Morgunblaðið - 26.02.2005, Síða 40
✝ Ólafur Jónssonfæddist í Tungu í
Reyðarfirði 29. mars
1922. Hann lést á
dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu Ljós-
heimum á Selfossi
18. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Jón Páls-
son dýralæknir, f. í
Þingmúla í Skriðdal
7. júní 1891, d. 19.
desember 1988, og
Áslaug Stephensen,
f. á Mosfelli í Mos-
fellssveit 23. apríl
1895, d. 30. október 1981. Þeim
Jóni og Áslaugu varð fjögurra sona
auðið, þeir voru auk Ólafs, Garðar
skógarvörður, f. 22. nóvember
1919, d. 25. október 2003, kona
hans er Móeiður Helgadóttir, f. 12.
maí 1924, Páll tannlæknir, f. 22.
ágúst 1924, kona hans er Þórhildur
Svava Þorsteinsdóttir, f. 4. febrúar
1931, og Helgi, fv. bankastjóri, f. 9.
febrúar 1928, kona hans var Hall-
björg Teitsdóttir, f. 18. mars 1933,
d. 30. mars 1998. Þá ólu þau Jón og
Áslaug upp Steinunni Helgu Sig-
urðardóttur, systurdóttur Áslaug-
ar. Steinunn er gift Halldóri Jóns-
syni verkfræðingi.
Hinn 22. ágúst 1947 gekk Ólafur
að eiga Hugborgu Þuríði Bene-
diktsdóttur húsmóður, f. á Kambs-
nesi í Laxárdal í Dalasýslu 27. febr-
úar 1922, d. 23. október 2002.
1980, í sambúð með Sigríði Rós
Sigurðardóttur, f. 1979; b) Hug-
borg, f. 1982, unnusti Gretar
Magnússon, f. 1980 og c) Herdís
Ólöf, f. 1986.
Ólafur fluttist með foreldrum
sínum frá Reyðarfirði á Selfoss ár-
ið, 1934 og bjó hann þar, uns hann
fluttist að Lækjartúni í Ölfusi árið
1975. Hann hóf nám í mjólkurfræði
hjá Mjólkurbúi Flóamanna 1936,
fór í nám til Danmerkur en kom
heim með m.s. Esju frá Petsamó í
október 1940 vegna styrjaldarinn-
ar. Ólafur starfaði við mjólkuriðn-
ina til 1942 er hann stofnsetti versl-
unina Sölvason & Co og rak hana
til 1966. Hann stofnaði lakkrís-
gerðina Surtsey árið 1965 og rak
hana til ársins 1973. Hinn 3. júlí
1971 stofnsetti hann, ásamt fleir-
um, Steypustöð Suðurlands hf. og
gegndi hann starfi framkvæmda-
stjóra frá stofnun til júlí 1998. Ólaf-
ur var mikill áhugamaður um
skógrækt og hafði meðal annars
frumkvæði um kaup Skógræktar-
félags Árnesinga á jörðinni Snæ-
foksstöðum í Grímsnesi, sem er í
dag eitt helsta ræktunarsvæði fé-
lagsins. Ólafur var formaður Skóg-
ræktarfélags Árnesinga um 28 ára
skeið. Hinn 17. júní 2002 var hann
sæmdur riddarakrossi Hinnar ís-
lensku fálkaorðu fyrir störf sín að
skógræktarmálum.
Ólafur starfaði í Frímúrararegl-
unni á Íslandi frá árinu 1966. Þá
var hann einnig virkur félagi í
Sjálfstæðisflokknum sat lengi í
fulltrúaráði og kjördæmisráði
flokksins á Suðurlandi.
