Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 36
36 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ María KarólínaMagnúsdóttir
fæddist á Njálsstöð-
um í Vindhælishreppi
22. nóvember 1909.
Hún lést á hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi í
Hafnarfirði 10. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Magnús Steingríms-
son, frá Njálsstöðum í
Vindhælishreppi, f.
3.4. 1881, og Guðrún
Einarsdóttir, frá Haf-
urstaðakoti í Vind-
hælishreppi, f. 8. 8.
1879. María ólst upp hjá foreldrum
sínum sem lengst af bjuggu á Berg-
stöðum, Þverá og Sæunnarstöðum í
Hallárdal á Skagaströnd. Systkini
Maríu voru: 1) Steingrímur bóndi á
Eyvindarstöðum í Blöndudal, f.
15.6. 1908, d. 13.3. 1975, 2) Sigurð-
ur verkstjóri á Sauðárkróki, f. 4.12.
1910, d. 16. 12. 1997, 3) Guðmann
bóndi á Vindhæli, f. 9.12. 1913, d.
22.11. 2000, 4) Guðmundur bóndi á
Vindhæli, f. 24. 7. 1919, dvelur nú á
sen, sonur þeirra er Sigurður
Bjarni, 4) Pétur Nikulás, f. 23.6.
1977, unnusta Anna Braguina.
María stundaði nám í unglinga-
skólanum á Hólum í Hjaltadal 1930
og Kvennaskólanum Blönduósi
1933–1934. Hún lauk ljósmæðra-
námi frá Ljósmæðraskóla Íslands
26.6. 1931. Hún var ljósmóðir í
Engihlíðarumdæmi 1931–1936, í
Bólstaðarhlíðarumdæmi 1933–
1935, í Sauðárkróks-og Skarðs-
hreppsumdæmi og á Sjúkrahúsi
Skagfirðinga á Sauðárkróki 1936–
1979. Þá vann María við mæðra- og
ungbarnaeftirlit á Sauðárkróki. En
1939 fór hún í sex mánaða náms- og
starfsdvöl til Danmerkur til að
kynna sér meðferð ungbarna.
María var stofnfélagi Rauða kross-
deildar Sauðárkróks og var í fyrstu
stjórn hennar. Hún sat í barna-
verndarnefnd um árabil og var virk
í Kvenfélagi Sauðárkróks og var
þar heiðursfélagi.
Árið 1979 flutti María til Hafn-
arfjarðar og starfaði við heimilis-
hjálp þar yfir veturinn til 1989. En á
sumrin á sama tíma starfaði hún á
Löngumýri í Skagafirði sem þá var
rekið sem sumarorlofsstaður aldr-
aðra á vegum þjóðkirkjunnar.
Útför Maríu fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
heilsustofnuninni á
Blönduósi, 5) Páll
bóndi á Vindhæli, f.
4.12. 1921.
María giftist 10.5.
1942 Pétri Jónassyni
hreppstjóra, f. 19.10.
1887, d. 29. 11. 1977.
Foreldrar hans voru
Jónas Jónsson trésmið-
ur og bóndi á Syðri-
Brekkum í Akrahreppi
Skagafirði og kona
hans Pálína Guðný
Björnsdóttir ljósmóðir.
Dóttir Maríu og Pét-
urs er Pálína Guðný,
hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði,
f. 27.6. 1943, gift Bjarna Nikulás-
syni flugumferðarstjóra, f. 24.2.
1946, börn þeirra eru: 1) María
Guðrún, f. 27.7. 1965, gift Bergþóri
Haraldssyni, börn þeirra eru Árni
Reynir, Bryndís Björk og Haraldur
Páll, 2) Bjarndís, f. 22.11. 1969,
sambýlismaður Alvar Alvarsson,
börn þeirra eru Sigursteinn Bjarni,
Aldís Ýr og Elísa, 3) Bryndís, f.
26.8. 1972, gift Valgarði Thorodd-
Það er með miklum söknuði sem ég
kveð nú elskulega ömmu mína sem
verið hefur svo stór hluti af lífi mínu.
Jafnframt finnst mér gott að nú skuli
hún vera komin í faðm ástvina á himn-
um laus við öll veikindi sem hrjáðu
hana síðari ár. Fyrstu minningar mín-
ar sem ég á um bernsku mína tengj-
ast ömmu og afa á Sauðárkróki, þar
var gott að vera umvafinn ást þeirra
og umhyggju. Lífið á Suðurgötu 9 ein-
kenndist mikið af ljósmóðurstarfi
ömmu, mikið var um gestagang og
amma oft kölluð út í vitjanir og fæð-
ingar á öllum tímum sólarhringsins.
