Morgunblaðið - 16.02.2005, Síða 11
UNDANFARNA mánuði hefur ver-
ið fækkað í flugvallarþjónustudeild
slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli
sem sér um hreinsun flugbrauta og
hefur öryggisnefnd Félags íslenskra
flugumferðarstjóra lýst yfir áhyggj-
um sínum á áhrifum þess á flugör-
yggi. Frá og með 30. apríl mun
hreinsunin heyra undir vélamiðstöð
varnarliðsins en ekki slökkviliðið á
Keflavíkurflugvelli. Flugumferðar-
stjórar hafa sömuleiðis áhyggjur af
þeirri þróun og telja að þjónustan
muni enn versna við það. Friðþór
Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðs-
ins, segir að þjónustan verði óbreytt
og íslensku starfsmennirnir muni
halda sínum störfum.
Guðjón Arngrímsson, varafor-
maður Verkalýðs- og sjómanna-
félags Keflavíkur og starfsmaður í
deildinni, segir að undanfarið hafi
starfsmönnum flugvallarþjónustu-
deildar verið fækkað úr 59 í 42.
Deildin sinnir ekki eingöngu hreins-
un flugbrauta en þegar mikið liggur
við hafa allir starfsmenn á vakt tekið
þátt í hreinsuninni og hefur ekki
veitt af. Guðjón segir að þegar deild-
in verði færð yfir til vélamiðstöðvar
varnarliðsins muni væntanlega að-
eins hluti starfsmannanna færast
þangað. Þar með verði færri starfs-
menn til taks sem hafi þekkingu á
hreinsun flugbrauta. Um sé að ræða
mjög sérhæft starf sem krefjist mik-
illar verkþekkingar en núverandi
starfsmenn deildarinnar hafi allir
áratugalanga reynslu.
Öryggi í húfi
Kjartan Halldórsson, flugumferð-
arstjóri á Keflavíkurflugvelli, segir
að uppsagnir í flugþjónustudeildinni
hafi þegar leitt til þess að snjó-
hreinsun taki lengri tíma. Það leiði
til þess að erfiðara sé að halda flug-
vellinum opnum sem geti leitt til
kostnaðarsamra tafa á flugi. „Það er
skelfilegt ef þessi þjónusta skerðist
enn frekar,“ segir hann. Öryggi flug-
farþega sé einnig í húfi. Flugvélar
geti þurft að lenda tafarlaust og þá
sé að sjálfsögðu alvarlegt mál ef taf-
ir verði á snjóhreinsun.
Í liðinni viku var send tilkynning
frá Keflavíkurflugvelli um að heml-
unaraðstæður á einni brautinni
væru ekki nægilega góðar. Í kjölfar-
ið hringdi fulltrúi bandarísks flug-
félags í flugturninn og lýsti yfir
áhyggjum sínum enda væri flugvöll-
urinn nauðsynlegur öryggisventill
vegna flugs yfir Norður-Atlantshaf-
ið. Honum létti þegar honum var
tjáð að hægt væri að bæta úr þessu á
skömmum tíma. Kjartan segir að
þetta sé dæmi um öryggishlutverk
flugvallarins.
Kjartan hefur miklar áhyggjur af
því að starfsemi flugþjónustudeildar
verði færð yfir til varnarliðsins. Þar
sé engin sérþekking á hreinsun flug-
brauta til staðar. „Ef það á að setja
óvana menn í þetta þá tekur mörg ár
þangað til starfsemin kemst á sama
stall og hún er á í dag,“ segir hann.
Þá sé alltaf hætta á að varnarliðið
ákveði einn daginn að segja upp öll-
um Íslendingunum en þar með glat-
ist dýrmæt verkþekking. Kjartan
segir að í þessu starfi sé starfs-
reynsla lykilatriði. Hermönnum sé
skipt út á tveggja ára fresti og því
borin von að hægt sé að þjálfa þá
með fullnægjandi hætti. „Þá ætla ég
ekki að fljúga nema á sumrin, það er
alveg á hreinu. Þessi deild er það
góð í dag að allar breytingar eru til
hins verra,“ segir hann.
Óbreytt þjónusta
Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi
varnarliðsins, segir að ákvörðunin
um að færa yfirstjórn snjó- og
hálkuvarna á flugbrautum og rekst-
ur á þotugildrum til vélamiðstöðvar
varnarliðsins varði eingöngu yfir-
stjórn þessarar mikilvægu starf-
semi. Breytingin sé gerð til sam-
ræmis við hefðbundið skipulag í
Bandaríkjaflota en hreinsun flug-
brauta heyri almennt ekki undir
slökkvilið heldur vélamiðstöðvar.
Ekki sé um sparnaðaraðgerðir að
ræða og starfsemin sjálf muni ekki
breytast á nokkurn hátt. Aðspurður
segir Friðþór að engum hafi verið
sagt upp og engin störf verið lögð
niður. Hann viti ekki betur en að all-
ir íslensku starfsmennirnir haldi sín-
um störfum og að ekki sé gert ráð
fyrir að hermenn sjái um hreinsun
flugbrautanna. „Það verða sömu
stjórnendur, verkstjórar og starfs-
menn. Það er bara yfirstjórnin sem
færist yfir til vélamiðstöðvarinnar.
