Morgunblaðið - 16.02.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 29
MINNINGAR
Landakotsspítala, eða allt þar til
bera tók á einkennum Alzheimer-
sjúkdómsins, sem á endanum varð
henni að aldurtila.
Sjúkdómur Dóru þróaðist hægt í
fyrstu, svo að vart var merkjanlegt
að nokkuð væri að, en eftir fárra ára
meðgöngu Alzheimer-sjúkdómsins
varð dagvistun á göngudeild fyrir
minnisskerta óumflýjanleg, og
seinna varð algjör umönnun á sér-
hæfðri deild fyrir heilaskaðaða á
Hrafnistu bitur veruleiki.
Börn og tengdabörn Dóru hafa í
kærleika reynt að létta henni þá
sáru kröm, sem Alzheimer-sjúkdóm-
urinn er, og einnig, og ekki síður,
hefur óeigingjörn og fórnfús umönn-
un og fyrirgreiðsla mágs míns sr.
Ragnars Fjalars og konu hans Her-
dísar frá upphafi verið ómetanleg í
veikindum Dóru.
Ég bið góðan Guð að blessa okkur
öllum fagrar og hugljúfar minningar
um Dóru.
Guðlaugur Helgason.
Það var kalt og frost á jörðu, er
við hjónin keyrðum að Hrafnistu.
Oft höfum við farið þessa leið á liðn-
um árum, en ekki á þessum tíma sól-
arhrings, þegar myrkur næturinnar
hefur ekki ennþá vikið fyrir björtum
degi. Langri þrautagöngu systur
minnar var lokið.
Það eru margar perlur á festi
minninganna tengdar henni og þær
eru allar skínandi bjartar. Ég minn-
ist bernsku okkar á Akureyri. Við
vorum átta systkinin, hún var fjórða
í röðinni og kveður fyrst. Hún var
alltaf kát og falleg nærvera hennar
umvafði alla sérstakri hlýju.
Bernskuheimilið okkar, Sólvangur,
hefur vikið fyrir lystigarði trjáa og
blóma, sem varðveita minningu
góðra bernskudaga. Fullorðinsárin
voru líka góð fram að þeim tíma sem
alzheimer-sjúkdómurinn herjaði á
þennan sterka heilbrigða líkama og
færði hana inn í óminni gleymsk-
unnar. Ég minnist með gleði liðnu
áranna. Á flestum gleði- og sorg-
arstundum voru fjölskyldur okkar
saman, þær björtu minningar ylja
okkur nú.
Alltof löngu stríði elskulegrar
systur minnar er nú lokið. Í anda
sjáum við birtu himinsins umlykja
hana og í sálu okkar allra, sem vor-
um henni samferða, er þakklæti fyr-
ir allt það góða sem hún gaf okkur á
vegferð sinni.
Herdís Helgadóttir.
