Morgunblaðið - 16.02.2005, Page 47
Ókeypis krakkaklúbbur www.myndform.is, krakkaklubbur@myndform.is
Nýr og betri
www.regnboginn.is
kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14.
SIDEWAYS
Þ.Þ. FBl
S.V. MBL.
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna
þ.á.m. besta mynd,
leikstjóri og handrit
5
Sýnd kl. 4, 6 og 10.
LEONARDO DiCAPRIO
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna
þ.á.m. Besta mynd, leikstjóri,og aðalleikari.
11
tilnefningar til
Óskarsverðlauna
þ.á.m. besta mynd, leikari
og handrit
7
Sýnd kl. 5.40 og 10.30.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.16 ára.
Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.15.
MMJ kvikmyndir.com
Ó.H.T. Rás 2
Ó.Ö.H. DV
SV Mbl.
Sýnd kl. 5.30 og 8.
FRÁ ALEJANDRO AMENÁBAR,
LEIKSTJÓRA THE OTHERS
Stórkostleg
sannsöguleg
mynd um
baráttu upp
á líf og
dauða.
H.L. Mbl.
ÓÖH DV.
Baldur Popptíví
Ó.H.T Rás 2
Kvikmyndir.is
M.M.J. Kvikmyndir.com
Mögnuð spennumynd um baráttu upp á líf og dauða
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUN -
Annette Bening sem
besta leikkona
Frábær mynd þar sem Annette Bening, Jeremy Irons
og Michael Gambon fara á kostum.
TILNEFNING TIL ÓSKARSVERÐLAUNA,
Annette Bening sem besta leikkona
ÓTH RÁS 2
Hverfisgötu ☎ 551 9000
CLOSER
Frumsýnd
17. feb.
CLOSER
Frumsýnd
17. feb.
CLOSER
Frumsýnd
17. feb.
Sýnd kl. 4 Ísl tal
ATH! VERÐ KR. 500
Kvikmyndir.is.
Ó.S.V. Mbl.
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI1
jamie foxx
FRUMSÝND Á FÖSTUDAG
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2005 47
GENGIÐ hefur verið frá því að stór-
stjörnurnar Colin Farrell og Jamie
Foxx muni leika aðalhlutverkin í
væntanlegri kvikmyndagerð á sjón-
varpsþáttunum Miami Vice.
Lögguþættir þessir nutu mikilla
vinsælda á 9. áratug síðustu aldar og
gerðu stórstjörnu úr aðalleikaranum
Don Johnson, sem lék hina tísku-
meðvituðu rannsóknarlöggu Sonny
Crockett. Eins og gefur að skilja þá
mun Farrell klæða sig úr sokkunum
og bregða sér í hvítu mokkasíurnar
hans Johnsons á meðan Foxx mun
fara með hlutverk félaga hans, Ric-
ardo Tubbs, sem leikinn var af Philip
Michael Thomas.
Foxx er á ansi góðu róli um þessar
mundir, sópar að sér verðlaunum fyr-
ir túlkun sína á Ray Charles en marg-
ir vilja meina að Farrell þurfi nauð-
synlega á stórum smelli að halda eftir
að hafa leikið í röð mynda sem fengið
hafa heldur dræmar viðtökur.
Höfundur upprunalegu þáttanna,
sem framleiddir voru árin 1984–1989,
Michael Mann, ætlar sjálfur að skrifa
handritið og leikstýra myndinni og
Universals Studios mun framleiða
hana. Eftir að Mann sagði skilið við
þættina á sínum tíma sneri hann sér
að gerð kvikmynda og hefur átt
glæstan feril; gert myndir á borð við
The Insider, The Last of the Mohic-
ans, Heat, Ali og nú síðast Collateral.
Tökur á Miami Vice-myndinni eiga að
hefjast í vor og er gert ráð fyrir að
myndin verði tilbúin til frumsýningar
í júlí 2006.
