Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● AVION Group hefur fengið Boeing 747-400 flugvél sem áður var í eigu Singapore Airlines afhenta. Vélin er í eigu hollensks fyrirtækis en er leigð af Avion Group. Vélin verður notuð til fraktflugs og er í rekstri hjá Air Atl- anta Icelandic. Þetta er þriðja Boeing 747-400 vélin í flugflota Air Atlanta Icelandic en hinar tvær eru áframleigðar til spænska flugfélagsins Iberia. Nýju vélinni verður breytt í fraktvél í Ísrael og verður þetta fyrsta Boeing 747- 400 fraktvélin á íslenskri skrá. Fyrsta flugvél sinnar tegundar                                 !"#"$    % "&' (&  )* &# +&(&  )#&  ,&' (& % "&'  -$"  -$' $ !"#  .# /    01$/  01 !/ $  &#(  2       ! 1 % "&'  3 &'  31 /&  3  45   6 7(&   ,89& /5 &&  :;$/  0%!  0" <"# 0"&'  0"1   =    >=## &#1   &  ? && "  &  415 11 609($#    !  (  ! $"' @=//  ,&' 81 % "&'  >9 9  "# $%  AB@C 08    $                  6  6 6 6 6    6 6 6 6   6  6 6 $= &#  =   $ 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 D EF D 6 EF D 6 EF 6 D 6 EF 6 D EF D  EF D 6EF D  EF 6 6 D 6 EF 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 3$ "'    '# & > "( 8 " '# G ) 0"                       6  6 6 6 6  6 6   6 6  6  6 6                        6                             6        ?    8 *+   >3 H #&"  !/"'            6 6 6 6 6  6 6  6 6 6  6 6 >36 I  1 1"'&' " "/  >36 0="'  "  "$##/ 1 =  "( $ &  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI GUNNAR Felixson, fráfarandi for- stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, gagnrýndi harðlega vinnubrögð starfsfólks Samkeppnisstofnunar í ræðu sinni á aðalfundi TM í gær. Tók Gunnar til umfjöllunar tvö mál sem verið hafa til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun. Annars vegar mál sem hófst árið 1997 með húsleit í starfstöðvum SÍT og Íslenskrar end- urtryggingar og lokið var með sátt sl. vor. Hins vegar svokallað Capas- mál sem hófst á árinu 2002 og lokið var með sátt í síðasta mánuði. Gunnar sagði niðurstöðu fyrra málsins hafa verið viðunandi en svo hefði ekki verið í Capas-málinu. „Ég hef hingað til álitið að rannsóknar- eða eftirlitsaðilar ættu að kanna mál af óhlutdrægni og ekki fyrirfram að gefa sér sekt eða sakleysi þeirra að- ila sem til skoðunar væru. En reynsla mín af þessum málum er önnur. Ég get ekki betur séð en að starfsmenn stofnunarinnar hafi gef- ið sér sekt okkar fyrst og síðan reynt að tína allt til til að undirbyggja slíka niðurstöðu. Langtímum saman var ekkert til- lit tekið til rökstuddra andsvara og sannleikanum ýtt til hliðar í lengstu lög. Svo virðist sem starfsfólk stofn- unarinnar trúi frekar sleggjudómum götunnar eða ásökunum talsmanna neytendasamtaka og stjórnmála- manna, sem hag hafa af því að tor- tryggja tryggingafélögin, en gögn- um þeim sem fyrir þeim liggja,“ sagði Gunnar. Telur hann ljóst að „þessi gagnrýnisverðu vinnubrögð Samkeppnisstofnunar“ hafi skaðað tryggingafélögin verulega. „Við höf- um legið undir ámæli viðskiptavina okkar ómaklega um árabil. Og það er alvarlegt mál þegar meginástæða þess er óvönduð vinnubrögð opin- berra eftirlitsaðila,“ sagði Gunnar. Afskráning umhugsunarefni „Það hlýtur að vera eigendum og stjórnendum Tryggingamiðstöðvar- innar umhugsunarefni á næstu mán- uðum, í ljósi þröngs eignarhalds og lítilla viðskipta, hver framtíð félags- ins er í Kauphöll Íslands,“ sagði Gunnlaugur S. Gunnlaugsson, stjórnarformaður félagsins, á aðal- fundinum. Minntist hann á miklar sviptingar í íslensku viðskiptalífi á undanförnum árum sem hefðu m.a. leitt til þess að bæði Sjóvá og VÍS hefðu verið afskráð úr Kauphöll Ís- lands. „Er nú svo komið að TM er eina skráða tryggingafélagið í Kaup- höllinni,“ sagði Gunnlaugur. „Í kjöl- farið af yfirtökum á Sjóvá-Almenn- um tryggingum og VÍS hafa tengsl bankanna og tryggingafélaganna eflst mjög, sem og sameiginleg markaðssetning og sölustarfsemi. Augljóst er að við þurfum að mæta þessu með enn öflugri þjónustu við viðskiptavini okkar og skapa okkur sérstöðu sem viðskiptavinurinn kann að meta.