Morgunblaðið - 12.03.2005, Side 27

Morgunblaðið - 12.03.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 27 DAGLEGT LÍF                               Það er mikill verðmunur ásumum vörutegundum ílágvöruverðsverslunum umþessar mundir og munar til dæmis 2.280% á hæsta og lægsta verði á gulum melónum og 892% á verði rauðra steinlausra vínberja. Þetta kemur í ljós þegar kassaverð á þessum vörum er borið saman en blaðamenn Morgunblaðsins fóru í verðkönnun í fjórum lágvöruverðs- verslunum í gær. Alls kostaði vörukarfan í Bónus 3.219 krónur á kassa, 3.267 krónur í Krónunni, 3.665 krónur í Kaskó og 4.218 krónur í Nettó. Munar 48 krón- um á körfunni í Krónunni og Bónus en 999 krónum á körfunni í Bónus og Nettó. Þegar borið er saman hillu- og kassaverð kemur í ljós að hilluverð stemmdi aldrei við kassaverð í Krón- unni. Í Bónus stefndi hilluverð við kassaverð í átta skipti af tuttugu og einu. Hjá Kaskó stemmdi verðið allt- af og hjá Nettó var einu sinni um mis- ræmi að ræða. Hjá Bónus og Krón- unni var karfan ódýrari við kassa þegar verð á kassa er borið saman við hilluverð en í Nettó var hún dýrari. Gos og mjólk skammtað Það var mismikið að gera í þeim fjór- um lágvöruverðsverslunum sem blaðamenn Morgunblaðsins fóru í eftir hádegi í gær til að gera verð- könnun. Starfsfólk búðanna var á þönum við að fylla á hillur enda voru sífellt fleiri tóm að myndast í vöruhill- um búðanna. Í gosrekkum einnar verslunarinnar var miði þar sem stóð að viðskiptavinir mættu aðeins kaupa tvær kókflöskur á mann og sums- staðar var hámarkið fjórir lítrar af nýmjólk og léttmjólk. Samt var greinilegt að það voru ekki allir að fara eftir þessum leið- beiningum því sumar kerrur voru hálffullar af gosi og mjólk. Kíló af eplum á eina krónu Grænmeti og ávextir voru á nið- ursettu verði og kostaði kílóið jafnvel vel innan við tíu krónur á sumum teg- undum og kíló af eplum og appels- ínum fór jafnvel niður í eina krónu. Fólk birgði sig upp af paprikum, sveppum, appelsínum og eplum, vín- berjum og jarðarberjum og í kerrum voru margir pakkar af kaffi á nið- ursettu verði, Cheeriosi og öðru morgunkorni. Stærstu páskaeggin frá Nóa voru óðum að seljast upp og kartöfluflögur voru auðsjáanlega á útsölu því viðskiptavinir voru með jafnvel tíu til tuttugu pakka í körf- unni. Könnunin var framkvæmd í Bónus Smáratorgi, Kaskó Vest- urbergi, Krónunni Bíldshöfða og Nettó í Mjódd í gær. Farið var á sama tíma í allar verslanir, klukkan 13.15 og blaðamenn skrifuðu hjá sér kassaverð og tíndu í körfur vörurnar sem kanna átti verð á. Komið var í biðröð við kassa klukkan 14.10. Mis- jafnt var hversu langar biðraðir voru við kassana. Þegar verið var að renna vörunum í gegn á kassa var beðið um verslunarstjóra. Lagt var af stað með rúmlega fimmtíu vörutegundir á lista en ekki er allur sá listi birtur hér í töflunni sem fylgir. Einungis er birt verð á þeim vörum sem fengust alls staðar og voru til í sömu stærðum. Ekkert mat er lagt á gæði eða þjónustu í lágvöruverðsverslununum fjórum, einungis er um beinan verð- samanburð að ræða.  VERÐKÖNNUN | Morgunblaðið kannar verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu Kaskó alltaf með sama verð á hillu og kassa &'(          :;1/5"  " P&'&$&&  " ) 9"  # 0; /51 E  # , Q 1R/($/1 "  ""   # $ &   # ,< # "##  # !$  1R 5"* 51 # 5"81  # S 8&($ $ &"   # " 1$"5&  # >586$"  " " $& -TO$""    # 211(  "   M &$"($#$ (   L &#"$ "# # &"  # -/+8 )/8 1R& "" " -/+8 1R +"  " 08 1R'/1 @11$   " 08 1R& "" @11$   " ?& ""8  && )/8    0 -> ,0 )% 01 # % 8"'  *' % -/5'' % ?$ ($# -$"6 $ 39  $ ,9#  $ -& 9  # "9#   "                                                                                                          3 "" )                            3 "" )                               3 "" )                                 3 "" )                      '   Morgunblaðið/Árni Torfason Viðskiptavinir kunna vel að meta lágt vöruverð á ýmsum nauðsynjum þessa dagana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikið var að gera í Bónus í gær og margir sem birgðu sig upp af vörum á hagstæðu verði. Krónan og Bónus berj- ast um lægsta verðið samkvæmt verðkönnun Morgunblaðsins í fjór- um lágvöruverðsversl- unum í gær. Það er 48 króna verðmunur á körfunum, Bónus í hag, ef miðað er við það verð sem neytendur greiða við kassa. ’Fólk birgði sig upp afpaprikum, sveppum, appelsínum og eplum, vínberjum og jarðar- berjum.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.