Halldóra Helgadóttir var eigin-
kona móðurbróður míns, Friðriks
Sigurbjörnssonar, sem lést um aldur
fram fyrir tæpum 20 árum. Tíminn
frá því að Friðrik dó hefur verið
Dóru erfiður, sérstaklega vegna
þess sjúkdóms sem hefur einangrað
hana frá fjölskyldu og vinum. Frið-
rik og Dóra voru stór hluti af lífi
mínu enda var ávallt gott samband á
milli móður minnar og Friðriks. Við
fylgdumst með öllum þeim stórvirkj-
um sem þau tókust á hendur, hvort
sem það voru Harrastaðir, sumarbú-
staðurinn Brekkukot á Kiðafelli eða
Tungueyjar í Breiðafirði. Dóra var
falleg og glæsileg kona svo eftir var
tekið. Mér er minnisstæð ein heim-
sókn þeirra Dóru, Friðriks og Unn-
ar Ástu til Grundarfjarðar en þá
fékk ég að fylgja þeim mæðgum á
skemmtun í samkomuhúsinu og varð
Grundfirðingum tíðrætt um þessar
fallegu, dökkhærðu og heillandi
„systur“. Ég sagði með nokkru stolti
að þetta væru frænkur mínar og
þær væru mæðgur en því vildu
Grundfirðingar helst ekki trúa þó
svo þeir vefengdu nú yfirleitt ekki
það sem prestssonurinn sagði. Sum-
arbústaður þeirra Friðriks og Dóru
stendur næst við sumarbústað for-
eldra minna. Í bréfi sem faðir minn
skrifaði hinn 18. september 1978 til
Ninnu, systur mömmu og Friðriks,
segir hann svo frá einni af mörgum
ferðum sínum í sumarbústaðinn:
„Við Áslaug fórum ekki til Friðriks í
Brekkukoti að þessu sinni en við er-
um búin að vera þar í fyrri ferðum
eftir að þau komu úr sumardvöl
sinni í Breiðafjarðareyjum. Í
Brekkukoti er nú aldeilis konung-
lega tekið á móti gestum og ég held
að það sé eini bústaðurinn þar sem
tíðkast að veita súkkulaði með
rjóma. Þau Dóra og Friðrik eru
mjög vinsæl og margir vilja sækja
þau heim en vinsældir þeirra byggj-
ast ekki á veitingum, þótt góðar séu,
heldur á óvenjulegri elskusemi og
hjartahlýju. Gott er að eiga slíka ná-
granna.“ Þessi bréfbútur finnst mér
segja meira um Dóru og Friðrik en
mörg orð. Við Kristín og Magnús
faðir minn sendum Þorvaldi, Frið-
riki, Halldóru Helgu og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur og
biðjum þeim Guðs blessunar.
Sigurbjörn Magnússon.
Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.
– – –
Og tíminn hvarf
eins og tár, sem fellur
á hvíta hönd.
(Steinn Steinarr)
Enn hefur skarð verið höggvið í
vinkvennahópinn. Dóra Helga eins
og hún var alltaf kölluð, vinkona
okkar, hefur kvatt. Aðdragandinn
var langur og óvæginn. Á besta aldri
greindist Dóra með Alzheimer-sjúk-
dóminn. Það tók algleymið hátt í tvo
áratugi að taka völdin hægt og hægt,
síðan kom þögnin uns ljósið slokkn-
aði.
Hugurinn leitar til æskuáranna,
en þá myndast böndin sem ekki
verða rofin. Við nokkrar skólasystur
ólumst upp á Akureyri og urðum
leikfélagar. Fjölskylda Dóru bjó á
býlinu Sólvangi sem þá var í útjaðri
Syðri brekkunnar en handan túnsins
voru Menntaskólinn og Lystigarð-
urinn. Á Sólvangi var stundaður
sjálfbær búskapur. Fjölskyldufaðir-
inn, Helgi Ólafsson, var barnakenn-
ari, fríður maður og einkar rólegur í
fasi. Valý, húsfreyjan, geislaði af
dugnaði, gekk hratt, talaði hratt og
stjórnaði heimilinu af miklum mynd-
arskap. Miðpunktur heimilisins var
stóra eldhúsið, þar var margt um
manninn. Systkinin voru átta og oft
voru kostgangarar á heimilinu,
menntaskólapiltar sem bjuggu þar á
námsárunum. Það voru forréttindi
að kynnast mannlífinu á Sólvangi.
Dóra erfði eiginleika foreldra sinna
beggja, hún var náttúrubarn, ljúf,
kvik, leikandi létt, hláturmild og
söngelsk og einstaklega falleg.
