Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Falleg 3ja herbergja íbúð í kjallara á
þessum vinsæla stað. Íbúðin skiptist í
anddyri, gang, eldhús með nýlega
sprautulakkaðri innréttingu, baðherb.
m/baðkari, tvö rúmgóð svefnherb.,
stóra og bjarta stofu. Parket á stofu
og gangi. Íbúðin er nýlega máluð.
Geymsla og sam. þvh. Stór barnvænn
garður m/leiktækjum. Verð 15,9 millj.
Kristján tekur á móti gestum kl. 13.00-14.00 laugard. og sunnud.
OPIÐ HÚS UM HELGINA
BARMAHLÍÐ 40
HELSTU dagblöð Evrópu fjölluðu í
gær í forystugreinum um fund
þeirra Vladímírs Pútíns, forseta
Rússlands, og George W. Bush
Bandaríkjaforseta í Bratislava á
fimmtudag. Í Vestur-Evrópu var
einkum lögð áhersla á gagnrýni
Bandaríkjamanna á þróun mála í
Rússlandi, samþjöppun forsetavalds
og veika stjórnarandstöðu, en þar
eystra töldu höfundar leiðara helstu
dagblaða að fundurinn hefði verið
sigur fyrir Pútín.
Áberandi var í V-Evrópu sú
áhersla á að „tónninn“ í samskiptum
þessara manna hefði gjörbreyst frá
því er þeir hittust fyrst í Slóveníu
fyrir fjórum árum. Fleyg urðu þá
þau ummæli Bush að þar hefði hann
„horft inn í sálu“ Pútíns og eignast
nýjan vin.
„Traustið sem var til staðar í upp-
hafi og byggt var á barnalegum von-
um um sameiginlega hagsmuni hef-
ur vikið fyrir varkárni og
vonbrigðum,“ sagði m.a. í forystu-
grein Lundúnablaðsins The Times. Í
svipaðan streng tók leiðarahöfundur
pólska dagblaðsins Rzeczpospolita
sem sagði ljóst af ummælum Banda-
ríkjaforseta að „töfrar Pútíns“
heyrðu nú sögunni til. Blaðið lagði
áherslu á að þessi nýja staða í sam-
skiptum Bandaríkjanna og Rúss-
lands þýddi ekki að nýtt kalt stríð
væri yfirvofandi en valdhafar í
Moskvu mættu búast við því að sæta
vaxandi þrýstingi af hálfu heims-
byggðarinnar allrar.
Þýska dagblaðið Frankfurter
Allgemeine lagði áherslu á nauðsyn
þess að Rússar og Bandaríkjamenn
ættu með sér náið samstarf og væru
tilbúnir til viðræðna. Í því ljósi hefði
fundurinn í Bratislava í Slóvakíu
verið mjög mikilvægur. Lýsti blaðið
yfir þeirri skoðun að engar líkur
væru á því að takast myndi að hefta
útbreiðslu gjöreyðingarvopna án
þess að til kæmi samvinna þessara
ríkja.
Bush Bandaríkjaforseti lauk á
fimmtudag fimm daga ferð sinni til
Evrópu. Tilgangurinn með förinni
var einkum að bæta samskiptin við
nokkur lykilríki Evrópu eftir innrás-
ina í Írak og leita eftir stuðningi við
uppbyggingarstarf þar á vettvangi
Atlantshafsbandalagsins (NATO) og
Evrópusambandsins (ESB).
Rússnesk blöð segja Pútín hafa
farið með sigur af hólmi
Á fundinum með Pútín í Bratis-
lava lét Bandaríkjaforseti í ljós
áhyggjur af þróun mála í Rússlandi.
Nefndi hann einkum samþjöppun
valds þar í landi, veika stjórnarand-
stöðu og heft frelsi fjölmiðla. Í
Bandaríkjunum og víðar hafa marg-
ir stjórnmálaleiðtogar áhyggjur af
því að Pútín hyggist hverfa af braut
„lýðræðisvæðingar“ þeirrar sem
einkenndi embættistíð forvera hans
Borís Jeltsíns. Á undanliðnum miss-
erum telja margir að völd forsetans
og nánustu samstarfsmanna hans
hafi verið aukin til muna. Þá er nefnt
að í raun sé stjórnarandstöðu ekki
að finna í landinu og flestir fjöl-
miðlar séu stjórnvöldum undirgefn-
ir.