Hjá slökkviliðinu frá 1975
Þjónustan verður óbreytt. Það er
mergur málsins,“ segir Friðþór. Að-
spurður sagðist hann ekki hafa upp-
lýsingar um annað en að íslensku
starfsmennirnir haldi sínum kjörum.
Fram til ársins 1975 heyrði
hreinsun flugbrauta undir vélamið-
stöð varnarliðsins (Public Works) en
það ár var slökkviliðinu falið þetta
verkefni þar sem árangur vélamið-
stöðvarinnar var talinn óviðunandi.
Síðar tók slökkviliðið einnig við flug-
afgreiðslu og flugþjónustu fyrir her-
flugvélar og frá 1980 hefur flugvall-
arþjónustudeild einnig séð um
þotugildrur fyrir varnarliðið en
þotugildrur nefnast vírar sem
strengdir eru yfir flugbrautir áður
en orrustuþotur lenda, svipað og
gert er á flugmóðurskipum. Öll þessi
starfsemi heyrir enn undir flugvall-
arþjónustudeild slökkviliðsins á
Keflavíkurflugvelli sem var og er
eingöngu skipuð íslenskum starfs-
mönnum.
Síðastliðið haust var auglýst for-
val vegna þjónustu við herflugvél-
arnar, þ.e. flugafgreiðslu og flug-
þjónustu. Bandaríski flugherinn
hefur þó ekki tekið ákvörðun um að
verkið verði boðið út, að sögn Frið-
þórs Eydal.
Verði af útboðinu mun slökkviliðið
að sjálfsögðu ekki lengur sjá um
þessa starfsemi, sem eftir 30. apríl
verða einu verkefni flugvallarþjón-
ustudeildarinnar.
FÍA fylgist með
Halldór Þ. Sigurðsson, formaður
Félags íslenskra atvinnuflugmanna,
segir að félagið fylgist með þessum
breytingum en hann hefur ekki
fengið nákvæma skýringu á þeim.
Öryggisnefnd félagsins muni fjalla
um málið. Hann segir að flugmenn
hafi áhyggjur enda sé verið að hrófla
við starfsemi sem hafi verið í mjög
góðu lagi hingað til.
Bandaríkjaher tekur við stjórn á hreinsun flugbrauta á Keflavíkurflugvelli
Flugumferðarstjórar hafa
áhyggjur af flugöryggi
Ljósmynd/Baldur Sveinsson
Ráðgert er að varnarliðið taki við umsjón með hreinsun flugbrauta Keflavíkurflugvallar.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 11
FRÉTTIR
Á SÍÐUSTU árum hefur flug
herflugvéla um Keflavík-
urflugvöll dregist mjög saman en
farþegaflug aukist og er það nú
ríflega 70% af umferð um flug-
völlinn. Það eru hins vegar
Bandaríkjamenn sem borga
brúsann og greiða þeir allan
kostnað við hreinsun flugbrauta
á flugvellinum. Árið 2002 var
hann 1,9 milljónir Bandaríkja-
dala, skv. upplýsingum frá varn-
arliðinu, sem þá jafngilti um 160
milljónum íslenskra króna.
Bandaríkjamenn borga brúsann
KYNNINGARÁTAK Hjálparstarfs
kirkjunnar, sem beint er að ungu
fólki á aldrinum 16–24 ára, hófst síð-
astliðinn mánudag í Flensborg í
Hafnarfirði.
Kynningar verða
haldnar í öllum
framhaldsskólum
landsins næstu
daga, plakötum
dreift og nýr
bæklingur kynnt-
ur. Að sögn Önnu
M. Þ. Ólafs-
dóttur, fræðslu-
og upplýsingafulltrúa Hjálparstarfs-
ins, er með nýja efninu verið að
höfða á nýjan hátt til ungs fólks.
„Við erum fyrst og fremst að
höfða til þess að þau eru á þeim aldri
þegar þau eru að verða meira og
meira sjálfstæð og þróa persónu-
leika sinn og reynir á meira og meira
í þeirra fari. Við viljum vekja þau til
umhugsunar um það að þau geti haft
heilmikil áhrif á það hvernig mann-
eskjur þau vilji vera.“
Í stað þess að höfða til samúðar
eða samviskubits er með þessu átaki
skírskotað til ábyrgðar og eigin vals.
Í nýja bæklingnum eru upplýs-
ingar um verkefni hjálparstarfsins
og samanburður á dæmigerðum
neysluvörum íslenskra unglinga og
hvað er hægt að gera fyrir andvirði
þeirra í þróunarlöndum. Í stað þess
að fara í bíó er hægt að gefa tæpar
900 krónur en fyrir þá upphæð fæst
skólaborð og stóll fyrir eitt barn.
Með þessu vonast samtökin til að
opna augu æskunnar fyrir því hve
lítið þarf að láta af hendi, en sam-
kvæmt rannsókn, sem gerð var,
sögðust unglingar ekki myndu setja
þessa upphæð fyrir sig, sérstaklega
þegar litið er á hana í þessu sam-
hengi.