Ekki var leitað til ömmu aðeins sem
ljósmóður heldur einnig sem hjálpar-
hellu í nauðum margra og brást hún
alltaf skjótt og vel við og leysti hvers
manns vandræði eftir bestu getu.
Eftir að amma flutti í Hafnarfjörð
eftir 48 ára farsælt ljósmóðurstarf
hélt hún áfram að hjálpa fólki er hún
hóf störf við heimilishjálp hjá eldri
borgurum. Þar eignaðist amma
marga góða vini.
Amma hafði gaman af börnum og
eftir að ég eignaðist frumburð minn
hann Árna Reyni reyndist amma mér
ómetanleg hjálp þegar hún tók að sér
að gæta hans þó að hún væri orðin
áttræð. Fékk drengurinn ýmislegt að
dunda hjá langömmu sinni, m.a. útbjó
hann kross og gaf henni. Þessi kross
fylgir nú ömmu í gröfina í dag. Veit ég
að þessi tími hefur verið þeim báðum
mjög góður. Það gladdi okkur fjöl-
skylduna að amma skyldi komast í
fermingu Árna Reynis í apríl 2003 því
eftir það fór heilsu ömmu mjög hrak-
andi. Amma var trúuð kona og kenndi
okkur bænir, einnig hafði hún mikla
trú á krossmarkinu.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Elsku amma mín, ég vil þakka þér
allar góðu stundirnar sem við áttum
saman, fyrir allt sem þú hefur kennt
mér og fyrir alla hjálpina og stuðning-
inn sem þú veittir mér.
Guð blessi minningu góðrar ömmu.
María Guðrún.
Þá er komið að því að þú kveður,
elsku amma mín. Þitt ljós mun lifa og
ég veit að það hefur verið tekið vel á
móti þér þar sem þú ert núna. Ég
þakka þér af hjarta alla okkar sam-
veru. Minning þín mun alltaf vera í
hjarta mínu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þau auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Blessuð sé minning þín,
Bryndís.
Þegar ég frétti andlát Maríu Magn-
úsdóttur, ljósmóður, frá Sauðárkróki,
þótti mér sem bók hefði verið lokað.
María var af þeirri kynslóð, sem á
fyrri hluta síðustu aldar stundaði sín
störf af einstakri samviskusemi og al-
úð, í anda samhjálpar og samvinnu,
með hagsmuni fjöldans í huga, en lét
gerðir sínar aldrei ráðast af peninga-
hyggju og græðgi. Þessi kynslóð lagði
grundvöllinn að þeirri velmegun, sem
MARÍA KARÓLÍNA
MAGNÚSDÓTTIR
✝ Eiríkur Jónssonfæddist í Þver-
spyrnu í Hruna-
mannahreppi 31.
júlí 1920. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilnu Ljósheimum á
Selfossi 15. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jón Guðmundur
Jónsson bóndi í
Þverspyrnu, f. 24.
september 1887, d.
26. mars 1965 og
Guðlaug Eiríksdótt-
ir, f. í Hraunbæ í
Álftavershreppi 23. maí 1895, d.
24. apríl 1988.
Eiríkur var elstur tíu systkina
en þau eru auk hans: 1) Sig-
urjón, f. 22. nóv. 1921, 2) Sigríð-
ur, f. 1. júní 1923, d. 7. mars
2002, 3) Kristinn, f. 14. apríl
1926, 4) Guðmundur, f. 16. nóv-
ember 1927, 5) Sigrún, f. 14.
Örn. 2) Svanlaug, f. 7. september
1950, maður hennar er Hörður
Hansson, börn þeirra eru Eirík-
ur, Bryndís og Eiður Örn. 3) Ás-
laug, f. 20. maí 1953, sambýlis-
maður hennar er Eiríkur
Kristinn Kristófersson, þau eiga
þrjú börn, Sigrúnu, Kristin og
Hauk og eitt barnabarn, Ásbjörn
Inga. 4) Jón Guðmundur, f. 17.
maí 1956, kona hans er Anna
María Sigurðardóttir, þau eiga
fimm börn, Sigurborgu, Bjarka,
Sigurjón Snæ, Brynhildi og Sig-
urbjörn.
Eiríkur hlaut hefðbundna
skólagöngu í barnaskóla sveit-
arinnar og að auki var hann tvo
vetur á Bændaskólanum á
Hvanneyri.
