Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 13

Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Canada's fastest growing franchise is now expanding into Iceland. See us at www.fibrenew.com Einkabankaþjónusta | Private Banking 410 4000 | landsbanki.is Landsbankinn heldur kynningarfund um fjárfestingu í fasteignum erlendis á Hótel Sögu, fundarsal A, í dag, 16. febrúar kl. 16 - 18. Dagskrá: • Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Einkabankaþjónustu, greinir í stuttu máli frá breytingum á Einkabankaþjónustu Landsbankans. • Þorvaldur Þorsteinsson, fjármálaráðgjafi, lýsir þjónustu bankans á sviði fjárfestinga í fasteignum erlendis. • Kristján G. Valdimarsson, forstöðumaður skattaráðgjafar, gerir grein fyrir skattamálum sem tengjast fjárfestingum af þessu tagi. • Tim Watts, yfirmaður fjárfestinga í íbúðarhúsnæði hjá Cordea Savills, fjallar um fasteignamarkaðinn í Englandi. • Brynhildur Sverrisdóttir, sjálfstæður fjármálaráðgjafi, segir frá reynslu sinni af fasteignakaupum í Luxemborg, Frakklandi og Englandi. Fundarstjóri er Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri. Veitingar í boði. Allir velkomnir en vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 410 7140 eða á landsbanki.is Fjármögnun fasteigna erlendis Kynningarfundur í dag ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S C A L 26 44 8 0 2/ 20 05 FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) og Kauphöll Íslands kynntu í gær samstarf þessara stofnana í eftirlits- málum á verðbréfamarkaði. Meginmarkmið samstarfsins eru skilvirkni í rannsókn og meðferð eft- irlitsmála og að ábyrgð hvors aðila og verkaskipting sé skýr. Auk þess er ætlunin að með samstarfinu verði tvíverknaði í eftirliti haldið í lág- marki og að upplýsingaskipti milli aðila verði greið. Þá er það markmið samstarfsins að viðbrögð FME og Kauphallarinnar verði samræmd þegar upp koma mál sem líkur eru til að hafi mikla þýðingu á fjármála- markaði. Yfirlýsing til leiðbeiningar Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands, kynntu samstarf og verka- skiptingu stofnananna á blaða- mannafundi í gær. Páll Gunnar sagði þar að FME og Kauphöllin hefðu skynjað það að markaðurinn, og kannski fjölmiðlar líka, upplifðu ákveðna óvissu varðandi það hvernig framkvæmd eftirlits á verðbréfa- markaði sé háttað. Þetta væri ekki hvað síst vegna þess að bæði Kaup- höllin og FME hefðu þar hlutverki að gegna. „Það er ekki alltaf skýrt nákvæm- lega hvernig verkaskiptingin er þar á milli og kannski skynja menn ekki heldur það samstarf sem á sér stað á milli þessara aðila. Það er af þessu tilefni sem Fjármálaeftirlitið og Kauphöllin birta yfirlýsingu um verkaskiptingu í eftirlitsmálum á verðbréfamarkaði,“ sagði Páll Gunn- ar. Fram kom í máli Þórðar Friðjóns- sonar að yfirlýsingin væri mikilvægt skref í þróun eftirlitsþáttarins á markaði. Hann lagði áherslu á að yfirlýsingin væri ekki endanleg, heldur yrði hún endurskoðuð reglu- lega. Sértaklega bæri að nefna að framundan væri innleiðing tilskip- ana á fjármálamarkaði á vegum Evr- ópusambandsins og breytingar sem þeim fylgdu hefðu áhrif á samstarfið. Páll Gunnar bætti við að yfirlýs- ingin leysti ekki alla óvissu sem kannski sé til staðar. Hún sé til leið- beiningar og gefi betur en áður til kynna það samstarf sem lengi hefur verið til staðar á milli aðila. Páll Gunnar benti á mikilvægt væri að búa verðbréfamarkaðnum þá umgjörð að brot ættu sér ekki stað. „Í því sambandi skipta miklu máli tiltölulega nýlegar heimildir, þótt mjög takmarkaðar séu, sem Fjármálaeftirlitið hefur til þess að beita stjórnvaldssektum,“ sagði Páll Gunnar. Í yfirlýsingunni segir að samstarf þessara stofnana breyti ekki eða hafi áhrif á verksvið þeirra, eins og kveð- ið er á um í lögum eða stjórnvalds- fyrirmælum. Fjármálaeftirlitið hef- ur almennt eftirlit með framkvæmd laga um verðbréfaviðskipti, auk þess að hafa eftirlit með starfsemi kaup- halla og skipulegra tilboðsmarkaða. Eftirlitsstarfsemi Kauphallarinnar felst hins vegar fyrst og fremst í því að fylgjast með því að útgefendur verðbréfa og kauphallaraðilar starfi í samræmi við lög og reglur Kauphall- arinnar. FME og Kauphöll sameinast um eftirlit Morgunblaðið/Árni Sæberg Samstarf Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri FME, kynntu samstarf í eftirliti með verðbréfamarkaði. ● HAGNAÐUR BN banka í Noregi á síðasta ári nam 209 milljónum norskra króna, sem samsvarar ríf- lega 2 milljörðum króna. Hagnaður fyrirtækisins jókst um 15 millj- ónir norskar krón- ur, sem sam- svarar 145 milljónum króna, frá árinu 2003. Ástæðu af- komubatans má rekja til þess að framlög í afskrift- areikning lækkuðu um 25 milljónir norskra króna á milli ára en annars voru rekstrargjöld á síðasta ári 12 milljónum króna hærri á síðasta ári en árið áður, samtímis sem tekjur hækkuðu um 7 milljónir króna. Hagnaður BN banka 2 milljarðar TRYGGVI Jónsson, forstjóri Heklu, Hjörleifur Jak- obsson, forstjóri Olíufélagsins Essó, Frosti Bergsson, fyrrum stjórnar- formaður Opinna kerfa og Egill Ágústsson hjá Ís- lensk ameríska hafa keypt KB banka, Straum og Tryggingamiðstöð- ina út úr fyrirtæk- inu og eiga nú allt hlutafé í Heklu. Ný stjórn Heklu var kosin á aðalfundi í gærkvöldi en hana skipa Hjörleifur, Frosti og Egill. Þá var tilkynnt á fund- inum að Hekla hefði yfirtekið Kia-umboðið frá og með deginum í dag. Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu, segir nokkurn aðdraganda vera að kaupunum en kaupverðið sé trúnaðarmál. Hann segir að engum starfsmönnum Kia- umboðsins verði sagt upp og fyrrum eigandi verði Heklu innan handar a.m.k. fyrst um sinn. Tryggvi segir Kia-umboðið góða viðbót við umsvif Heklu. Það hafi selt um 130 bíla í fyrra en gert sé ráð fyrir mikilli aukningu í sölu á þessu ári og á næstu árum. „Kia hefur alls staðar verið í miklum vexti og við viljum taka við þessu flaggi. Starfsemin verður með óbreyttu sniði í Hafnarfirði, a.m.k. fyrst um sinn.“ Tryggvi segir ljóst að sam- legðaráhrif náist með þessari yf- irtöku í allri yfirstjórnun og á öll- um stoðsviðum. „Við sjáum fyrir okkur að þetta geti orðið mjög sterk viðbót við reksturinn á komandi misserum og árum.“ Eigendaskipti hjá Heklu hf. Yfirtaka Kia-umboðið 9 'J -KL    C C <-> M N   C C @ @ ,+N   C C )N 9 !  C C ?@>N MO 6"!  C C

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.