Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 4
SAMNINGUR var undirritaður í
gær milli Flugleiða og Boeing-
flugvélaverksmiðjanna um fram-
leiðslu á tveimur Boeing 787 Dream-
liner-breiðþotum fyrir áætlunarflug
Icelandair. Heildarverðmæti þessara
véla, sem afhenda á árið 2010, er um
15 milljarðar kóna en jafnframt var
samið um kauprétt á fimm vélum til
viðbótar. Verði sá kaupréttur nýttur
er heildarverðmæti samningsins 840
milljónir dollara eða rúmir 50 millj-
arðar króna.
Draumfarinn er hagkvæmari í
rekstri, hraðfleygari, tæknivæddari,
rýmri og langfleygari en fyrri teg-
undir frá Boeing. Verður Icelandair
mögulegt að fljúga beint áætl-
unarflug til allra áfangastaða í heim-
inum, utan Ástralíu og Nýja-
Sjálands.
Í núverandi leiðakerfi félagsins
geta vélar Icelandair flogið frá Ís-
landi til Evrópu og Bandaríkjanna á
markaðssvæði þar sem í allt búa um
700 milljónir manna. Geta þessar
nýju Boeing 787-vélar flogið beint til
Íslands frá nær allri heimsbyggðinni,
frá markaði sem telur meira en sex
milljarða manna.
Fyrst áætlunarfélaga í Evrópu
til að kaupa Draumfarann
Flugleiðir eru fyrsta áætlunarflug-
félagið í Evrópu sem gerir samning
um þessar vélar við Boeing-
verksmiðjurnar en sextánda félagið á
heimsvísu. Hafa þessi félög pantað
alls 193 Boeing 787-vélar. Fyrir að
vera í hópi fyrstu kaupenda njóta
Flugleiðir umtalsvert betri kjara.
Samkvæmt samningnum byrja Flug-
leiðir að greiða inn á hann árið 2008
og þá getur félagið ákveðið end-
anlega hvenær það vill fá vélarnar af-
hentar. Samningurinn gerir þó ráð
fyrir afhendingu í apríl og maí árið
2010.
Hannes Smárason, stjórn-
arformaður Flugleiða, segir samn-
inginn við Boeing marka tímamót í
sögu flugfélagsins og íslenskrar sam-
göngusögu. Í raun sé um byltingu að
ræða þar sem vélarnar geti flogið
beint á miklu stærri markaði en leiða-
kerfi Icelandair bjóði upp á í dag.
„Við erum að skrifa nýjan kafla í
samgöngumálum þjóðarinnar. Þessi
vél getur flogið á staði sem við höfum
aldrei getað flogið á frá Íslandi,“ seg-
ir Hannes og nefnir þar borgir eins
og Peking og Hong Kong í Kína, Rio
de Janero í Brasilíu, Jóhannesborg í
Suður-Afríku og vesturströnd
Bandaríkjanna.
Tvær Boeing 787 vélar til Icelandair og kaupréttur á fimm til viðbótar
Samningur upp á 50 milljarða
ef kaupréttur er nýttur til fulls
Morgunblaðið/Jim Smart
Halldór Vilhjálmsson, fjármálastjóri Flugleiða, Sigurður Helgason forstjóri, Hannes Smárason stjórnarformaður,
Marlin Daily, aðstoðarforstjóri hjá Boeing, og Mark Norris, sölustjóri Boeing, undirrituðu samninginn í gær.
„Við getum flutt fleira fólk og meiri
frakt með þægilegri og hagkvæmari
hætti en áður. Því má segja að þetta
sé álíka mikil bylting og þegar við
fórum úr skrúfuvélum yfir í þotur,“
segir Hannes ennfremur.
Hann segir að með þessum samn-
ingi við Boeing-verksmiðjurnar séu
Flugleiðir að koma sér upp tækja-
kosti til að geta haldið áfram að vaxa
og þróa félagið til framtíðar. Hannes
segir að það muni fara eftir því hvað
markaðurinn verði stór sem farið
verði inn á hvort kaupréttur á fimm
vélum til viðbótar verði nýttur. Vél-
arnar henti best á löngum flugleiðum
og muni félagið sækja á ný mið.
Hvort hægt verði að bjóða lág far-
gjöld á leiðum Boeing 787 segir
Hannes Flugleiðir ekki hafa reiknað
það dæmi til enda. Stofnkostnaður
vélanna sé meiri en annarra en
rekstrarkostnaður minni miðað við
hvert flugsæti. Fargjöldin muni fara
eftir því til hvaða áfangastaða verði
flogið.
