Morgunblaðið - 12.03.2005, Síða 24
Vorsýning Kynjakatta
verður haldin 12. og 13. mars 2005
í reiðhöll Gusts, Álalind, Kópavogi.
Sýningin er opin frá klukkan 10 - 18
báða dagana.
Akureyri | Fjórða Íslands-
mótinu í krullu lauk í Skauta-
höllinni á Akureyri í vikunni
með fjórum leikjum. Fyrir
lokaumferðina var ljóst hvaða
lið hrepptu gull og silfur,
Fimmtíuplús sigraði með yf-
irburðum, Kústar höfðu þegar
tryggt sér silfurverðlaun og
Skytturnar náðu þriðja sæt-
inu. Öll liðin sem þátt tóku í
mótinu eru úr röðum Krullu-
deildar Skautafélags Akureyr-
ar.
Lið skipað leikmönnum 50
ára og eldri sigraði með yf-
irburðum á mótinu, vann alla
átta leiki sína og hlaut 16 stig,
5 stigum meira en næsta lið.
Liðið heldur í næstu viku í
víking til Skotlands til þátt-
töku á heimsmeistaramóti
leikmanna 50 ára og eldri.
Í liðinu, sem keppti á Ís-
landsmótinu undir heitinu
Fimmtíuplús, eru þeir Gísli
Kristinsson, Hallgrímur Vals-
son, Sigurgeir Haraldsson,
Ágúst Hilmarsson og Júlíus
Fossberg Arason.
Morgunblaðið/Kristján
Fimmtíuplús meistarar
Sóparar
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið | Árborg
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Þingmennska er eitthvað sem, sumir að
minnsta kosti, láta sig dreyma um. Íbúar
Grundarfjarðar fengu tækifæri til þess á
dögunum að gerast þingmenn í einn dag.
Reyndar var þingstaðurinn ekki við Aust-
urvöll heldur á Jeratúni þar sem sal-
arkynnin voru ekki af verri endanum, nýtt
og glæsilegt húsnæði Fjölbrautaskóla Snæ-
fellinga. „Bjóðum tækifærunum heim“ var
yfirskriftin og þingstörfum stjórnaði ráð-
gjafafyrirtækið Alta. „Þetta byrjar allt á
orðum,“ sagði stjórnandinn, „og síðan er að
láta verkin tala.“ Hugmyndir, ábendingar
og tillögur streymdu frá þingfulltrúum og
var þeim safnað dyggilega og haldið til
haga. Síðan er það bara spurningin hvort
þinghaldið skili einhverju til bættara sam-
félags. Það mun tíminn leiða í ljós.
Marsipanterta á boðstólum er tákn um að
eitthvað merkilegt hafi gerst í Grundarfirði.
Fyrir skömmu birtist hafnarvörðurinn með
eina slíka í vigtarskúrnum að morgni dags
og hafði kallað á hafnarstjórann, sjálfan
bæjarstjórann, til þess að skera fyrstu
sneiðina. Fastagestir í vigtarskúrnum vissu
ekki hvaðan á sig stóð veðrið því bollarnir
höfðu meira að segja verið þvegnir. Um
ástæðu veisluhaldanna upplýsti síðan hafn-
arstjórinn í snjallri ræðu þar sem fram kom
að á land í Grundarfjarðarhöfn hafði í febr-
úarmánuði borist mesti afli síðan mælingar
hófust. Og síðan var skálað í bleksterku
kaffi.
Höfnin er lífæð Grundfirðinga, það kom
berlega í ljós á áðurnefndu íbúaþingi og
þegar þátttakendur voru beðnir að nefna
tækifæri í framtíðaruppbyggingu staðarins
var Grundarfjarðarhöfn efst í huga flestra.
Frystihótel er í burðarliðnum, það er að
segja staður til að safna saman frystum
fiski áður en hann er fluttur til vinnslu.
Skemmtiferðaskip eru farin að venja komu
sína til Grundarfjarðar en 10 slík munu hafa
viðkomu í höfninni á komandi sumri. Aug-
lýst hefur verið nýtt deiliskipulag fyrir
hafnarsvæðið með nýjum vegi sem tengir
saman smábátahöfn og skipahöfn og svæði
þar sem gert er ráð fyrir hafnsækinni starf-
semi þannig að fram undan eru áfram bjart-
ir tímar í Grundarfirði.
Hitaveita er nú væntanlega í sjónmáli hjá
Grundfirðingum en heita vatnið hefur
streymt upp úr borholunninni í bráðum eitt
ár frá því að það fannst við austanverðan
Kolgrafarfjörð. Á íbúaþinginu sáu menn
ýmsa möguleika í heita vatninu en það sem
bar hæst var ný sundlaug sem opin væri allt
árið.
Úr
bæjarlífinu
GRUNDARFJÖRÐUR
EFTIR GUNNAR KRISTJÁNSSON FRÉTTARITARA
Menningar- ogsafnanefndBlönduóssbæjar
hefur ákveðið að auglýsa
eftir kynningarlagi fyrir
sumarhátíðina Mat og
menningu sem fram fer á
Blönduósi í sumar. Texti
lagsins verður að vísa til
hátíðarinnar. Keppt verð-
ur í Félagsheimilinu 15.
júlí en sama dag verður
hagyrðingakvöld. Kemur
þetta fram á vef Húna-
hornsins. Ýmislegt verður
á Mat og menningu. Í
Kvennaskólanum verður
sýning sem Aðalbjörg
Ingvarsdóttir mun annast.