Útför Ólafs fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Foreldrar hennar
voru hjónin Benedikt
Benediktsson, f. 14.
maí 1886 d. 24. mars
1972, og Herdís Guð-
mundsdóttir, f. 2.
mars 1887, d. 11. júní
1979, bændur á Sauð-
húsum í Laxárdal í
Dalasýslu. Synir Ólafs
og Hugborgar eru: 1)
Jón framkvæmda-
stjóri, f. 11. apríl 1948,
kvæntur Sigurborgu
Valdimarsdóttur hús-
móður, f. 14. desem-
ber 1949. Börn þeirra
eru: a) Þorgeir, f. 1969, kvæntur
Unni Ingibjörgu Jónsdóttur, f.
1969, og eru börn þeirra Jón Ingv-
ar, f. 1994 og Anna Ingibjörg, f.
1998; b) Ólafur, f. 1973, börn hans
eru Þórunn, f. 1991 og Jón, f. 2000;
c) Geirlaug Eva, f. 1980 og d) Tóm-
as, f. 1970, sambýliskona Una
Björk Unnarsdóttir, f. 1972. 2)
Benedikt Þórir sjóntækjafræðing-
ur, f. 10. apríl 1950, kvæntur Ástu
Ingibjörgu Hallsdóttur leikskóla-
kennara, f. 13. janúar 1953. Börn
þeirra eru: a) Hugborg Erla, f.
1981, í sambúð með Valdimar
Gunnarssyni, f. 1978; b) Ólafur, f.
1984 og c) Anna Lísa, f. 1990. 3)
Kjartan Þorvarður alþingismaður,
f. 2. nóvember 1953, kvæntur Örnu
Kristínu Hjaltadóttur fulltrúa, f.
28. september 1957.
Börn þeirra eru: a) Hjalti Jón, f.
Elsku afi er látinn. Að leiðarlokum
viljum við minnast hans og færa hon-
um þakklæti okkar fyrir allt það sem
hann var okkur.
Afi var ákaflega virðulegur maður
og mikill eldhugi. Hann var mjög
atorkusamur og það sem hann tók
sér fyrir hendur gerði hann af lífi og
sál. Afi var mikill náttúruunnandi og
hóf snemma að stunda skógrækt
með Skógræktarfélagi Árnesinga og
var formaður þess til margra ára.
Hélt hann þeirri iðju áfram á síðari
árum og ræktaði ásamt ömmu fal-
legan skrúðgarð við heimili þeirra á
Lækjartúni í Ölfusi. Í garðinum er
að finna gróðurhús þar sem afi rækt-
aði m.a. plómur og vínber og við fjöl-
skyldan nutum svo sannarlega góðs
af. Afi naut útiverunnar og var hann
þá iðulega í garðinum að snyrta til
eða úti við gróðurhúsið að hlúa að
litlu trjánum sem hann ræktaði þar.
Afa þótti mjög gaman að taka í spil
og voru þau amma dugleg að spila
við okkur barnabörnin, þá einna
helst rommý og olsen-olsen. Oft þeg-
ar við komum í heimsókn sat afi við
eldhúsborðið og lagði kapal. Afi hafði
mjög gaman af tónlist og söng þá
gjarnan með. Alltaf hafði hann jafn
gaman af því að hlusta á Önnu Lísu
spila á píanóið og var ákaflega stolt-
ur af henni og öllum barnabörnunum
sínum og bar hag okkar allra fyrir
brjósti.
Við eigum afa okkar margt að
þakka og vonum að hann geti verið
stoltur af því sem við tökum okkur
fyrir hendur í framtíðinni.
Við munum sakna afa sárt, en eftir
lifa allar góðu minningarnar sem við
munum geyma í hjörtum okkar um
alla ævi.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þínar elskandi sonardætur
Hugborg Erla og Anna Lísa.
Mig langar til að minnast með ör-
fáum orðum hans afa míns, Ólafs
Jónssonar, en hann lést föstudaginn
18. febrúar síðastliðinn. Auðvitað er
það svo að öllum þeim góðu minn-
ingum verða ekki gerð tæmandi skil í
stuttri minningargrein enda þeim
ætlaður annar og varanlegri staður.
