Morgunblaðið - 27.01.2005, Page 43

Morgunblaðið - 27.01.2005, Page 43
UM nokkurt skeið hefur sú siðvenja tíðkast að minnast fæðingardags tónskáldsins W.A. Mozarts hinn 27. janúar með tón- leikahaldi. Í kvöld kl. 18 fagnar hópur tón- listarmanna afmæli Mozarts á Kjarvals- stöðum með flutningi píanókvartetts í Es-dúr og aríum, tríói og kvintetti úr óper- unum Brúðkaupi Fígarós, Cosi fan Tutte og Töfraflautunni. Hljóðfæraleikarar á tónleikunum eru Val- gerður Andrésdóttir píanóleikari, Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari. Þá mæta til Morgunblaðið/Árni Torfason Ártíð Mozarts fagnað á Kjar- valsstöðum leiks söngnemar úr Söngskólanum í Reykjavík, þau Hulda Sif Ólafsdóttir sópr- an, Þórunn Vala Valdimarsdóttir sópran, Dóra Steinunn Ármannsdóttir mezzosópr- an, Egill Árni Pálsson tenór og Jón Leifs- son baritón, en með þeim leikur Iwona Ösp Jagla á píanó. Þá mun Þorsteinn Gylfason prófessor ræða um ævi og störf Mozarts auk þess sem hann veitir gestum innsýn inn í verkin. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 43 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Bílar á föstudögum Sérblaðið Bílar fylgir blaðinu á föstudögum. Meðal efnis næsta föstudag: Dísilbílar Reynsluakstur Formúla 1 Fyrstu vörubílarnir á Íslandi Hefur bensínverð áhrif á bílakaupin? Land Rover Discovery 3, Corvette, Audi Allroad, Skoda Octavia, Opel Vectra Sértilboð til áskrifenda á bílaauglýs- ingum 995 kr. með mynd - Mættu til okkar í Kringluna 1 og við tökum myndina frítt - Einfalt, ódýrt og þægilegt auglýsingar 569 1111 Auglýsingar: Sandra - 569 1140 og Ragnheiður -569 1275 Vorum að fá í einkasölu glæsilegt og mik- ið endurnýjað einbýlishús, kjallari og hæð, ásamt nýlegum tvöföldum bílskúr, alls 205 fm, á mjög góðum stað í austur- bæ Rvíkur. Glæsilegt nýlegt eldhús, bað, gegnheilt parket, fjögur svefnherbergi, stór og nýleg timburverönd með heitum potti. Möguleiki að útbúa aukaíbúð í kjall- ara. Nýlegur, tvöfaldur fullbúinn bílskúr og hellulagt bílaplan með hita. Glæsileg eign á mjög eftirsóttum stað. Verð 39,7 millj. Kambsvegur - Rvík - glæsilegt einbýli Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. Sími: 588 4477 www.valholl.is / www.nybyggingar.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Einbýlis-, rað- eða parhús óskast í Grafarvogi, Breiðholti eða Kópavogi fyrir ákveðna fjársterka kaupendur. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Léttur hádegis- verður á eftir. Árbæjarkirkja. | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.–16. Spil, föndur, ferða- lög, spjall og fræðsla. Starf með 7–9 ára börnum í Selásskóla kl. 15–16. Starf með 10–12 ára börnum í Sel- ásskóla kl. 16–17. Áskirkja | Opið hús milli kl. 14 og 17. Samsöngur undir stjórn organista, kaffi og meðlæti. TTT-starfið samvera milli 17 og 18 í dag. TEN–SING-starfið æfingar leik– og sönghópa kl. 17–20. Breiðholtskirkja: Biblíulestur í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar hér- aðsprest, fimmtudagskvöld kl. 20. Tekið er fyrir efnið Tilvist og trú. Bústaðakirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Þar koma foreldrar saman með börn sín og ræða lífið og tilveruna. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Umsjón Anna Arnardóttir. Leik- fimi Í.A.K. kl. 11.15. Bænastund kl 12.10. Fella- og Hólakirkja | Foreldramorgn- ar kl. 10–12. Stelpustarf, 3.–5. bekkur kl. 16.30–17.30. Fíladelfía | „Eldurinn“ fyrir fólk á öll- um aldri. Hefst kl. 21. Lofgjörð, vitn- isburðir og kröftug bænastund. Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í Vídalínskirkju kl. 22. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Kirkjukrakkar kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, bæn. Léttur máls- verður í safnaðarheimili eftir stund- ina. Keflavíkurkirkja | Fræðsla um vinnu við áfallahjálp 27. janúar kl. 10–16 á fundi í Kirkjulundi. Margrét Blöndal leiðbeinandi. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi kl. 15.10–15.59, 8. H.G.R. í Holtask., kl. 15.55–16.35, 8. K.Á. í Holtask. 12 spor í Kirkjulundi kl. 18–20. KFUM og KFUK | Ad KFUM Holtavegi 28, kl. 20. „Unicef á Íslandi“ Einar Benediktsson, fyrrv. sendiherra, segir frá. Upphafsbæn: Helgi Elíasson, hug- leiðing: Halldór Lárusson. Langholtskirkja | Samvera fyrir for- eldra ungra barna kl. 10–12. Fræðsla: Ragnheiður Elíasdóttir barnalæknir fjallar um sjúkdóma barna. Hressing. Umsjón hefur Rut G. Magnúsdóttir. Upplýsingar í síma 520-1300. Laugarneskirkja | Kl. 12 Kyrrð- arstund. Léttur málsverður í safn- aðarheimili á eftir. Kl. 17.30 KMS (14– 20 ára) Æfingar í Áskirkju og KFUM & K v. Holtav. Njarðvíkurprestakall | Spilakvöld aldraðra og öryrkja kl. 20. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Myndlist kl. 13, vídeó- stund kl. 13.15 í matsalnum, jóga kl. 9 boccia kl. 10, ath. opið fyrir frjálsa spilamennsku alla daga. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handav., hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, bókband, söngur, fótaaðgerð. Breiðfirðingafélagið | Félagsvist 30. jan. kl. 14, fyrsti dagur í fjögurra daga keppni. Kaffiveitingar, allir velkomnir. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–14 samverustund, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ æfir í KHÍ kl. 17. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Bridsdeild FEBK spilar tvímenning alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Aðgangseyrir kr. 200. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Karlaleikfimi og málun kl. 13, spænska 400 kl. 12, bocciahópur kl.15, vatns- leikfimi í Mýrinni kl. 9.10. Þorrablót Kiwanis og Sinawik kl. 19 í Kirkjuhvoli. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgistund í samstarfi við Fella- og Hólabrekkusóknir, umsjón sr. Svavar Stefánsson. Frá hádegi spilasalur op- inn og vinnustofur, m.a. myndlist- arkennsla og föndurgerð. S. 5757720 Félagstarf Langahlíð 3 | Bingó kl. 15 Hraunbær 105 | Kl. 9 alm. handav., bútasaumur, perlusaumur, kortagerð, hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegis- matur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9, pútt kl. 10, bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–13, búta- og brúðusaumur o.fl., boccia kl. 10–11. Hannyrðir hjá Halldóru kl. 13–16.30, félagsvist kl. 13.30 kaffi og meðlæti. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir–hársnyrting. Hæðargarður 31 | Betri stofa og lista- smiðja. Handavinna, glerlist o.fl. Skráning í morgunverðarboð Göngu- Hrólfa 29. janúar. Hafin sala á miðum á þorrablótið 4. febrúar. Morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi. Uppl. í s. 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30 á morgun, fös. Krabbameinsfélagið | Styrkur samtök krabbameinssjúklinga og aðstand- enda þeirra halda þorrablót laugard. 29. jan. kl. 19 í Skógarhlíð 8, 4. hæð. Jóhannes Kristjánsson skemmtir, happdrætti og fleira. Hljómsveitin Capri leikur. Veislustjóri Margrét Sig- urðardóttir. Miðasala í s. 896 5808. Laugardalshópurinn, Þróttarheimili | Leikfimi fyrir eldri borgara kl. 12.15. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 9–12 leir, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 10 ganga, kl. 13–16.30 leir. Sjálfsbjörg | Skák kl. 19.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v/ böðun, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 9– 10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13– 16 glerbræðsla, kl. 13–16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband pennasaumur og hár- greiðsla kl. 9, morgunstund og fótaað- gerðir kl. 9.30, boccia kl. 10, gler- skurður. handmennt og frjálsspil kl. 13. Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.