Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 16
2005 verður haldinn föstudaginn 18. febrúar á Grand Hóteli Reykjavík Dagskráin er fjölbreytt að vanda en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins www.steinsteypufelag.is Skráning er hafin á steinsteypufelag@steinsteypufelag.is Steinsteypudagur 2005 Höfuðborgin | Akureyri | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Vínbúð á Flúðir? | Hreppsnefnd Hruna- mannahrepps hefur samþykkt að kanna möguleika á því að áfengisútsala verði sett upp á Flúðum. Fulltrúar Áfengis- og tób- aksverslunar ríkisins hafa þegar kannað aðstæður á staðnum. Í Pésanum, fréttabréfi Hrunamanna- hrepps, er tekið fram að mál sem þessi taki sinn tíma og þeirri spurningu varpað fram hvort hægt verði að kaupa réttarpelann á Flúðum fyrir næstu réttir.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Fjölmennt töltmót | Alls mættu 48 keppendur á töltmót í Reiðhöllinni Arnar- gerði á Blönduósi síðastliðinn laugardag og margir áhorfendur að auki. Þetta er fyrsta af fjórum mótum, sem haldið er undir nafn- inu Meistaramót Húnvetninga. Sigurvegari í opnum flokki var Pétur Vopni, sem kom frá Akureyri og sigraði á Dreyra frá Hóli. Í öðru sæti varð Ólafur Magnússon á Gáska frá Sveinsstöðum og Herdís Einarsdóttir varð í þriðja sæti á Ór- ator frá Grafarkoti. Í unglingaflokki sigraði Helga Una Björnsdóttir á Syðri-Reykjum á Orðu frá Gauksmýri, í öðru sæti varð Jón- ína Lilja Pálmadóttir á Syðri-Völlum á Laufey frá Sigmundarstöðum og Björt Jón- asdóttir í því fjórða á Glanna frá Svana- vatni. Í áhugamannaflokki gerðust þau tíðindi að Elvar Logi Friðriksson, sem lenti í B-úrslitum, reið sig inn í A-úrslit og sigraði þar í hörkukeppni. Elvar keppti á hryss- unni Gígju frá Goðdölum. Í öðru sæti varð Sigríður Ása Guðmundsdóttir á Nös frá Syðri-Reykjum. Í þriðja sæti varð Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir á Spóa frá Þorkels- hóli.    Ráðinn verkefnisstjóri | Stjórn Ný- sköpunarstofu Vestmannaeyja hefur ákveðið að ráða Jón Ólaf Valdimarsson í stöðu verkefnisstjóra við viðburðastjórn- unarnámið sem fyrirhugað er að hefja í Eyjum í haust. Þrír sóttu um starfið og voru allir taldir hæfir umsækjendur, að því er fram kemur á vef Frétta í Eyjum, www.eyjafrettir.is. Jón Ólafur er að ljúka MA-námi í mannauðsstjórnun við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands. Ákveðið hefur veriðað stofna bæj-armálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjanesbæ. Undirbún- ingsnefnd hefur boðað til stofnfundar næstkomandi fimmtudag, kl. 20.30, í sal Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur að Hafn- argötu 80 í Keflavík. Þar verður kosin stjórn fyrir félagið og hafinn und- irbúningur að framaboði við næstu bæjarstjórn- arkosningar. Í tilkynningu frá und- irbúningsnefndinni kemur fram að hún hefur miklar væntingar um breiðan stuðning bæjarbúa. Boðið verður upp á kaffi. Gestir fundarins verða alþingismennirnir Guðjón Arnar Kristjánsson for- maður og Magnús Þór Hafsteinsson varafor- maður og þingmaður Suð- urkjördæmis Bæjarmála- félag stofnað Foreldrafélag Öxarfjarðarskóla færði skólanumnýlega að gjöf skjávarpa og tvo ritþjálfa. ÞærGuðfinna R. Sigurbjörnsdóttir og Stefanía V. Gísladóttir afhentu Huldu Aðalbjarnardóttur gjaf- irnar. Hulda sagði að það væri mikils virði að hafa öfl- ugt foreldrafélag starfandi við skólann. Hluti nemenda var viðstaddur auka nokkurra kennara. Morgunblaðið/Kristbjörg Fékk skjávarpa og ritþjálfa að gjöf Friðrik Stein-grímsson leggurorð