Minningarnar hrannast upp þeg-
ar litið er til baka og er eins og öll
samvera okkar stelpnanna hafi á sér
sérstakan blæ því tækifærin til
leikja og starfa voru næg, ánægju-
stundirnar með glensi og gríni ótal
margar. Eftir barnaskólann tóku við
unglingsárin í öðrum skólum og nú
var skátastarfið mikilvægt í frí-
stundum. Dóra var fegurðardísin og
æringinn í hópnum og miðlaði gleði
og smitandi hlátri. Oft voru haldnir
kvöldfundir þar sem áhugamálin
voru rædd. Ferðir voru skipulagðar,
útilegur, skíða- og skautaferðir, far-
ið í sund eða spilaður tennis.
Ekki var að undra þótt skóla-
bræðurnir litu Dóru hýrum augum
en stóra ástin kom eins og elding af
himni. Ungur laganemi að sunnan,
Friðrik Sigurbjörnsson, kom, sá og
sigraði. Við vinkonurnar stóðum á
hliðarlínunni uppnumdar af þessu
ævintýri. Þegar Dóra fór suður í
hjúkrunarnám var hún frátekin hin-
um verðandi lögfræðingi.
Friðrik hóf embættisferil sinn í
Bolungarvík og settust þau hjónin
þar að. Þetta var á gullaldarárum
bæjarins og er ekki að efa að Friðrik
og Dóra nutu sín þar. Hjá vinkon-
unum tók ýmist við nám, vinna, börn
og búskapur eða búseta í öðrum
löndum.
Síðar varð Reykjavík heimabær
okkar flestra og þá var þráðurinn
tekinn upp á nýjan leik. Friðrik og
Dóra áttu heima á Harrastöðum í
Skerjafirði. Heimilið var afar sér-
stakt, búið listaverkum og stóru
bókasafni. Þau voru höfðingjar heim
að sækja og á góðum stundum voru
gömlu dagarnir rifjaðir upp við
mikla kátínu.
Minningin um Dóru er björt og
tær. Hún er brosandi og hún syngur
eitthvað fallegt.
Við vottum öllum aðstandendum
innilega samúð.
Margrét, Hrefna og Sigrún.
✝ Sigríður Gísla-dóttir fæddist á
Neðri-Fitjum í Víði-
dal í Vestur-Húna-
vatnssýslu 12. des-
ember 1923. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ að-
faranótt 5. febrúar
síðastliðins. Foreldr-
ar hennar voru Mar-
grét Pálsdóttir, f. 18.
júní 1886, d. 23. nóv-
ember 1970, og Gísli
Árnason, f. 21. mars
1894, d. 19. ágúst
1955. Systkini Sig-
ríðar eru Guðlaug, f. 12. júní
1920, Páll, f. 12. desember 1923,
tvíburabróðir Sigríðar og lést
innan sólarhrings, Ingibjörg
Petrea, f. 7. mars 1926, d. 11. júlí
1994, og Árni Vernharður, f. 2.
júní 1928. Uppeldisbræður Sig-
ríðar voru Hörður Pétursson, f.
8. júlí 1922, d. 18. október 1950,
og Stefán Jóhann Jónatansson, f.
25. júní 1940.
Sigríður giftist 30. desember
1950 Sigurleifi Guðjónssyni, f. 9.
ágúst 1916, d. 3. febrúar 2003.
Foreldrar hans voru Guðjón Sig-
urðsson, f. 4. júlí 1879, d. 21. apríl
1960, og Þórunn Guðleifsdóttir, f.
18. júlí 1877, d. 29. apríl 1942.
Börn Sigríðar og Sigurleifs eru
Unnar Þór, f. 30. maí 1950, og
Margrét, f. 5. júlí 1956, sambýlis-
maður Elías Hartmann Hreins-
son, f. 3. ágúst 1954,
dóttir þeirra er El-
ísa Sirrý, f. 22. maí
1998.
