Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 18

Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 18
ÞAÐ var rífandi stemning í Sjallanum á Ak- ureyri þegar Söngkeppi Norðurlands fór þar fram sl. föstudagskvöld. Þetta var í fyrsta skipti sem haldin er sameiginleg söngkeppni allra félagsmiðastöðva á Norðurlandi og mættu keppendur, á unglingastigi grunnskóla, frá 14 félagsmiðstöðvum til leiks, allt frá Hvamms- tanga í vestri og austur á Þórshöfn. Krakk- arnir stóðu sig mjög vel, jafnt tónlistarfólkið sem áhorfendur, sem voru 550–600 talsins og troðfylltu Sjallann. Fulltrúar fimm félagsmiðstöðva komust áfram í keppninni í Sjallanum og fengu þátt- tökurétt í Söngkeppni Samfés (Samtaka fé- lagsmiðstöðva á Íslandi) sem haldin verður í Reykjavík í næsta mánuði. Þar verða sigurveg- arar úr öllum landsfjórðungum leiddir saman. Í dómnefndinni í Sjallanum sátu Pálmi Gunn- arsson, Þórhildur Örvarsdóttir og Baldvin Ringsted og nefndin valdi flytjendur frá Keld- unni á Húsavík, Stjörnuveröld á Akureyri, Pleizinu á Dalvík, Himnaríki á Akureyri og Undirheimum á Akureyri til áframhaldandi þátttöku. Eftir keppnina í Sjallanum var slegið upp dansleik með hljómsveitinni Sent og skemmtu krakkarnir sér fram til klukkan hálf- tólf. Fulltrúar grunnskóla og félagsmiðstöðva í söngkeppni Norðurlands Rífandi stemning og troðfullt hús Morgunblaðið/Kristján Skólarapp Erla Sif Kristjánsdóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir frá Óríon á Hvammstanga fluttu lagið Skólarapp með tilþrifum. Við höldum vörð Guðrún Halla Guðnadóttir og Ingibjörg Signý Aadnegard frá Skjólinu á Blönduósi fluttu lagið Við höldum vörð og nutu aðstoðar Kar- olínu Steinadóttur og Ástu Berglindar Jónsdóttur við bakraddasöng. 18 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LANDIÐ Kollafjörður | „Jarðaráhugi hefur alltaf vaknað annað slagið og við getum kallað það jarðræktar- áhuga,“ segir Davíð Erlingsson, dósent við Háskóla Íslands, en hann festi nýlega kaup á jörðinni Broddadalsá I í Broddaneshreppi á Ströndum. Davíð er kominn á eft- irlaun og ætlar að nýta jörðina til ýmissa tilrauna eins og að rækta bygg og koma til æðarvarpi á staðnum. „Áhugi á ræktun er líklega sein- tilkomið hugarsmit frá vissum að- ilum í upprunanum eins og til dæm- is Ingólfi föðurbróðir mínum sem var grasafræðingur og föðurafa, Davíð Sigurðssyni frá Reistará. Hann var plöntu- og eggjasafnari og átti nánast egg allra villtra fugla.“ Sjálfur er Davíð fæddur að Laugum í Reykjadal og átti síðan öll uppvaxtarárin heima í Eyjafirði. „Ég er kannski eins og hver annar misheppnaður einstaklingur í þess- um heimi að hafa haft tilhneigingu til þess að láta mig langa í vissa hluti sem ég hef ekki alltaf átt kost á. Þetta var eiginlega gamall draumur að eignast jörð.“ Byggtilraunir og perúsk lamadýr Davíð segist aðspurður hafa valið Strandir þar sem hann vildi sjá til sjávar, þykir sjórinn merkilegur og þá sérstaklega fjaran. „Ég ætla mér allt mögulegt hérna, ég get vel hugsað mér að nýta þessa jörð til ýmissa tilrauna en er að vísu skuldbundinn til að hafa ekki sauðfé næstu tvö árin. Meðan ég sé líf mitt fyrir mér sem farandmanns er þó ekki auðvelt að hafa fé á fóðrum. Fyrst kom ég á Strandir fyrir um það bil tuttugu árum og skókst hérna eftir þessum vegum þar sem grjótið stóð alls staðar upp úr og endaði í Norðurfirði. Ég lærði það þá, að þegar bílar mætast