Morgunblaðið - 16.02.2005, Síða 43

Morgunblaðið - 16.02.2005, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 43 MENNINGDAGBÓK G iovanna Canetti heitir hún – la maestra er hún kölluð í heima- landi sínu, Ítalíu, og hún á sér sérstæðan og forvitnilegan feril í heimi óp- erusöngsins. Aldrei ætlaði hún sér þó að syngja – hún lærði á píanó og lauk prófi sem einleikari. „Það var mikil músík á æsku- heimili mínu. Mamma var austur- rísk söngkona og pabbi var ítalsk- ur píanóleikari. Ég byrjaði snemma að læra á píanó. Á ung- lingsaldri varð ég æ heillaðri af söngnum og söngröddinni og fór að taka söngtíma með píanónáminu sem þó átti hug minn allan. Ég lauk einleikaraprófi í píanóleik í Flórens, en langaði líka til að láta reyna á röddina, og gerði það og lauk söngprófi frá Verdi kons- ervatoríinu í Mílanó. Þá var ég mikið að spila með söngvurum. Ég lauk söngnáminu og fyrr en varði var ég farin að syngja í óperu- húsum um alla Evrópu; Þýska- landi, Austurríki, Englandi og víð- ar. En svo kom að því að ég gifti mig og eignaðist börn og ákvað að leggja ferilinn á hilluna og sinna heimilinu. Ég byrjaði hins vegar fljótt á því að taka að mér söng- nemendur, og fann að það átti afar vel við mig að kenna. Það má segja að þá hafi hafist þriðji starfsferill minn, og honum sinni ég enn. Í dag kenni ég í Mílanó, við Verdi konservatoríið og við óperuskóla Scala-óperunnar, og er með söng- nema hvaðanæva úr heiminum og margir þeirra hafa náð langt. Sá nemandi minn sem hefur náð lengst er Barbara Frittoli sem syngur í öllum bestu óperuhúsum heims og er mjög eftirsótt. Annar nemandi minn er að komast á toppinn um þessar mundir, Sonia Prina, ungur messósópran, en hún á að syngja hlutverk Rinaldos í samnefndri óperu Händels á Scala nú í vor. Barbara Frittoli var bara sautján ára þegar hún byrjaði hjá mér og óneitanlega finnst mér gaman hvað henni hefur vegnað vel. Við hittumst enn og hún kem- ur af og til í tíma. Hún hefur yndislega rödd.“ Giovanna Canetti segir það enga eftirsjá að hafa þurft að gefa pí- anóið og söngferilinn upp á bátinn – þriðja starfið hafi reynst það happadrýgsta og að hún uni sér vel – hafi bara því miður allt of mikið að gera. Söngkennari eins og hún mætir ekki bara í kennslustundir og elur upp óperusöngvara fram- tíðarinnar, hún hefur ærinn starfa af því að sitja í ýmiss konar dóm- nefndum og hlusta á söngvara sem koma í prufusöng fyrir hitt og þetta. Þá er hún líka á ferð og flugi um allan heim til að halda námskeið fyrir langt komna söng- nemendur, og er mjög eftirsótt á því sviði líka. Kórea, Japan og Bandaríkin eru þar ofarlega á blaði auk Evrópulandanna. „Ég er hingað komin til að halda námskeið í Listaháskólanum – og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað til þessa fallega lands. Hér á ég vini; Elísabetu Erlingsdóttur söngkennara við skólann, og það er fyrir okkar vinskap að ég kem hingað.“ Elísabet kynntist Giovönnu Can- etti þegar hún tók sér námsleyfi frá störfum fyrir nokkrum árum. Koma Canetti hingað verður endurgoldin síðar meir þegar El- ísabet heimsækir hana til Ítalíu og heldur námskeið þar fyrir hennar nemendur. Fyrir tilstilli þeirra hef- ur komist á samstarf milli skólanna sem þær kenna við, og báðar eru að vonum ánægðar með það. Góðir tenórar í Kóreu Giovanna Canetti segir að mikið sé til af fallegum söngröddum í heiminum, en vandinn sé oft sá að nemendur fái ekki nógu góða eða rétta tilsögn. Og raddirnar geta verið ólíkar eftir því hvar í heim- inum þær fæðast og alast upp. „Í Rússlandi, Búlgaríu og Rúmeníu eru söngraddirnar gjarnan stórar og miklar frá náttúrunnar hendi og frekar dökkar. Í Kóreu, til dæmis, eru til býsnin öll af góðum ten- órum. Japanar hafa enn ekki eign- ast jafn góða tenóra, en Japanarnir vinna vel og ætla sér langt. Kór- esku raddirnar eru einhverra hluta vegna oft mjög góðar.