Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 47
MINNINGAR
matseldina. Þó eldað væri fyrir stór-
veislu og mikið undirlagt, sást það
ekki á eldhúsinu, því einhvern veginn
tókst honum að matbúa og ganga frá
áhöldum um leið og búið var að nota
þau. Guðni var mönnum greiðagóður
og þær voru ófáar fermingarveisl-
urnar, árshátíðirnar og stórafmælin
sem hann sá um fyrir „pétur og pál“
án nokkurs endurgjalds.
Guðni Pálsson stóð sína plikt yfir
pottum og pönnum og einnig í öðru
sem prýða má alvöru mann. Hans er
sárt saknað en ljúfar minningar ást-
vina um tilvist hans munu lifa.
Elsku Dúddý og fjölskylda. Við á
Saltabergi vottum ykkur dýpstu
samúð. Guð blessi ykkur öll.
Haraldur Geir.
Bernskuheimilið var Þingholt,
staðsett við Heimatorg í miðjum
bænum. Þetta var hús með stórt
hjarta, það var kannski ekki ríkt af
fé, en því ríkara af gleði og krafti.
Þarna óx upp stór og föngulegur
systkinahópur, 7 strákar og 6 stelpur
þ.e. þeir sem komust til manns.
Þarna ríkti mikil gleði, mikið fjör
og allskonar bernskubrek. Það var
sífelldur gestagangur frá morgni til
kvölds.
En það dró fyrir sólu 31. jan. 1951
þegar heimilisfaðirinn fórst í flug-
slysi á leið frá Eyjum til Reykjavík-
ur. Var hann að ná í bát fyrir kom-
andi vertíð.
En ekki var látið deigan síga, held-
ur þjappaðist fjölskyldan saman og
allir tilbúnir að takast á við lífsins
ólgusjó, hver á sinn hátt.
Guðni fór ungur til sjós, og var
hann fljótlega kominn á fraktskip
þar sem siglt var til Evrópu og Am-
eríku. Það var gaman þegar hann
kom heim í frí, sigldur maðurinn,
orðinn alger stælgæi, grannur, há-
vaxinn og fjallmyndarlegur í nýjustu
tísku frá Ameríku frá toppi til táar og
brilljantín í hárinu. Hann var búinn
að læra nýjustu dansana svo sem
„yette booge“, „tjútt“ og fleira, og
var það ósjaldan að Tóta og Guðni
tækju svingið og við yngra fólkið
horfðum á og dáðumst að.
Aðalstarf Guðna tengdist mat-
reiðslu. Vissan tíma rak hann kjöt-
vinnslu, síðar kokkur í mötuneyti
tengt Vinnslustöðinni, bryti á gamla
Herjólfi, frystitogaranum Vest-
manney og síðast kokkur á Hraun-
búðum dvalarheimili aldraðra.
Guðni var glaðlyndur, duglegur og
trúr sínu starfi. Það var gaman að sjá
til hans hvort sem það var að elda eða
ganga frá, snöggur og fumlaus.
Það er stutt milli stórra högga hjá
Þingholtsfjölskyldunni. Jón lést fyrir
2 mánuðum og nú Guðni. Nú er kom-
ið að skilnaðarstundu sem okkur
finnst alltof fljótt, við þökkum fyrir
allar góðu stundirnar sem við höfð-
um með ykkur Dúddý bæði heima og
erlendis.
Elsku Dúddý, nú að leiðarlokum
viljum við systkinin, mágkonur og
mágar senda samúðarkveðjur okkar
til þín og fjölskyldu þinnar.
Guðni, þú varst flottur, við vorum
stolt af þér.
Kveðja systkinin frá Þingholti.
Megir þú fara í friði.
Sævald Pálsson.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Við þökkum þér, elsku Guðni, fyrir
góða vináttu og skemmtilegar stund-
ir í gegnum árin.
Jón og Erla.
