Morgunblaðið - 16.02.2005, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
„ÞAÐ er mikill fengur að bókum
Jóhönnu Kristjónsdóttur. Þær eru
framlag til þeirrar umræðu sem
ber hvað hæst á alþjóðavettvangi
nú um stundir. Þar er viðhorfum
friðar, sátta og jafnréttis teflt fram
gegn tortryggni, fjandskap og
stríði.“
Þetta var meðal þess sem fram
kom í áliti viðurkenningarráðs
Hagþenkis, félags höfunda fræði-
rita og kennslugagna, þegar Jó-
hanna Kristjónsdóttir tók við við-
urkenningu félagsins í gær, fyrir
bækur sínar um málefni araba-
landa. Viðurkenningin er veitt ár-
lega fyrir framúrskarandi fræðilegt
efni.
Í álitinu sagði ennfremur: „Síð-
ustu ár hafa einkennst af vaxandi
spennu og togstreitu milli Vest-
urlanda og arabaheimsins bæði í
pólitískum og trúarlegum efnum.
Þessi spenna kemur bæði fram í al-
þjóðlegum samskiptum og í innan-
ríkismálum flestra landa þar sem
alþjóðavæðingar og fjölmenning-
aráhrifa gætir. […]
Gegn þessum ógnum er fræðsla
besta vopnið, fræðsla sem slær á
þá fordóma, vanþekkingu og tor-
tryggni sem eru drifkraftur póli-
tískrar spennu og stríðsátaka.
Bækur Jóhönnu Kristjónsdóttur
um Austurlönd nær og þjóðir
araba, menningu þeirra og trú,
færa okkur fræðslu í þessum efn-
um. Með þeim hefur hún byggt brú
til aukins skilnings þjóða í milli,
meira umburðarlyndis, vináttu og
friðar.
Fordæmi Jóhönnu er óvenjulegt.
Eftir langt starf sem blaðamaður,
rithöfundur og húsmóðir hleypti
hún heimdraganum til að kynna sér
sögu og þjóðfélög araba. Árið 1995
hóf hún nám í arabísku í Egypta-
landi og síðar við háskólann í Dam-
askus í Sýrlandi þar sem hún lauk
BA-prófi. Kunnátta í arabísku er
fágæt hérlendis en hún er lykillinn
að þeim viðfangsefnum sem Jó-
hanna hefur valið sér. Samhliða
námi sínu hefur hún ferðast um
Austurlönd og skrifað greinar og
bækur sem lýsa þessum framandi
heimi, menningu hans fyrr og nú
og samskiptum við Vesturlönd.
Bækur þessar eru fjórar talsins.
Jafnframt hefur hún haldið fyrir-
lestra og námskeið um hug-
myndaheim araba og islam auk
þess sem hún hefur kennt arab-
ísku.
Í ritum sínum hefur Jóhanna
jafnan sérstaklega dregið fram
stöðu kvenna og því má segja að
skrif hennar hafi jafnframt verið
framlag til jafnréttisbaráttu
kynjanna. […] Viðurkenningu Hag-
þenkis 2005 fær Jóhanna Kristjóns-
dóttir fyrir að veita sýn inn í fram-
andi menningarheim og eyða með
því vanþekkingu og fordómum.“
Íslendingar sýna
aröbum áhuga
Jóhanna Kristjónsdóttir segir
viðurkenningu Hagþenkis hafa þá
þýðingu fyrir sig að skrif hennar
og störf séu viðurkennd. Henni
þyki það ekki síst mikilsvert þar
sem samtök fræðimanna standi að
viðurkenningunni. „Mér finnst það
gleðilegt að Íslendingar sýna því
mikinn áhuga sem ég hef verið að
skrifa. Það sé ég til dæmis á nám-
skeiðum og fyrirlestrum sem ég
hef haldið þegar ég er hér heima,
og í ferðum mínum með Íslendinga
á þessar slóðir. Ég reyni ekki að
heilaþvo fólk, því ég er ekkert endi-
lega að tala um einhver fyrirmynd-
arsamfélög í arabaheiminum. En
Íslendingar vilja gefa fólki í þess-
um heimshluta tækifæri til þess að
veita okkur skilning á sínum heimi.
