Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 41

Morgunblaðið - 16.02.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 41 DAGBÓK Eftir hverju erum við að bíða?“ er yf-irskrift fyrirlestrar sem ÞorvaldurÞorsteinsson, rithöfundur og mynd-listarmaður, flytur í versluninni Mað- ur lifandi í dag kl. 18.30. Í fyrirlestrinum skoðar Þorvaldur tilhneigingu manna til að fresta sjálfum sér með öllum til- tækum ráðum. „Ég velti því fyrir mér hvernig við forðumst raunverulega sjálfsþekkingu og fyll- um lífið af sérhæfðri þekkingu í staðinn,“ segir Þorvaldur. „Ég leita í framhaldi af því svara við hver sé hugsanleg ástæða eða ástæður og hvern- ig við getum snúið af þessari flóttaleið.“ Þorvaldur segir frestunaráráttu mannanna í raun vera afleiðingu samfélagsuppbyggingar sem gengur út á að ala fólk upp samtímis í skorti og allsnægtum. „Skorturinn birtist m.a. í þeirri grunnhugsun skólakerfisins og hins svokallaða upplýsingasamfélags, að einstaklingurinn sé háð- ur utanaðkomandi dóti sem muni gera hann að manni. Að hvert og eitt okkar sé hingað komið til að innbyrða upplýsingar af ótta við að verða út- undan í leiknum, fremur en miðla af því ríkidæmi sem býr innra með okkur. Við lærum að fresta sjálfum okkur þangað til við teljumst tilbúin. Þess virði að mæta á svæðið. Sem séð er um að verði aldrei. Tómarúmið sem skapast við þetta fyllum við hins vegar með fylgihlutum, forritum og upplýsingum um allt milli himins og jarðar, nema okkur sjálf. Margt af því sem ég tala um á fyrirlestrinum tengist þeim námskeiðum sem við bjóðum upp á hjá kennsla.is og miðað við þau rífandi viðbrögð sem þau hafa fengið er ég ekki í vafa um að það er afgerandi hugarfarsbreyting í gangi í sam- félaginu. Við erum búin að fá nóg af því að láta skilgreina okkur út frá því sem við erum ekki og eigum ekki. Við viljum læra að njóta okkar hér og nú fyrir það sem við erum og það sem við eig- um innra með okkur. Það er ekki eftir neinu að bíða.“ Eftir hverju erum við að bíða? „Það ætla ég mér að segja því ágæta fólki sem hefur ákveðið að hætta að bíða og mæta á þenn- an fyrirlestur í staðinn. Ef ég upplýsi það hér, er allt eins víst að það ákveði að bíða aðeins lengur.“ Hver eru fyrstu skrefin í átt að nýju lífi? „Því er best að svara með nokkrum lykilorðum sem munu koma fyrir í fyrirlestrinum: Meðvit- und, ábyrgð, ákvörðun. Og svo auðvitað með því að hvetja fólk til að skella sér inn á kennsla.is og skrá sig á eitthvað af þeim námskeiðum sem þar eru í boði. Þau virka.“ Sjálfsrækt | Fyrirlestur Þorvaldar Þorsteinssonar um frestunaráráttu í Maður lifandi Ekki eftir neinu að bíða  Þorvaldur Þor- steinsson er fæddur á Akureyri 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1980 og útskrif- aðist úr nýlistadeild MHÍ 1987 og Jan van Eyck Akademie í Hol- landi 1989. Þorvaldur hefur starfað jöfnum höndum sem myndlistarmaður og rithöfundur síðan 1990, auk þess að sinna kennslu, fyrirlestra- og námskeiðshaldi. Hann stofnaði MyPocket Productions ásamt Helenu Jónsdóttur og sinnir þar framleiðslu kvik- mynda- og leikhúsefnis, auk þess að veita for- stöðu