Glæsimenni og allt í einu á ólíkleg-
ustu stöðum tók hann steppsporin í
tíma og ótíma við einhverja músík
innan í sér eða bara við taktinn frá
sleifunum í pottunum sem hann var
að kokka í hverju sinni. Guðni Páls
frá Þingholti gaf okkur peyjunum
nýja mynd að glíma við. Hjá okkur
snerist allt um bryggjurnar, bátana,
mannskapinn um borð og mannskap-
inn í fiskvinnslunni. Fiskilyktin var
besta lykt í heimi og svo kom gúanó-
reykurinn, eitthvað sem virkaði ná-
kvæmlega eins á okkur peyjana og
hárkarl og vel kæst skata á fullorðna
til sjávar og sveita.
Guðni Páls var kjötiðnaðarmaður
og það var framandi, framleiddi alls
konar lostæti úr landbúnaðarafurð-
um og við peyjarnir urðum að fara að
hugsa um það að líklega væri þetta
allt eitthvað flóknara en fullur bátur
af fiski.
Guðni Páls var ákaflega farsæll til
sjós og lands. Eins og allt Þingholts-
fólkið, gerði hann hlutina með stæl,
gæjalega. Hann var fjölfróður og
hafði ákveðnar skoðanir, en fór vel
með þær. Var ekki að troða neinum
um tær, nema að tilefni gæfist til í
dagsins önn og amstri. Þá var hann
eins og austanáttin við Ystaklett, gaf
ekki tommu eftir. Þessi þrjóska
fylgir þessari ætt, en er fyrst og
fremst baráttugleði og leikgleði.
Það voru ófáar veislurnar sem
Guðni Páls eldaði ofan í gesti í Akog-
es, en þar var hann félagi, en hann
var úrvalskokkur og öllum þótti mat-
urinn hans góður. Ég hef aldrei
heyrt að nokkur hafi kvartað undan
mat hjá Guðna Páls.
Guðni var listrænn á margan hátt,
í framleiðslu, matargerð og í tónlist,
en þeir sem voru með honum til sjós
eða lands gleyma því aldrei þegar
hann tók skyndilega steppsporin, al-
veg upp úr þurru, en alltaf með sama
stælnum og glæsibragnum. Það var
eiginlega hans aðalsmerki, enda
kannski ekki undarlegt því öll þessi
stóra fjölskylda eru dansarar af Guðs
náð.
Þau voru glæsilega hjón hún
Dúddý og Guðni og það hefur verið
sérstakt að þótt þau hafi alltaf verið
stílhrein í fasi og fatnaði þá var eins
og þau væru klippt út úr glæsileg-
asta stíl síðustu aldar um og upp úr
1930, jitterbug-stílnum á bannárun-
um.
Guðni var blússandi húmoristi,
stundum með svolítið sérstakar
áherslur, en þær voru skemmtilegar
og persónulegar. Afkomendur þeirra
fylgja þessum stíl og hafa ekki held-
ur látið sinn hlut eftir liggja í list-
ræna fasinu, tónlist og tónlistarsköp-
un.
Það er mikill söknuður að Guðna
Páls, fallinn frá fyrir aldur fram, en
hann þurfti að tuskast við heilsuna á
síðasta fallinu og það átti ekki vel við
þennan kraftmikla en milda mann.
Eyjarnar sakna manns sem rækt-
aði Eyjastílinn og hafði mikinn metn-
að fyrir hönd þessara steinmanna í
hafinu. Hann var alltaf einn af áhöfn-
inni á Vestmannaeyjafleyinu. Megi
góður Guð vernda hana Dúddý, börn
og barnabörn, ættingja alla og vini.
Það er okkar sem erum enn um borð
að halda uppi merki Guðna Páls, taka
sporin sem leiða til árangurs, heiðra
minningu hans, þessa glæsilega
manns sem á ugglaust eftir að gleðja
almættið með því að taka steppspor-
in góðu í tíma og ótíma.
Árni Johnsen.
Þær verða ekki
mældar, stundirnar
sem við Ársæll sátum
og ræddum þjóðmálin,
jarðfræði eða það sem
mest var um vert, at-
burði sem sagt er frá í Íslendinga-
sögunum. Orsök og afleiðingu,
gæfu og gjörvileika og hvernig
menn skópu sín eigin örlög með
framkomu sinni og gjörðum. Þessu
veltum við upp aftur og aftur. Þeir
birtust okkur sem ljóslifandi, Giss-
ur hvíti, Snorri goði og Njáll hinn
skegglausi. Undir lokin var það
Jón biskup Arason, ævi hans og ör-
lög, maður sem trúði á málstað
sinn. Þetta voru höfðingjar fyrri
tíma, menn sem settu mark sitt á
samtíðina og höfðu áhrif á fólkið í
kring um sig.
