Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 20

Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3 • 565 6680 www.fataleiga.is Til leigu miki ð úrval af glæsi legum samkvæmisfa tnaði fyrir dömur o g herra SAMKVÆMISKJÓLL KR 6.000 m. fylgihlutum SMÓKINGAR KR 4.500 m. fylgihlutum Hlíðasmára 11, Kópavogi - sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-föst. 11-18 • laug. 11-15 Vertu þú sjálf! Vertu bella donna erum að taka upp nýjar vörur Skólar munu viðhafa opnaog sveigjanlega starfs-hætti þar sem nemendurvinna sjálfstætt og í sam- vinnu við aðra með stuðningi nú- tímaupplýsinga- og samskipta- tækni. Áhersla verður lögð á að mæta ólíkum einstaklingum, bráð- gerum sem seinfærum, með krefj- andi verkefnum við hæfi hvers og eins og með hliðsjón af fjöl- greind og fjölmenning- arlegu sam- félagi. Nem- endur munu bera ábyrgð á námi sínu og starfa eftir einstaklings- áætlunum, sem unnar verða í samvinnu nem- enda, kennara og foreldra. Þar verða sett fram markmið og mark- aðar leiðir að þeim. Mikil áhersla verður lögð á samvinnu nemenda, þemanám, blöndun ólíkra ein- staklinga, sjálfstæð verkefni, sköp- un og frumkvæði auk þess sem nemendur munu eiga kost á fjar- námi. Nemendur munu læra að velja og hafna efni á Netinu, í bók- um og blöðum, geta metið efnið og nýtt sér það. Árangur nemenda verður metinn með fjölbreyttum aðferðum. Nemendur munu eftir sem áður eiga sinn umsjónarkenn- ara, sem þó koma til með að bera sameiginlega ábyrgð á ákveðnum nemendahópi. Ákveðin þróun Þetta er meðal þess sem lesa má út úr stefnu fræðsluyfirvalda í Reykjavík í skólamálum og nú þeg- ar er farið að taka skref hér og þar í átt að hinni nýju sýn, sem lýtur að breyttri hugsun í kennsluhátt- um. „Það á eftir að eiga sér stað ákveðin þróun áður en við fáum að sjá einstaklingsmiðað nám í öllum skólum í sinni fullkomnustu mynd, segir dr. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík. „Á það ber hins vegar að líta að við erum ekki að finna upp hjólið. Þessar hugmyndir hafa verið við lýði í fjölmörg ár, en undir ýmsum for- merkjum, og hafa Bandaríkjamenn verið hvað frjóastir og fremstir í þessu efni. Segja má að hin opna skólastefna í Fossvogsskóla sem tekin var upp fyrir um aldarfjórð- ungi hafi verið angi af sama meiði og nú má segja að allur hinn vest- ræni heimur hafi háleit markmið um einstaklingsmiðað nám. Gerður, sem sjálf er kennari að mennt og hefur bæði reynslu af starfi kennarans og skólastjórn- andans, er án efa sá einstaklingur sem þekkir manna best til ein- staklingsmiðaðs náms. Rétt áður en Gerður tók við starfi fræðslu- stjóra í Reykjavík var hún í dokt- orsnámi við Berkley-háskóla í Kaliforníu 1992–1994 og síðar gestafræðimaður við háskólann í Minnesota, sem er eitt þeirra fylkja í Bandaríkjunum sem þykja fljót að bregðast við nýjungum og sýnt hafa frumkvæði í skólamálum. „Vestur í Bandaríkjunum hafði ég verið á kafi í umræðum um þró- un skólans og flutti með mér straumana þegar ég svo tók við starfi fræðslustjóra haustið 1996. Ég bæði þekkti þessa strauma og gat miðlað þeim. Ég hef því kannski getað flýtt fyrir breyttri hugsun og umræðu um þróun grunnskólans hér heima og lít því svolítið á mig sem sendiboðann. Frá því að Gerður settist í stól fræðslustjóra hefur hún aldrei ver- ið í vafa um hvað koma skuli þó það þýði „uppskurð á núverandi kennsluháttum, bæði fyrir nem- endur og kennara. Grunninn að „nýrri stefnumótun í Reykjavík má rekja allt aftur til ársins 1997 þeg- ar miklir hugarflugsfundir voru haldnir með