Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.02.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 27 Í DAG, 16. febrúar 2005, gengur Kýótó-bókunin í gildi og er hún ein- hver veigamesta alþjóðasamþykkt sem gerð hefur verið á sviði umhverf- ismála. Af þessu tilefni stendur um- hverfisráðuneytið fyrir hádegisfundi á Grand Hóteli þar sem rætt verður um loftslagsbreytingar og fram- kvæmd Kýótó-bókunarinnar. Aðdragandi Kýótó-bókunarinnar var sá að árið 1992 skrifuðu ríki heims undir Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna á Heimsráðstefnunni í Ríó de Janeiro og skuldbundu sig til þess að grípa til aðgerða gegn skaðlegum loftslagsbreytingum af mannavöld- um. Undir merkjum loftslagssamn- ingsins hafa einstök ríki komið sér upp bókhaldi yfir útstreymi gróður- húsalofttegunda og bindingu koltvíox- íðs úr andrúmslofti og sett sér stefnu um aðgerðir gegn loftslagsbreyt- ingum. Þar er hins vegar ekki að finna bindandi takmarkanir á útstreymi fyrir einstök ríki. Kýótó-bókunin við Loftslagssamn- ing Sameinuðu þjóðanna, sem sam- þykkt var árið 1997, hefur hins vegar einmitt slíkar bindandi takmarkanir. Þær eiga að tryggja að þróuð ríki grípi til aðgerða þannig að meðallosun þeirra á gróðurhúsalofttegundum verði um 5% minni á ári á tímabilinu 2008–2012 en á árinu 1990. Ríki fengu úthlutað kvóta, sem annaðhvort felur í sér samdrátt eða takmörkun á aukn- ingu losunar. Þannig má Ísland ekki auka losun gróðurhúsalofttegunda um meira en 10% frá 1990 fram til fyrsta skuldbindingartímabilsins árin 2008–2012. Evrópusambandið í heild á að draga úr losun um 8% á sama tímabili, en ESB hefur skipt þeim kvóta til einstakra ríkja, allt frá 21% samdrætti hjá Þýskalandi og Dan- mörku til 27% aukningar hjá Portú- gal. Skuldbindingar Íslands Skuldbindingar Íslands gagnvart Kýótó-bókuninni eru tvenns konar. Í fyrsta lagi má almenn losun frá Ís- landi ekki aukast meira á skuldbind- ingartímabilinu en 10%, eins og áður loftslagsbreytingum, s.s. skógareyð- ing, ýmis iðnaðarferli og urðun líf- ræns úrgangs, þá er langstærstur hluti vandans til kominn vegna brennslu jarðefnaeldsneytis. Besta leiðin til þess að draga úr loftslags- breytingum er því að nýta hreina end- urnýjanlega orkugjafa í stað kola og olíu. Þar stöndum við Íslendingar vel, því landið er ríkt af endurnýjanlegum orkulindum, sem standa undir 99% af staðbundinni orkunotkun og yfir 70% af heildarorkunotkun, sem er einstakt meðal iðnríkja. Auðvitað er það að miklu leyti því að þakka að við eigum gnótt slíkra orkulinda, en einnig því að Íslendingar hafa lagt sig fram um að nýta þessar auðlindir og búa þess vegna yfir mikilli tækni og reynslu sem komið getur öðrum að gagni. Má í því sambandi nefna starfrækslu jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, sem hefur verið efldur undan- farin ár, og öflug orkuvinnslufyrir- tæki á þessu sviði. Á 10. aðildar- ríkjafundi loftslagssamningsins í Buenos Aires í desember í fyrra til- kynnti ég ákvörðun Íslands um að auka enn stuðning við útbreiðslu loftslagsvænnar tækni í þróunarríkj- unum, sérstaklega í smáeyjaríkjum. Að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda er afar ögrandi verkefni, ekki síst vegna þess að efnahagskerfi heimsins byggist mikið á brennslu jarðefnaeldsneytis. Þó má ekki gleyma því að jörðin býr yfir gnótt endurnýjanlegrar orku og að tækni til að nýta hana batnar stöðugt. Við Ís- lendingar höfum sýnt hversu miklum árangri má ná í nýtingu slíkrar orku og munum áfram kappkosta að vera öðrum þjóðum góð fyrirmynd í þeim efnum. úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Lang- tímamarkmiðið er að hætta nær alveg út- streymi koltvíoxíðs vegna bruna jarðefnaeldsneytis. Loftslagsbreytingar Veruleg óvissa ríkir um umfang og afleiðingar loftslagsbreytinga