Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Heimspekideild er raunar ein afelstu deildum skólans, auklækna-, laga- og guðfræði-deildar, stofnuð í júní 1911,
skömmu fyrir stofnun Háskólans hinn 17.
júní sama ár. Dr. Oddný Guðrún Sverr-
isdóttir er dósent í þýsku og forseti hug-
vísindadeildar.
„Heimspekideild vísaði til nafns á
ákveðinni fræðigrein, heimspeki, sem er
skipulögð í heimspekiskor sem síðan til-
heyrði heimspekideild. Það var töluverð-
ur ruglingur á heitunum heimspeki,
heimspekiskor og heimspekideild. Holl-
vinafélag deildarinnar hafði meðal annars
bent á að margir héldu að Hollvinafélag
heimspekideildar væri bara hollvinafélag
fyrir heimspeki. Þannig að kannski hefur
merking orðsins heimspeki svolítið
þrengst. Það var þessi speki um heiminn
sem felur í sér öll hugvísindi, en það eru
auðvitað dæmi um það að merkingar
bæði víkka og þrengjast,“ segir Oddný,
og að margir hafi talið að nafnið end-
urspeglaði ekki nægilega vel þá fjöl-
breytni sem er innan deildarinnar. Sama
þróun hafi raunar átt sér stað víða er-
lendis þar sem nafninu hefur verið breytt
úr heimspeki- í hugvísindadeild (sbr.
„Faculty of Humanities“ í stað „Faculty
of Philosophy“).
Dr. Álfrún Gunnlaugsdóttir, prófessor
í bókmenntum í bókmennta- og málvís-
indaskor, kom með tillögu að nafnbreyt-
ingunni. Tillagan var rædd ítarlega í hópi
kennara og ákvörðun tekin á deildar-
fundi, staðfest í háskólaráði og síðan
nafni deildarinnar breytt í reglum um
Háskóla Íslands 1. desember sl.
Kennsla í miðaldafræði
á ensku næsta haust
Alls eru 28 fræðasvið kennd innan hug-
vísindadeildar við sjö skorir. Meðal nýj-
unga í námi má nefna að stefnt er að því
að bjóða upp á nýtt 30 eininga nám í kvik-
myndafræðum og í klassískum fræðum
frá og með næsta hausti. Kvikmyndirnar
taka púlsinn á nútímanum, segir Oddný,
enda myndefni og kvikmyndir orðnar
stór hluti af menningu okkar. Á sama
tíma verði að efla greinar sem byggjast á
menningararfinum. „Tengingin við það
sem var endurnýjar og hleypir krafti í
það sem er og verður,“ segir hún. Þá
verður í fyrsta sinn boðið upp á nám ís-
lenskum miðaldafræðum næsta haust,
sem kennt er á ensku. „Það eru ekki bara
íslensk fyrirtæki sem eru í útrás. Við er-
um að bjóða fólki, hvar sem er í heim-
inum, að koma til Íslands og læra mið-
aldafræði á meistarastigi þar sem fjallað
er um fornbókmenntirnar, handritin,
söguna og minjar um hið fræga íslenska
miðaldasamfélag,“ segir Oddný.
Mikill áhugi er á nýja náminu, að henn-
ar sögn, sem skipulagt er af íslensku- og
sagnfræðiskorum í samvinnu við Stofnun
Sigurðar Nordals og Stofnun Árna
Magnússonar.
Nýja námið verði vonandi til að styrkja
Háskóla Íslands, og hugvísindadeild sér-
staklega, sem alþjóðlega miðstöð ís-
lenskra fræða. Þá er mikill áhugi erlendis
á verkefninu Icelandic Online, gagnvirku
íslenskunámi á Netinu. Að sögn Oddnýj-
ar er víða mikill áhugi á að læra íslensku
og nýtist vefurinn bæði þeim sem leggja
stund á skipulagt nám og þeim sem
stunda sjálfsnám. Sem dæmi um áhug-
ann á íslensku eru að sögn Oddnýjar um
40–50 stúdentar í Genúa á Ítalíu að læra
íslensku. Þá er víða mikill áhugi á ís-
lenskunni, s.s. í Danmörku og Þýska-
landi.
Vilja miðla menningu á nýjan hátt
Fleiri verkefni eru í burðarliðnum.
Hugvísindadeild er sem stendur í við-
ræðum við aðrar deildir Háskólans og
skóla á landsbyggðinni um samstarf í því
skyni að miðla íslenskri menningu sem
víðast. „Hugvísindin eiga svo gríðarmikið
erindi við nútímann eins og hann er núna.
