Morgunblaðið - 16.02.2005, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 21
DAGLEGT LÍF
hann og leiðbeinir í þroskavæn-
legum verkefnum. Rauður þráður í
þessum nýju kennsluháttum eru
námsáætlanir með raunhæfum
markmiðum sem nemendur gera
sjálfir í samvinnu við kennara og
foreldra. „Þar með erum við að
stuðla að því að nemendur taki
aukna ábyrgð á námi sínu því þá
fara allir á sínum hraða. Skólakerf-
ið sér til þess að öllum fari fram,
en bara mishratt. Að sama skapi
sé ég ekki fyrir mér að svonefnd
agavandamál þurfi að aukast sam-
fara breyttum kennsluháttum.
Þvert á móti tel ég að þeim gæti
fækkað því þegar séð verður til
þess að allir fái verkefni við hæfi,
hafa allir nóg fyrir stafni og sjálfs-
aginn verður meiri eftir því sem
nemendur læra að bera ábyrgð á
eigin námi með markmiðasetningu
og námsáætlunum, segir Gerður.
Í takt við nútímann
„Við þurfum að sprengja utan af
okkur stífan ramma 20. aldarinnar
því hann á ekki við lengur, segir
Gerður þegar spjallið berst að
nauðsyn breytinganna, sem skiptar
skoðanir eru um meðal kennara og
foreldra. „Það er mjög eðlilegt að
það gusti um nýjar hugmyndir og
breytingar því menn vita hvað þeir
hafa, en vita ekki hvað þeir fá, að
óreyndu. Á meðan skóli 20. ald-
arinnar var skipulagður fyrir iðn-
aðarsamfélagið, ríður nú á að laga
skólastarf að nútímanum, upplýs-
inga- og þekkingarsamfélaginu.
Atvinnulífið er einnig að ganga í
gegnum breytingar og þar vinnur
fólk t.d. í auknum mæli sjálfstætt í
teymum að ákveðnum viðfangsefn-
um. Skólakerfið þarf að þróast í
takt við þessar breytingar og það
gerir það.
Samfara breyttri hugsun í
kennsluháttum og breyttu starfi
grunnskólakennara er eðlilegt að
kjarasamningar kennara breytist.
„Ég sé fyrir mér að kjarasamning-
urinn muni þróast samhliða þróun í
skólastarfinu. Nú er ákvæði í nú-
gildandi kjarasamningi kennara
um að unnt sé að gera sérkjara-
samning við sveitarfélög vegna
annars konar kennsluhátta í skól-
um. Ég á fastlega von á því að
þetta verði til umræðu á næstu ár-
um og í næstu kjaraviðræðum
kennara og sveitarfélaga.“
Morgunblaðið/Kristján
Mikil áhersla verður lögð á samvinnu nemenda, þemanám, blöndun ólíkra ein-
staklinga, sjálfstæð verkefni, sköpun og frumkvæði.
Morgunblaðið/Ásdís
Ekki er gert ráð fyrir lokuðum kennslustofum heldur mismunandi rými af ýms-
um stærðum og gerðum fyrir árgangablandaða hópa.
join@mbl.is
Karlar þurfa að taka meiri ábyrgð
inni á heimilunum en það myndi
fækka þeim konum sem þurfa að
láta af störfum og fara í veik-
indaleyfi í langan tíma vegna las-
leika og álags. Þetta er eitt sjón-
armið af mörgum sem fram hafa
komið í kjölfar niðurstaðna sænskr-
ar rannsóknar þess efnis að margar
konur fari ekki aftur út á vinnu-
markaðinn eftir að hafa farið í veik-
indaleyfi og níu af hverjum tíu kon-
um töpuðu m.a.s. á því þar sem
bætur í veikindaleyfi væru hærri en
launin að teknu tilliti til kostnaðar
við ferðir og hádegismat í vinnu.
Vísindamennirnir Héléne Sand-
mark og Monica Renstig við Karol-
inska Institutet í Stokkhólmi skrif-
uðu grein um rannsóknina í Dagens
Nyheter og hefur hún vakið mikla
athygli. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós
að konur í hlutastarfi með lág laun
séu líklegastar til að þurfa að fara í
langt veikindaleyfi. „Miklir mögu-
leikar á leyfi vegna barneigna og
veikra barna, ásamt góðum mögu-
leikum á hlutastarfi, geta aukið líkur
á langtímaveikindaleyfi og þar með
útilokað konur frá atvinnulífinu til
lengri tíma,“ skrifuðu þær Sand-
mark og Renstig.
Atvinnumálaráðherrann Hans
Karlsson segir í samtali við DN að
veikindabætur séu alls ekki of háar í
Svíþjóð, málið snúist fremur um tvö-
falt vinnuálag á þeim konum sem um
ræðir. Fjölmennastar í þessum hópi
eru konur yfir fimmtugt sem hafi
unnið í verslun eða í umönn-
unarstörfum og auk þess hafi
ábyrgðin á heimili og fjölskyldu hvílt
á þeirra herðum. Atvinnulífið þurfi
að taka afstöðu til þessa stóra máls.