Ungmennasamband Aust-
ur-Húnvetninga mun
standa fyrir almennings-
hlaupi. Þá er stefnt að
opnun hafíssafns í Hilde-
brandtshúsi fyrir hátíðina.
Kynningarlag
Þakkartónleikar fyr-ir stuðning fyr-irtækja, fé-
lagasamtaka og
einstaklinga við kaup á
nýju rafmagnspíanói til
nota í Grunnskólanum á
Blönduósi voru haldnir í
Blönduóskirkju í vikunni.
Aðalhvatamaður að söfn-
uninni, Hugrún Sif Hall-
grímsdóttir kennari, bauð
upp á skemmtun hvar
börn í öllum bekkjum
skólans sungu fjölda laga.
Hugrún, sem jafnframt er
tónlistarkennari, lék und-
ir á hið nýja píanó og var
það manna mál að gleði
hafi skinið úr hverri sál.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Gleði í hverri sál
Afmælisdagurskáldsins Þór-bergs Þórð-
arsonar verður haldinn
hátíðlegur í dag frá kl. 14
til 16 á Skólavörðustíg 6b.
Þar verður fjallað um
ljóðaþýðingar og upp-
lestur á þýddum ljóðum
úr esperanto. Kristján Ei-
ríksson yrkir af þessu til-
efni til hagyrðinga:
Þórberg hyllum í þessum rann’
sem þar er vani.
Eflaust það gleður okkar mann
á astralplani.
Í Hvítum hröfnum frá
árinu 1922 eru vísurnar
„Far vel!“ eftir Þórberg:
Ég syrgi ekki sálu þína, –
en samt er mér annt um þig, –
því ég hafði ungur eignast
ástmey, sem grætti mig.
En hún er nú glötuð og gengin
gjálífis-villustig.
Og því hef ég aldrei elskað
og aldrei grátið þig.
Afmæli Þórbergs
pebl@mbl.is
Kárahnjúkar | Samkvæmt samkomulagi
sem náðst hefur milli Impregilo og verka-
lýðsfélaga hefur Impregilo hafið aðgerðir
sem ætlað er að hvetja starfsmenn með
lögheimili á Íslandi utan virkjunarsvæðis-
ins til lengri samfelldrar vinnu hjá fyrir-
tækinu. Munu þeir sem starfa lengur en
sex mánuði fá sérstaka launauppbót fyrir
hvern unninn dag. Ingvar Sverrisson, lög-
fræðingur hjá ASÍ, segir að uppbótin sé á
bilinu 400–750 kr. á dag, eftir launaflokki
viðkomandi starfsmanns.
Þá hefur Impregilo einnig ákveðið að
bjóða fullgildum iðnaðarmönnum með
sveinspróf í rafiðnaði, tréiðnaði og málm-
iðnaði sérstaka launauppbót á hvern unn-
inn tíma, til að fá aukið hlutfall iðnaðar-
manna með fyllstu réttindi og reynslu til
stafa að við virkjunina. Segir Ingvar að
iðnaðarmenn sem uppfylli þessi skilyrði fái
greiddar aukalega 350 krónur á hverja
vinnustund.
Ingvar segir samkomulagið marka
ákveðin tímamót en bendir á að enn standi
nokkur stór atriði út af borðinu; skattamál
erlendra starfsmanna og ágreiningur varð-
andi iðnréttindi þeirra. Sagði hann verka-
lýðshreyfinguna mjög ósátta við hversu
langan tíma yfirskattanefnd tæki sér til að
fara yfir skattamál erlendra starfsmanna,
en hún hefur eitt slíkt mál til umfjöllunar
nú. Segir Ingvar að á meðan niðurstaða
nefndarinnar liggi ekki fyrir sé ekki hægt
að leysa þessi mál í heild.
Fá launaupp-
bót eftir sex
mánaða starf
Árnes | Ákveðið hefur verið að sameina
grunnskólana í Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi í einn skóla, Þjórsárskóla, og að
hann verði í Árnesi. Skólahald leggst við
það af í Brautarholti á Skeiðum.
Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverja-
hrepps var sammála því að sameina
skólana enda kom fram við umfjöllun að
nemendum hefur fækkað verulega og útlit
er fyrir enn meiri fækkun á næstu árum.
Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Ís-
lands telur að skólastarfinu sé betur borgið
á einum stað og könnun bendir til að for-
eldrar séu sama sinnis. Meirihluti hrepps-
nefndar samþykkti að sameinaði skólinn
verði í Árnesi enda gæti húsnæðið þar tek-
ið við starfseminni allri án mikilla breyt-
inga. Tveir fulltrúar greiddu atkvæði gegn
þeirri ákvörðun, vildu að fyrst yrði gerð
frekari könnun á því hvort skólahúsnæðið
hentaði betur og hvort hagkvæmara væri
að reka skólann í Brautarholti eða Árnesi.
Í framhaldi af ákvörðun sinni skipaði
hreppsnefnd vinnuhóp til að fjalla um nýt-
ingu skólahúsnæðisins í Brautarholti.
Þjórsárskóli
verður í Árnesi
♦♦♦
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111