Morgunblaðið - 12.03.2005, Page 1

Morgunblaðið - 12.03.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 69. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Sérstæður dansstíll Dansarar í Pilobolus og Íslenska dansflokknum brugðu á leik | Menning HELSTU stjórn- málafylkingar sjíta og Kúrda í Írak hafa náð sam- komulagi um skiptingu veiga- mestu embætta í væntanlegri ríkis- stjórn. Á sama tíma herða ýmsir sjítar á kröfum um, að landið verði sambandsríki. „Þessu verki er að ljúka og við munum ganga endanlega frá því á mánudag,“ sagði Ali al-Dabagh, talsmaður kosningabandalags sjíta, en nýtt þing á að koma saman á miðvikudag. Samkomulag er um, að Kúrdinn Jalal Talabani verði forseti landsins og varafor- setarnir tveir verði sjíti og súnníti. Ekki er þó enn vitað hverjir. Kúrdar fá eitt mikilvægt ráðherraembætti, einu færra en þeir kröfðust, en þeir munu styðja sjít- ann Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráð- herra. Kúrdar hafa fallist á að færa her sinn, 100.000 manns, undir stjórnarherinn en vilja hins vegar ekki samþykkja, að aðrir en Kúrdar verði í stjórnarhernum í Kúrdahéruðunum. Samkomulag er hins vegar um, að um 100.000 Kúrdar fái að snúa aftur til olíuborgarinnar Kirkuk en Saddam Hussein, fyrrverandi forseti, rak þá þaðan og lét araba koma í þeirra stað. Þá verða landamörk Kúrdahéraðanna endurskilgreind til að Kirkuk verði innan þeirra. Vilja sambandsríki Saddraddin Kubanji, áhrifamikill sjíta- klerkur í borginni Najaf, hvatti í gær til, að stofnað yrði sérstakt sambandsríki sjíta í Mið-Írak. Sjítar í Suður-Írak, þar á meðal í Basra, hafa einnig lýst yfir áhuga á sérstöku sambandsríki þar. Þrjú Kúrda- héruð í Norður-Írak njóta nú í raun fullr- ar sjálfstjórnar. Ný stjórn að fæðast í Írak Bagdad. AP, AFP. Jalal Talabani, næsti forseti Íraks. ÞAÐ munaði 48 krónum á verði vörukörfunnar hjá Bónus og Krónunni í verðkönnun Morg- unblaðsins í gær í fjórum lág- vöruverðsverslunum á höf- uðborgarsvæðinu. Bónus var með lægsta verðið, karfan þar kostaði 3.219 krónur en Krónan fylgdi fast á hæla Bónuss með körfuna á 3.267 krónur. Í Kaskó kostaði innihald körfunnar 3.665 krónur við kassa. Í Nettó var verðið hæst, karfan kostaði 4.218 krónur við kassa þar. Munar 999 krónum á verði körfunnar í Bónus og Nettó. Í Bónus og Krónunni var lægra verð á körfunni við kassa miðað við hilluverð. Í Nettó var verðið hinsvegar hærra við kassa. Hjá Krónunni var alltaf ósam- ræmi í verði á hillu og við kassa og í Bónus var ósamræmi í þrett- án tilvikum af tuttugu og einu. Hjá Kaskó var alltaf sama verð á hillu og við kassa og hjá Nettó var einnig alltaf samræmi á hillu og við kassa nema í einu tilfelli. Mikill verðmunur var á ein- staka vörum, t.d. reyndist 2.280% munur á hæsta og lægsta verði á gulum melónum og 892% verð- munur á rauðum vínberjum. Þessi mikli verðmunur end- urspeglar þá verðsamkeppni sem nú ríkir á markaðnum því kílóið af melónum var selt á fimm krón- ur í Bónus í gær en á hundrað og nítján krónur í Nettó. Margir við- skiptavinir nýttu sér í gær hag- stætt verð á ýmsum nauðsynja- vörum í lágvöruverðsverslunum og fylltu körfur af matvælum. Dæmi voru um að sumar vörur væru skammtaðar til við- skiptavina eins og mjólk og gos. Kaskó alltaf með sama verð í hillu og á kassa Munurinn 48 krónur á vöru- körfu í Bónus og Krónunni Morgunblaðið/Árni Torfason Viðskiptavinur hleður vörum í innkaupakörfu í Kaskó í Vesturbergi.                      