Sigríður vann að
búi foreldra sinna á
unglingsárum og
gekk í barnaskóla,
farskóla eins og
tíðkaðist á þeim
tíma, og veturinn
1945–1946 stundaði
hún nám í Kvenna-
skólanum á Blöndu-
ósi. Eftir það lá leið-
in fljótt til
Reykjavíkur og fór
Sigríður að vinna við það sem til
féll, svo sem fiskvinnslu, mötu-
neyti og á prjónastofu. Auk heim-
ilishalds vann hún við ræstingar í
Kvennaskóla Reykjavíkur ásamt
heimilishjálp um árabil. Sigríður
gekk í Handprjónasamband Ís-
lands þegar það var stofnað og
prjónaði hún margar fallegar
lopapeysur og trefla sem prýddu
íslenska bæklinga í fjölda ára.
Sigríður átti sitt heimili í Safa-
mýri 48 í tæp 40 ár og með lið-
sinni dagvistunar á Vitatorgi,
ásamt heimahjúkrun, gat hún
verið lengur heima en hún dvaldi
aðeins í 13 mánuði á Hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ, þar sem hún
lést.
Útför Sigríðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin kukkan 13.
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notið,
finn, hvað allt er beiskt og brotið,
burt er víkur aðstoð þín
elsku góða mamma mín.
Allt sem gott ég hefi hlotið,
hefir eflst við ráðin þín.
Þó skal ekki víla og vola,
veröld þótt oss brjóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín.
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærustu blysin þín.
(Árni Helgason.)
Minning um elskulega móður lif-
ir.
Takk fyrir allt.
Við færum starfsfólki á dagvist-
inni Vitatorgi alúðarþakkir okkar
fyrir gott viðmót og hlýju og þökk-
um jafnframt hjúkrunarfólki og
öðru starfsfólki á Skógarbæ góða
umönnun móður okkar.
Unnar Þór og Margrét.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Guð blessi ömmu þína, skrifaði
séra Bolli prestur til mín við minn-
ingarathöfn í Hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ þar sem þú áttir heima
síðastliðna 13 mánuði.
Þó að ég sé ekki nema tæplega
sjö ára þá er ég að kveðja nákom-
inn ættingja í þriðja sinn, afa Sig-
urleif í febrúar 2003, Haflínu lang-
ömmu í júní 2004 og nú þig elsku
amma. Ég varð svo sorgmædd
þegar mamma sagði mér að þú
værir dáin og ég spurði hvar þú
værir. Þá svaraði hún því að núna
værir þú hjá Sigurleifi afa og öllum
vinum þínum. Ég hlustaði á og
spurði svo: En mamma, það á eftir
að jarða hana, fer hún nokkuð upp
til Guðs fyrr en það er búið að
jarða hana? Stórt er spurt en við
svörum því af okkar besta mætti.
Ég var daglegur gestur á heimilinu
ykkar afa í Safamýrinni öll árin
sem þið bjugguð þar, þar var al-
gjör gullnáma, rólur úti í garði og
dótið hennar mömmu minnar frá
því hún var lítil stelpa, stór dúkku-
vagn sem mamma sagði að væri
orðinn antik – „hvað er nú það?“ –
ásamt ýmsu fleiru. Stundirnar þeg-
ar þið afi gátuð passað mig áður en
heilsan ykkar versnaði voru dýr-
mætar, ekki þurfti að koma við í
bakaríi áður en við heimsóttum
ykkur því þú amma mín tókst allt-
af fram pönnukökupönnuna og
bakaðir nokkrar. Amma, þú hefðir
átt að kenna mömmu að baka
pönnukökur, hún segist bara
kunna að baka vöfflur, ég skil ekki
af hverju.
Nú þegar þú verður jörðuð við
hliðina á afa þá ætla ég að setja
falleg sumarblóm í sumar, rauð á
litinn, því þér fannst hann falleg-
astur, og blá hjá afa. Við mamma
tölum og hugsum til ykkar, það er
svo gott, og ég fer alltaf með bæn-
irnar mínar.
Þú sofnað hefur síðsta blund
í sælli von um endurfund,
nú englar Drottins undurhljótt
þér yfir vaki – sofðu rótt.