„Það hefur tekið okkur nokkra
mánuði að ganga frá þessum samn-
ingi. Við lögðum enga sérstaka
áherslu á að verða fyrsta áætl-
unarfélagið í Evrópu til að ná samn-
ingi við Boeing en þetta forskot hefur
ýmsa kosti og gefur okkur betra verð
en ella. Samstarf Flugleiða við
Boeing á sér langa sögu. Við erum
góður viðskiptavinur og þeir sýna
okkur mikinn trúnað með því að fjöl-
menna hingað,“ sagði Hannes við
Morgunblaðið, skömmu eftir að
samningurinn hafði verið undirrit-
aður á Hótel Loftleiðum að við-
stöddum samgönguráðherra, flug-
málastjóra, sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi, starfs-
mönnum Flugleiða og fleiri gestum.
Farsælt samstarf við Flugleiðir
Marlin B. Daily, aðstoðarforstjóri
söludeildar Boeing í Evrópu og Mið-
Asíu, undirritaði samninginn fyrir
verksmiðjurnar ásamt Mark Norris,
sölustjóra í Evrópu. Hann sagði við
Morgunblaðið að gærdagurinn hefði
álíka mikla þýðingu fyrir Boeing og
Flugleiðir. Þessi fyrirtæki hefðu átt
áratuga langt og farsælt samstarf og
orðið að upplifa bæði meðbyr og mót-
byr í flugheiminum. Báðum hefði tek-
ist að vinna sig út úr erfiðleikum í
rekstri og horfðu nú sterkir saman til
framtíðar.
Marlin sagði það vera spennandi
að fá að vinna áfram að verkefninu
með stjórnendum Flugleiða. Frá
sinni fyrstu heimsókn til Íslands árið
1987 hefði hann átt sérlega ánægju-
legt samstarf við starfsmenn Flug-
leiða og nefndi hann sérstaklega Sig-
urð Helgason í því sambandi, en hann
lætur sem kunnugt er af störfum sem
forstjóri Flugleiða í sumar.
Að undirskrift lokinni afhentu
fulltrúar Boeing veglega styttu að
gjöf sem sýnir tignarlegan örn hefja
sig til flugs. Veittu Hannes og Sig-
urður gjöfinni viðtöku en við athöfn-
ina tók Flugfreyjukórinn einnig lagið
við góðar undirtektir viðstaddra.
Nýr kafli í
samgöngumálum
Íslendinga, segir
stjórnarformaður
Flugleiða
NÝJA breiðþota
Boeing nefnist
Dreamliner, eða
Draumfarinn, og
miðað við lýsingar
forráðamanna
Boeing, sem við-
staddir voru samn-
ingsundirskriftina á
Hótel Loftleiðum í
gær, á þægindunum á
nafngiftin ágætlega við. Allur tækni- og afþreyingarbúnaður er sagð-
ur fyrsta flokks. Meðal aukinna þæginda er þráðlaust netsamband um
borð, jafnt fyrir áhöfn sem farþega. Sæti og gangar eru breiðari en í
öðrum Boeing-vélum, hærra er til lofts, gluggar tvöfalt stærri, mun
stærri farangurshólf eru yfir sætum og rakastig um borð hærra og
líkara því sem er á jörðu niðri.
Hönnun og framleiðsla vélanna byggir á nýrri tækni. Þær munu
nota um 20% minna eldsneyti en flugvélar dagsins í dag og hafa 45%
meira fraktrými. Er heildarburðargeta þeirra um 215 tonn en til sam-
anburðar flytja Boeing 757-200 vélarnar 115 tonn og 189 farþega.
Eru 787-vélarnar hraðfleygari og hljóðlátari en aðrar vélar frá
Boeing og útblástur mengandi efna minni.
Samsetning fyrstu vélanna hefst hjá Boeing-verksmiðjunum í
Seattle í Bandaríkjunum á næsta ári, tilraunaflug hefst árið 2007 og
afhenda á fyrstu vélina ári síðar. Boeing 787 tekur 220–280 farþega í
sæti, er 60 metra löng, vænghafið 56 metrar og flugdrægni 15.700
kílómetrar.
Þráðlaust netsamband um borð
Tölvumynd af Boeing 787 breiðþotu, Draum-
faranum, sem enn er í smíðum.
4 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fullgerðar íbúðir
í Reykjavík ekki
fleiri í 18 ár
ÁÆTLAÐ er að fullgerðar íbúðir í
Reykjavík hafi verið 915 á síðasta
ári, 43 fleiri en árið 2003. Sam-
kvæmt upplýsingum frá skrifstofu
borgarstjóra hefur fjöldi fullgerðra
íbúða ekki verið meiri síðan árið
1987, eða fyrir 18 árum. Á þessu ári
er reiknað með að fullgerðar íbúðir
í Reykjavík verði 918 talsins en á
næsta ári verði nokkur fækkun.
