Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 39
MINNINGAR
Það hafa verið fastir liðir á ferðum
okkar austur á Síðu að heimsækja
systkinin á Sléttabóli, Siggeir og
Veigu og mikil forréttindi að fá að
kynnast þeim. Nú þegar Siggeir er
látinn eftir langa og farsæla ævi rifj-
ast upp margar ógleymanlegar stund-
ir sem við áttum með þeim. Þau voru
mjög ólík en alltaf svo hlý og góð hvort
við annað, Veiga sagði sögurnar en
Siggeir bætti inní þegar hann taldi
þess þurfa af sinni stóísku ró. Siggeir
var ákaflega geðgóður og hafði gaman
af léttleika og gleði í kringum sig, síð-
an tóku oft við heimspekilegar um-
ræður um lífið og tilveruna. Hann
fylgdist vel með öllu hér heima og ekki
síður fréttum erlendis frá og það var
oft á við góða kennslustund í íslensku
að sitja með þeim systkinum og
spjalla.
Siggeir á Sléttabóli var einstakt
ljúfmenni sem öllum þótti vænt um,
allur hans heimur var víðáttan á
Sléttabóli, þar var hann kóngur í ríki
sínu. Hann þurfti aldrei að fara annað.
Þar var allt sem skipti máli fyrir hann.
Ferðirnar suðrá fjöru að vitja um
rekavið og að fara í veiðiskap voru
hans ævintýraferðir. Það var einstak-
lega gaman að tala við Siggeir um
fjöruferðir og veiðiskap, þá kunni
hann frá mörgu að segja og var svo
sannarlega á heimavelli.
Siggeir var mikið snyrtimenni og
vildi hafa alla sína hluti í lagi og vildi
hugsa vel um skepnurnar sínar.
Dráttarvélin Farmal Cup 1932 stóð á
hlaðinu innpökkuð eins og gjafapakki
og svo var tekið utan af henni á vorin
og alltaf fór hún í gang með hjálp frá
Nonna á Fossi. Þegar heilsunni fór að
hraka hjá þeim systkinum nutu þau
einstakrar hjálpsemi frá fólkinu á
Fossi og öðrum sveitungum sínum
sem gerði þeim kleift að vera lengur
heima. Síðastliðið ár hafði Siggeir
dvalið á Klausturhólum, þar var hann
umvafinn frábæru starfsfólki og sagði
okkur oft hvað sér liði þar vel. Inni-
legar samúðarkveðjur sendum við
Veigu systur hans sem dvelur þar nú.
Í minningunni sjáum við Siggeir
standa fyrir utan Sléttaból, bera hönd
upp að enni og gá til veðurs og útsýnið
er stórfenglegt þaðan, Síðufjöllin og
jöklarnir í fjarlægð.
Við þökkum honum samfylgdina og
biðjum Guð að blessa minningu þessa
góða manns.
Erla og Berti.
Siggeir á Sléttabóli á Brunasandi í
Vestur-Skaftafellssýslu var stór per-
sónuleiki. Með fádæmum hlédrægur,
en svo innilega þakklátur fyrir hvern
dag sem Guð gaf sólinni að fara á fæt-
ur. Nánast ævina alla, nema síðasta
árið, bjó hann á Sléttabóli með Veigu
systur sinni. Síðasta árið dvaldi hann í
góðu yfirlæti á dvalarheimilinu á
Klaustri og þar átti hann yndislegan
tíma, en þar hefur Veiga verið heim-
ilismaður síðustu ár.
Það má segja að árið 1968 hafi
gamli bærinn á Sléttabóli hrunið ofan
á þau systkin, en þá byggðu þau nýjan
bæ, líklega 25–30 m² stóran, tvö svefn-
herbergi, eldhúskrókur með borð-
stofuvæng og snyrtiherbergi. Allt
SIGGEIR
GEIRSSON
✝ Siggeir Geirssonfæddist á Slétta-
bóli 22. janúar 1916.
Hann lést á Hjúkrun-
ar- og dvalarheim-
ilinu Klausturhólum
18. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Geir Jónsson, f.
1876, og Elín Sigurð-
ardótti, f. 1899. Systir
Siggeirs er Sólveig
Geirsdóttir, f. 16. maí
1914.