“ Giovanna Canetti hlær þegar hún er spurð þeirrar kjánalegu spurningar hvort Ítalirnir hafi ekki allt sem til þarf – góðar raddir, langa hefð og óp- erumúsík í blóðinu. „Ónei, það er nú ekki alltaf þannig. Það vill nú þannig til – og er ekkert öðruvísi með Ítali en aðra, að það er mikil- vægt að mennta sig og stunda söngnámið af þolinmæði og natni. Það sem mér finnst mikilvægast er að góðir söngvarar, sem ætla sér eitthvað í óperunni, leggi stund á leiklist; það er grundvöllur þess að söngvarar geti skapað persónur á sviði og miðlað tjáningu þeirrar persónu, eins og hún birtist í verk- inu. Ítalskan er auðvelt mál að syngja – og spænskan er það einn- ig, vegna þess hve sérhljóðar eru tærir og hreinir. Íslenskan hefur aftur á móti marga og þykka sam- hljóða sem geta reynst erfiðari í söng. Það voru um fimmtán söng- nemar á námskeiðinu hjá mér í Listaháskólanum – allt mjög snjall- ir nemendur, þótt fjórir til fimm þeirra hafi borið af. Þegar ég heyri í söngnemum sem mér finnst fram- úrskarandi er ekki um annað að ræða en að hvetja þá til dáða. En það kemur líka fyrir að ég þarf að segja nemum hreint út, að þeir muni aldrei ná langt í söngnum. Þetta þarf maður að gera af alúð og nærgætni og útskýra vel hvers vegna. Þetta kalla ég heiðarleika, og þótt þetta geti verið erfitt, sér- staklega þegar söngvarar eiga í hlut, þá er það betra að einhver segi sannleikann, heldur en að unga fólkið sé að burðast með von- ir í gegnum lífið sem aldrei eiga eftir að rætast. Það er svo ótal- margt sem þarf til; góða rödd, músíkgáfu, leikhæfileika, persónu- leika, úthald, dugnað og einbeittan vilja og margt, margt fleira. Öll störf eru kröfuhörð á sinn hátt, en í tónlistinni er söngurinn erfið- astur. Söngvarar þurfa líka enda- laust að hugsa um að heilsan sé í lagi. Þú gengur með hljóðfærið þitt á þér hvert sem þú ferð, og það er viðkvæmt fyrir veðrum, pestum, andrúmsloftinu og svo ótalmörgu. Þetta er hljóðfæri sem er ekki auð- velt að gera við ef eitthvað kemur upp á. Þess vegna finnst mér rétt að vera hreinskilin og heiðarleg við fólk sem ég sé strax að á ekki er- indi í þetta.“ Tónlist | Giovanna Canetti kennir Listaháskólanemum Verð að vera hrein- skilin við þá sem ekki eiga erindi í sönginn Morgunblaðið/Árni Sæberg Giovanna Canetti: „Það sem mér finnst mikilvægast er að góðir söngvarar, sem ætla sér eitthvað í óperunni, leggi stund á leiklist.“ Giovanna Canetti út- skrifaðist með láði sem einleikari á píanó. Hún átti farsælan feril sem óperusönkona. Bergþóra Jónsdóttir komst að því að þessi fjölhæfa kona er hvorki við eina, né tvær fjalir felld, held- ur þrjár, því stærsta ævistarfið, söng- kennslu tók hún upp síðarmeir, og ber ábyrgð á því að hafa kennt heimsfrægum stjörnum. begga@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 9, postu- línsmálning kl. 9 og kl. 13 bókaormar leshringur kl. 13.30, vinnustofan opin alla daga. Allir velkomnir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, heilsugæsla kl. 9.30–11.30, smíði/útskurður kl. 13–16.30, spil, keila og bridskennsla kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist, spilað bridge/vist, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10. 10.45 leikfimi, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 14.30–15.30 kaffi. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús kl. 13–16. Vilborg Gunnarsdóttir leiðbeinir við málun á gler. Spilað, teflt. Kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofa félagsins opin kl 10 til 11.30, fé- lagsvist kl 13 í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Söngvaka kl. 14 umsjón Helgi Seljan og Sigurður Jónsson, Gunnar Þor- láksson og Kolbrún Hauksdóttir kynna auðveldar dansaðferðir í kaffihléi. Leikfélagið Snúður og Snælda sýna „Ástandið“ kl. 14 í Iðnó. Miðapantanir í s. 563 9700 og 588 2111. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starfið í Ármúlaskóla kl. 16.20 í stofu V24. Skákklúbbur í KÍ-húsi kl. 14. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Lax- dæla í umsjá Arngríms Ísbergs heldur áfram á miðvikudögum kl. 16. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, kl. 10 og kl. 11 glerskurður kl. 13. Í Garðabergi er Handavinnuhorn og spilað brids kl. 13, vöfflukaffi kl. 14. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14.30 kóræfing. Á morgun kl. 13.15 félagsvist. Furugerði 1 | Kl. 9, aðstoð við böðun, bókband, kl. 11, fyrirbænafundur, kl. 14, leikfimi. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur, útskurður og hár- greiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 11 banki, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bridge, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb, kaffi og sam- vera frá kl. 9, myndmennt kl. 10, línu- dans kl. 11, myndmennt og glerskurður kl. 13, pílukast kl. 13.30, kóræfing kl. 17. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–15 klippimyndir o.fl. umsjón Sig- rún, jóga kl. 9–12, námskeið í myndlist kl. 15–18, böðun virka daga fyrir há- degi. Fótaaðgerðir–hársnyrting. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Listasmiðja og Betri stofa, postulínsmálun og frjálst handverk. Sjónvarp, útvarp og dagblöðin liggja frammi í setustofunni. Morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi alla virka daga. Fótaaðgerðarstofa s. 897– 9801. Korpúlfar Grafarvogi | Pútt á Korp- úlfsstöðum á morgun, fimmtudag, kl. 10. Langahlíð 3 | Harmoniku- og söng- stund með Þorvaldi Björnssyni kl. 15. Laugardalshópurinn í Þróttarheim- ilinu | Jóga, teygjur slökun fyrir eldri borgara í dag kl. 12.10. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smiði, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 14 félagsvist, kaffi – verðlaun, kl. 9 fótaaðgerð. Sjálfsbjörg | Félagsvist í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug), kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl 12.15–14 versl- unarferð í Bónus, Holtagörðum, kl 13– 14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurð- ur, kl 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, handmennt og hár- greiðsla kl. 9, morgunstund kl. 10, kór- æfing kl. 13. Fleiri félaga vantar í kór. Þórðarsveigur 3 | Opið hús, handverk kl. 13.30–16. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 10–12. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekk- ur) kl. 15.30–16.30. Árbæjarkirkja | Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12. Fyrirbænir, hugleiðing og tónlist. Hádegishressing á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.–16. Spil, föndur, ferðalög, spjall og fræðsla. Starf með 7–9 ára börnum í Sel- ásskóla kl. 15–16. Starf með 10–12 ára börnum í Selásskóla kl. 16–17. Áskirkja | Hreyfing og bæn kl. 11–12. Aðalfundur safnaðarfélagsins og þorramatur kl. 19. Allir velkomnir. Bessastaðasókn | Haukshús: For- eldramorgunn kl. 10–12. Opið hús eldri borgara kl. 13–16. KFUM&K starf fyrir 9–12 ára börn frá kl. 17.30–18.30. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Létt- ur málsverður eftir stundina. Kirkju- prakkarar, 7–9 ára kl. 16.30. TTT, 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf aldraðra. Sam- vera frá kl. 13. Spil, föndur og handa- vinna. Gestur dagsins er Stefán Einar Matthíasson æðaskurðlæknir. Digraneskirkja | Barnastarf 6–9 ára kl. 17.15–18 á neðri hæð. Garðasókn | Foreldramorgunn kl. 10 til 12. Heitt á könnunni. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason Allir vel- komnir. Æskulýðsfélag í Engjaskóla kl. 20–21, fyrir 8. bekk. „Á leiðinni heim er helgistund alla virka daga föst- unnar. Lesinn er einn Passíusálmur í hvert sinn. Í dag les Halldór Blöndal. Grensáskirkja | Hvern miðvikudag er samvera eldri borgara í Grensáskirkju frá kl. 14 til 16. Boðið upp á Bibl- íulestur, gott samfélag og léttar veit- ingar. Hallgrímskirkja | Morgunmessa alla miðvikudagsmorgna kl. 8 árdegis. Hugleiðing, altarisganga. Einfaldur morgunverður í safnaðarsal á eftir. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Tíu til tólf ára krakkar hittast í Hjallakirkju kl. 16.30–17.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjöl- skyldusamveran hefst kl. 18 með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19 er Bibl- íulestur fyrir alla fjölskylduna. Mike Bradley frá Bandaríkjunum talar til okkar. Barna- og unglingastarfið er fyrir 1–2 ára, 3–4 ára, 5–7 ára, 8–9 ára, 10–12 ára og 13–17 ára. Kálfatjarnarkirkja | ALFA-námskeið er um grundvallaratriði kristinnar trú- ar. Þau eru haldin í þægilegu umhverfi á mannamáli. Miðvikud. kl. 19–22 frá 19. jan. til 23. mars. Kristniboðssalurinn | Samkoma í kl. 20. „Konungur yfir gjörvallri jörðinni“. Sálmur 47. Ræðumaður: Guðlaugur Gunnarsson. Kaffiveitingar. Langholtskirkja | Kl. 12.10 hádeg- isbænagjörð með orgelleik – fyr- irbænir. Kl. 12.30 súpa og brauð (300 kr.). Starf eldri borgara kl. 13–16. Fjöl- breytt dagskrá. Uppl. í s. 520 1300. Markúsarguðspjall lesið og rætt frá kl. 19.30 – 20.15 í safnaðarheimili. Um- sjón: sr. Jón Helgi Þórarinsson. Laugarneskirkja | Kl. 10 mömmu- morgunn. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkju- dyrum. Kl. 14.10–15.30 Kirkjuprakk- arar. (1.–4. bekkur) Kl. 19 fermingar– Alfa. Kl. 20.30 Unglingakvöld. Neskirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Stefán I. Stefánsson kynnir Barna- hjálp SÞ – UNICEF. Opið hús kl. 13. Listareisa: Kjarvalsstaðir. Kjarval, Hörður, Helgi Hjaltalín og Pétur Örn. Ólöf K. Sigurðardóttir deildarstjóri fræðsludeildar, kynnir sýningar. Kirkjan á Stóranúpi í Eystrihrepp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.