Samkvæmt upplýsingum úr Ráð-
húsinu eru borgaryfirvöld ekki ein-
göngu með útboð við ráðstöfun
lóða. Þannig hafi frá árinu 2000
verið úthlutað 370 lóðum í Graf-
arholti undir leigu- og námsmanna-
íbúðir, nýlega hafi lóðum undir 74
félagslegar leiguíbúðir verið út-
hlutað í Norðlingaholti og lóðir
undir námsmannaíbúðir við Lind-
argötu verði alls um 90. Samanlagt
sé um 530 lóðir að ræða.
Stöðvaður tvisvar
í sömu ferðinni
LÖGREGLAN á Blönduósi er að
venju dugleg við hraðamælingar. Í
blíðunni í gær voru óvenju margir
sem gáfu vélfákunum óþarflega
mikið inn og frá 11-17, voru 16 öku-
menn stöðvaðir fyrir hraðakstur,
þar af lenti einn tvívegis í radarnum.
Að sögn lögreglu var ökumaðurinn,
karlmaður á þrítugsaldri, fyrst
stöðvaður á 131 km hraða á norð-
urleið og síðan á 111 km hraða á
suðurleið. Samtals nema sektirnar
fyrir þessa einu ferð norður í land
40.000 krónum. Gera má ráð fyrir að
gott veður og hálkulausir vegir hafi
freistað ökuþóra. Á Snæfellsnesi
voru fimm teknir fyrir hraðakstur í
gær sem er, að sögn lögreglunnar í
Stykkishólmi, óvenju mikið.
Stefnuljósin sáust
ekki fyrir skít
FÓLKSBÍL var ekið aftan á jeppa á
gatnamótum Vesturlandsvegar og
vegarins að Skorholti í Melasveit
um tvöleytið í gær.
Að sögn lögreglunnar í Borg-
arnesi ætlaði ökumaður fólksbílsins
að fara fram úr tveimur bílum á
vegamótunum en varð ekki var við
að ökumaður jeppans gæfi stefnu-
ljós en hann hugðist beygja inn að
Skorholti. Fólksbíllinn skall því aft-
an á jeppanum og skemmdist mikið.
Enginn slasaðist. Lögreglan segir
að jeppinn hafi verið svo skítugur
að ekki hafi verið hægt að sjá
stefnuljósin. Þá hafi sólin skinið aft-
an á bílinn sem hafi ekki hjálpað til.
Þetta dugar þó ökumanni fólks-
bílsins væntanlega skammt því
bannað er að aka fram úr á vega-
mótum. Óbrotin miðlína sýnir það.
ÖRN SIGURÐSSON, formaður Höf-
uðborgarsamtakanna, leggur áherslu
á nauðsyn þess að Vatnsmýrarsvæðið
í Reykjavík verði skipulagt í heild
sinni en ekki í smáum skömmtum eins
og tillögur Dags B. Eggertssonar,
formanns skipulagsráðs Reykjavíkur,
ganga út á. Hann segist sammála
Degi um að þarna sé á ferð ein verð-
mætasta lóð landsins. Fram kom í
Morgunblaðinu í gær að skipulagsráð
hefur boðið Háskólanum í Reykjavík
lóð sunnarlega í Vatnsmýrinni, suður
undir Nauthólsvík.
„Því er mikilvægt að hátt sé byggt
á þessu svæði en ekki 2-3 hæða hús
eins og Dagur leggur til. Að byggja
ekki hærra en þetta á eins stóru svæði
og hér um ræðir er ekki skynsamlegt
að mínu mati. Tillögur Dags miða
augljóslega að því að flugvöllurinn
verði áfram í Vatnsmýrinni því það er
ekki hægt að byggja hærra í nágrenni
flugvallar. Þannig er illa farið með
dýrmætt land að okkar mati, auk þess
sem framtíðarmöguleikar borgar-
samfélagsins væru skorður settar,“
segir Örn.
„Það er mikilvægt að Vatnsmýrar-
svæðið sé skipulagt sem ein heild og
það á að gera áður en Landspítali –
háskólasjúkrahús og Þekkingarþorp
Háskóla Íslands er byggt upp. Það
verður að samhæfa allt þetta skipulag
við borgarskipulagið í heild sinni ef
vel á að takast til.“
Formaður Höfuðborgarsamtakanna um Vatnsmýrina
Telur tillögur Dags Egg-
ertssonar óskynsamlegar