á fáförn- um vegum þá stoppar fólk bílinn, skrúfar niður rúðuna og tekur tal saman og mér líkaði það vel. Mér þótti svæðið fallegt og alveg sér- staklega í Trékyllisvík og á fleiri stöðum hér um slóðir. Ég gerði tilraunir með byggrækt hér í fyrrasumar. Á undantekn- ingasumrum, eins og nú hafa verið þrjú í röð, er hægt að láta allt vaxa, þar á meðal bygg. Það mistókst þó samt hjá mér. Þegar komin voru hálfgulnuð öx þá skipti plantan um stefnu og fór að koma með nýja stofna af rótinni, en hálfgulnuðu öx- in stóðu í stað og fóru aldrei lengra. Ef ég hefði strax í upphafi gefið þeim aðeins meiri áburð hefði þetta tekist en það gengur bara betur næst. Þetta er líklega nyrsti og kaldasti staður á landinu þar sem slík tilraun hefur verið reynd. Þá finnst mér til dæmis að við Ís- lendingar þyrftum að flytja inn per- úsk lamadýr, ullhærðar skepnur, því að einhvern tíma kemur að þeim degi að við þurfum að eiga öðruvísi hár heldur en eru á sauð- kindinni. Nú segja menn að reka- viðurinn sé hættur sem er náttúr- lega komið undir atvinnurekstri í öðrum heimshlutum. Þá hef ég áhuga á að reyna að koma til æðar- varpi hérna uppi á ströndinni.“ Davíð segir sér líka vel umhverf- ið og staðurinn og hafa skoðað nokkuð landsbyggðina áður en hann festi kaup á þessari jörð. „Ég var með augun alls staðar, meira að segja austur á fjörðum. Einhvern veginn dróst hugur minn hingað að sjávarsíðunni. Það er tiltölulega stutt héðan til Reykjavíkur og þar á ég heimili svo þetta er ágætlega í sveit sett. Ég er ekki hræddur við fámenni, ég hef alltaf verið einfari og maður lærir að verða sjálf- bjarga. Það getur að vísu verið hættulegt að líða betur í sínum eig- in félagsskap en annarra, því mað- urinn er félagsvera og það er ég líka í raun og veru.“ Kennsla upptekur hugarfarið Davíð lauk cand.mag.-prófi í ís- lenskum fræðum frá Háskóla Ís- lands árið 1965 og hefur síðan kennt greinina við háskóla bæði hérlendis og erlendis, síðustu 20 ár- in við HÍ. Núna nýtir hann tímann við lestur ýmissa bóka og greina sem hann segist ekki hafa haft tíma til meðan hann stundaði kennslu- störf. „Ég hef haft greindarmannslega afstöðu til hlutanna, en það þýðir það að viðfang mitt við kennslu í ýmsum greinum bókmennta og mennta í íslenskum fræðum hefur verið algleypandi viðfangsefni og aldrei hægt að kenna eða fást við sama hlutinn með sömu nálguninni tvisvar. Kennsla upptekur hugar- farið og það hefur valdið því að ég hef aldrei haft tíma fyrir neitt hjá- stund fyrr en núna. Til dæmis um eðli háskólastarfs lít ég í Skírni frá 1919. Þar skrifar Sigurður Nordal eftirmæli eftir Björn M. Ólsen, fyrsta rektor Há- skóla Íslands. Af því skrifi er alveg ljóst hvað Sigurður Nordal telur skipta mestu máli í háskóla. Það er að halda sífellt áfram að vera mað- ur sem beitir greind sinni af alefli til að skilja heiminn. Það er í raun og veru enginn tími fyrir kennslu sem slíka heldur er hún aukaatriði. Það sem er aðalatriðið er að fólk talist við af alvöru og þurfi ekki að drepa niður krafta sína í einhverju striti.“ Davíð Erlingsson, dósent við Háskóla Íslands, fer úr borginni til ystu stranda Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Draumur Jarðræktaráhuginn dregur Davíð Erlingsson úr borginni í fá- mennið norður á Ströndum. Þar hyggst gera ýmsar tilraunir. „Er ekki hræddur við fámenni“ AKUREYRI Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.