Kaskó alltaf/27 HAFÍSINN úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi gæti borist inn á Norðausturmið og Austfjarðamið í norðanáttinni sem spáð er fram eftir næstu viku. Ekki er talið úti- lokað að hafís kunni að reka inn á firði og eru m.a. fiskeldismenn í Mjóafirði á varðbergi vegna hættu á að ís kunni að reka inn í fjörðinn og ógna eldiskvíum Sæ- silfurs. Þór Jakobsson veðurfræðingur segir ríka ástæðu til að fylgjast vel með hvort ísinn færist austur með landinu. Fulltrúar Almanna- varna og Veðurstofunnar fund- uðu í gær um útlitið. Á árunum 1965 og 1968 kom hafís inn á firði á Austfjörðum. „Þá fylltust hér allir firðir,“ segir Sigfús Vilhjálmsson, oddviti í Mjóafirði. Hafísbrúnin var aðeins í 6 mílna fjarlægð frá Grímsey í gærkvöldi. Grímseyingar eru viðbúnir því að verða umluktir hafís og hafa birgt sig upp. Að sögn Óttars Jó- hannssonar, oddvita, kom Sæfari í gær með vararafstöð og vír til að strengja fyrir höfnina ef þörf krefur til að verja báta og hafn- armannvirki. Olíubirgðir eru í eyjunni til allt að þriggja mánaða. „Það lamast allt atvinnulíf hér ef þetta gengur eftir,“ sagði Óttar Jóhannsson./8 og 33 Hafís gæti ógnað eldiskvíum Morgunblaðið/Helga Mattína Grímseyingar birgja sig upp. Sæfari kom með vararafstöð, búnað, olíu og vistir til Grímseyjar í gær. Lokað í Bónus á sunnudag „BÓNUSVERSLANIRNAR verða lokaðar á sunnudaginn. Starfs- fólkið er orðið örmagna og við ætlum að hafa lokað svo fólkið okkar geti hlaðið batteríin fyrir mánudaginn,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Bónus er með 450 manns í vinnu og hér er verið að vinna frá því eldsnemma á morgnana og langt fram eftir nóttu við að fylla á tómar hillur. Starfsfólk okkar hefur daglega verið að þjónusta á bilinu 20.000–32.500 viðskiptavini og gera um 1.400 verðbreytingar á hverjum degi og nú þarf það einfaldlega hvíld.“ NÁMSMAÐUR í Portúgal, Anselmo að nafni, vildi flikka dálítið upp á bílinn sinn, og þá einkanlega númeraplöturnar, sem voru orðnar ansi beyglaðar. Hann tók þær af en þegar hann kom aftur með þær sléttar og fínar, komst hann að því, að lögreglan var búin að sprengja bílinn í tætlur. Lögreglan í bænum Evora, sem er um 150 km suðaustur af Lissabon, segir, að hún hafi verið látin vita af því, að einhver maður hafi fjarlægt númeraplötur af bíl og síðan hraðað sér brott. Lögreglan hafði þá engar vöflur á, skundaði á vett- vang, girti bílastæðið af og sprengdi bíl- inn í loft upp. Þegar námsmaðurinn ungi kom aftur með númeraplöturnar var ver- ið að sópa saman ruslinu. Talsmaður lögreglunnar segir, að hún hafi brugðist hárrétt við enda verið viss um, að þarna hafi hryðjuverkamaður verið á ferð og bíllinn hlaðinn sprengi- efni. Hvar er bíllinn minn? Lissabon. AFP. ♦♦♦ SPRENGING varð í gær við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Pristina í Kos- ovo og var einn maður fluttur særður á sjúkrahús. Ekki var ljóst hvort um var að ræða árás, sem beint var gegn SÞ, en mikil spenna er í héraðinu eftir að forsætisráðherra héraðsins gaf sig fram við Al- þjóðasakamáladómstólinn í Haag en hann er sakaður um stríðs- glæpi. Gæsluliðar SÞ og lögreglan í Pristina lokuðu miðborginni eftir að sprengjan sprakk en hún var ekki mjög öflug, hugsanlega hand- sprengja. Grunnt á ofbeldinu Sú ákvörðun Ramush Harad- inaj, forsætisráðherra Kosovo, að gefa sig fram og svara til saka hefur kynt undir ótta við nýja of- beldisöldu í héraðinu. Haradinaj var einn af leiðtogum andspyrnu albanska meirihlutans gegn Serb- um í Kosovo-stríðinu 1998–1999 og er sakaður um stríðsglæpi gegn óbreyttum borgurum, Serb- um og sígaunum, til dæmis nauðg- anir og morð. Sprenging í Pristina Pristina. AP, AFP. Ramush Haradinaj Lesbók, Börn, Íþróttir og m Lesbók | Ofvaxin vörumerki  Evrópuskáldsagan og íslenska samhengið Börn | Páskar  Keðjusagan Íþróttir | Jóhannes Karl spáir í bikarinn ÍR og Fjölnir unnu m | Tímarit um mat og vín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.