Morgunblaðið - 16.02.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 37
HESTAR
EINN hvimleiðasti kvilli sem
herjar á hesta á húsi er
múkk. Múkk er bólga eða út-
brot í húðinni í kjúkubótinni,
milli hófs og hófskeggs. Húð-
in í kjúkubótinni er fíngerð og
verður fyrir þenslu í hvert
sinn sem hesturinn stígur í
fótinn.
Í Hestaheilsu eftir Helga
Sigurðsson dýralækni er þess
getið að áður fyrr var múkk
algengara í afturfótum en í
framfótum, en þá stóðu hest-
arnir í skít langtímum saman.
Nú er talið að það sé algeng-
ara í framfótum. Erfitt er að
segja til um hvað valdi múkki,
en stundum hefur verið talið
að of mikið prótein í fóðri geti
valdið múkki.
Edda Þórarinsdóttir dýra-
læknir rannsakaði múkk og
fjallaði um það í lokaritgerð
sinni. Hún sendi spurninga-
lista til félaga í Gusti um
hvort múkk væri í hestum í
húsum þeirra. Svör bárust um
277 hesta. 20 voru með múkk
á báðum framfótum, 6 á öllum
fótum, 1 á báðum afturfótum
og 1 á öðrum framfæti. Um
helmingur þessara hrossa var
með múkk í fyrsta skipti. Aft-
ur á móti höfðu þeir sem voru
með það á afturfótum fengið
múkk aftur og aftur.
Edda telur svita geta átt
þátt í að breyta bakteríuflór-
unni, svo og hland og annað í
umhverfinu. Hún telur jafn-
framt að þegar hross fái mik-
ið prótein svitni þau meira að
framan við notkun og þannig
hafi fóðurgjöfin áhrif á það
hvort þau fái múkk. Umhverf-
ið geti haft mikið að segja
líka. Það hefur sýnt sig að
ástandið batnar oft ef skipt er
um jarðveg í gerðum og höfð
möl í stað moldar.
Erfitt að losna
við múkkið
Í rannsókninni fundust
bakteríur í múkki, aðallega
stafílókokkar.
Þar sem svitinn er basískur
getur reynst vel að þvo sárin
upp úr mildum sápum með
rétt sýrustig. Einnig er gott
að nota zinkpasta eða önnur
græðandi smyrsl.
Helgi getur þess að oft sé
erfitt að losna við múkkið. Ef
talið er að fóðrið sé orsaka-
valdur sé rétt að breyta því,
einnig að skipta um smyrsl
náist ekki sýnilegur árangur.
Þá þurfi að hlífa hestinum við
notkun á meðan á meðferð
stendur. Nauðsynlegt sé að
kalla á dýralækni sé hest-
urinn haltur eða mikið bólg-
inn.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Múkk getur sett strik í reikn-
inginn ef uppáhaldshesturinn
verður ónothæfur um lengri
eða skemmri tíma.
Múkk er
þrálátur
og hvim-
leiður kvilli
TALAÐ var um að öll umgjörð dags
íslenska hestsins, sem haldinn var í
Kaupmannahöfn, hafi verið íslensk.
Meira að segja veðrið. En þrátt fyrir
að það setti strik í reikninginn tókst
kynningin vel og talið er að tæplega
3000 manns hafi komið í húsið á
Norðurbryggju þar sem fyrirlestrar
og kynning fór fram.
Allir helstu fjölmiðlar í Danmörku
höfðu fjallað um dag íslenska hests-
ins fyrir fram og sagði Már Másson,
viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í
Kaupmannahöfn, að það hefði
greinilega haft áhrif. Þótt ekki hafi
getað orðið jafnmikið úr þeim atrið-
um þar sem íslenski hesturinn var
sýndur úti við væri óhætt að segja að
dagurinn hefði heppnast vel. Á með-
an á hópreiðinni frá Christiansborg
að Norðurbryggju stóð var snjó-
koma. Veðurútlit var slæmt fyrir
kvöldið og þeir sem voru með sýn-
ingarhesta þorðu ekki annað en
drífa sig heim með hestana á kerr-
um. Ekki voru því jafnmargir hestar
á sýningunni á Norðurbryggju og til
stóð. Samt sem áður þusti fólk, sem
verið hafði á fyrirlestrunum, út um
leið og hún hófst að sögn Más.
Eftir sýninguna var TV2 í Dan-
mörku með stutt innslag auk þess
sem mynd af íslenskum hesti birtist
á forsíðu Politiken.
