Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRESTUR til að skila inn framboði til for- manns Samfylkingar- innar rann út í fyrra- dag. Eins og búist var við skiluðu Össur Skarphéðinsson, núver- andi formaður, og Ingi- björg Sólrún Gísladótt- ir varaformaður inn framboði. Kynnti Ingi- björg framboð sitt á blaðamannafundi á miðvikudag undir slag- orðinu „alla leið“. „Þessa stundina eru ég og stuðningsmenn mínir að vinna ýmis- konar undirbúnings- og grasrótarvinnu. Okkar formlega kosningabarátta hefst ekki fyrr en síðar. Þá mun koma í ljós með hvaða hætti ég mun leggja málstað míns framboðs fyr- ir,“ segir Össur. Hann viðurkenndi að margt í stöðunni benti til þess að hann ætti á brattann að sækja. Hann þyrfti stuðning allra sem teldu að Samfylkingin hefði verið á réttri leið undir hans forystu. Sá stuðn- ingur færi vaxandi, ekki síst frá ungu fólki, víða um landsbyggðina og í hópi eldri borg- ara. Ljóst væri að hann hefði starfað lengi sem þingmaður Reykvíkinga og þeg- ar kosningastarfið hæfist af fullum krafti mundi hann ekki síst sækja stuðning til þeirra. Össur segist vera þeirrar skoðunar að best sé fyrir Sam- fylkinguna að kosn- ingabaráttan verði stutt. Hann hafi allt- af gert það sem hann hafi talið flokknum fyrir bestu og heitir því að af hans hálfu verði keppnin drengileg í hvívetna. Úrslit liggja fyrir 21. maí Kjörstjórn Samfylkingarinnar hefur ákveðið að formaður verði kosinn í póstkosningu og verða kjörseðlar sendir út til flokks- manna 22. apríl. Kosningu lýkur 19. maí og verða úrslit tilkynnt á landsfundi Sam- fylkingarinnar sem haldinn verður 21. maí. Formannsslagur í Samfylkingunni Össur finnur fyrir vaxandi stuðningi Össur Skarphéðinsson „OKKUR hefur verið tekið hér með kostum og kynjum og verið sýndur mikill sómi,“ segir Halldór Blön- dal, forseti Alþingis, en hann var í gær, ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni sendi- herra og Helga Bern- ódussyni, skrifstofu- stjóra Alþingis, viðstaddur hátíðar- höld í Litháen í tilefni af því að 15 ár eru liðin frá því að lithá- íska þingið samþykkti að lýsa landið sjálf- stætt og fullvalda ríki. „Við snæddum hádegisverð með Vytautas Landsbergis [fyrrverandi forseta litháíska þingsins] og síðan sátum við hátíðarfund í Seimas [þings Litháen], sem hófst klukkan hálfsjö í kvöld. Okkur þótti mjög vænt um að forseti Seimas, Art- ûras Paulauskas, ávarpaði okkur,“ segir Halldór. Paulauskas ávarpaði fyrst Hall- dór Blöndal sem forseta Alþingis og minntist þess sérstaklega að Ís- lendingar hefðu verið fyrstir til þess að viðurkenna sjálfstæði Litháens. Stóð þingheimur upp að loknu ávarpinu. Því næst ávarpaði hann Jón Baldvin Hannibalsson og minntist þess að hann sem utanríkis- ráðherra heimsótti Litháen á mjög ör- lagaríkum tíma í jan- úar 1991 og stóð þingheimur aftur upp að loknu ávarp- inu. „Þetta endurspegl- aði þann vinskap og þá virðingu sem Litháar vilja sýna okkur Íslendingum,“ segir Halldór. Bauð Paulauskas í heimsókn til Íslands næsta sumar ,,Við áttum síðan mjög góðan fund með forseta þingsins þar sem farið var yfir atburðina 1990 og 1991 í kringum yfirlýsingu okkar Íslendinga til viðurkenningar á sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Jafnframt töluðum við nokkuð um samskipti landanna,“ segir Halldór. Bauð hann Paulauskas þingfor- seta ásamt eiginkonu