En það er ekki fyrr en nú, þegar
Ársæll er fallinn frá, að ég geri
mér grein fyrir því að hann sjálfur
var slíkur höfðingi sem þeir. Hann
var sá sem gaf tóninn, hann setti
þau mörk og viðmið sem við,
óbreyttir liðsmenn hans, tókum við
og gerðum að okkar. Hann var
okkar ættarhöðingi og goðorðs-
maður og hann gerði ávallt vel við
sína liðsmenn.
Ég naut þeirrar gæfu að tengj-
ast Ársæli og Guðrúnu á unglings-
aldri er ég kynntist Ósk, eiginkonu
minni og dóttur þeirra. Þetta var
árið 1967 og ég aðeins 16 ára gam-
all. Mér varð strax ljóst hve heil-
steyptur og áreiðanlegur persónu-
leiki Ársæll var og þrátt fyrir
ungæðishátt og ýmis feilspor var
mér strax tekið sem vini. Leiðbein-
ing og ráðgjöf var ávallt í boði en
aldrei ávirðingar eða vandlæting.
Hann virti skoðanir mínar og
gjörðir og fyrir það er ég þakk-
látur.
Það er sem betur fer algengt í
okkar samfélagi að tengdabörn
eiga gott samband við tengdafor-
eldra sína. Það er hins vegar ekki
eins algengt að tengdaforeldrar
leggi sig eins afgerandi fram um að
rækta vinskap og trúnaðartraust
við tengdabörn sín og þau Ársæll
og Guðrún hafa ætíð gert. Tengda-
börn þeirra hafa sjálfkrafa orðið
hluti af fjölskyldunni með réttindi
og skyldur á við þeirra eigin börn.
Sá opni faðmur og ástúð sem þau
ávallt hafa veitt okkur og reyndar
öllum vinum barna sinna verður
seint metinn til fulls.
Ég horfi á eftir Ársæli með
söknuði því við áttum svo margt
ógert saman og margt órætt. En
svona er þetta, það verður ekki við
ÁRSÆLL
MAGNÚSSON
✝ Ársæll Magnús-son fæddist í
Hafnarfirði 13. októ-
ber 1928. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 21.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Akureyrar-
kirkju 28. janúar.
allt ráðið.
Spurningu, sem ég
setti fram fyrir nokkr-
um árum, og hljóðaði
svo; „Hvenær verður
þú það gamall, Kalli
minn, að ég verði betri
en þú í golfi?“, henni
verður ekki svarað
hérna megin grafar.
Hvíl í friði, kæri
vinur. Þú varst mér
góð fyrirmynd og sá
klettur sem ég gat
stutt mig við hvenær
sem á móti blés í mínu
lífi. Samúð mín er með
elskulegri tengdamóður minni,
tengdasystkinum og fjölskyldum
okkar meðan þú kemur þér fyrir
við langeldinn eilífa, meðal jafn-
ingja, höfðingjanna sem á undan
þér eru gengnir.
Kjartan Heiðberg.
Ég var alls ekki tilbúin til að
kveðja þennan mann, 10 ár voru
ekki nóg fyrir mig en Ársæll,
ásamt Guðrúnu, tók mér með opn-
um faðmi inni á heimili þeirra
hjóna 13. október 1995, ég opnaði
hjarta mitt og þar er og verður Ár-
sæll alltaf. Hann er órjúfanlegur
hluti af mér og lífi mínu, andi hans
lifir í manninum mínum og syni.