Siggeir bjó alla ævi
á Sléttabóli ásamt
Sólveigu systur sinni
og tóku þau þar við búskap eftir að
faðir þeirra lést. Síðasta árið hefur
hann dvalið á Klausturhólum. Sig-
geir var ógiftur og barnlaus.
Útför Siggeirs fer fram frá
Prestbakkakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
frekar þröngt. En þarna
gekk lífið sinn gang.
1974 fengu þau rafmagn
og þá hlutu þau að gjöf
frá sveitungum sínum
lítið svarthvítt sjón-
varpstæki. Þegar ég
kom fyrst að Sléttabóli
mörgum árum síðar eða
á Gullskipsárunum á
Skeiðarársandi, þá byrj-
aði Veiga á því að sýna
mér sjónvarpstækið
sem væri það flottasta
sem þau áttu og kassann
utan af því einnig. Það
voru stórkostleg hlunn-
indi að kynnast þeim systkinum og
eignast vináttu þeirra, því þau báru
svo mikla hlýju og vinarþel í brjóstum.
Þau voru mjög ólík systkinin, en áttu
þó svo vel saman, Veiga eins og storm-
sveipur með snarpar yfirlýsingar
tæpitungulaust en aldrei særandi,
Siggeir eins og sunnanvindurinn blíði,
en í fáum orðum eða bara svipbrigð-
um bjó oft löng ræða. Þau virtu hvort
annað þótt Veiga væri foringinn á
bænum. Jáið hans Siggeirs þýddi ekki
alltaf já, það gaf miklu meiri mögu-
leika og ég hef stundum hugsað um
það að ef áhugi Siggeirs á utanríkis-
málum hefði fengið að njóta sín og
hann hefði til að mynda verið skipaður
sáttasemjari fyrir botni Miðjarðar-
hafs þá væri kominn friður þar.
Það var ekki úr miklu að spila á
Sléttabóli, nokkrir túnskikar, nokkrar
kindur, hundurinn og Farmal-traktor
módel 1932. Siggeir var fagurkeri og
málaði traktorinn bleikan. Veiga var
ljósmyndari af Guðs náð og hefði náð
langt í þeim efnum ef á hefði reynt.
Þó að þau systkin hafi ekki átt mik-
ið af veraldlegum auð þá áttu þau auð í
hjartanu, bjartsýni og lífsgleði og
blússandi húmor. Við hringdumst oft
á til að spjalla um heima og geima af
því að við urðum vinir á samri stundu.
Síðar komum við Þorsteinn Pálsson
oft til þeirra systkina og það var alltaf
stórskemmtilegt. Veiga og Siggeir
hafa verið grjótharðir sjálfstæðis-
menn í gegn um þykkt og þunnt. Einu
sinni þegar við komum að Sléttabóli
blöstu við þrjár myndir fyrir ofan rúm
Veigu, mynd af Jesú Kristi, mynd af
Hallgrími Péturssyni og mynd af okk-
ur Þorsteini. Hún er margslungin
gamansemi lífsmelódíunnar.
Sumt í viðmiðun þeirra Siggeirs og
Veigu var blessunarlega úr takti við
tölvuheiminn og ég man vel spurning-
armerkið sem myndaðist á andliti
Geirs H. Haarde fjármálaráðherra
þegar við heimsóttum einu sinni þau
systkin á Sléttabóli og Geir spurði
Siggeir hvað það væri löng leið frá
bænum og niður í fjöru. Tveggja og
hálfs dags lestarferð svarði Siggeir að
bragði.
Það var gaman að fá tækifæri til
þess að hlaupa undir bagga með þeim
í ýmsu smáræði, en það var stórkost-
legt hvað sveitungar þeirra pössuðu
vel upp á þau, vinir þeirra á Fossi og
vítt um héraðið. Þarna er handtak
manna á milli mannauður og hlýja
handanna meira virði en verðbréf í
tonnatali þegar allt kemur til alls.
Við Siggeir ætluðum í ferðalag
saman á komandi vordögum, en ekki
fer allt sem ætlað er. Það er mikill
söknuður að góðum vini, þessum fín-
gerða manni sem fór svo vel með það
sem honum var ætlað og ekki var
kröfunum til að dreifa, öllu tekið með
stóískri ró, stóru og smáu.