Þess varð ekki vart í helstu dag-
blöðum Rússlands í gær að þar
hefðu menn efasemdir um fram-
göngu Pútíns forseta. Var það sam-
dóma álit höfunda forystugreina að
Pútín gæti borið höfuðið hátt eftir
fundinn. „Vináttan í fyrirrúmi,“
sagði Vremíja Novosteí. „Bush
treystir Pútin,“ bætti blaðið við.
Fram kom sú skoðun að væri fram-
ganga forsetanna metin í stigum
hefði Pútín farið með sigur af hólmi.
„Bush telur að Pútín sé lýðræðis-
sinni,“ sagði viðskiptablaðið Vedom-
ostíj.
Í Vestur-Evrópu voru ritstjórar
sýnilega á öðru máli. Í forystugrein
hins þýska Süddeutsche Zeitung
sagði að þrátt fyrir fundinn yrði því
ekki neitað að „margir Rússar
treysta ekki Bush, hinum sjálfskip-
aða útflutningsstjóra lýðræðisins.“
Dagblaðið Publico sem gefið er út
í Portúgal fagnaði því sérstaklega að
„afturkippur á vettvangi lýðræðis-
ins“ í Rússlandi hefði verið ræddur á
fundinum í Bratslava. Blaðið lýsti
ennfremur yfir ánægju sinni með að
Bush hefði komið þessum „skila-
boðum til leiðtoga Evrópu“ og sagði
ljóst að þeir hinir sömu leiðtogar
myndu á engan veg hagnast á því að
þegja um „valdníðslu Kremlverja“.
Breska dagblaðið Guardian
reyndist svipaðrar skoðunar. Ráða-
menn í Evrópusambandinu töluðu
fjálglega um einstakt samband
þeirra og Rússa en lítil innstæða
væri að baki slíkum yfirlýsingum.
Vart væri unnt að halda því fram að
Bush hefði gagnrýnt Pútin af hörku
en aðfinnslur hans væru þó „skárra
en ekki neitt“.
Breyttur „tónn“ í sam-
skiptum Bush og Pútíns
Dagblöð í Evrópu
leggja áherslu
á gagnrýni Bush
á stjórnarhætti
í Rússlandi
Brussel. AFP.
MANNFÓLKINU mun fjölga um
heil 40% á næstu 45 árum. Fjölgunin
verður nær einvörðungu í þróunar-
ríkjum.
Þessi er helsta niðurstaða nýrrar
skýrslu Mannfjöldaskrifstofu Sam-
einuðu þjóðanna. Því er nú spáð að
íbúum jarðarinnar muni fjölga úr
þeim 6,5 milljörðum sem þeir eru
núna í 9,1 milljarð árið 2050.
Aukningin verður svo að segja öll í
þróunarlöndunum, en íbúafjöldi þró-
aðra ríkja helst svo að segja óbreytt-
ur, eða 1,2 milljarðar. Í spánni segir
að Indland taki við af Kína sem fjöl-
mennasta ríki jarðarinnar um 2030.
Gríðarlegri fólksfjölgun er spáð í
50 fátækustu ríkjum heims á næstu
áratugum. Um þau gildir almennt að
íbúarnir verða tvöfalt fleiri árið 2050
en nú. Í ríkjum á borð við Afganist-
an, Tsjad og Austur-Tímor verður
fjölgunin enn meiri. Því er spáð að
íbúatalan þar muni þrefaldast.
Í skýrslunni kemur fram að í Afr-
íku hafa meðalævilíkur dregist sam-
an á síðustu árum. Árið 1995 gat Afr-
íkubúi sem þá fæddist átt von á að
lifa í 62 ár. En á síðustu fimm árum
þ.e. frá 2000–2005 hefur orðið ótrú-
leg breyting þar á og mælast með-
alævilíkurnar nú 48 ár. Útbreiðsla
smitsjúkdóma á borð við alnæmi
veldur þar mestu auk þess sem efna-
hagsleg stöðnun og vopnuð átök
draga úr meðalævilíkum íbúa Afr-
íku. Þetta ástand er sagt bundið við
Afríku.
Fólki
fjölgar
um 40%
Gríðarlegri fólks-
fjölgun spáð í 50
fátækustu ríkjunum
FÉLAGAR í íþróttafélagi í Hvíta-Rússlandi hella yfir sig ísköldu vatni úr
fötum í tíu stiga frosti á hátíð í gær í tilefni af vetrarlokum í Raubítsj, 30
kílómetra austan við Mínsk, höfuðborg landsins.
Reuters
Vetur kvaddur í
Hvíta-Rússlandi