Hann var síðan bóndi í Berg-
hyl í 50 ár og starfaði þá meðal
annars í sveitarstjórn og í naut-
gripræktarfélaginu.
Hann var einnig deildarstjóri
hjá Sláturfélagi Suðurlands í
mörg ár. Síðustu æviárin bjó
hann svo að Álftarima 20 á Sel-
fossi.
Útför Eiríks verður gerð frá
Hrunakirkju í dag og hefst at-
höfnini klukkan 13.30.
mars 1929, 6) Guð-
rún, f. 17. janúar
1933, 7) Stefán, f. 2.
des. 1934, 8) Ásta, f.
1. maí 1936, 9) Val-
geir, f. 14. júní 1939.
Eiríkur kvæntist
hinn 16. nóvember
1946, Jónu Sigrúnu
Sigurjónsdóttur, frá
Minnibæ í Grímsnesi,
f. 8. nóvember 1923,
d. 21. desember
1982.
Foreldrar hennar
voru Sigurjón Jóns-
son bóndi í Minnibæ,
f. á Hömrum 26. júlí 1875, d. 28.
október 1923, og Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. í Miðhúsum í
Bisk. 8. október 1884, d. 7. maí
1976. Börn Eiríks og Jónu Sig-
rúnar eru; 1) Guðrún Guðlaug, f.
29. september 1947, maður
hennar er Arnar Bjarnason, þau
eiga tvö börn, Ástu og Einar
Er aldraður maður hverfur héð-
an af jörðu eftir langt og litríkt
ævistarf, þá er það kannski fleira
en söknuður sem kemur upp í
huga manns. Minningar ryðjast
fram og það koma myndir upp í
hugann. Pabba varð þeirrar gæfu
auðið í byrjun búskapar að fá í
hendur jörðina Berghyl sem afi
hans og nafni Eiríkur eldri á
Berghyl hafði búið á og keypt um
aldamótin 1900.
Mamma og hann hófu þarna bú-
skap og saman unnu þau að upp-
byggingu þessarar fallegu land-
námsjarðar í 35 ár eða þar til
mamma lést fyrir aldur fram 59
ára gömul. Það var ekki miklum
þægindum fyrir að fara og algert
jafnræði ríkti í stritinu. Það hefði
þurft fleiri stundir í sólarhringinn
stundum. En launin voru hins veg-
ar ómæld ánægja góðrar uppskeru
og í umhirðu alls bústofns. Sauð-
EIRÍKUR
JÓNSSON
Ástkær bróðir okkar,
INGÓLFUR HALLDÓRSSON
frá Syðri-Steinsmýri
í Meðallandi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum
fimmtudaginn 24. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Systkini hins látna.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR KRISTBJÖRG
MATTHÍASARDÓTTIR,
Víðilundi 24,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
aðfaranótt föstudagsins 25. febrúar.
Haraldur M. Sigurðsson,
börn, tengdabörn,
ömmubörn og langömmubörn.
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR EYJÓLFSSON,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður til heimilis í
Álftamýri 49,
er látinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Eyjólfur Guðmundsson, Eygló Úlfhildur Ebeneserdóttir,
Hörður Guðmundsson, Anna Margrét Tryggvadóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Sigurgeirsson,
Þórunn Guðmundsdóttir, Ólafur R. Vilbertsson,
Guðveig Nanna Guðmundsdóttir, Sigurður Grétar Geirsson,
Guðlaugur Björn Guðmundsson, Anna María Valdimarsdóttir,
Sigurjón Guðmundsson, Dagbjört Ásgeirsdóttir
og afabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ODDBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
24. febrúar.
Eyja Sigríður Viggósdóttir, Jóhann Hafliðason,
Áslaug Björg Viggósdóttir, Guðmundur Hauksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar hjartfólgni faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
INGVAR BJÖRNSSON
frá Gafli,
lést miðvikudaginn 9. febrúar sl.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna. Þökkum hlýju og vinsemd.
Smári Þröstur Ingvarsson, Gréta Alfreðsdóttir,
Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir, Richardt Svendsen,
Auðbjörg Nanna Ingvarsdóttir, Þorbergur Leifsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR BJÖRN SVEINSSON,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 24. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ólöf Ólafsdóttir,
Guðlaug Björnsdóttir, Þór Magnússon,
Guðjón Björnsson, Friðrika Sigvaldadóttir
og barnabörn.