á næstu áratugum. Milli- ríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar (IPCC), sem er vísindalegur bakhjarl loftslagssamningsins, tel- ur líklegt að hlýnun loft- hjúpsins verði á bilinu 1,4– 5,8°C og að sjávarborð geti hækkað um 10–90 sentimetra á 21. öldinni. Þrátt fyrir mikla óvissu eru alltaf að koma fram nýjar vísbendingar um að loftslagsbreytingar séu staðreynd og að athafnir mannsins eigi þar líklega stóran þátt. Í lok síðasta árs var kynnt í Reykjavík vísindaskýrsla um lofts- lagsbreytingar á Norðurslóðum, sem unnin var fyrir Norðurskautsráðið. Niðurstöður skýrsluhöfunda voru að breytingar væru mun hraðari á Norð- urslóðum en á heimsvísu og hlýnun a.m.k. tvöfalt meiri. Enn meiri breyt- ingar séu í vændum, s.s. bráðnun jökla, minnkandi hafís og tilfærsla gróðurbelta og tegunda lífvera, þ.á m. stofna nytjafiska í hafinu. Nauðsyn- legt er fyrir okkur Íslendinga að vakta veðurfar, náttúru og lífríki með hliðsjón af þessu og búa okkur undir að mæta þeim breytingum sem spáð hefur verið. Mestu skiptir þó að minnka líkur á loftslagsbreytingum og draga úr áhrifum þeirra. Þar þarf að hugsa hnattrænt, því andrúmsloftið er sam- eiginleg auðlind og ekki skiptir máli hvar losun gróðurhúsalofttegunda fer fram. Endurnýjanleg orka er lykillinn Mikilvægt er að grípa fyrst til þeirra aðgerða sem eru hagkvæm- astar og ráðast að rótum vandans. Þótt margar framkvæmdir stuðli að er nefnt. Í öðru lagi hefur Ísland heimild til losunar frá einstökum iðnaðarverkefnum sem nota endurnýj- anlega orku um allt að 1.600 þúsund tonnum koltvíoxíðs á ári á tímabilinu, samkvæmt sérstakri ákvörðun að- ildarríkjaþings samn- ingsins árið 2001. Þessi losun nær til stóriðjuframkvæmda sem ráðist er í hér á landi eftir 1990 og nýt- ir hreina, endurnýj- anlega orku. Aðildar- ríki loftslags- samningsins samþykktu þessa heimild vegna þess að í henni felst hnattrænn ávinningur fyrir minni los- un gróðurhúsalofttegunda. Þannig á þessi ákvörðun að lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og styður því við meginmarkmið samningsins. Stefnumörkun ríkis- stjórnar Íslands Ríkisstjórnin samþykkti stefnu- mörkun í loftslagsmálum árið 2002. Þar er m.a. kveðið á um aukna bind- ingu koltvíoxíðs í gróðri, aðgerðir til að draga úr losun flúorkolefna frá ál- iðnaði, upptöku olíugjalds í stað þungaskatts, sem gerir litla díselbíla samkeppnishæfari, en díselolía er loftslagsvænna eldsneyti en bensín, og lækkun gjalda á bíla sem nota hreinni orku. Stuðningur stjórnvalda við vetnisrannsóknir er einnig til þess fallinn að hraða þróun nýrrar tækni sem gæti dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda í framtíðinni, þó að það muni augljóslega ekki nýt- ast okkur á fyrsta skuldbinding- artímabili Kýótó-bókunarinnar. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er nú í endurskoðun, með það fyrir augum að styrkja aðgerðir stjórn- valda vegna loftslagsbreytinga. Allar líkur eru á því að Ísland muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni, en stefna stjórn- valda er að gera enn betur en það og leita allra raunhæfra leiða til að draga Kýótó-bókunin – Mikilvægur áfangi til lausnar loftslagsvandanum Eftir Sigríði Önnu Þórðardóttur Sigríður Anna Þórðardóttir ’Allar líkur eru á þvíað Ísland muni standa við skuldbindingar sín- ar gagnvart Kýótó- bókuninni.