Jónas R. Jónsson, umboðsmaður
íslenska hestsins, var á kynningunni
og sagðist hann hafa verið mjög
ánægður með hvernig til tókst.
„Ég held að þessi kynning hafi
haft mikið að segja fyrir þá sem
þangað komu. Haldnir voru fyr-
irlestrar af fólki sem er fært á sínu
sviði svo að fólkið fékk ákaflega
góðar upplýsingar um íslenska hest-
inn. Ég er hræddur um að ef veðrið
hefði verið betra hefði getað skapast
öngþveiti því biðraðir mynduðust
inn í fyrirlestrasalina. Eins gæti ver-
ið að við hefðum ekki fengið þessa
fínu mynd á forsíðu Politiken ef ekki
hefði snjóað.“
Eigendur góðir sendiherrar
Jónas sagði að Toni Kolnes, for-
maður FEIF, alþjóðasamtaka eig-
enda íslenskra hesta, hefði tekið það
upp í lokaræðunni að oft væri talað
um íslenska hestinn sem einn besta
sendiherra Íslands. Hún sagði að
réttara væri að tala um eigendur ís-
lenskra hesta sem góða sendiherra.
Þeir eru um 70.000 talsins innan
FEIF og hafa flestir mikinn áhuga á
landi og þjóð og vita meira um Ís-
land en flestir landafræðikennarar
sem kenna börnum.
Sandra Bragadóttir, sem býr á bú-
garði skammt frá Slagelse þar sem
hún þjálfar og selur íslenska hesta,
var ein þeirra sem tóku þátt í hóp-
reiðinni á hryssunni Drottningu frá
Miðhúsum. Hún sagði veðrið hafa
verið brjálað og stanslaus snjókoma
var á meðan á hópreiðinni stóð. „En
þetta var mjög gaman. Ég var renn-
andi blaut og mér var kalt, en mér
fannst það þess virði. Um leið og ég
kom úr hópreiðinni skellti ég mér í
66°Norður kuldagallann og setti
hrossið á kerruna og keyrði heim.
Ég var þrjá tíma að komast heim
sem venjulega tekur klukkutíma,
enda keyrðum við á 30 km hraða
alla leið.
Veðrið setti svip á
dag íslenska hestsins
í Kaupmannahöfn
Biðraðir mynduðust á fyrirlestra sem haldnir voru um íslenska hestinn.
Skyggni var ekki mikið þegar íslensku hestarnir töltu um götur Kaupmannahafnar á laugardaginn.
asdish@mbl.is
ERFITT hefur reynst fyrir ís-
lenska tamningamenn og reiðkenn-
ara að fá atvinnuleyfi í Bandaríkj-
unum. Er talið að það standi
markaðssetningu íslenska hestsins
þar fyrir þrifum. Eitt af verkefnum
umboðsmanns íslenska hestsins er
að vinna að því að finna lausn á
þessu máli.
Jónas R. Jónsson, umboðsmaður
íslenska hestsins, segir að verið sé
að vinna að málinu af fullum krafti.
Nýlega hófst samstarf við lögfræð-
ing sem hefur reynslu af því að
flytja inn knapa og tamningamenn
frá Suður-Ameríku og þá sem sér-
hæfða tamningamenn á sérstökum
hestakynjum þaðan, t.d. Paso Fino.
„Við höfðum áður átt samstarf
við tvo lögfræðinga en komist að því
að þeir höfðu ekki nægilega þekk-
ingu á málinu. Vinna þessa manns
lítur vel út, en staðreyndin er sú að
þetta tekur ótrúlega langan tíma,“
segir Jónas.
Prófmál er í gangi
„Í gangi er ferli á prófmáli sem
felst í því að tamningamaður héðan
fær meðmæli bæði frá Íslandi og
Bandaríkjunum, vottorð frá FT og
Hólaskóla um prófgráður og
reynslu. Síðan verður auglýst eftir
tamningamanni á afmörkuðu svæði
í Bandaríkjunum. Ef svör berast
þarf viðkomandi að sýna fram á
hæfni sína, en ef engin svör berast,
sem er líklegra, verður vonandi
hægt að ráða tamningamann frá Ís-
landi. Þar með er jafnframt búið að
sýna fram á að ekki eru tekin störf
frá Bandaríkjamönnum. Einnig
þarf að sýna fram á sérstöðu ís-
lenska hestsins og að vöntun sé á
íslenskum tamningamönnum. Þar af
leiðandi verður litið á störf þeirra
sem þjónustu við Bandaríkjamenn.“
Jónas segir ástandið mjög slæmt.