Hægt að gefa
með sms-skilaboðum
Í framhaldi af þessari kynningu
verður hægt að gefa til hjálpar-
starfsins með sms-skilaboðum en
það er nýmæli.
„Við leggjum upp úr því að hafa
allar greiðsluleiðir opnar. Við reynd-
um að koma til móts við unga fólkið
og hvernig það myndi helst vilja
haga sínum framlögum og þetta var
niðurstaðan,“ segir Anna.
Auk kynninganna sem verða í
framhaldsskólunum munu bækl-
ingar liggja frammi í háskólum,
kaffihúsum og kvikmyndahúsum.
Hjálparstarf kirkjunnar kynnt ungu fólki
Hvernig manneskja viltu vera?
Morgunblaðið/RAX
Anna M.Þ. Ólafsdóttir, fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfsins.
VEGNA fréttar í blaðinu í gær um
nýja stöðu prófessors í krabba-
meinslækningum við læknadeild
HÍ með starfsaðstöðu á Landspít-
ala – háskólasjúkrahúsi, skal tekið
fram að fleiri en einn yfirlæknir
starfa á lyflæknasviði II á LSH.
Starfsemi spítalans er skipt upp í
9 svið og tilheyra allar einingar
krabbameinslækninga á sjúkra-
húsinu sviði sem nefnist lyflækna-
svið II, þ.e. geislameðferð krabba-
meina, lyfjameðferð krabbameina,
geislaeðlisfræðin, blóðsjúkdómar
og líknardeildin í Kópavogi, og er
yfirlæknir eða yfirmaður yfir
hverri einingu. Þannig er Þór-
arinn E. Sveinsson yfirlæknir
geislameðferðardeildar krabba-
meina og Sigurður Björnsson er
yfirlæknir lyflækninga krabba-
meina. Báðar þessar einingar til-
heyra lyflækningasviði II eins og
áður segir. Prófessorinn sem ráð-
inn verður mun hafa starfs-
aðstöðu á LSH auk aðstöðu innan
læknadeildar og hann mun jafn-
framt gegna starfi yfirlæknis á
lyflækningasviði II í samræmi við
ákvæði samstarfssamnings HÍ og
LSH.
Fleiri en einn
yfirlæknir á lyf-
lækningasviði II
BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam-
þykkti samhljóða á fundi sínum í
gær bókun sem Kristján Þór Júl-
íusson bæjarstjóri lagði fram, þar
sem fram kemur að bæjarstjórn vill
að gefnu tilefni ítreka að hún stend-
ur heilshugar að baki hugmynda-
samkeppninni „Akureyri í öndvegi“
og að ekki standi til að spilla fyrir
forsendum keppninnar. Ennfremur
segir í bókuninni að bæjarstjórn
muni skoða vel þær tillögur kepp-
enda sem bestar þykja og reyna að
sjá til þess að uppbygging miðbæj-
arins verði í samræmi við þá heild-
arsýn sem ætla má að myndist í kjöl-
far keppninnar.
Bókun bæjarstjóra er lögð fram í
tengslum við afgreiðslu umhverfis-
ráðs á tillögum að skipulagi á Sjall-
areitnum svokallaða en þar hyggst
SS Byggir reisa þrjá 14 hæða íbúða-
turna með 150–170 íbúðum ofan á
tveggja hæða verslunar- og bílahús.
Umhverfisráð tók jákvætt í tillöguna
og heimilaði
fyrirtækinu að
gera deili-
skipulagstil-
lögu sem bygg-
ist á
framkomnum
hugmyndum.
Það var jafn-
framt álit ráðs-
ins að hug-
myndirnar
trufluðu ekki verkefnið „Akureyri í
öndvegi“.
Nokkrar umræður urðu um málið
í bæjarstjórn í gær. Jón Erlendsson,
bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs, taldi að af-
greiðsla umhverfisráðs truflaði al-
þjóðlegu samkeppnina um skipulag
miðbæjarins og tengdist „Akureyri í
öndvegi“ en aðrir sem tóku til máls
voru ekki á því, enda væri aðeins um
hugmyndir að ræða varðandi Sjall-
areitinn. Í bókun bæjarstjóra kemur
einnig fram að mikilvægt sé að hafa
í huga við umræðu um skipulagsmál
á Sjallareit að áherslur hafi í mörg
ár verið þær hjá bæjaryfirvöldum að
þétta þar byggð og þær hugmyndir
sem nú eru uppi hafi verið í umræðu
á vettvangi bæjarmála í rúmt ár.
Fyrir liggi að vinna að deiliskipulagi
á þessum reit sé enn á frumstigi og
engra frekari ákvarðana að vænta í
því fyrr en löngu eftir að úrslit hug-
myndasamkeppninnar munu liggja
fyrir.
Skilafrestur í alþjóðlegu hug-
myndasamkeppninni um skipulag
miðbæjarins rennur út 1. mars en
úrslit verða kunngerð sumardaginn
fyrsta, 21. apríl nk.
Ekki stendur til
að spilla forsend-
um keppninnar