Ég dvaldi mikið hjá þeim ömmu
Hugborgu og afa Ólafi á mínum
yngri árum, var hjá þeim öll sumur
nánast frá því ég man eftir mér og
fram á unglingsár. Þau hjónin
bjuggu á Austurvegi á Selfossi fram
til ársins 1974 er þau fluttust að
Lækjartúni í Árbæjarhverfi en þar
höfðu þau byggt sér glæsilegt heim-
ili á bökkum Ölfusár. Afi var mikill
áhugamaður um skógrækt og var
formaður Skógræktarfélags Árnes-
inga um margra ára skeið. Þeim
áhuga reyndi hann að miðla til mín
og þær voru ekki ófáar trjáplöntu-
rnar sem ég aðstoðaði hann við að
gróðursetja í nágrenni Lækjartúns
með ágætum árangri. Auk þess að
vera iðin við trjá- og garðrækt voru
þau hjónin með gróðurhús á Lækj-
artúni þannig að í nógu var að snúast
þegar ég dvaldi hjá þeim á sumrin.
Ég minnist þess ekki að hafa séð afa
sitja auðum höndum, hann hafði allt-
af mikið að gera og hann gætti þess
jafnan að aðrir í kringum hann hefðu
eitthvað fyrir stafni. Hann var fram-
kvæmdastjóri Steypustöðvar Suður-
lands hf. frá stofnun hennar árið
1971 fram til ársins 1998 en þá var
hann sjötíu og sex ára að aldri og
hefði eflaust getað haldið áfram um
sinn, slík var vinnugleðin. Þau afi og
amma voru bæði mjög pólitísk og
unnu mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn
í gegnum árin. Það fór ekki framhjá
neinum sem heimsótti þau hvar þau
voru í flokki því oft bar stjórnmálin á
góma við eldhúsborðið í Lækjartúni.
Afi lá ekki á skoðunum sínum um
menn og málefni líðandi stundar og
hafði oft sterkar skoðanir á andstæð-
ingum sínum í pólitík en í þá daga
voru flokkslínur skýrari en þær eru í
dag.
Þau afi og amma voru alltaf í mjög
góðu sambandi við sína nánustu,
fylgdust vel með öllum fjölskyldu-
meðlimum og má með sanni segja, að
þau hafi verið hornsteinn fjölskyld-
unnar. Þegar amma Hugborg dó árið
2002 var það afa mikið áfall enda
voru þau afar samrýmd. Það er mik-
ill sjónarsviptir af þeim hjónum og
eftirsjá í því að geta ekki heimsótt
þau í Lækjartún þar sem ávallt var
tekið á móti manni með kostum og
kynjum. Barnabarnabörnin höfðu
sérstaka ánægju af því að koma til
þeirra og var þá amma jafnan búin
að baka pönnukökur sem vöktu ætíð
ánægju yngsta fólksins sem eru afar
lánsöm að hafa fengið að kynnast
þeim hjónum. Afi og amma eru nú
saman á ný og án efa farin að byggja
upp nýjan sælureit í anda Lækjar-
túns.
Eftir lifir minning um góða vini og
sannkölluð heiðurshjón.
Þorgeir Jónsson.
Elsku afi, þá ertu farinn eftir
langa baráttu við erfið veikindi. Þó
að það sé sárt að hugsa til þess, þá
vitum við að þér líður mun betur
núna og að þú ert kominn til ömmu.
Nú þegar við setjumst niður og
hugsum til baka þá koma upp í hug-
ann óteljandi minningar um þig.
Hvar eigum við að byrja? Það sem er
eftirminnilegast er hvernig þér lá
alltaf á öllum hlutum og allt varð að
gerast STRAX, helst í gær. Við mun-
um sérstaklega eftir því þegar þú
fékkst þá flugu í höfuðið að kenna
Herdísi að bakka bíl, áður en hún
fékk bílpróf, og það varð auðvitað að
gerast strax. Þá komstu heim í
Hlöðutún, snemma á sunnudegi og
dreifst Dísu litlu út næstum því á
náttfötunum. Svo þegar hún var
loksins búin að klæða sig drifuð þið
ykkur upp í Grímsnes þar sem þú
lést Dísu þína svitna allan daginn við
að bakka upp og niður brekkur og
varst mjög stoltur af framtaki þínu.