Þættirnir nutu mikilla vinsælda á
sínum tíma og lögðu línur í suðrænni
karlatísku, sem mörgum þykir ef-
laust ansi vafasöm í dag; hvít eða
kremuð jakkaföt, hvítar mokkasíur,
vel blásið og lakkað hárið, bronsbrún
andlit og nett loðnir þriggja daga
skeggjaðir vangar. Þrátt fyrir að
hljóma hallærislega í dag þá gerðist
það nýverið að lesendur breska dag-
skrártímaritsins Radio Times völdu
Miami Vice svalasta sjónvarpsþátt
allra tíma ásamt CSI og Queer as
Folk.
Engum sögum fer af því hvort höf-
undurinn Mann ætli að tíma- og stað-
færa ævintýri Crocketts og Tubbs
eða reyna að endurskapa liðna blóma-
tíma tísku níunda áratugarins. Í það
minnsta yrði forvitnilegt að sjá Farr-
ell bregða sér í galla Johnsons.
Miami Vice er ekki eini sjónvarps-
þátturinn sem verið er að gera að
kvikmynd. Væntanleg er kvikmynda-
gerð á sjónvarpsþáttunum Bewitch-
ed, með Nicole Kidman og Will Ferr-
ell, og Dukes of Hazzard, með Seann
William Scott, Jessicu Simpson og
Burt Reynolds.
Kvikmynd | Miami Vice á hvíta tjaldið
Tískulöggur. Tubbs og Crockett þóttu fyrirmyndir annarra rannsóknar-
lögreglumanna í klæðaburði og fasi.
Farrell og Foxx verða
Crockett og Tubbs
Þeir Jamie Foxx og Colin Farrell hafa
vafalítið skoðun á því hvort eigi að klæða
þá í kremuðu jakkafötin og blása hárið - á
Farrell þ.e.a.s.
BARÐI Jóhannsson hefur samið
verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands við kvikmyndina Häxan frá
1922. Verkið verður frumflutt með
sveitinni á Vetrarhátíð í Háskólabíói
á laugardaginn, en hann hefur áður
flutt það í París í annarri útsetningu.
Myndin er eftir Benjamin Christen-
sen og fjallar um galdraofsóknir,
nornir og djöflatrú. Benedikt
Hjartarson frá Hugvísindastofnun
mun kynna myndina stuttlega í upp-
hafi. Eftir sýninguna býður stofn-
unin tónleikagestum á málþing um
galdra sem einnig verður haldið í
Háskólabíói.
„Ég var beðinn um að semja mús-
ík við þessa mynd í fyrra og þetta
tónverk var frumflutt í París, þar
sem ég spilaði það ásamt tveimur
fiðluleikurum og slagverksleikara.
Síðan var ákveðið að verkið yrði út-
sett fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands
og flutt á Vetrarhátíð, í samvinnu við
Kvikmyndamiðstöð Íslands og Há-
skóla Íslands,“ segir Barði, en Þórir
Baldursson hefur aðstoðað hann við
að útsetja það fyrir sinfóníu-
hljómsveit.
Gott samstarf
Barði segir að samstarfið við Þóri
og Sinfóníuhljómsveitina hafi verið
mjög gott. „Allt saman er þetta hið
besta mál.“
Verkið er einn klukkutími og tutt-
ugu mínútur að lengd og Barði segir
að að öllum líkindum verði það aldrei
flutt aftur. „Líklega verður þetta
eini opinberi flutningurinn á þessu
verki,“ segir hann. Barði hefur þó
heyrt það á æfingum og segir það
hljóma vel. „Það er mjög góð tilfinn-
ing að heyra sinfóníuhljómsveit
flytja verk eftir sig. Maður hugsar
reyndar allan tímann um það sem
maður hefði getað gert betur, en
þannig er það bara,“ segir hann, „ég
held að það sé mjög gott, að hugsa
þannig. Um leið og manni finnst
maður hafa gert eitthvað sem maður
þurfi ekki að bæta getur maður al-
veg eins hætt. Yfirleitt keppa menn
að því alla ævi að gera betur en síð-
ast.“
Semur verk fyrir franska hátíð
Spurður hvort hann gæti hugsað
sér að snúa sér að klassískum tón-
smíðum í framtíðinni segist Barði
eiginlega nú þegar vera farinn að
stunda þær af krafti, því nú er hann
að semja verk fyrir strengjakvartett
og sembal, sem flytja á næsta sumar
á Aix-en-Provence tónlistarhátíðinni í
Frakklandi. „Þetta er góð tilbreyting
og það er gaman að prófa sig áfram.“
Vetrarhátíð | Sinfónían flytur verk eftir Barða Jóhannsson
Galdraofsóknir og djöflatrú
Barði er jafnvígur á popp og sígilda tónlist.