Ég trúi því að það fari vel saman
bleiki liturinn á ökrum eilífðarinnar
og bleiki liturinn á Farmal eilífðarinn-
ar sem Siggeir er nú ugglaust búinn
að ræsa, því inni við hjartaræturnar
var hann skemmtilegur töffari. Foss-
fjöllin, jöklar og sandar og vinir í
mannheimum sakna nú mikils per-
sónuleika, því þar var hann stór í snið-
um þótt hann færi varlega með flest
annað. Megi góður Guð vernda hann á
nýjum slóðum, nýjum dagleiðum,
styrkja Veigu systur hans og aðra eft-
irlifandi. Siggeir var eins og smágerð-
ur gullslípaður safír í gríðarmiklu
fjalli. Við höfum misst undurhlýjan og
stóran persónuleika.
Árni Johnsen.
,,Amma á Grund“, við systkinin
nutum þeirra forréttinda að alast
upp í næsta húsi við ömmu og afa.
Að alast upp í sveit og í kaupbæti
með þau á hlaðinu er eitt það besta
sem hægt er að hugsa sér fyrir
nokkurt barn, alltaf var hægt að
leita til þeirra ef eitthvað bjátaði á.
Amma var bóndi af lífi og sál og
hún sást sjaldan öðruvísi en að hún
væri að gera eitthvað. Eftir að afi dó
sá amma ein um kindurnar og víst
er að engar kindur á landinu hafa
verið ofdekraðri en kindurnar henn-
ar. Ef þær sáu hana hlupu þær strax
til hennar, amma þekkti þær allar
með nafni og talaði við þær eins og
vini sína, sem þær einmitt voru.
Reyndar voru flest dýr hænd að
henni og voru ófáir hundarnir sem
hún átti í gegnum tíðina. Eftir að
hún átti orðið erfitt með að komast
út úr húsi, tókst henni að laða að sér
dúfu sem hélt til á dyraþrepinu hjá
henni og veitti henni mikla ánægju.
Bernskuminningar okkar um
ömmu eru óteljandi, endalausar
ferðir með ömmu niður í fjöru, rek-
inn var genginn reglulega og það
skipti ekki máli hvaða drasl okkur
datt í hug að væri merkilegt, alltaf
var amma til í að leyfa okkur að taka
það með heim. Það var svo seinni
tíma vandamál að fá samþykkt að
góssið væri eitthvað sem ætti heima
inni í herbergi. Minkaveiðar með
ömmu voru ævintýri, að fara niður í
fjöru eða upp í móa ef hundurinn
gelti, amma með ,,tjúttann“ til að
reka ofan í minkaholuna, þá sá eng-
inn að þarna færi kona á sjötugs eða
áttræðis aldri.
Um leið og sjórinn var farinn að
hlýna svo á vorin, að hægt væri að
vaða í honum, var amma tilbúin að
fara með okkur og leyfa okkur að
vaða. Oft rifjaði amma upp eitt
skipti þegar hún fór niður að sjó
með okkur Ástu og Ágúst, fimm og
þriggja ára gömul, Ásta fór rólega
út í sjóinn en um leið og amma
sleppti hendinni af Ágústi var hann
fljótur á sér og slengdist á hausinn.
Mikið skammaðist amma sín fyrir að
þurfa að koma heim með strákinn
holdvotan.
Heitt kakó, heimabakað brauð og
bollurnar hennar ömmu, hún átti
alltaf fulla fötu undir stólnum inni í
eldhúsi af bestu bollum í heimi, eng-
um hefur tekist að baka þær eins og
hún gerði. Ósjaldan var setið inni
hjá ömmu og spilað, stundum var
þéttsetið við borðið í stofunni tím-
unum saman af börnum og ungling-
um og allir spiluðu, þá skipti aldurs-
munurinn engu. Enda talaði afi
stundum um að hún væri að gera
spilafífl úr okkur. Það er ótrúlegt
hvað hún hafði mikla þolinmæði að
hafa okkur hangandi yfir sér öllum
stundum.