Við Lækjartún, húsið ykkar
ömmu, er stór og mikill garður og
skógur sem þið voruð dugleg að
rækta. En þú gerðir þetta nú ekki al-
veg einn og hjálparlaust, því oft vor-
um við systkinin kölluð til og látin
planta, vökva, bera áburð eða eyða
illgresi í kringum plönturnar og
fengum við alltaf einn rauðan pening
í laun.
Ef afa fannst við ekki hafa nóg fyr-
ir stafni var hann fljótur að redda
málunum og finna einhvers konar
vinnu fyrir okkur, hvort sem það var
vinna á Olís, bræða snjó, vökva í
gróðurhúsinu eða moka einni mold-
arhrúgu úr einum stað á annan stað.
Þökkum við þér að stórum hluta fyr-
ir hversu iðnar við erum við vinnu
núna, því það varst þú svo sannar-
lega.
Þú hefur kennt og sýnt okkur ansi
margt í lífinu, s.s. garðyrkju, minka-
veiðar, að spila, keyra og fyrst og
fremst frætt okkur um ættfræði, þar
sem þú gast þulið endalaust upp
hver var skyldur okkur og hvernig.
Oft á tíðum voru það þeir „frægu“ í
sjónvarpinu sem voru skyldir okkur.
Við erum þér ævinlega þakklátar
fyrir allar þær góðu stundir sem við
áttum saman með þér og ömmu og
vonum við að ykkur líði sem best.
Minning ykkar lifir alltaf.
Hugborg og Herdís Ólöf
Kjartansdætur.
Fyrirmyndir eru einstaklingar
sem annað fólk tekur sér til eftir-
breytni, fer að fordæmi viðkomandi
og lítur upp til. Þegar ég er spurður
um fyrirmynd mína er ég fljótur til
svars; afi Óli. Ekki vegna þess að ég
er skírður í höfuðið á honum, þótt
það sé heiður út af fyrir sig, heldur
vegna þess hversu ótrúlegur maður
hann var, maður sem ávallt mun
verða minnst meðal okkar.
Ég á margar góðar minningar um
hann afa og þakka fyrir þann dýr-
mæta tíma sem ég átti með honum
og ömmu. Líkt og með önnur barna-
börn þeirra reyndi ég að fara eins oft
í heimsókn til þeirra á sumrin og ég
gat. Ég man að afi var vanur að
mæta okkur á miðri leið á Hellisheið-
inni til að sækja mig, reyndar fór ég
oft með rútunni og lét hana þá
stoppa á afleggjaranum rétt utan við
Selfoss en mér leið alltaf betur þegar
ég vissi að afi myndi sækja mig hjá
skíðaskálanum. Þegar maður var
loks kominn upp í bíl til afa og við
lagðir af stað heim var hann vana-
lega með hitann á fullu, rás 1 í botni
og spurði hvernig gengi í boltanum.
Að komast í „sveitina“ var sannkall-
aður draumur og mikið ævintýri.
Hjónin á Lækjartúni kappkostuðu
að láta gestunum líða sem best,
brugðu meira að segja út af vanan-
um í matarinnkaupum og buðu borg-
arbörnunum upp á pitsur og annars-
konar skyndibitamat sem er svo
vinsæll hjá unga fólkinu. Svo eftir
mat var amma vön að hringja á
Hlöðutún og segja frændsystkinun-
um hvaða sveitungi væri mættur. Á
morgnana beið manns morgunmatur
og eftir hann var afi vanur að skutla
manni út á Arnberg til að sækja
Moggann fyrir sig. (Þetta var fyrir
tíma „Baugstíðinda“.) Þótt gestrisni
afa og ömmu hafi verið til fyrirmynd-
ar og allt sem þau gerðu fyrir mann,
var það ekki ástæðan fyrir komunni.