Maður ekur um landið, stoppar í sjopp-
unni en ekur fram hjá, segjum gömlum
kirkjum, sem sáust á leiðinni. Það vantar
að fá sögu þessara staða upp á yfirboðið,“
segir Oddný. Hún sér fyrir sér að sög-
unni verði miðlað til fólks á þann hátt
sem það hefur áhuga á og þar sé mikið
verk óunnið. „Við skrifum auðvitað ekki
stóra ritgerð fyrir einhvern sem er á ferð,
heldur verður að miðla því á þann hátt
sem hentar
áhuga á miðlu
breyttan hátt
þessu samban
vinnu við guðfr
Önnur dæm
skil eru þætt
Fyrstu kandídatarnir útskrifast ú
Margir töldu
urspeglaði ek
Oddný G. Sverrisdóttir deildarforseti segir áform uppi um
Úr kennslu í hugvísindadeild. Alls eru 28 fræðasvið kennd
Fyrir nokkru var nafni heimspeki
indadeild. Kristján Geir Pétursso
Guðrúnu Sverrisdó
HÁSKÓLI Íslands var stofnaður 17. júní 1911 og varð t
með sameiningu Lækna- Presta- og Lagaskólans. Auk þ
var stofnuð fjórða deildin: „heimspekisdeild“ eins og hú
er nefnd í fyrstu fundargerðarbók deildarinnar. Upp-
haflega voru kennd forspjallsvísindi og íslenska í heim-
spekideild.
Í fyrstu fundargerðarbókinni kemur fram að fyrsti fu
ur deildarinnar er haldinn laugardaginn 10. júní 1911,
fyrir stofnfund Háskólans. Á fundinum var Ágúst Bjarn
son kosinn fyrsti forseti deildarinnar.
Næsti fundur er ekki haldinn fyrr en seinni hluta jan
Úr fyrstu fundargerðarbók he
600 krónur til bók
FLOKKUR Á BREYTINGASKEIÐI
Ræða Halldórs Ásgrímssonar, for-sætisráðherra og formannsFramsóknarflokksins, við setn-
ingu flokksþings framsóknarmanna í
gær bar þess talsverð merki að flokk-
urinn er á skeiði mikilla breytinga.
Verkefni Halldórs Ásgrímssonar sem
flokksformanns hefur ekki verið auð-
velt; að breyta Framsóknarflokknum úr
gömlum flokki dreifbýlis og landbúnað-
ar í nútímalegan flokk, sem sækir fylgi
sitt ekki síður í þéttbýli, og þá ekki sízt
til höfuðborgarsvæðisins, og til þeirra,
sem starfa í nýjum atvinnugreinum,
sem smátt og smátt eru að verða grund-
völlur velsældar þjóðarinnar. Þessi
breyting hefur auðvitað verið lífsnauð-
synleg fyrir Framsóknarflokkinn í ljósi
búsetu- og atvinnuþróunar í landinu.
Flokkur, sem vill vera fjöldaflokkur,
verður að hasla sér völl í þéttbýlinu og
bera hagsmuni atvinnulífsins alls fyrir
brjósti.
Í ræðu Halldórs Ásgrímssonar á
flokksþinginu í gær kom virðingin fyrir
uppruna Framsóknarflokksins vel fram,
en jafnframt talaði flokksformaðurinn
skýrt um þörfina á breytingum: „Fram-
sóknarflokkurinn er ekki flokkur sem
vill slá skjaldborg um fortíðina. Hann er
flokkur í sífelldri þróun og leitar nýrra
leiða til að bæta íslenskt samfélag. Hann
er flokkur fólks sem veit að því verkefni
lýkur aldrei. Hann er afl sem skilur að
stjórnmálaflokkur sem ætlar sér að eiga
erindi við þjóð sína verður alltaf að
fylgja þróun samfélagsins og setja fram
stefnu sem skiptir máli og á við á hverj-
um tíma.“
Og Halldór bætti við: „Stjórnmála-
flokkar sem aldrei hafa neitt nýtt að
segja eða vilja vernda fortíðina dragast
aftur úr eigin þjóð, geta á stundum gert
út á tímabundna óánægju, en þrýtur
örendi að lokum og verða fylgislaus
nátttröll í samfélaginu.“ Um leið og
Framsóknarflokkurinn ákvað að flytja
úr sveitinni og á mölina, ef þannig má
komast að orði, varð ekki hjá því komizt
að átakalínurnar á milli gamals og nýs,
sem sett hafa svip á íslenzk stjórnmál,
lægju um flokkinn miðjan. Breytingar
úr gömlu hagkerfi í nýtt, frá gömlu
byggðamynztri til borgarmyndunar og
frá þjóðernisstefnu til alþjóðahyggju
setja svip sinn á umræður í flokknum.
Um leið og Halldór Ásgrímsson hefur
tekizt á hendur það verkefni að breyta
Framsóknarflokknum hefur hann orðið
að sætta andstæð sjónarmið og leitast
við að halda flokknum saman. Í ræðu
sinni í gær sagði hann að héldist ekki
það traust, sem flokkurinn hefði notið til
að vinna með öðrum flokkum, myndi
hann tapa sérstöðu sinni í íslenzkum
stjórnmálum og þá væri hætt við að bar-
átta innan raða flokksins yrði barátta
um ekki neitt. „Ég hlýt að leggja á þetta
þunga áherslu. Við skulum takast á um
hvaða leiðir við ætlum að fara á þessu
flokksþingi en þegar við göngum héðan
út á sunnudag er afar mikilvægt að hafa
komist að sameiginlegri niðurstöðu,“
sagði Halldór. „Stjórnmálaflokkur sem
er sundraður inn á við getur ekki búist
við því að fá traust kjósenda til að koma
stefnu sinni í framkvæmd, ef hann getur
þá komið sér saman um stefnu yfirleitt.“
Þetta eru nokkuð skýr skilaboð til
flokksmanna um að þeir verði að halda
áfram á braut breytinga, eigi Fram-
sóknarflokkurinn að halda valdastöðu
sinni.