Í desember fyrir rúmu ári gat
amma ekki lengur búið ein og flutti
yfir til foreldra okkar, heilsan var
orðin léleg og hún féllst á að flytja
þangað til hún fengi pláss á elliheim-
ili. Þessi tími á aldrei eftir að gleym-
ast, við systkinin vorum í jólafríi og
sátum með ömmu heilu tímana og
hlustuðum á hana segja okkur frá
ýmsu sem hafði borið við á ævi
hennar.
Amma var af þeirri kynslóð sem
upplifði tímana tvenna. Hún var ný-
fædd þegar hún var flutt á hesti frá
Möðrudal á Fjöllum til Vopnafjarð-
ar, þaðan var siglt suður og þær
mæðgur fluttu upp í Hrunamanna-
hrepp. Amma var dóttir vinnukonu
og einstæðrar móður, sem var ekki
það heppilegasta á þessum tíma.
Þær voru í vist á ýmsum stöðum en
lengst af var amma með mömmu
sinni á Seli í Hrunamannahreppi.
Það sem hún gat talað vel um fólkið
á Seli, þau hafa komið henni í stað
afa og ömmu. Amma fór í skóla í
Laugarási og líkaði það vel. Ekki
var þó tekið út með sældinni að vera
barn vinnukonunnar, heyra mátti á
frásögn hennar að lífið var ekki auð-
velt. Ef prakkarastrik var framið
eða eitthvað ekki gert alveg rétt, var
að sjálfsögðu byrjað á að skamma
dóttur vinnukonunnar á undan dótt-
ur prestsins. Svona var lífið á þess-
um tíma.
Þrátt fyrir að skólagangan hafi
ekki verið löng lét amma það ekki
aftra sér frá því að afla sér hvers-
kyns fróðleiks. Hún var víðlesin og
fróð, m.a. um náttúru landsins og
staðhætti víða á landinu og erlendis,
þrátt fyrir að hafa ekki komið sjálf á
viðkomandi staði. Amma hafði gam-
an af að ferðast og hafði sérstakt
yndi af Þórsmörkinni sem hún heim-
sótti mörgum sinnum.
Amma á Grund var amma okkar
allra, það skipti engu hvort um
raunverulegt barnabarn var að
ræða eða ekki, vinir og félagar
barnabarnanna kölluðu hana líka
ömmu og hún kom fram við allan
hópinn eins og hún væri amma allra.
Ásta, Ágúst, Jón Sindri og
Þórdís Emma Stefánsbörn.
Ég man það eins og það hafi verið
í gær þegar ég var oft í heimsókn
hjá ömmu. Allar stundirnar þegar
maður sat við eldhúsborðið, sem
ávallt var fullt af kræsingum, að
spila, lesa eða að kíkja út um
gluggann með kíkinn og gá hvort
ekki væri allt með felldu. Ég man
hvað mér fannst alltaf spennandi og
ævintýralegt að koma til þín. Það
var eins og maður væri kominn í
nýjan heim. Það var alltaf hægt að
finna sér eitthvað að gera og ég gat
gleymt mér stundunum saman við
að tína ber af trjánum eða leika mér
inni í hlöðu. Ég man eftir einu skipti
þegar ég og Þórdís Emma komum,
eins og venjulega til að spila og þú
settir möndluköku á borðið og áður
en við vissum af vorum við búnar að
borða alla kökuna. Okkur þótti það
sko fyndið en við vorum hræddar
um að þú yrðir reið sem þú varðst
auðvitað aldrei.
Allar minningar sem ég á um
ömmu og stundirnar með henni eru
allar góðar, hún var alltaf í svo góðu
skapi og alltaf til í að spjalla um allt
milli himins og jarðar.
Þessar minningar sem ég á er
eitthvað sem ég á eftir að geyma í
hjarta mínu um ókomna tíð. Ég er
alveg viss um að ef fleiri einstakling-
ar væru eins og hún amma væri
heimurinn betri.
Ég veit núna að þú ert í góðum
höndum hjá Guði.
Blessuð sé minning þín.
Ösp.
Elsku besta langamma, eða amma
langa eins og Linda Björk sagði allt-
af þegar hún var lítil.