Að vera í návist þeirra var svo frá-
bært, manni leið svo vel og alltaf var
stutt í hláturinn. Ég er nokkuð viss
um að afi og amma hafa kennt öllum
barnabörnum sínum að spila og
leggja kapla.
Afa og ömmu kom sérlega vel
saman og þau elskuðu hvort annað
afar heitt, ást þeirra virtist eflast
með hverju ári. Þótt afi hafi verið
þrjóskur og þver að eðlisfari bráðn-
aði hann gjörsamlega fyrir persónu-
töfrum ömmu og ég minnist þess
ekki að hafa séð þau rífast en ef ein-
hver skoðanaskipti voru hafði amma
ávallt betur.
Afi var góðhjartaður maður sem
hafði alltaf nóg fyrir stafni. Hann
lifði lífinu til fullnustu og bar hag
þeirra sem stóðu honum næst mjög
fyrir brjósti. Hann var vinmargur og
þótt hann hafi verið vanur að bölva
kommum og framsóknarmönnum er
ég viss um að þar leynast nokkrir
sem hann taldi til vina sinna, eða þá
að minnsta kosti kunningja.
Það eru margar góðar og
skemmtilegar sögur sem hægt er að
segja af honum og það að vera í ná-
vist hans var alltaf viðburðaríkt.
Afi og amma voru vön að fara með
okkur barnabörnin í bíltúra um Suð-
urlandið t.d. að Gullfossi og Geysi
eða bara um sveitina. Eftir einn
sunnudagsbíltúr ákváðum við að
stoppa og fá okkur ís. Þegar komið
var að mér að velja ís rak afa í roga-
stans. Ég hafði valið mér ís sem
framleiddur var í Reykjavík. Hann
var miður sín og sagði mér að ég
kynni ekki gott að meta, Reykvík-
ingar kynnu ekki að búa til góðan ís.
Þannig að næstu daga var ég settur í
svokallaðan ískúr sem samanstóð af
sunnlenskum ís eins og ég gat í mig
látið. Afi náði þarna að innræta í mig
góðan smekk þannig að í dag leggur
maður sér ekki ís til munns nema
hann sé framleiddur í Hveragerði.
Afi var ávallt heilsuhraustur og er
mér sérstaklega minnisstætt þegar
ég dvaldist hjá þeim einn veturinn.
Þau buðu mér að vera hjá sér í ein-
hvern tíma vegna kennaraverkfalls-
ins. Oftar en ekki átti ég að hjálpa
afa í garðinum við einhverja erfiðis-
vinnu. Að nokkrum tíma liðnum var
ég farinn að þreytast en engan bil-
bug var að finna á þeim gamla. Ég,
hraustur íþróttamaður sem hafði
legið í iðjuleysi í langan tíma og
þurfti nauðsynlega á einhverri útrás
að halda, hafði ekki í við manni sem
nálgaðist áttræðisaldurinn! Þannig
var afi, hann gekk aldrei frá hálfklár-
uðu verki.
Þrátt fyrir að hafa barist við erf-
iðan sjúkdóm undir lokin var afi
seigur. Eitt sinn tók hann sér það
bessaleyfi, reyndar án ráðlegginga
lækna og sona sinna, að bregða sér í
bíltúr til höfuðborgarinnar. Nýbúinn
að endurnýja ökuréttindin sín hefur
afa sjálfsagt þótt gaman að því að
keyra Hellisheiðina. Hann heimsótti
mig en ég átti að keppa seinna um
daginn og hafði í rauninni engan
tíma til að spjalla við hann. En vegna
þess að sumum fannst að afi væri
ófær um að keyra, þótt hann hafi
sannað annað, var hlutverk mitt að
tefja fyrir honum þangað til pabbi
kæmi heim. Þannig að ég og afi
ákváðum að fá okkur að borða og
bíða. Afa leiddist þófið og biðin var
honum um megn. Hann ákvað loks
að segja þetta gott af heimsókn sinni
og keyrði til baka til Selfoss, í lög-
reglufylgd að mig minnir.
