Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÖLTÆKNISKÓLI Íslands, sem varð til við sameiningu Stýri- mannaskólans og Vélskólans, held- ur uppi merkjum forvera sinna og efnir til árlegs kynningardags, Skrúfudags, í Sjómannaskólahús- inu við Háteigsveg í dag, laug- ardag. Verður allt kennsluhúsnæði skólans opið almenningi, sem og nýuppgerður turn hússins með ein- stöku útsýni til allra átta. Dag- skráin hefst kl. 13.00 og stendur til kl 16.30. M.a. verða kynntar tvær nýjar námsbrautir skólans, Tæknisvið og Sjávarútvegssvið, til viðbótar við Skipstjórnarsvið og Vélstjórn- arsvið. Auk þess verða sýnd ýmis tæki og vélar sem notuð eru við kennsluna en þar ber hæst nýju siglinga- og vélahermarnir en þeir gera gestum fært að fylgjast með siglingu inn í höfnina í Gautaborg í Svíþjóð. Björgunarþyrla Landhelgisgæsl- unnar flýgur yfir skólann og lendir á lóðinni og kvenfélög skipstjórn- armanna á farskipum og vélstjóra, Hrönn og Keðjan, bjóða rómaðar kaffiveitingar gegn vægu verði í mötuneyti skólans. Skrúfudagurinn í Fjöltækniskólanum Hjörleifur Guðmundsson, skipstjóri á Geisla SH frá Ólafs- vík, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Hann sagði báta frá Snæfellsnesi hafa mokfiskað að undanförnu, enda gefið vel til sjós. „Það hefur annars verið leiðindatíð í allan vetur og þess vegna kepptust menn við að róa þegar gaf á sjó. Og síðan er mokfiskirí, við erum að fá um 200 kíló á balann. En þegar ýsuverðið er komið niður fyrir 50 krónur og þorskverðið niður fyrir 100 krónur borgar sig eiginlega ekki að sækja aflann. Þetta er því leiðindaástand, annað hvort komumst við ekki á sjó vegna veðurs eða viljum ekki á sjó vegna verðs,“ sagði Hjörleifur. FISKVERÐ á fiskmörkuðum hefur hríðlækkað að und- anförnu og er nú svo komið að sjómenn sjá sér ekki hag í að róa, þrátt fyrir mokafla á miðunum að undanförnu. Mikið hefur borist af fiski á land í blíðviðriskaflanum að undanförnu en spurn eftir aflanum hefur aftur á móti verið minni en áður. Aflabrögð allt í kringum landið hafa verið með eindæm- um góð að undanförnu, enda gefið vel til sjósóknar. Fisk- verðið hefur aftur á móti skyggt á gleði sjómanna og hafa sumir ákveðið að róa ekki á meðan verðið er svo lágt. Hef- ur verð á t.d. svo gott sem hrunið, sjómenn kalla ýsuna „bræðslufisk“ sína á milli. Meðalverð á óslægðri ýsu á fisk- mörkuðum landsins er nú um 50 krónur fyrir kílóið en um 100 krónur á þorski. Til samanburðar má nefna að á sama tíma síðasta árs var verð á óslægðri ýsu um 100 krónur á fiskmörkuðunum en um 150 krónur fengust fyrir þorsk- inn. Um 200 krónur fengust fyrir þorskkílóið fyrir aðeins mánuði síðan. Í góðviðriskaflanum að undanförnu hefur framboð af fiski aukist til muna og sögðu starfsmenn fiskmarkaða sem Morgunblaðið ræddi við í gær að nánast mætti kalla að fiskur flæddi inn á fiskmarkaðina þessa dagana. Auk þess væru mörg stærri fiskvinnslufyrirtækja í loðnufryst- ingu um þessar mundir og því væri spurn eftir fiskinum ekki eins mikil og oft áður. Það leiddi síðan til verðlækk- unar. Verð eða veður hamlar sjósókn „Við erum bara í landi í dag, það borgar sig varla að fara á sjó. Það voru fáir á sjó í gær og enn færri í dag. Margir eru að veiða dýran leigukvóta og þurfa að fá gott verð fyrir aflann til að hafa fyrir leigunni. Eins er dýrt að gera út á línu. Það er því betur heima setið en af stað farið,“ sagði Róa ekki vegna lágs verðs Morgunblaðið/Alfons Á línu Þeir bræður Hjörleifur og Albert Guðmunds- synir róa saman á Geisla SH frá Ólafsvík og hafa aflað vel að undanförnu. En þeir voru ekki á sjó í gær, þó gæfi vel til sjósóknar. Fiskverðið var einfaldlega of lágt. ÚR VERINU Hljóðbóndi