Ég veit hve stoltur Ársæll var af
Hreggviði mínum en ég veit líka
hversu mikið stoltið var gagn-
kvæmt, það leyndi sér aldrei. Al-
veg frá því ég kynntist Hreggviði
fyrst hef ég fundið þessa miklu ást
og virðingu sem hann ber til for-
eldra sinna, enda ekki að ástæðu-
lausu. Ég er stolt af því að eiga ást
þeirra í hjarta mínu, stolt af því að
eiga ást yngsta sonar þeirra, stolt
af því að eiga yngsta barnabarn
þeirra.
Fyrir mér var Ársæll alltaf
fræðimaður og grúskari. Hann
þekkti Íslendingasögurnar eins og
lófa sinn, bar þær saman og las
fornsögur annarra þjóða, eins og
Bjólfskviðu. Þar vílaði hann ekki
fyrir sér að lesa fornensku og í
raun sagði hann að öðruvísi ætti
ekki að lesa Bjólfskviðu. Hann velti
fyrir sér ferðum víkinganna og
náði sér í góðar bækur um þessi
efni enda var hann alltaf frábær-
lega skemmtilegur í niðurstöðum
sínum. Ég vonaðist til að geta gert
hann stoltan af mér og ég veit að
hann varð glaður þegar ég dreif
mig í Háskóla Íslands til að stúd-
era íslenskufræði, Eddukvæðin og
Íslendingasögurnar. Ég var búin
að hlakka til heitra samræðna við
hann um Gísla, Egil, Gunnar, Njál
og Gretti, samræðurnar verða þá
bara í bænum mínum. Ég hlusta á
son minn biðja Jesú að passa
Kalla-afa og svo heyrist … og mig
líka! Þá hugsa ég með mér, þannig
heldur lífið áfram, í hjarta og sálu
tveggja ára sonar míns býr andi
mikils manns.
Elsku Guðrún, þið öll eruð fjöl-
skylda mín, takk fyrir það.
Rut Ingólfsdóttir.
Er ég sá andlátsfregn Ársæls
Magnússonar, umdæmisstjóra
Pósts og Síma, flaug í gegnum
huga minn, hvert leita ég nú?
Það var aðeins augnabliks hugs-
un, við vorum bæði hætt störfum
fyrir nokkrum árum, en hann hafði
verið yfirmaður minn á annan tug
ára og ég hafði því oft þurft að
leita til hans í gegnum starfið.
Hann var yfirmaður, það fór
ekki fram hjá neinum að ég held.
Hann var mikill persónuleiki, ag-
aður, strangur og ákveðinn. Leitaði
maður ráða hjá honum var hann
góður hlustandi, kynnti sér að-
stæður og var snöggur með svör,
sem oft þýddu ,,verður ekki
breytt“. Ég reikna með að ég tali
ekki aðeins fyrir mína persónu, en
ósjálfrátt hugsar maður; yfirmað-
urinn mættur, er allt á sínum stað?
Þannig var það er Ársæll steig út
úr bíl sínum á bílaplaninu við póst-
húsið, staldraði við og leit í kring-
um sig utan garðs og innan, gekk
síðan heim stéttina og gaf húsinu
snöggt auga frá þaki að grunni. Er
inn kom heilsaði hann öllu starfs-
fólkinu með handabandi, sagði síð-
an: ,,Ég sé að dvergarnir fá að vera
í friði í garðinum hjá þér,“ og
brosti sínu kankvísa brosi, sem líka
þýddi, hingað og ekki lengra, ekki
meira garðdót. Ég hugsaði; fátt fer
fram hjá honum, sem ég og vissi,
því oft fannst mér hann hafa augu
og eyru alls staðar. En þar með
var ísinn líka brotinn sem oft vill
myndast við komu yfirmanns.
Mannleg samskipti voru hans
áhugamál og lék það sjálfur af
fingrum fram, því hann hafði góða
kímnigáfu og gott skap. Eitt sinn
er ég var að fylgja Ársæli til dyra
spurði hann hvort ég hefði ekki
áhuga á að gróðursetja tré á lóð-
inni, ég var fljót að svara að það
yxi ekki tré hérna. Því var hann
mér ekki sammála, en ég sagði að
ég vildi heldur græna flöt en illa
þrifinn blómagarð. Hann sagði að
þetta hefði nú bara verið hugdetta
því lóðin væri svo stór og að ég
hefði bara átt að segja að ég hefði
ekki tíma. Þannig gaf hann manni
punkta og lét mann svo um hvort
maður notaði þá eður ei.