fræðslumiðstöðinni kennsla.is. Þorvaldur er kvæntur Helenu Jónsdóttur og á tvö fósturbörn. Ættingja leitað ÉG er að leita að ættingjum mínum á Íslandi. Afi minn var Sigurður Hans- son, fæddur 8. september 1860, skráður í Arnarbælissókn? og amma mín var Þórunn Magnúsdóttir, fædd á Akranesi 7. apríl 1871. Þau áttu bæði börn á Íslandi þegar þau fluttu til Hull í Englandi. Þau eignuðust þar þrjá syni, Paul, Hilmar og Thor. Hilmar Hans Anderson var faðir minn, fæddur 1909, látinn 1989. Hann var sjómaður og heimsótti ætt- ingja sína á Íslandi þegar skipið hans kom til landsins. Þeir sem gætu liðsinnt mér eru vinsamlega beðnir að hafa samband við: Jenny Cumins, 12/12 Forrest Street, South Perth 6151, Western Australia. netfang: thorun@bigpond.com Allir tala í einu ÉG hef gaman af að horfa á Kastljós og Ísland í dag. En stundum finnst mér erfitt að hlusta á fólk í þessum þáttum þegar allir tala og hlæja í einu. Sérstaklega er þetta áberandi í þættinum Íslandi í dag. Kona á Seltjarnarnesi. Sóðaskapur íKeflavík ÉG vil koma á framfæri kvörtun vegna sóðaskapar í Keflavík. Þar er hundaskítur á lóðum, því hundum er sleppt lausum og þeir gera þarfir sín- ar í görðum, og svo eru blaðabunkar út um allt sem eru að rigna niður, bæði Fréttablaðið og önnur blöð. Vil beina því til hundaeigenda að þrífa eftir hundana og hafa þá í bandi. B.B. Pels tekinn í misgripum SVARTUR minkapels var tekinn í misgripum í erfidrykkju á Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 8. febrúar. Sá sem tók pelsinn er beðinn að hafa samband í síma 561 6156. Kettlingar fást gefins TVEIR 10 vikna fressar fást gefins, kassavanir, svartir og hvítir. Upplýs- ingar í síma 557 8011. Kettlingar fást gefins ÞRÍR yndislegir 9 vikna kettlingar fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 567 0410. Köttur í óskilum ÞESSI köttur fannst á Írabakka. Eigandi getur haft samband við El- ísabetu í síma 849 1810. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 Be7 5. 0-0 0-0 6. b3 c5 7. Bb2 Rc6 8. e3 d4 9. exd4 cxd4 10. He1 Re8 11. d3 Rc7 12. Ra3 f6 13. Rc2 e5 14. Rh4 g5 15. Rf3 Be6 16. Rfxd4 exd4 17. Hxe6 Rxe6 18. Bd5 Kh8 19. Bxe6 Bc5 20. Bf5 Dc7 21. a3 a5 22. Hb1 Had8 23. Ba1 Bd6 24. b4 axb4 25. axb4 Be5 26. b5 Re7 27. b6 Dd6 28. Be4 Hd7 29. Hb5 f5 30. Bxb7 f4 31. Bg2 fxg3 32. fxg3 Rf5 33. b7 He7 34. Df3 Dh6 Staðan kom upp í öflugu 6 manna móti sem lauk fyrir skömmu á Berm- údaeyjum. Bartlomiej Macieja (2.618) hafði hvítt gegn Giovanni Vescovi (2.645). 35. Dxf5! Óvenjuleg drottning- arfórn sem leiðir til þess að hvítur á létt- unnið tafl þar eð hann fær þrjá létta menn fyrir drottningu. 35. – Hxf5 36. Hxe5! Hxb7 36. – Hexe5 hefði að sjálf- sögðu verið svarað með 37. b8=D+ og hvítur vinnur. 37. Hxf5 Hb1+ 38. Hf1 Hxf1+ 39. Bxf1 Kg8 40. Bxd4 Dh5 nú þegar tímamörkunum er náð hefði svartur getað gefist upp með góðri sam- visku. 41. Re3 Dg6 42. Rd5 Kf7 43. Rf6 Df5 44. Re4 Kg6 45. Be3 h6 46. c5 Df7 47. Bf2 Db7 48. Rd6 Df3 49. Rc4 Kf6 50. d4 Ke7 51. Re3 og svartur gafst upp saddur lífdaga. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. NEC-bikarinn. Norður ♠ÁG1084 ♥G V/Enginn ♦86 ♣K9872 Vestur Austur ♠K ♠D976532 ♥D65 ♥108 ♦ÁKDG9 ♦104 ♣10543 ♣DG Suður ♠– ♥ÁK97432 ♦7532 ♣Á6 Eins og fram kom í þætti gærdagsins vann lið frá Ísrael NEC-sveitakeppnina með því að leggja pólsk/rússneska sveit í hörkuspennandi úrslitaleik. Spilið að ofan er frá þeirri viðureign: Vestur Norður Austur Suður Dubinin Doran Gromov Israel 1 tígull 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu Pass Pass Pass Þrjú hjörtu er hófsamur samningur, sem virðist hjóta að vinnast, en Israel Yadlin var lokaður fyrir hinni slæmu spaðalegu og slysaðist einn niður. Það gerðist þannig: Rússinn Dubinin tók tvo fyrstu slagina á ÁK í tígli og skipti svo yfir í spaðakóng. Israel drap með ás og henti tígli heima. Hann fór svo heim á laufás og trompaði tígul í borði með gosa og austur henti laufi í slaginn. Isra- el spilaði þá spaða og stakk smátt (!) og vestur yfirtrompaði með fimmu. Dub- inin spilaði svo laufi og Gromov tromp- aði kóng blinds, spilaði spaða og upp- færði trompdrottningu vesturs. Heldur neyðarlegt. Á hinu borðinu stökk Pólverjinn Bal- icki strax í fjögur hjörtu, enda spilar hann ekki bút þegar geim kemur til greina: Vestur Norður Austur Suður Campanile Zmudzinski Barel Balicki 1 tígull 1 spaði Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vörnin fór eins af stað – ÁK í tígli og spaðakóngur í þriðja slag. Balicki drap og trompaði strax spaða smátt, sem vestur yfirtrompaði og spilaði hjarta- drottningu. Nú var ekki hægt að stinga tígul í borði, en það kom ekki að sök því vestur lenti í kastþröng í láglitunum þegar sagnhafi tók öll hjörtun. Balicki fékk þannig tíu slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is ÓLÖF Björnsdóttir myndlist- armaður hlaut Ullarvettlinga Myndlistarakademíu Íslands við há- tíðlega og fjölmenna athöfn á Næsta bar á föstudagskvöld, en Ullarvettlingunum er ætlað að beina augum þjóðarinnar að því nauðsynlega afli sem myndlistin er á þroskabraut hverrar þjóðar, auk þess að vekja athygli á „myndlistar- manni sem hefur dug, þor og frum- leika til þess að ausa af þeim gnægtarbrunni sem geymir forn og ný sannindi um eðli þeirrar þjóðar sem kallar sig Íslendinga.“ Í ávarpi sínu sagði stjórn- arformaður akademíunnar, Bene- dikt Gestsson, m.a.: „Því verður ekki neitað að íslenskir myndlistar- menn hafa verið útilegumenn í list- rænni viðleitni sinni og sjást oft ekki fyrir glýju þess markmiðs að verða ljósið sem tíðarandaleik- stjórar tendrar á hátimbruðum há- tíðum póstmódernískrar rétthugs- unar. Þess vegna skilur þjóðin tíðarandann en ekki listina og þar af leiðandi skapast ákveðið ginn- ungagap milli þjóðar og listamanns. Í þessu ginnungagapi er sjálfs- myndin, en Ólöf að spinna örlög þjóðar af reifi rollunnar, sallaró- leg.“ Sérstakur styrktaraðili Ullar- vettlinganna 2005 var Iceland Ex- press, sem flutti Ólöfu til landsins frá London þar sem hún hefur verið búsett undanfarin átta ár. Ólöf Björnsdóttir fær Ullarvettlingana Morgunblaðið/Eggert Benedikt Gestsson afhendir Ólöfu Björnsdóttir ullarvettlingana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.