“ Gunnlaugur tilkynnti á fundinum að starfsmönnum TM í fullu starfi, og öðrum hlutfallslega, yrði greiddur 150 þúsund króna kaupauki vegna ársins 2004. Þá samþykkti fundurinn að greiða 100% arð eða rúmar 932 milljónir króna. Trúa frekar sleggju- dómum götunnar Morgunblaðið/Árni Torfason Gagnrýni Gunnar Felixson gagnrýndi harðlega vinnubrögð starfsfólks Samkeppnisstofnunar á aðalfundi TM í gær. BANKARÁÐ Landsbanka Íslands hefur ákveðið að hækka hlutafé bankans um 800 milljónir króna að nafnvirði, eða um 9,88%, með áskrift nýrra hluta. Verður hlutaféð selt til núverandi hluthafa bankans á sölu- genginu 14,25. Heildarsöluverð nýrra hluta er því 11,4 milljarðar króna. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segir að þessi ákvörðun sé í samræmi við heimild sem veitt var á aðalfundi bankans í byrjun febrúarmánaðar. „Þetta er til að auka hlutaféð bæði til að styrkja eiginfjárstöðuna í ljósi þess vaxtar sem varð á síðasta ári, og enn fremur til að styrkja fjárhagsstöðu bankans til áframhaldandi vaxtar á þessu ári,“ segir Halldór. Samtals verða 100 milljónir króna að nafnvirði af hinu nýja hlutafé not- aðar til að bjóða þeim hluthöfum, sem eiga 100 þúsund krónur að nafn- verði eða minna, að kaupa að minnsta kosti 10 þúsund krónur að nafnverði, sem jafnframt verður minnsti hlutur sem hægt verður að kaupa í útboðinu. Segir Halldór að þetta sé sérstaklega gert til þess að auka hlutdeild smærri hluthafa í hluthafahópnum. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að ef ekki næst að selja alla hina nýju hluti til núverandi hluthafa hafi bankastjórnin heimild til að leita kaupenda að því sem eftir stendur af útgáfunni. Skulu þá hlutir annað- hvort vera seldir með því að bjóða hluthöfum aukinn hlut eða með því að leita kaupenda utan hluthafahóps bankans. Skulu hlutir þá boðnir á sama verði og stóð hluthöfum til boða. Hlutafé Landsbankans aukið til frekari vaxtar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Aukning Stefnt er að því að hlut- deild smærri hluthafa í Landsbanka Íslands verði sérstaklega aukin í hlutafjárútboðinu. ÞÓTT liðin séu hátt í tuttugu ár man Björgólfur Thor Björgólfsson það ennþá þegar lögreglan barði að dyrum á heimili foreldra hans einn morgun og tók föður hans, Björgólf Guðmundsson, með til yfirheyrslu. Þegar klukkan var orðin átta að kvöldi dags, og ekkert hafði spurst til föður hans, kveikti Björgólfur Thor á sjónvarpinu og sá í fréttum að faðir hans hafði, ásamt öðrum stjórnendum Hafskipa, verið hnepptur í varðhald. Þannig hefst grein í bandaríska viðskipta- tímaritinu Forbes þar sem fjallað er um þennan eina Íslending sem kemst á lista tímaritsins yfir 500 ríkustu menn í heimi, Forbes 500, en grein þessi er forsíðu- frétt í tímaritinu. Þá segir að all- ar götur frá því þetta gerðist hafi Björgólfur Thor róið að því öllum árum að end- urreisa orðstír fjölskyldunnar. „Virðing er mér efst í huga. Völd og peningar eru aðeins leiðin til virðingar “ segir hann í viðtali við Forbes. „Eins og forfeður hans víking- arnir varð Björgólfur Thor reiður, hefndi sín og varð mjög ríkur,“ seg- ir í greininni. Ekki of valdamikill Í greininni er rakinn ferill Björg- ólfs allt frá því að hann útskrifaðist með gráðu í fjármálafræði frá New York háskóla árið 1991. Farið er yf- ir viðskipti hans í Rússlandi og í A- Evrópu auk þess sem fjallað er um viðskipti hans hérlendis, kaupin á Landsbankanum og Eimskip auk samruna Pharmaco og Delta í Ac- tavis. Forbes segir hann þó ekki vilja eignast óvini í landi sem er að verða of lítið fyrir hann. Hann