HEILSA| Tvöfalt vinnuálag kvenna
Karlar geta
breytt þróuninni
Tvisvar hefur Erla María Lárus-
dóttir komið til Slóveníu að sumri, en
um síðustu áramót dvaldi hún í höfuð-
borginni Ljubljana.
„Ég kom fyrst
til Slóveníu í út-
skriftarferð með
menntaskóla-
nemum árið 1999.
Ég held að einn af
kennurunum hafi
bent okkur á
þennan mögu-
leika. Hann vildi
vekja áhuga okk-
ar á þessum stað.
Við dvöldum í
strandbænum Portoroz, sem er frek-
ar lítill en býður þó upp á fína ferða-
þjónustu.
Það vildi svo skemmtilega til að ég
kynntist Villa kærastanum mínum
eftir þetta, en hann er hálfur Slóveni
og hálfur Íslendingur. Móðir hans er
frá Slóveníu og á marga ættingja þar
og við höfum farið tvisvar saman til
Slóveníu.
Hvernig var að vera
í Ljubljana um áramót?
„Það var mjög skemmtilegt en
töluvert öðruvísi en á Íslandi. Allir
safnast saman á aðaltorginu rétt fyrir
miðnætti og flugeldum er skotið á loft
úr kastalanum sem er á hæð fyrir of-
an torgið. Fólk var einnig iðið við að
skjóta upp í mannþrönginni og því
var betra að vera var um sig.
Svo fer fólk á klúbbarölt sem er
ekki ósvipað og heima.
Það er greinilegt að ferðamanna-
straumurinn til landsins er að aukast,
meira að segja á þessum árstíma.
Maður rakst á fólk frá öllum heims-
hornum, segir Erla María.
„Við ferðuðumst einnig um Trenta-
þjóðgarðinn í Ölpunum. Þar er stór-
fenglegt landslag og við dvöldum þar
í fjallakofa og fórum í gönguferðir til
lítilla bæja í kring. Þeir sem búa í
þessum litlu bæjum hafa viðurværi
sitt af ferðaþjónustu á sumrin, bjóða
þá upp á ýmsa afþreyingu og á vet-
urna er þetta tilvalið skíðasvæði.“
Hún segir Slóveníu fallegt land þar
sé allt til alls fyrir ferðamenn, hvort
sem þeir vilja dvelja í höfuðborginni
Ljubljana, þar sem eru góðir veit-
ingastaðir og hægt er að skemmta
sér ef vill, á ströndinni eða njóta fal-
legrar náttúru uppi í fjöllum. Við ána
sem rennur í gegnum borgina er
hægt að fara á mjög skemmtilega
markaði, bæði stóran og líflegan
grænmetismarkað og hefðbundinn
útimarkað með alls kyns handverki
og glingri héðan og þaðan. Í Ölpunum
er boðið upp á margs konar afþrey-
ingu og hægt að fara í göngur, flúða-
siglingar og fleira. Stutt er að fara í
alls kyns ferðir frá Slóveníu, til dæm-
is til Ítalíu eða Króatíu.
Hvernig er verðlagið?
„Mér fannst verðlag almennt gott í
Slóveníu,“ segir Erla María. „Skart-
gripir og föt eru yfirleitt á góðu verði
fyrir utan þekkta merkjavöru sem er
oft á svipuðu verði og hér. Sér-
staklega er maturinn ódýr, hvort sem
maður eldar sjálfur eða kaupir hann
á veitingastöðum, en maturinn er líka
mjög góður.“
FERÐALÖG|Eftirminnileg ferð
Í litlum fjallakofa
í Slóveníu
Erla María Lárusdóttir
hefur komið þrisvar
sinnum til Slóveníu.
Henni finnst Slóvenía
vera fallegt land þar
sem margt er hægt að
gera og skoða
Í Ljubljana eru góðir veitingastaðir , verslanir og markaðir og hægt að
fara á ströndina eða njóta fallegrar náttúru upp í fjöllum.
Erla María nefnir hér þrjá veit-
ingastaði þar sem hægt er að fá
góðan mat á hagstæðu verði.
Sestica
Slovenska cesta
Ljubljana.
Þetta er einn af elstu veitinga-
stöðunum í höfuðborginni.
Operna Klet (Óperukjallarinn)
Þessi veitingastaður er beint á
móti óperuhúsinu í Ljubljana og
hann er þekktur fyrir góða sjávar-
rétti.
Sokol
Þetta veitingahús er við gamla
torgið, rétt við ráðhúsið í Ljub-
ljana. Þarna er boðið upp á ekta
slóvenskan mat.
Erla María
Lárusdóttir
Erla María ferðaðist um Trenta-
þjóðgarðinn í Ölpunum og bjó þar í
litlum fjallakofa.
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
FRÉTTIR
mbl.is
FERÐALÖG