‘ Höfundur er umhverfisráðherra. NÝ spennandi tækifæri eru fram- undan eftir vel heppnaðar kosningar í Írak. Það skiptir miklu máli að vel tak- ist til við að breyta um stjórnarfar í landinu. Ég er staðráðinn í að Samein- uðu þjóðirnar leggi sig allar fram um það að írösku þjóðinni takist það ætl- unarverk sitt. En það skiptir líka máli að ríki heims fylki liði, þrátt fyrir djúpstæðan ágreining um Írak og sameinist um sameiginleg markmið. Vel heppnaðar kosningar í Írak eru aðeins byrj- unarreitur. Nú þarf að hjálpa Írökum á leið þeirra til framtíðar þar sem þeir munu njóta friðar, velmegunar og lýð- ræðis. Vissulega hefur harður ágreiningur skilið eftir sig djúp sár en ný tækifæri kunna einmitt að felast í fortíðinni. Sameinuðu þjóðirnar njóta bráðnauð- synlegs trausts og hafa talsamband við íraska hópa sem virkja verður í nýrri stjórnmálaþróun ef friður á að komast á – einmitt vegna þess að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ekki sumar þær aðgerðir sem gripið var til í Írak. Nú er rétti tíminn til að nýta sér þessa innistæðu. Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja alþjóða- samfélagið til að fylkja sér undir merkjum Sameinuðu þjóðanna í þágu Íraks. Hugrekki þeirra Íraka sem héldu á kjörstað lætur engan ósnort- inn. Sameinuðu þjóðirnar eru stoltar af þeirri aðstoð sem þær gátu veitt, jafnt með því að þróa pólitískan grundvöll sem tæknilegan undirbúning. Við að- stoðuðum við að semja kosningalög og stofna óháðar kjörstjórnir sem stýrðu uðu þjóðanna (UNPD) látið 15 millj- ónir Bandaríkjadala af hendi rakna til að kaupa varahluti í Hartha-orkuverið í Basra. Svipuð verkefni í orkuverum eru í farvatninu í öðrum íröskum borgum. Verkfræðingar raforkuráðu- neytisins eru þjálfaðir í Japan sam- kvæmt áætlun sem Japanar og Belg- ar fjármagna í sameiningu. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur haft forystu um að dreifa 7 milljónum lítra drykkjarvatns til meir en 70 þúsund manna sem hrakist hafa að heiman í bardögum að undanförnu í Fallujah. Alþjóðlegur enduruppbyggingarsjóður, sem Sam- einuðu þjóðirnar stofnuðu með Al- þjóðabankanum, hefur staðið straum af þessu. Hingað til hafa 24 aðilar lof- að framlögum til hans að andvirði eins milljarðs Bandaríkjadala. Við verðum að tryggja að staðið sé við þessi fyrir- heit og að fénu verði vel varið. Þetta mun bæta daglegt líf Íraka á áþreif- anlegan hátt. Við skulum ekki láta sem þetta sé auðvelt verk. Írak er í flóknum heims- hluta og saga síðustu ára er blóði drif- in. Samfélagið er sundurleitt og sumir hópar eru algjörlega andsnúnir lýð- ræði í hvaða mynd sem er. Þrátt fyrir það tel ég að slíkt samfélag geti komið sér upp lýðræðislegum stofnunum með alþjóðlegri hjálp til að koma á stöðugleika og öðlast velmegun. Þessi sýn gefur okkur úti í hinum stóra heimi von um ný tækifæri til að byrja upp á nýtt og taka höndum saman og styðja írösku þjóðina í þessari miklu tilraun. Við höfum umboð Öryggis- ráðsins til að taka forystuna og fylkja liði og við erum staðráðin í að leggja okkur öll fram. myndum sem þeim líkar ekki. En ef þeir leita ráða – og ég held að þeir geri það – þá búum við yfir víðtækri þekkingu og reynslu. Þjóðar- atkvæðagreiðsla verður haldin í október, þegar lokið hefur verið við að semja uppkast að stjórnarskrá, þar sem allir Írakar hafa mögu- leika á að segja sína skoðun. Við búumst við því að geta aðstoðað kjörstjórnina við að skipuleggja þjóðar- atkvæðagreiðsluna og þingkosningarnar í kjölfarið. Við höf- um þegar aðstoðað við skipulagningu síðustu kosninga og erum enn að störf- um við að skrá og staðfesta úrslitin. Við getum líka veitt nýju ráðuneyt- unum aðstoð. Margir halda að Samein- uðu þjóðirnar séu ekki virkar í Írak vegna þess að aðeins 200 alþjóðlegir starfsmenn (þar af þrír fjórðu öryggis- verðir) eru af öryggisástæðum á okkar snærum í Írak. Þetta er ekki alveg rétt. Í fyrsta lagi vegna þess að margir Írakar starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna og í öðru lagi er mikið starf í þágu Íraks unnið erlendis, til dæmis þjálfun, ráðgjöf, skipulagning og dreif- ing fjármagns. Reyndar eru 23 stofn- anir Sameinuðu þjóðanna, sjóðir og verkefni að störfum til að samþætta al- þjóðlega aðstoð og enduruppbyggingu. Fjörutíu