Ég tel mig tala fyrir hönd allra
barnabarna afa og ömmu þegar ég
segi að við erum öll þakklát fyrir
þann frábæra tíma sem við áttum
með þeim. Við hlökkuðum alltaf til
fjölskylduboða þeirra og einnig þeg-
ar von var á þeim í heimsókn. Lífs-
gleði og viðhorf þeirra til lífsins er
nokkuð sem við öll munum taka til
okkar og lifa eftir. Þeirra verður sárt
saknað en þó er gott að vita að þau er
loksins saman á ný.
Afi Óli, þú varst besti afi sem hægt
var að hugsa sér.
Þinn einlægi aðdáðandi
Ólafur Ben.
Bernskuminningar mínar eru
tengdar Óla í Hlöðum, Hugborgu
konu hans og fjölskyldu sterkum
böndum. Æskuárin eru í minning-
unni stór í sniðum, í réttu hlutfalli við
smæð barnsins, sem í hlut á. Sumt er
vafalaust litað af frjóu ímyndunar-
afli, sem blandað hefur raunveru-
leikann og gert hann áhugaverðari.
En margt er einnig satt eins og satt
getur orðið. Tryggð og vinátta Ólafs
Jónssonar er eitt af því. En ég hef
haft ríka ástæðu til að þykja vænt
um Óla. Hann barg lífi mínu ungu,
sem mér hefur allar götur síðan þótt
ekki lakara, enda er margur þakk-
látur fyrir það sem minna er. Það
varð til þess, meðal annars, að ég
fékk sem fullveðja maður að kynnast
Óla með nýjum hætti, fjörugum og
skemmtilegum ágætismanni. Það
skaðaði ekki að stjórnmálaskoðanir
hans voru af bestu gerð og fékk þeim
ekkert hnikað, ekki einu sinni þótt af
honum drægi að öðru leyti allra síð-
asta spottann.
Ólafur Jónsson beindi forystu-
hæfileikum sínum til margra góðra
verka og lengi munu menn þannig
njóta frumkvæðis hans og forystu í
skógræktarmálum á Suðurlandi og
atbeina hans að atvinnulífi þar. Að
Óla stóðu traustir stofnar, svo maður
haldi sig við skógræktina, og sést
það fólk og verk þess víða að. Og þau
góðu hjón Ólafur og Hugborg hafa
fyrir sitt leyti vel til sáð og ræktað,
svo að myndarlegur hópur afkom-
enda horfir nú þegar til góðs for-
dæmis þeirra, og nýtur um langa tíð
góðra minninga um einstakt af-
bragðs fólk.
Æskuheimili mitt stóð að Austur-
vegi 28 á Selfossi, örstutt austan við
lendur Jóns dýra, Óla og Hugborgar
og Hlaðafólksins. Og síðustu miss-
erin varð það hús skjól Óla og þaðan
sigldi hann góðan byr inn í sólarlag-
ið. Blessuð sé minning hans.
Davíð Oddsson.
ÓLAFUR
JÓNSSON
40 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Við kveðjum Ólaf Jónsson
með djúpri virðingu og þökk
fyrir frændsemi og vináttu.
Margar góðar minningar
koma upp í hugann. Orð við
hæfi um Óla gætu verið:
barngóður, vinmargur,
frændrækinn, drífandi eld-
móður, skemmtilegur, ætt-
arlaukur, umhyggjusamur
og réttlátur. Frændi í miklu
uppáhaldi.
Kæra frændfólk og vinir, –
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Jón Helgason.
HINSTA KVEÐJA