Kvikmyndatónleikar Sinfóníunnar
og Barða Jóhannssonar eru í Há-
skólabíó kl. 15 á laugardag.
Fólk folk@mbl.is
Ástralski leikarinn RussellCrowe gefur lítið fyrir frammi-
stöðu Josephs Fiennes í hlutverki
Shakespeares í
kvikmyndinni
Shakespeare ást-
fanginn, þar sem
hann lék á móti
Gwyneth Palt-
row. Segir Crowe
í viðtali við tíma-
ritið GQ að Fi-
ennes hafi verið
eins og „teprulegur, sætur strákur“.
„Myndin var að öllu leyti alveg
fullkomin, nema aðalsöguhetjan,
William Shakespeare, var ekki eins
og alvöru rithöfundur – hann var
alltof hreinlegur,“ segir Crowe.
„Hann var ekki nógu órakaður, og
hann hafði greinilega ekki drukkið
nóg. Hann var teprulegur, sætur
strákur.“
Brad Pitt sló upp veglegri afmæl-isveislu fyrir Jennifer Aniston
á dögunum – sem hefur skotið enn
frekari stoðum
undir orðróminn
um að þau séu að
draga sig saman
á ný, eftir að hafa
skilið að borði og
sæng í janúar.
Pitt eyddi tveim-
ur dögum í að
undirbúa afmæl-
isveisluna sem var haldin á heimili
þeirra í Beverly Hills og vakti at-
hygli að þau tóku saman á móti
gestum, eins og ekkert hefði í skor-
ist, stórstjörnum á borð við Morgan
Freeman, Mel Gibson og Cindy
Crawford. Segja málglaðir sjón-
arvottar að Pitt hafi lagt sig sér-
staklega fram um að gera kvöldið
ánægjulegt fyrir eiginkonu sína en
fyrir skömmu bárust af því fregnir
að hann vildi endilega taka saman
við hana aftur.
„Undanfarið hefur runnið upp
fyrir honum betur en nokkru sinni
áður að Jennifer er sálufélagi hans,“
hafði breska tímaritið Reveal eftir
ónefndum heimildarmanni. Þá hefur
amma Pitt lýst yfir að hún sé sann-
færð um að þau eigi eftir að taka
saman aftur.
Bruce Willis segist eiga í góðusambandi við fyrrverandi
eiginkonu sína Demi Moore, en þau
hættu að vera
saman árið 1998
eftir 11 ára sam-
band, sem gat af
sér þrjú börn.
Þetta kom fram í
viðtali við breska
sjónvarpsmann-
inn Michael
Parkinson þar
sem hinn fimmtugi Willis lýsti einn-
ig yfir að hann og kærasti Moore,
hinn 26 ára Ashton Kutcher úr
Punk’d þáttunum, væru mestu mát-
ar og að þeim kæmi öllum mjög vel
saman.
„Við höngum stundum saman.
Hann er ansi góður gæi. Ég elska
Demi, við erum ennþá góðir vinir.
Ég óska henni alls góðs.“ Í viðtalinu
við Parkinson viðurkenndi Willis að
hann þráði heitt að giftast á ný og
eignast fleiri börn.