skólastjórnendum, kennara- og foreldraráðum vítt og breytt um borgina. Gerður hefur auk þess staðið fyrir námsferðum með skólastjórnendum og bygg- ingahönnuði vestur um haf, en einnig til Evrópu og Asíu. Einstaklingsmiðaðir kennslu- hættir kalla á breytta hönnun skólahúsnæðis. Ekki er gert ráð fyrir lokuðum kennslustofum held- ur mismunandi rýmum af ýmsum stærðum og gerðum fyrir árganga- blandaða hópa. Kennarar vinna saman að því að skapa náms- umhverfi fyrir nemendur þar sem þeir vinna að fjölbreyttum verk- efnum, bæði sjálfstætt og í hópum. Fjölbreytileika einstaklinga er haldið á lofti og áhersla lögð á að nemendur á mismunandi getustig- um og með mismunandi áhugamál vinni saman að verkefnum í mis- löngum námslotum í stað niður- njörvaðra 40 mínútna kennslu- stunda. Hönnun skólahúsnæðis Á sínum tíma þegar Fossvogsskóli fór fram fyrir skjöldu og kynnti einna fyrstur skóla hér á landi hugmyndir um opinn og ein- staklingsmiðaðan skóla, takmörk- uðu ýmsar ytri aðstæður, svo sem skortur á fjölbreyttu námsefni, hljóðvist í húsnæðinu, og kannski stuðningur utan frá möguleika skólans á að ganga alla leið. Tveir nýjustu skólarnir í Reykjavík, Ingunnarskóli í Graf- arholti og Korpuskóli í Grafarvogi, hafa á hinn bóginn verið hannaðir frá grunni með tilliti til ein- staklingsmiðaðs náms auk þess sem nýjar viðbyggingar, t.d. við Laugarnesskóla og Breiðagerð- isskóla taka mið af hinni nýju sýn. „Þetta er ekki átaksverkefni, sem standa mun í einhver ár, heldur er þetta þróun, sem taka mun langan tíma, segir Gerður spurð um alla hina hefðbundnu skólana sem eftir standa. „Við gerum ekki ráð fyrir umbyltingu skólahúsnæðis í öllum hverfum borgarinnar, það er unnt að taka upp breytta kennsluhætti í hvaða skólabyggingu sem er. Í nánast öllum grunnskólum borgar- innar eru menn að huga að skref- um til að stíga í átt til einstaklings- miðaðs náms, t.d. með breytingu á námsumhverfinu, einstaklingsáætl- unum nemenda, teymisvinnu kenn- ara og sameiginlegri ábyrgð tveggja til fjögurra kennara. Raunhæf markmið Í einstaklingsmiðuðu námi skipu- leggur kennarinn ekki sama náms- efnið og sömu yfirferð fyrir alla nemendur sína á sama tíma heldur mætir sérhverjum nemanda þar sem hann er staddur og styður  MENNTUN|Einstaklingsmiðað nám felur í sér breytta hugsun í kennsluháttum Nemendur beri ábyrgð á náminu Ný sýn í skólamálum úr bekkjarmiðaðri kennslu yfir í einstaklingsmiðað nám breytir mjög störf- um nemenda og kenn- ara. Fræðslustjórinn í Reykjavík sagði Jó- hönnu Ingvarsdóttur að það væri nauðsynlegt að skólarnir þróuðust í takt við tíðarandann. Í nánast öllum grunnskólum borgarinnar eru menn að huga að skref- um til að stíga í átt til ein- staklingsmið- aðs náms. Í ÞEIM skólum, sem til- einka sér einstaklings- miðað nám, er meðal ann- ars lögð áhersla á samvinnu, þemavinnu, blöndun árganga, flæði milli árganga og náms- greina. Helstu markmið, sem slíkir skólar setja sér, eru þau að nemendur: beri ábyrgð á námi sínu verði sjálfstæðir í vinnu skipu- leggi námið að hluta til sjálfir geti valið sér verk- efni eftir áhugasviði verði færir um að nýta sér tölv- ur og upplýsingatækni í vinnu sinni þjálfi fé- lagsfærni í samvinnu við aðra nemendur sem og kennara fái tækifæri til að takast á við fjölbreytt verkefni og vinna með margskonar efnivið verði færir um að meta stöðu sína í námi verði færir um að meta vinnu sína og sam- nemenda á gagnrýninn og jákvæðan hátt. Sam- vinna og blöndun árganga Morgunblaðið/Kristinn Dr. Gerður G. Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.