Morgunblaðið - 06.02.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 06.02.2005, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ þúsund verkfræðingar. Alþjóðleg fyrirtæki opna ekki aðeins verksmiðjur í Kína. Þau reka þar einnig rannsóknarstofur og þróa nýjar vörur. Hin aukna velmegun í Kína sést greinilega á myndum Sverris Vilhelmssonar ljósmynd- ara frá Kína. Hann heimsótti forboðnu borg- ina í Peking og fór á Kínamúrinn. Vitaskuld minnir margt á gamla tíma og niður sögunnar fylgir ferðalangnum, en klæðaburður almenn- ings er orðinn fjölbreyttari en áður var og lit- rík auglýsingaskilti, meðal annars frá vest- rænum fyrirtækjum, hefðu verið óhugsandi fyrir nokkrum árum. Kína er enn lokað þjóðfélag og kínversk stjórnvöld reyna til dæmis að hemja aðgang hins almenna borgara að umheiminum á Net- inu. Þegar ljósmyndarinn mundar vélina á Torgi hins himneska friðar kemur tortrygginn varðmaður og spyr hvort hann sé blaðamaður. En tortryggnin í garð hins vestræna er á und- anhaldi í efnahagsmálum.Kínverski risinn hef- ur ekki aðeins rumskað, hann er kominn á fulla ferð. Neyslusamfélagið Litríkar auglýsingar blasa við á götu í Peking og vegfarendur ganga og hjóla hjá án þess að líta upp. Tekur Kína við af Bandaríkjunum sem hin kapitalíska eimreið alþjóðlega hagkerfisins? Að tjaldabaki Hjá Tiananmen-torgi er gamalt hverfi, sem að mestu verður rifið fyrir Ólympíuleikana. Þingið Kínverska þingið fundar í Höll alþýðunnar. Víðáttur torga undirstrika smæð einstaklingsins í mannhafi fjölmennasta ríkis heims. Bænastaður Altari bæna fyrir góðri uppskeru í Musteri himnanna er eitt þekktasta tákn Peking. ’Meðaltekjur í borgunum eruþrefalt hærri en í sveitinni og þessi tekjumunur hefur hleypt af stað einhverjum mestu fólksflutningum sögunnar.‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.