Sárlega vanti íslenska tamninga-
menn og reiðkennara í Bandaríkj-
unum, en eins og ástandið sé núna
megi reiðkennarar til dæmis ekki
þiggja laun ef þeir halda námskeið
þar.
Erfitt að fá atvinnuleyfi fyrir íslenska
tamningamenn í Bandaríkjunum
Unnið að lausn málsins
FRÉTTIR
SAMTÖK um betri byggð mótmæla
byggingu nýrrar flugstöðvar sem
þau segja að kölluð hafi verið sam-
göngumiðstöð í Vatnsmýrinni.
Samtökin mótmæla þeirri „stór-
kostlegu sóun á almannafé og
skerðingu á framtíðarmöguleikum
svæðisins sem felst í ákvörðuninni,“
eins og segir í yfirlýsingu þeirra.
„Samtökin telja staðsetninguna
óheppilega eigi rútur að fara þar
um. Engin byggð er í nágrenninu,
engar tengingar við almennings-
samgöngur eða ákvörðunarstaði
ferðamanna. Benda mætti á
Hlemm, Mjóddina og athafnasvæði
Strætó við Borgartún sem mun
fýsilegri kosti svo dæmi séu nefnd.
Uppbyggingu samgöngumann-
virkja á að miða við þarfir almenn-
ings en ekki þess fámenna hóps
ríkisstarfsmanna sem notar flug-
völlinn mest að jafnaði.“
Mótmæla bygg-
ingu samgöngu-
miðstöðvar
UNGVERSKA menningarfélagið á
Íslandi, Félagið Ísland-Ungverja-
land, býður þrjá styrki fyrir Íslend-
inga til náms í ungversku í Ung-
verjalandi frá ungverska
menntamálaráðuneytisins.
Í boði eru námskeið sem öll eru
haldin við virta háskóla í Ungverja-
landi. Fólk getur valið eftirfarandi
háskóla: Háskólinn í Debrecen
(www.nyariegyetem.hu), Balassi
Bálint Intézet í Budapest
(www.bbi.hu), Háskólinn í Pécs
(elsti háskóli Ungverjalands, stofn-
aður árið 1367; www.isc.pte.hu),
Háskólinn í Szeged (www.art.u-
szeged.hu/hungarianstudies), Há-
skólinn „Eötvös Loránd“ í Buda-
pest (stærsti ungverski háskólinn
sem tengdur er Háskóla Íslands
með Erasmus skiptiáætlun;
www.elte.hu). Styrkirnir fela í sér:
skólagjöld, húsnæði, fullt fæði,
kvölddagskrá, ferðir og annað á
vegum skólans, samgöngukort og
u.þ.b. 500 HUF á dag í vasapening.
Þeir sem áhuga hafa á að sækja
um styrkinn sendi ferilskrá sína
ásamt 1 bls. ritgerð um ástæður
áhuga á Ungverjalandi og ung-
versku. Umsóknarfrestur er til 15.
mars og umsóknum skal koma til
Félagsins Ísland-Ungverjaland,
Hagamel 45, 107 Reykjavík.
Nánari upplýsingar er að fá á
heimasíðu félagsins (http://
ungverjaland.supereva.it/) og með
því að senda tölvupóst á netfangið
mauriziotani@yahoo.it eða í síma
551 2061 – 696 7027
Þrír styrkir
til náms
í ungversku
Móðir með barn í flæðarmáli
Rangur myndatexti var við mynd
af verki eftir Kristínar Gunnlaugs-
dóttur sem fylgdi umsögn um sýn-
ingu hennar í Listasafni Reykjanes-
bæjar í blaðinu í gær. Myndin heitir
Móðir með barn í flæðarmáli og er
eggtempera á tré frá árinu 2004.
Bæklingi seinkaði
Blaðinu í dag fylgir bæklingur um
dagskrá Vetrarhátíðar í Reykjavík.
Bæklingurinn átti að fylgja blaðinu í
gær eins og fram kom í tilkynningu í
blaðinu en vegna tæknilegra örðug-
leika gat ekki orðið af því. Beðist er
velvirðingar á því.
LEIÐRÉTT
Leiðrétt
KRISTINN H. Gunnarsson alþing-
ismaður hefur opnað vefsíðu, krist-
inn.is. Kristinn mun einkum nota
síðuna til að setja fram skoðun sína
á þjóðfélagsmálunum og blanda
saman við frásögn af atburðum og
öðru sem hann telur eiga erindi til
almennings.
Kristinn H.
Gunnarsson
opnar vefsíðu