Við erum búnar að segja fólkinu
hér með stolti frá fjölskyldunni okk-
ar og þá sérstaklega þér, hvað þú
værir frábær og rík kona, ættir svo
mörg börn, barnabörn, og jafnvel
barnabarnabörn, sem öll elskuðu þig
svo mikið og munu sakna þín ákaf-
lega. Fólkið hér á varla til orð og
segir að við séum heppnar að hafa
átt þig að svona lengi.
En það er svo erfitt að kveðja þig
og sérstaklega þar sem við erum svo
langt í burtu. En við vitum að þetta
var það sem þú vildir og gleðjumst
við yfir því að þú fáir loksins hvíld-
ina þína hjá Guði.
Elsku langamma, það var svo
gaman að koma til þín í Hafnar-
fjörðinn, skoða myndirnar þínar og
heyra þig segja sögur af ömmu Láru
og þeim systrum, hvernig þær hefðu
verið. Úrklippubókin þín góða vakti
líka alltaf mikla lukku. Þú fylgdist
alltaf svo vel með öllum sem þér
þótti vænt um og það er okkur ákaf-
lega mikils virði að eiga föndur eftir
þig. Í hvert skipti sem við komum í
heimsókn var alltaf eitthvað nýtt
föndur að skoða, það sem þú varst
dugleg. Og svo var auðvitað alltaf
heitt á könnunni og eitthvað gott
með því. Ósjaldan sem við fengum
að glamra á orgelið og ótrúleg þol-
inmæðin þín að leyfa okkur að spila
hátt og falskt.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Elsku besta langamma, takk fyrir
allt og sofðu nú rótt. Við sendum
hlýjar kveðjur til allra ættingja og
vina sem syrgja eins og við.
Hanna Lára og Heiða
Lind Baldvinsdætur,
Gvatemala.
✝ Sæmundur Jóns-son fæddist í
Stóru-Breiðuvík 5.
desember 1922.
Hann lést á heimili
sínu 19. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin Jón
Markússon, f. 19. júní
1891, d. 16. júlí 1967,
og Sigurborg Sæ-
mundsdóttir, f. 14.
mars 1897, d. 9. maí
1974.
Sæmundur var
annar í röð sinna
systkina. Hin eru Sig-
rún, f. 3. júní 1921, d. 10. febrúar
2004, Jóhann Kristinn, f. 14. mars
1927, d. 9.
september 1998,
Markús, f. 9. ágúst
1930, Guðni Sævald-
ur, f. 7. ágúst 1934,
d. 6. nóvember 1989
og Jón Kristinn, f.
14. mars 1937.
Sæmundur vann á
árum áður á vertíð-
um suður með sjó.
Mestan hluta ævinn-
ar stundaði hann þó
búskap inn á Bjargi
og hinn seinni ár í
Stóru-Breiðuvík.
Útför Sæmundar
fer fram frá Eskifjarðarkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Við viljum minnast í örfáum orðum
elskulegs frænda okkar, Sæmundar
Jónssonar, sem í dag er borinn til
hinstu hvíldar. Sæmundur var ætíð
hógvær og nægjusamur og vildi allt
fyrir alla gera. Þó okkur hafi ekki gef-
ist eins mikill tími og okkur hefði
langað til samvista við hann þá þótti
okkur alltaf afar skemmtilegt að
koma í heimsókn inní sveit, þar sem
alltaf var vel tekið á móti þeim sem
komu.
Okkur systrum er það afar minn-
isstætt þegar við komum þar sem
börn hvað Sæmundur gaf sér ómæld-
an tíma til að kynna okkur fyrir
sveitalífinu og dýrunum. Þetta þótti
okkur alveg óskaplega skemmtilegt.
Sæmundur var hvers manns hugljúfi
og rólyndur með eindæmum, lét lítið
fyrir sér fara og lifði lífinu með ein-
stakri rósemd. Já í sveitinni leið hon-
um vel og laus við ysinn og þysinn
sem fylgdi borgarlífinu. Við viljum
enda þessi orð okkar með þessum
ljóðlínum. Megi hann hvíla í friði.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
(Pétur Þórarinsson.)
Sigrún Bjargey og Sandra.
SÆMUNDUR
JÓNSSON