og sex verkefni hafa nú þegar verið samþykkt og fjármögnuð fyrir alls 494 milljónir Bandaríkjadala. Þannig hefur Þróunarstofnun Samein- kosningunum. Meir en 50 manna kosningasveit Sameinuðu þjóðanna í Bagdad, Amman og New York voru yfirkjörstjórn- inni til halds og trausts. Sameinuðu þjóðirnar þjálfuðu starfsmenn kjörstjórnanna og aðra sem lögðu hönd á plóginn í kosningunum sem síðan þjálfuðu þúsundir ann- arra. Allan tímann gáfum við ráð og hjálpuðum þeim í hvívetna Ég held að við getum einnig orðið að liði á næsta stigi sem er hið erfiða verk að semja stjórnarskrá. Enn á ný verður okkar aðstoð að vera jafnt af pólitískum sem tæknilegum toga. Á pólitíska sviðinu hefur sérstakur fulltrúi minn Ashraf Qazi þegar hafist handa við að ná til þeirra hópa – að- allega Araba af Sunní-kvísl Íslams – sem sniðgengu kosningarnar af ýms- um ástæðum en eru engu að síður reiðubúnir að ná markmiðum sínum á friðsamlegan hátt með samningum og samræðum. Það er lykilatriði að þetta takist. Sumir Írakar eru ákaft and- snúnir hernáminu og telja að þeir hafi verið útilokaðir frá stjórn landsins. Leggja verður allt kapp á að tryggja þátttöku þeirra. Því fleiri sem tekst að virkja, því betri möguleikar eru á því að ná árangri. Nýja stjórnarskráin verður vita- skuld írösk stjórnarskrá og Írakar munu sjálfir semja hana. Það er úti- lokað að þeim verði gert að fara eftir erlendum hugmyndum eða fyrir- Nýtt upphaf í Írak Eftir Kofi A. Annan Kofi Annan Höfundur er framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna. ætti úr notkun bólgueyðandi lyfja. ða skilaboð eru það til gigtarsjúklinga?“ Stefán. Að endingu nefndi hann lyfja- ækin til sögunnar sem áhrifavald. „Allir aðilar hafa áhrif á hvaða lyf ég tek og að mynda nokkuð gott net sem tryggja in standist væntingar mínar. Bæti líf- ði mín en ekki hið gagnstæða.“ nn spyr einnig hvort sjúkir eigi að sætta ð að lyf lúti markaðslögmálum. Að lyfin ð skila gróða og um þau ríki samkeppni. eiga að skila hagnaði og gróða fyrir , betra lífi.“ fán ræddi einnig um nauðsyn lyfja og unandi upplifun fólks af gagnsemi . „Lyf eru ómissandi þáttur í lífi okkar. emst í raun enginn í gegnum lífið án að taka einhvern tímann lyf,“ sagði rlyfið Vioxx yfið arkað Stefán Már Gunnlaugsson, varafor- stefnu SÍBS. @mbl.is LYF koma nú í mörgum tilvikum fyrr á markað hér á landi en fyrir krum árum. Ástæðan er aukin þátt- a Íslendinga í Evrópusamstarfi. Áður u liðið fleiri mánuðir og jafnvel ár áð- n ný lyf sem farið var að nota erlend- omu á markað hér. Nú koma nýju lyf- ft á íslenskan markað aðeins fáum m eftir að þau eru markaðssett ann- staðar í Evrópu. Oft er um að ræða árleg og öflug lyf við erfiðum sjúk- um á borð við gigtarsjúkdóma, bbamein og alnæmi. Þessi þróun er í flestum tilfellum g góð, sérstaklega ef þetta eru lyf skipta sköpum í meðferð sjúklinga,“ r Þorbjörg Kjartansdóttir, lyfjafræð- ur og skrifstofustjóri hjá Lyfjastofn- en hún hélt erindi á ráðstefnu SÍBS, með lyfjum, í gær. „Eini gallinn er sá að getur komið fyrir að ekki séu öll komin til grafar enn hvað varðandi áningu aukaverkana, þar sem ekki er in langvarandi reynsla á lyfin eins og r var.“ Þorbjörg tekur þó fram að það ður en svo algengt að slíkt komi upp. anúar sl. var heildarfjöldi markaðs- a fyrir lyf á Íslandi 3.165 samkvæmt ýsingum Þorbjargar. Það þýðir þó að svo mörg lyfjaheiti séu hér á kaði, því hvert lyf þarf markaðsleyfi eftir styrkleika og eftir því formi sem er í, t.d. hvort um er að ræða töflur mixtúru. Þá eru ekki endilega seld öll ér þrátt fyrir að fyrir þeim sé veitt kaðsleyfi. Þorbjörg segir að mikil gun hafi orðið á markaðsleyfum lyfja anfarin misseri af sömu ástæðum og koma fyrr hingað til lands en áður. Ný lyf fyrr markað hér n áður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.