og þingmönn- um að heimsækja Íslendinga næst- komandi sumar og segist Halldór vonast til þess að af þeirri heim- sókn geti orðið. Forseti Alþingis var ásamt sendinefnd viðstaddur hátíðahöld í Litháen Halldór Blöndal Hefur verið tekið með kost- um og kynjum Verkfræðingar semja UNDIRRITAÐUR hefur verið nýr kjarasamningur milli Stétt- arfélags verkfræðinga og ríkis- ins annarsvegar og ríkisins og Kjarafélags Tæknifræðinga- félags Íslands hins vegar. Samningurinn gildir til 30. apríl 2008. Með samningnum eru félagsmönnum tryggðar auknar greiðslur í Lífeyrissjóð verkfræðinga. Tekin verður upp ný launatafla eins og önnur há- skólafélög hafa samið um. Að öðru leyti er samningurinn svip- aður og önnur háskólafélög hafa gert. HARTNÆR tvö þúsund manns voru á árshátíð Leikskóla Reykjavík- urborgar í Egilshöll í gærkvöldi og mun þetta vera ein alfjölmennasta árshátið sem haldin hefur verið hér á landi. Til stóð að halda árshátíð- ina í Broadway en þar sem aðsókn- in var langt umfram væntingar var hún færð í Egilshöllina þar sem Sál- in lék fyrir dansi að loknu borð- haldi. „Við bjuggumst við um það bil 1.200 manns en svo sprakk þetta upp í allan þennan fjölda eða yfir 1.900 manns og þá var ákveðið að flytja árshátíðina,“ segir Arnar Laufdal, framkvæmdastjóri og eig- andi Broadway. Hann segir kosta mikla vinnu að undirbúa árshátíð af þessari stærð og sem dæmi megi nefna að meira en 15 þúsund hlutir séu á borðunum. „Það eru 130 manns á fullu að vinna undirbún- ingnum núna [í gærdag] en tæplega 150 manns koma að þessu í heild- ina. Við höfum verið með allt upp í 1.250 manns til borðs hér í Broad- way en aldrei tæplega tvö þúsund manns eins og núna.“ En hvað fengu gestirnir svo að snæða? „Við erum með sjávarrétt- arsalat í forrétt, lambainnanlær- isvöðva með postulínsgljá í aðalrétt og síðan erum við með konfektköku með íslenskum bláberjum í eft- irrétt,“ segir Arnar. Nær tvö þúsund manns á árshátíð STJÓRN Félags fréttamanna efndi til félagsfundar í gær þar sem m.a. var farið yfir „lagalegar skyldur varðandi réttindi og skyldur frétta- manna gagnvart Ríkisútvarpinu,“ að sögn Jóns Gunnars Grjetarssonar, formanns félagsins. Engin ákvörðun liggur þó fyrir um næstu skref, en Jón Gunnar segir að margir félagsmenn velti alvarlega fyrir sér hver í sínu horni að segja upp, þar sem þeir telji að vegið hafi verið að starfsheiðri þeirra með ákvörðun útvarpsstjóra að ráða Auð- un Georg Ólafsson í stöðu frétta- stjóra Útvarps. Frekari gagna krafist Á fundinn mætti lögfræðingur fé- lagsins og fór yfir lagalega hlið á ráðningarferlinu og segir Jón Gunn- ar að væntanlega verði farin sú leið að krefjast frekari gagna og upplýs- inga um ráðningarferlið. Þá hefur stjórn félagsins óskað eftir fundi með útvarpsstjóra til að ræða þá stöðu sem upp er komin. Að loknum félagsfundi tók annar óformlegur fundur fréttamanna við. G. Pétur Matthíasson, fréttamað- ur Sjónvarpsins, segir að margir hafi íhugað þá stöðu að segja upp störf- um, sem fyrr segir. „Við erum alveg ótrúlega ósátt við þetta og þó að það liggi ekki fyrir nein niðurstaða um aðgerðir [í gær] erum við hvergi nærri hætt og mál- inu er ekki lokið af okkar hálfu,“ seg- ir hann. Farið yfir lagalegar skyldur fréttamanna gagnvart RÚV Fréttamenn óska eftir fundi með útvarpsstjóra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.