Það sem mér fannst einkenna
Ársæl var hvað hann var hlýr og
áhugasamur ef starfsfólk átti við
veikindi að stríða, sem nokkuð var
um á þessum litla vinnustað. Hann
hringdi oft í viku til að fá fréttir af
viðkomandi og var ekki sáttur fyrr
en sérfræðingur hafði verið heim-
sóttur. Áfram fylgdist hann með,
þar til viðkomandi var aftur kom-
inn til sinna starfa.
Ársæll Magnússon var góður yf-
irmaður. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að starfa undir hans
stjórn.
Ég sendi eiginkonu hans og
börnum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir,
fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts
og síma, Skagaströnd.
Eitt bros – getur dimmu
í dagsljós breytt ...
(E. Ben.)
Ég vil minnast og kveðja góðan
vin minn, Arnar, í örfáum orðum.
Við höfum ófáa kaffibollana
ARNAR REYNIR
VALGARÐSSON
✝ Arnar ReynirValgarðsson
fæddist í Reykjavík
21. mars 1946. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
hinn 13. janúar síð-
astliðinn og var útför
hans gerð í kyrrþey,
að ósk hins látna,
hinn 21. janúar í
Grafarvogskirkju.
drukkið saman yfir
spjalli til margra ára.
Það var alltaf jafn
notalegt þegar hann
datt inn hjá mér bros-
andi út að eyrum.
Arnar var ætíð ljúf-
ur, hjálpsamur og hlýr
persónuleiki.
Hvernig sem hans
gæfa lá, þá brosti hann
alltaf.
Ég sakna þín.
Guðrún Árnadóttir
(Gullý).
Það var að kvöldi 13. janúar að
hann Arnar frændi minn kvaddi
þennan heim. Þessi yndislegi maður
sem var einn af mínum uppáhalds
manneskjum. Hann var yngsti
bróðir föður míns og var svo til
heimagangur hjá okkur þegar ég
var yngri. Einnig var ég mikið
heima hjá honum þegar hann var
kvæntur Karen, þar sem ég og
Magga dóttir hennar lékum okkur
mikið saman. Arnar var alltaf bros-
andi og glaður og hlátur hans
heyrðist langar leiðir. Tíðar voru
ferðir hans niður á Brauðstofu þar
sem hann kom ávallt við í hádeginu
og þá var sko hlegið og skemmt sér.
Hann og pabbi áttu einnig alveg
sérstakt samband og fannst þeim
gott að hafa endurnýjað kynnin.
Þegar Arnar veiktist var það
mikið reiðarslag fyrir alla í fjöl-
skyldunni og fannst mér þetta mjög
ósanngjarnt að þetta skyldi koma
fyrir þennan lífsglaða mann. En
Arnar var áfram glaður og var tíður
gestur hjá mér ásamt Söru dóttur
sinni sem var augasteinninn hans
og reyndist honum mjög vel í veik-
indunum. Og til merkis um hvernig
maður Arnar var þá voru systkinin
samankomin heima hjá mér fyrir
jólin og tók ég mynd af þeim og á
henni situr Arnar með breiðasta
brosið af öllum. Ég fór til Arnars
áður en hann lést og er það mér
mjög dýrmætt þar sem við spjöll-
uðum lengi saman og mun ég aldrei
gleyma brosinu hans þegar hann
leit upp og sá mig og kallaði mig
dúlluna sína, en það nafn notaði
hann alltaf. Maðurinn minn sagði
við mig þegar við fengum fréttirnar
um andlát Arnars að þar væri far-
inn einn besti og yndislegasti maður
sem hann hefði kynnst og þar hefur
hann rétt fyrir sér, því betri mann-
eskju er vart hægt að finna. Við
viljum biðja Guð um að vernda
Söru, Lindu, Möggu og Benna á
þessum erfiðum tímum og öll systk-
ini Arnars, því farinn er góður mað-
ur, en hann mun þó lifa í huga okk-
ar og hjarta.
Íris og fjölskylda.