í belg út af úð- anum margumtalaða sem talinn er vekja kynnautn kvenna: Þegar lostinn litar flest og liggur snót á púðanum, hvað skal gera og hver veit best hvar á að spreyja úðanum? Einar Kolbeinsson er undrandi á fáfræði Frið- riks og yrkir: Á unaðsstunum ætla það, afleitt hljóti að vera, að vita ekkert um það hvað, á maður að gera! Síðan segir Einar að til séu lausnir á vanda Frið- riks: Svo gengið síður verði valt, og víst að ekki kveljist, settu bara yfir ALLT, svo öruggur þú teljist. Friðrik Steingrímsson svarar: Annaðhvort hún af því gleðst eða af vonsku sveiar, ef aftan, framan, efst og neðst Einar hana spreyjar. Enn af nautnaúða pebl@mbl.is Laxamýri | Mikið hefur sést af tófum í sveitum Þingeyjarsýslu í vetur og þykir mönnum sem þeim hafi fjölgað á undaförnum árum. Vetrarveiði hefur verið nokkur og til eru menn sem hafa náð á annan tug dýra. Það breyt- ir ekki því að enn er mikil umferð og hafa bændur áhyggjur af þessari fjölgun í stofninum. Á myndinni má sjá Gunnar Óla Hákonarson refaskyttu með ref sem skotinn var í hólma í Laxá og var dýrið vel á sig komið og virðist hafa haft nægilegt æti. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Mikið um tófur í Þingeyjarsýslu Vetrarveiði Borgarnes | Reykjavík fær til sín hlutfalls- lega mun meira af umsvifunum ríkisins en borgin skilar til hins opinbera í formi skatt- tekna. Kemur þetta fram í rannsóknar- skýrslu eftir Vífil Karlsson sem Calculus ehf. í Borgarnesi hefur gefið út. Skýrslan sem nefnist Um landfræðilegt misræmi á milli fjármögnunar og umsvifa hins opinbera er að finna á vef fyrirtækisins, www.calculus.is. Í fréttatilkynningu um út- komu skýrslunnar kemur fram að 75% af öllum umsvifum á vegum ríkisins séu í Reykjavík en þaðan fái hið opinbera aðeins 42% skatttekna sinna. Á Reykjanesi, þar sem Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær og Seltjarnarnes eru talin með, er ráðstafað 10% af veltu hins opinbera en þaðan kemur 31% skattteknanna. Það sem eftir er af land- inu fær til sín 15% af umsvifum hins opin- bera en þaðan koma 27% af tekjunum. Fram kemur í fréttatilkynningunni að þessi neikvæði viðskiptajöfnuður hins opin- bera gagnvart landsbyggðinni grafi undan hagvexti þar og er vitnað í höfundinn og sagt að miðað við umfang talnanna og hversu lengi þetta hafi staðið yfir megi líkja þessu við nýlendustefnu ýmissa ríkja hér áður fyrr þegar nýlendur voru skattpíndar en sjóð- irnir síðar fluttir heim til nýlenduherranna. Því liggi beint við að færa til stofnanir eða lækka skatta á landsbyggðinni. Landsbyggðin greiðir meira en hún fær Hveragerði | Bæjarstjórinn í Hveragerði mun í dag veita Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins leyfi til reksturs vínbúðar í Hvera- gerði. Stefnt er að opnun búðarinnar eftir hádegið. ÁTVR hefur innréttað vínbúð í söluskála ESSO í Hveragerði og hugðist opna þar vínbúð í síðustu viku. Bæjarstjórn frestaði því á fundi sínum á fimmtudag að taka af- stöðu til erindis fyrirtækisins um rekstr- arleyfi vegna þess að hún taldi að nauðsyn- leg gögn vantaði frá ÁTVR og var bæjarstjóra falið að afla þeirra. Orri Hlöð- versson bæjarstjóri segist hafa verið í sam- skiptum við fyrirtækið á föstudag og í gær og taldi hann að forsendur væru komnar til að veita leyfi. Fékk hann heimild bæjar- fulltrúa til að gefa leyfið út, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar á næsta fundi og bjóst við að gera það árdegis í dag. ♦♦♦ Vínbúðin fær rekstrarleyfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.