vilji ekki vera álitinn of valdamikill á Ís- landi. „Ég hef öðlast þá virðingu sem ég vildi. Nú get ég hafið seinni helming lífs míns,“ segir Björgólfur Thor að lokum. Meðal þeirra yngstu Á lista Forbes yfir þá einstaklnga í heiminum sem eiga yfir einn millj- arð Bandaríkjadollara er samtals 691 milljarðamæringur. Björgólfur Thor er númer 488 á listanum. Ef aldur þeirra sem eru á listanum er skoðaður er Björgólfur Thor sá 16. yngsti, 38 ára að aldri. Í leit að virðingu Björgólfur Thor Björgólfsson þar haft eftir talsmanni Bakkavarar að yfirtökutilboðið snerist um út- þenslu en ekki fækkun starfa. Þá segir í The Business að for- svarsmenn Geest telja að samruni við Bakkavör sé skynsamlegur í ljósi tilþrifamikilla breytinga nýverið á breskum matvörumarkaði. For- svarsmenn Bakkavarar eru sagðir ætla sér að viðhalda uppbyggingu rekstrar Geest en þeir hafi ekki tekið fram hvort grípa þurfi til uppsagna á starfsfólki við samrunann. Haft er eftir stjórnarformanni Geest, John Banham lávarði, að stjórnin hafi tekið vel tilboði Bakka- varar enda sé þar á ferðinni fyrir- tæki sem sé staðráðið í að stækka enn frekar á markaði fyrir ferskar tilbúnar matvörur. Auk þess sé „VIÐ höfum uppskriftina að ár- angri,“ hefur Telegraph eftir Ágústi Guðmundssyni, stjórnarformanni Bakkavarar, en breskir fjölmiðlar hafa síðustu daga fjallað um fyrir- hugaða yfirtöku Bakkavarar Group á Geest. Uppskriftina segir Ágúst byggða á að fá stjórnendur Geest til að starfa áfram hjá fyrirtækinu. Þeirra á meðal er forstjórinn Gareth Voyle, en laun hans verða hækkuð úr 345 í 500 þúsund pund nái kaupin fram að ganga, að því er segir í frétt Tele- graph. Í frétt icBirmingham segir einnig frá launahækkun Voyle en þar kem- ur fram að Bakkavör hafi ekki tekið ákvörðun um hvort aðrir stjórnend- ur verði áfram hjá fyrirtækinu. Er margt líkt með gildum og markmið- um fyrirtækjanna tveggja. Blaðið segir að gengið verði frá samningum um kaupin á Geest um miðjan maí, að því gefnu að samþykki 75% hlut- hafa fáist. Lélegir í fótbolta Hvers vegna Ísland, 280 þúsund manna þjóð? spyr icBirmingham, og svarar því til að ein ástæðan geti ver- ið tengslin við fjármálamenn í Birm- ingham á Englandi og getuleysi þeirra í fótbolta. Segir frá Guy Green, einum af eig- endum ráðgjafarfyrirtæksins Evers- heds sem vinnur með Bakkavör að kaupunum á Geest. Green kynntist forsvarsmönnum Bakkavarar þegar þeir sóttust eftir að kaupa Wine & Dine árið 2001 en hann sá þá um ráð- gjöf fyrir Wine & Dine. Ári síðar, þegar Bakkavör sóttist eftir að kaupa Katsouris Foods var Green þeim til ráðgjafar og kynnti þá fyrir fjármálamönnum í Birmingham, þ.e. hjá Bank of Scotland, Royal Bank og HSBC. Green mun á hinn bóginn hafa komist í kynni við og líkað vel við menn frá KB banka og Baugi. Fleiri bættust í hópinn, bæði Bretar og Íslendingar. Þar kom að Green skoraði á Ís- lendingana í fótbolta og er skemmst frá því að segja að Íslendingarnir lögðu bresku fjármálamennina 6-1 í leik sem háður var á Íslandi og 2-0 í seinni leik þeirra í Bretlandi. Segir blaðið að sjálfstraust víkinganna hafi aukist talsvert við þetta. Uppskriftin að árangri Bakkavarar ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands námu 5,4 milljörðum króna í gær. Þar af voru viðskipti með hluta- bréf fyrir 4,4 milljarða. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði lítillega, eða um 0,1%, og er lokagildi hennar 3.845 stig. Af úrvalsvísitölufyrirtækjunum hækkaði gengi Bakkavarar mest, eða um 2,8%. Bréf Flugleiða lækk- uðu hins vegar mest, eða um 2,0%. Hlutabréf hækkuðu almennt í verði í helstu kauphöllum Evrópu í gær. Lítilsháttar hækkun í Kauphöllinni : 'J 0KL    E E !>0@ M N       E E B B .-N    E E )!N : $   E E AB@N MO 7&$     E E
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.