við huliðsheima  Óskar Páll Sveinsson upptökustjóri starfrækir lítið hljóðver þar sem þögnin ræður ríkjum. á morgun SENDIHERRA Íslands í Bretlandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, var nýlega viðstaddur afhjúpun minn- ismerkis um sjómenn frá Grimsby. Íslensk stjórnvöld og fyrirtækin Coldwater Seafood, Eimskip og Samskip, sem öll eru með umfangsmikinn rekstur í Grimsby og hafnarborginni Immingham, lögðu til táknrænt framlag vegna kostnaðar við gerð minnismerkisins en söfnun meðal almennings í Grimsby hófst fyrir 6 árum. Höfundur verksins er listamaðurinn Trevor Harris. Styttan sýnir sjómann draga inn net. Tengsl Íslands og Grimsby ná meira en 100 ár aftur í tímann, þegar Grimsby óx úr því að vera lítið fiskimannaþorp í stærstu sjávarútvegsborg Bretlands um og eftir seinni heimsstyrjöldina. Við lok fiskveiðideilu Íslands og Bretlands árið 1976 dró verulega úr sjávarafla togara frá Grimsby og Hull og togurum var lagt. Smátt og smátt fóru íslensk fyr- irtæki á sviði sjávarútvegs að festa rætur á þessu svæði með framleiðslu og innflutning og nú er svo komið að á annan tug íslenskra fyrirtækja starfar á þessum slóð- um. Lætur nærri að þessi fyrirtæki hafi í dag allt að 2000 manns í vinnu í Bretlandi, en Ísland er stærsti inn- flytjandi á sjávarafurðum til Bretlands. Söfnuðu fyrir minnisvarða Ljósmynd/Ray Corke Frá afhjúpun minnisvarðans. Austin Mitchell, MP, Bjarni Hjaltason (Eimskip), Cllr. De Freitas, Cllr. Margaret Sol- omon, borgarstjóri Grimsby, og eiginmaður, Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra, Alison Dwyer, Canon Michael Hunter, Simon Dwyer (Samskip) og Derek Young. SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra sagði á fundi í stjórnarnefnd Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP), sem haldinn var í Naíróbí í Kenýa, að að- gangur að hreinu og heilnæmu vatni væri forsenda þess að ná markmið- um sem sett voru á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesar- borg um sjálfbæra þróun í ágúst 2002 um baráttu gegn fátækt. Fundinn sóttu um það bil 100 ráð- herrar frá sex heimsálfum. Auk hefðbundinna starfa varðandi starfs- áætlun og fjárlög stofnunarinnar næstu tvö árin var á fundinum sér- staklega rætt um framkvæmd hinna svokölluðu þúsaldarmarkmiða, sem leiðtogar heims samþykktu á ráð- stefnunni í Jóhannesarborg. Á fundinum var einkum fjallað um þau markmið er lúta að sjálfbærri nýtingu vatns, hreinlæti og búsetu og hvernig styrkja mætti stöðu kvenna í þróunarlöndunum í fram- kvæmd umhverfismála og útrýma fátækt. Umhverfisráðherra tók á fundin- um þátt í hringborðsumræðum ráð- herra um þúsaldarmarkmiðin. Í máli sínu lagði ráðherra áherslu á að að- gangur að hreinu og heilnæmu vatni væri forsenda þess að ná markmið- unum frá Jóhannesarborg. Í áætlun- um um nýtingu vatns yrði að líta til fjölmargra þátta, þar á meðal áhrifa notkunar og mengunar ferskvatns á hafið. Í því sambandi vakti ráðherra athygli á alþjóðlegri áætlun um varnir gegn mengun hafsins frá landsstöðvum sem hefði ennfremur mikið gildi fyrir vernd ferskvatns og bætt hreinlæti. Varðandi stöðu kvenna í þróunar- löndunum undirstrikaði ráðherra sérstaklega nauðsyn þess að tryggja rétt kvenna til menntunar og styrkja réttindi þeirra til að taka þátt í ákvörðunum á öllum stigum sam- félagsins, segir í fréttatilkynningu. Umhverfisráðherra hélt ræðu á fundinum um megináherslur Íslands varðandi sjálfbæra þróun og aðstoð Íslands við þróunarlöndin í því sam- bandi. Umhverfisráðherra á fundi Umhverfisstofnunar SÞ Aðgangur að hreinu vatni forsenda árangurs  Meira á mbl.is/itarefni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.