Við getum ekki alltaf sett sama-
semmerki milli þess sem okkur
finnst eðlilegt og þess sem fólk í
öðrum menningarheimum aðhefst.
Það er svo mikilvægt að við leyfum
hverjum menningarheimi að halda
sinni reisn og virðingu, rétt eins og
við viljum að aðrir líti okkar menn-
ingarheim. Við getum ekki með
einföldum yfirlýsingum afgreitt
aðra heimshluta sem frumstæða og
harðneskjulega þótt þeir séu ekki
eins og okkar, því það eru alltaf til
forsendur og skýringar sem fólk
gleymir í slíkum málflutningi.“
Jóhanna kveðst alltaf hafa trúað
því að hún væri á réttri leið með
skrifum sínum, en að sér hafi þótt
óskaplega vænt um að fá viður-
kenninguna.
„Það gerir mann enn staffírugri í
að halda áfram.“
Fræðistörf | Jóhanna Kristjónsdóttir fær viðurkenningu Hagþenkis fyrir Arabíubækur sínar
Jóhanna Kristjónsdóttir tekur við viðurkenningunni úr hendi Sverris Jakobssonar formanns Hagþenkis.
Brú til aukins
skilnings, vin-
áttu og friðar
Morgunblaðið/Jim Smart
GREINA má mikinn áhuga meðal
manna á málefnum Mið-Austur-
landa um þessar mundir, fólkinu
sem þar býr,
trúarbrögðunum
sem það stund-
ar, sögu þess og
samtíma. Það
vekur af þessum
sökum ávallt at-
hygli þegar
Magnús Þorkell
Bernharðsson er
staddur á Ís-
landi. Magnús er
sérfróður um sögu Mið-Austur-
landa, kennir við háskóla í Banda-
ríkjunum, og það er gjarnan leitað
til hans til að ræða þessi mál í
fjölmiðlum hér heima og á fund-
um.
Nú hefur Mál og menning gefið
út bók eftir Magnús Þorkel, Písl-
arvottar nútímans, um bakgrunn
átaka og spennu í Írak og Íran og
í ljósi atburða undanfarinna ára er
hún ótvírætt tímabær, það er já-
kvætt að Íslendingum gefist tæki-
færi til að lesa handhægt og gagn-
ort rit á íslensku um þessa sögu.
Hér ræðir jú að mörgu leyti um
stærstu álitamál samtímans.
Magnús tekur sér það verk hér
á hendur að fjalla um nútímasögu
nágrannaríkjanna Íraks og Írans
og hann gerir það á áhugaverðan
og fróðlegan hátt. Lopinn er
hvergi teygður, það er jákvætt þó
að stundum þyrsti lesandann í
meiri fróðleik. Við þessu bregst
Magnús hins vegar með því að
vísa lesendum leiðina í frekari
heimildir í aftanmálsgreinum. Er
þetta vel til fundið.
Áhugavert er að heyra í bók
Magnúsar um tildrög þess að Írak
varð til í nútímalegri mynd og frá-
sögnin af írönsku keisurunum er
stórfróðleg. Sömuleiðis saga Mu-
hammads Musaddiq, sem var for-
sætisráðherra Írans um miðja síð-
ustu öld. Það er hér sem Magnús
nær sér best á flug í ritsmíð sinni.
Sú kenning Magnúsar, að stríð
Íraka og Írana 1980–1988 hafi
„stofnanavætt píslarvættisdauð-
ann“ er síðan allrar athygli verð,
ekki síst í ljósi þess hversu sjálfs-
morðsárásir hafa orðið algengar í
seinni tíð; bæði í átökum Palest-
ínumanna og Ísraela og í aðgerð-
um skæruliða í Írak undanfarna
mánuði. Segir Magnús raunar á
einum stað að sjálfsmorðsárásir –
eða hótun um sjálfsmorðsárásir –
verði að öllum líkindum rauður
þráður í alþjóðastjórnmálum og
hernaði 21. aldar.