Framsóknarmenn hyggjast nú einir
flokka móta sér sérstaka höfuðborgar-
stefnu. Einhvern tímann hefði það kom-
ið á óvart að formaður Framsóknar-
flokksins legði sérstaka áherzlu á
samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu,
en í ræðu sinni í gær sagði Halldór Ás-
grímsson að meiri þungi væri en nokkru
sinni fyrr fyrir bættri aðkomu að höf-
uðborginni um Sundabraut, Hellisheiði
og Reykjanesbraut. „Við munum ekki
koma í veg fyrir að byggðin þéttist og
eigum ekki að sporna gegn slíkri þróun,
en mest mun hún þéttast með bættum
samgöngum og við eigum að leggja
áherslu á að hraða þeim framkvæmd-
um,“ sagði forsætisráðherra í ræðu
sinni. „Höfuðborgin er og verður mið-
stöð alþjóðlegs samstarfs. Hún er jafn-
framt miðstöð stjórnsýslu og menning-
ar. Án nets og strauma um allt land er
hún ekki sönn höfuðborg og með henni
eru byggðirnar í landinu sterkari.“
Jafnframt vekur það athygli að for-
maður Framsóknarflokksins ræddi ekki
mikið um stöðu landbúnaðarins, nema
hvað hann benti á að ný störf og aukin
verðbætasköpun myndi að litlu leyti
verða til í hefðbundnum greinum sjávar-
útvegs og landbúnaðar. Þó benti hann
réttilega á að ýmsa af ánægjulegustu
öngum nýsköpunar væri að finna í þess-
um gamalgrónu greinum og uppgangur
í sveitum væri nú meiri en um langt
skeið.
Íslenzkur landbúnaður mun þurfa að
búa sig undir aukna samkeppni erlendis
frá. Það mun að ýmsu leyti verða sárs-
aukafullt, og erfitt fyrir Framsóknar-
flokkinn. Halldór Ásgrímsson áttar sig
augljóslega á því: „Við skulum hins veg-
ar viðurkenna að frjáls viðskipti, tækni-
framfarir og alþjóðavæðing hafa gífur-
leg áhrif á byggð og atvinnulíf. Okkar
stefna hefur ekki verið að halda í það
gamla hvað sem það kostar og einangr-
ast. Okkar stefna hefur verið að auka
tekjur og verðmæti þjóðarbúsins og
gera landið okkar samkeppnishæfara og
lífvænlegra sem heild. Við höfum komist
að þeirri niðurstöðu að þannig tryggjum
við börnunum okkar og um leið byggð-
um landsins bjartari framtíð – jafnvel
þótt slíkar breytingar kunni að valda
tímabundnu mótlæti, erfiðleikum og
jafnvel sárindum.“
Það er sömuleiðis ljóst af ræðu Hall-
dórs að sá ótti við erlendar fjárfestingar
og alþjóðavæðingu, sem kom skýrt fram
innan Framsóknarflokksins fyrir rúm-
um áratug, er EES-samningurinn var til
umræðu, heyrir nú að mestu leyti sög-
unni til. Engu að síður var skynsamlegt
hjá Halldóri að vara við því að samþykkt
yrði tillaga, sem liggur fyrir flokks-
þinginu um að aðildarviðræður við Evr-
ópusambandið skuli hafnar á kjörtíma-
bilinu. Slík samþykkt myndi í fyrsta lagi
gera stjórnarsamstarfið við Sjálfstæð-
isflokkinn erfiðara, þar sem það er alls
ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að
sækja um aðild að ESB. Í öðru lagi eru
miklar tilfinningar tengdar Evrópuum-
ræðunni, ekki sízt innan Framsóknar-
flokksins. Það væri afar óskynsamlegt
að efna til deilna og klofnings innan
flokksins að nauðsynjalausu með því að
breyta þeirri stefnu, sem Framsóknar-
flokkurinn hefur fylgt undanfarin ár.
Áratugum saman var Framsóknar-
flokkurinn tvístígandi í afstöðu sinni til
vestræns samstarfs og varna Íslands.
Það breyttist er Halldór Ásgrímsson
tók við stjórnartaumum í flokknum. Það
var því heldur ekki við öðru að búast en
að hann kvæði skýrt að orði um varn-
armálin í ræðu sinni: „Samskiptin við
þjóðirnar beggja vegna Atlantshafs
skipta okkur miklu í öryggis- og varn-
armálum. Við eigum að treysta þau vin-
áttubönd, ekki veikja þau.“ Í þessu efni
er engin ástæða til að breyta stefnu
Framsóknarflokksins.