til þrjá niður. Ástæðan var
í fyrsta lagi létt opnun austurs á einum
spaða og svo hindrunarstökk vesturs í
þrjá spaða. Svona voru sagnir ótrúlega
víða:
Vestur Norður Austur Suður
– – 1 spaði 2 hjörtu
3 spaðar Pass Pass Pass
Það er alltaf erfitt að eiga við hindr-
unarsagnir, en í þessu tilfelli ætti norð-
ur ekki að hika við að dobla þrjá spaða
til úttektar. Hann tekur á móti báðum
láglitum og gæti auk þess spilað hjarta
á móti sexlit. En flesta skorti kjark til
að dobla og þá gat suður ekki meir,
enda innákoma hans á tveimur hjört-
um í veikara lagi.
En málið er svo sem ekki leyst þótt
norður dobli þrjá spaða. Suður verður
þá að harka sér í fimm tígla, því norður
lyftir tæplega fjórum tíglum í fimm.
En á suður fyrir slíku stökki? Hiklaust,
því öll spil hans eru virk og einspilið í
spaða gulls ígildi.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 d6 2. d4 g6 3. Rc3 Bg7 4. Bg5 a6 5.
Rf3 Rd7 6. Dd2 b5 7. a4 b4 8. Rd5 c5 9.
Bc4 Rb6 10. Rxb6 Dxb6 11. Be3 Bb7
12. dxc5 dxc5 13. 0-0-0 Rf6 14. e5 0-0
15. exf6 Dxf6 16. c3 bxc3 17. bxc3 Db6
18. Dc2 Da5 19. Kd2 Bc6 20. Ke2 Bxc3
21. Bd2 Bxd2 22. Hxd2 Hab8 23. Ha1
Hb4 24. Re5 Bxa4 25. Dc3 Dc7
Staðan kom upp í C-flokki Corus-
skákhátíðarinnar sem fram fer þessa
dagana í Wijk aan Zee í Hollandi. Par-
imarjan Negi (2.316) hafði hvítt gegn
Tea Bosboom-Lanchava (2.366). 26.
Rxf7! Hxf7 27. Bxf7+ Kf8 27. ... Kxf7
hefði ekki gengið upp vegna 28. Hxa4
Hxa4 29. Db3+ og hvítur verður hróki
yfir. 28. Bd5 og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Brúðkaup | Gefin voru saman 17. júlí
2004 í Hafnarfjarðarkirkju þau Ásrún
Ósk Bragadóttir og Ástþór R. Guð-
mundsson.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Ljósmynd/Stúdíó Sissu
ÁRLEGUR kvöldverður Burns
(„Burns Supper“) verður haldinn
í AKOGES-salnum, Sóltúni 3, nú
á laugardaginn kl. 20–1 á vegum
Edinborgarfélagsins. Samkoman
tengist hefð í Skotlandi og víðar
um heim, þar sem minnst er fæð-
ingardags Roberts Burns, þjóð-
skálds Skota, en Burns var fædd-
ur 25. janúar 1759. Að venju
verður snæddur haggis en Burns
gerði þann rétt ódauðlegan með
kvæði sínu „Ávarp til Haggis“.
Fagnaðurinn er vettvangur fyr-
ir Skota og Skotlandsvini hér á
landi til að hittast í skosku and-
rúmslofti og snæða haggis og
hlusta á sekkjapípuleik.
Aðgangseyrir er kr. 3.800 og
er fordrykkur ásamt haggis með
viðeigandi meðlæti innifalinn auk
hinnar hefðbundnu „cock-a-
leekie“ súpu. Ekki þarf að til-
kynna þátttöku en greitt er við
innganginn.
Allir sem dvalið hafa í Skot-
landi um lengri eða skemmri
tíma eru velkomnir sem og þeir
sem hafa áhuga á skosk-
íslenskum menningarsamskiptum.
Morgunblaðið/Jim Smart
„Burns“-kvöldverður
Edinborgarfélagsins
MÁL og menning
hefur gefið út bók-
ina „Stóri glugg-
inn“ eftir Lemony
Snicket í þýðingu
Helgu Soffíu Ein-
arsdóttur. Þetta
er þriðja bókin í
bókaflokknum Úr
bálki hrakfalla,
eða „A Series of Unfortunate Events“.
Bækurnar fjalla um Baudelaire-
systkinin, Fjólu, Kláus og Sunnu, sem
verða munaðarlaus í kjölfar þess að
heimili þeirra brennur til kaldra kola.
Þeim er komið fyrir í umsjá Ólafs
greifa, óhuggulegs frænda sem þau
hafa aldrei heyrt minnst á og sýnir
fljótlega að hann hefur ekki áhuga á
neinu nema arfi systkinanna. Börnin
eru klók og tekst að flýja frá frænda
sínum og til annarra ættingja sem eru
all sérstæðir, en greifinn er ekki á
þeim buxunum að gefast upp og eltir
þau eins og skugginn. Sögurnar eru
bæði drepfyndnar og bráðspennandi.
Í Stóra glugganum koma við sögu felli-
byllur, hungraðar Anguriglur, köld
gúrkusúpa, skelfileg illmenni og
hættulegir hurðarhúnar.
Börn
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Grétar, sími 696 1126.
Hafðu samband - það kostar ekkert!
SELTJARNARNES
- VESTURBÆR
Mér hefur verið falið að leita eftir einbýlishúsi,
rað- eða parhúsi á Seltjarnarnesi eða í vestur-
bæ Reykjavíkur, einnig kemur sérhæð sterk-
lega til greina, fyrir ákveðinn kaupanda sem
búinn er að selja og getur boðið sterkar
greiðslur. Verð allt að 35,0 millj.
Áhugasamir vinsamlegast hafi samband og ég
mun fúslega veita nánari upplýsingar.