Greining Magnúsar gefur mönn-
um ekki tilefni til mikillar bjart-
sýni, hann segir líklegt að íbúar
Mið-Austurlanda muni enn upplifa
stríðsástand næstu ár og áratugi.
Það er yfirlýst markmið Magn-
úsar með Píslarvottum nútímans
að veita innsýn í heim múslíma,
hann telur hugmyndir Vest-
urlandabúa yfirleitt byggðar á
misskilningi eða hreinlega van-
þekkingu. Tekur Magnús þann
kostinn að fjalla um tvö ríki, Íran
og Írak, sem þó eru um margt
ólík, eins og hann bendir sjálfur á.
Írakar eru (flestir) arabar, það
eru Íranar hins vegar ekki. Þjóð-
irnar tala ólíka tungu, eiga ólíka
sögu, hafa meira að segja eldað
grátt silfur saman; löndin tvö tók-
ust á í hörmulegu stríði á níunda
áratugnum sem engu skilaði en
kostaði hundruð þúsunda manna
lífið.
Skýrir Magnús þessa nálgun
þannig að bæði Íran og Írak hafi
verið nokkurs konar pólitískar til-
raunastofur á tuttugustu öldinni
þar sem ýmis stjórnarform hafi
verið reynd. Er kenning hans sú
að þáttur íslams í stjórn-
málaþróuninni hafi ekki verið mik-
ill, eins mótsagnakennt og það
kunni að hljóma í ljósi opinberrar
umræðu um múslímska öfga-
trúarmenn og hryðjuverkastríð.
Saga Mið-Austurlanda á tutt-
ugustu öld sé öllu heldur saga
nýrra þjóðríkja og þjóðern-
ishyggju, nútímavæðingar og er-
lendrar íhlutunar.
Sannarlega er þáttur Vestur-
landa, einkum Breta og Banda-
ríkjamanna, fyrirferðarmikill í bók
Magnúsar. Myndi gagnrýni á Písl-
arvotta nútímans einmitt kannski
fyrst og fremst víkja að þessum
þætti. Magnús gagnrýnir nefni-
lega umfjöllun um Mið-Austurlönd
á Vesturlöndum, telur mikla van-
þekkingu ráða ríkjum, fólk meti
lönd eins og Íran og Írak of mikið
út frá eigin sjónarhorni í stað þess
að gefa gaum afstöðu og vilja
fólksins á staðnum.
Bók Magnúsar sjálfs er hins
vegar einmitt þessu sama marki
brennd, að horft er á alla hluti út
frá gerðum Vesturlandabúa á
svæðinu og með hliðsjón af því
hverju Bandaríkjamenn eða Bret-
ar voru að reyna að ná fram. Af-
staða Magnúsar til íhlutunar Vest-
urlanda er sannarlega gagnrýnin
(engum leynist t.d. að Magnús er
lítill aðdáandi verka Vesturlanda á
þessu svæði, þ.m.t. innrásarinnar í
Írak 2003), en bókin getur varla
talist í grundvallaratriðum skrifuð
út frá öðru sjónarhorni en því sem
við eigum að venjast: við sjálf –
þ.e. Vesturlandabúar – erum hér í
aðalhlutverki.
Kannski er þetta eðlilegt í ljósi
sögunnar en ég sakna samt hins,
að heyra meira af lífi og draumum
venjulegs fólks í löndunum tveim-
ur.
Pólitískar tilraunastofur
Bækur
Stjórnmál
Magnús Þorkell Bernharðsson. Mál og
menning 2005. 237 bls.
Píslarvottar nútímans – Samspil trúar og
stjórnmála í Írak og Íran
Davíð Logi Sigurðsson
Magnús Þorkell
Bernharðsson
TOM Burlinson (t.v) aðalleikari í sýningunni „The Producers“ tekur hér
sporið ásamt nokkrum dönsurum á sérstakri fjölmiðlaæfingu í Sydney í
gær.
Söngleikurinn, sem er eftir háðfuglinn kunna Mel Brooks, verður frum-
sýndur í Lyric-leikhúsinu í Sydney 14. maí næstkomandi.
AP
Söngleikur Brooks æfður