(Aðalbjörg Magnúsdóttir)
Takk, amma mín, fyrir alla þína
góðvild.
Þín ömmustelpa,
Elísa Sirrý.
Að fæðast, komast á legg, þrosk-
ast að visku og vexti, verða full-
orðin, lifa lífinu, eldast og deyja er
lífsins gangur. Mig langar til að
minnast með nokkrum orðum
hjartkærrar systur minnar sem
andaðist á Hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 5. febrúar síðastliðinn
eftir erfiðan og illvígan sjúkdóm,
sem Alzheimer-sjúkdómurinn er.
Á þessari stundu er margs að
minnast og margt að þakka fyrir
eftir langa ævi, því Sirrý, eins og
hún var kölluð af okkar nánustu,
var afar bóngóð og umhyggjusöm.
Hún ólst upp meðal okkar systk-
ina á okkar góða foreldraheimili,
gekk í barnaskóla, farskóla eins og
gerðist á þeim tíma, stundaði síðan
nám í Kvennaskólanum á Blöndu-
ósi veturinn 1945–1946. Eftir það
lá leiðin fljótt til Reykjavíkur þar
sem hún settist að og giftist síðan
Sigurleifi Guðjónssyni, börnin
þeirra urðu tvö, Unnar Þór og
Margrét.
Sirrý og Leifur maðurinn henn-
ar voru afar gestrisin hjón og var
ávallt gott að koma til þeirra. Sirrý
lagði sig fram um það að heimili
hennar stæði alltaf opið mér fjöl-
skyldu minni með margskonar að-
stoð og var það okkur mikils virði,
þar sem ég bjó norður í Miðfirði.
Sirrý hélt mikilli tryggð við
sveitina okkar, það leið varla svo
sumar að hún kæmi ekki norður,
ýmist ein eða með börnin. Eftir að
við Björn hættum búskap og flutt-
um til Reykjavíkur 1978 varð sam-
bandið enn nánara, enda var yf-
irleitt stutt á milli heimilanna.
Mesta áhugamál hennar var
handavinna og liggur eftir hana
mikill útsaumur og flosmyndir
ásamt öðru.
Að leiðarlokum þakka ég og fjöl-
skylda mín Sirrý langa og trygga
samfylgd og biðjum henni og fjöl-
skyldu hennar guðs blessunar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíl í friði.
Þín systir
Guðlaug.
Elsku Sirrý.
Kærar þakkir fyrir að hafa feng-
ið að kynnast þér, svo hlý og blíð
sem þú varst og einstaklega góð
kona.
Ég var þess láns aðnjótandi að
tengjast þér þegar við Magga þín
rugluðum saman okkar reytum og
eignuðumst sólargeislann þinn og
nöfnu okkar, hana Elísu Sirrý.
Það var svo gott að koma til þín
í Safamýrina, svo mikil ró og friður
yfir öllu í kringum þig og alltaf
sama góða skapið.
Þótt farið hafi að halla undan
fæti hjá þér síðustu ár þá fór aldr-
ei frá þér róin og létta lundin, þótt
tjáningin væri orðin erfið var hlát-
urinn alltaf til staðar.
Guð blessi minningu þína, elsku
Sirrý, og hvíl í guðs friði.
Elías Hartmann.
SIGRÍÐUR
GÍSLADÓTTIR
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EINAR MAGNÚSSON
fiskmatsmaður,
sem andaðist á heimili sínu, Völusteinsstræti
15, Bolungarvík, sunnudaginn 13. febrúar,
verður jarðsunginn frá Hólskirkju laugardaginn
19. febrúar kl. 14.00.
Elsa Ásbergsdóttir,
Elísabet Kr. Einarsdóttir,
Margrét Þ. Einarsdóttir, Hjalti Gústavsson,
Ásberg M. Einarsson, Steinunn Frímannsdóttir,
Einar Örn Konráðsson
og barnabörn.