Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 27 DAGLEGT LÍF                               Það er mikill verðmunur ásumum vörutegundum ílágvöruverðsverslunum umþessar mundir og munar til dæmis 2.280% á hæsta og lægsta verði á gulum melónum og 892% á verði rauðra steinlausra vínberja. Þetta kemur í ljós þegar kassaverð á þessum vörum er borið saman en blaðamenn Morgunblaðsins fóru í verðkönnun í fjórum lágvöruverðs- verslunum í gær. Alls kostaði vörukarfan í Bónus 3.219 krónur á kassa, 3.267 krónur í Krónunni, 3.665 krónur í Kaskó og 4.218 krónur í Nettó. Munar 48 krón- um á körfunni í Krónunni og Bónus en 999 krónum á körfunni í Bónus og Nettó. Þegar borið er saman hillu- og kassaverð kemur í ljós að hilluverð stemmdi aldrei við kassaverð í Krón- unni. Í Bónus stefndi hilluverð við kassaverð í átta skipti af tuttugu og einu. Hjá Kaskó stemmdi verðið allt- af og hjá Nettó var einu sinni um mis- ræmi að ræða. Hjá Bónus og Krón- unni var karfan ódýrari við kassa þegar verð á kassa er borið saman við hilluverð en í Nettó var hún dýrari. Gos og mjólk skammtað Það var mismikið að gera í þeim fjór- um lágvöruverðsverslunum sem blaðamenn Morgunblaðsins fóru í eftir hádegi í gær til að gera verð- könnun. Starfsfólk búðanna var á þönum við að fylla á hillur enda voru sífellt fleiri tóm að myndast í vöruhill- um búðanna. Í gosrekkum einnar verslunarinnar var miði þar sem stóð að viðskiptavinir mættu aðeins kaupa tvær kókflöskur á mann og sums- staðar var hámarkið fjórir lítrar af nýmjólk og léttmjólk. Samt var greinilegt að það voru ekki allir að fara eftir þessum leið- beiningum því sumar kerrur voru hálffullar af gosi og mjólk. Kíló af eplum á eina krónu Grænmeti og ávextir voru á nið- ursettu verði og kostaði kílóið jafnvel vel innan við tíu krónur á sumum teg- undum og kíló af eplum og appels- ínum fór jafnvel niður í eina krónu. Fólk birgði sig upp af paprikum, sveppum, appelsínum og eplum, vín- berjum og jarðarberjum og í kerrum voru margir pakkar af kaffi á nið- ursettu verði, Cheeriosi og öðru morgunkorni. Stærstu páskaeggin frá Nóa voru óðum að seljast upp og kartöfluflögur voru auðsjáanlega á útsölu því viðskiptavinir voru með jafnvel tíu til tuttugu pakka í körf- unni. Könnunin var framkvæmd í Bónus Smáratorgi, Kaskó Vest- urbergi, Krónunni Bíldshöfða og Nettó í Mjódd í gær. Farið var á sama tíma í allar verslanir, klukkan 13.15 og blaðamenn skrifuðu hjá sér kassaverð og tíndu í körfur vörurnar sem kanna átti verð á. Komið var í biðröð við kassa klukkan 14.10. Mis- jafnt var hversu langar biðraðir voru við kassana. Þegar verið var að renna vörunum í gegn á kassa var beðið um verslunarstjóra. Lagt var af stað með rúmlega fimmtíu vörutegundir á lista en ekki er allur sá listi birtur hér í töflunni sem fylgir. Einungis er birt verð á þeim vörum sem fengust alls staðar og voru til í sömu stærðum. Ekkert mat er lagt á gæði eða þjónustu í lágvöruverðsverslununum fjórum, einungis er um beinan verð- samanburð að ræða.  VERÐKÖNNUN | Morgunblaðið kannar verð í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu Kaskó alltaf með sama verð á hillu og kassa &'(          :;1/5"  " P&'&$&&  " ) 9"  # 0; /51 E  # , Q 1R/($/1 "  ""   # $ &   # ,< # "##  # !$  1R 5"* 51 # 5"81  # S 8&($ $ &"   # " 1$"5&  # >586$"  " " $& -TO$""    # 211(  "   M &$"($#$ (   L &#"$ "# # &"  # -/+8 )/8 1R& "" " -/+8 1R +"  " 08 1R'/1 @11$   " 08 1R& "" @11$   " ?& ""8  && )/8    0 -> ,0 )% 01 # % 8"'  *' % -/5'' % ?$ ($# -$"6 $ 39  $ ,9#  $ -& 9  # "9#   "                                                                                                          3 "" )                            3 "" )                               3 "" )                                 3 "" )                      '   Morgunblaðið/Árni Torfason Viðskiptavinir kunna vel að meta lágt vöruverð á ýmsum nauðsynjum þessa dagana. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikið var að gera í Bónus í gær og margir sem birgðu sig upp af vörum á hagstæðu verði. Krónan og Bónus berj- ast um lægsta verðið samkvæmt verðkönnun Morgunblaðsins í fjór- um lágvöruverðsversl- unum í gær. Það er 48 króna verðmunur á körfunum, Bónus í hag, ef miðað er við það verð sem neytendur greiða við kassa. ’Fólk birgði sig upp afpaprikum, sveppum, appelsínum og eplum, vínberjum og jarðar- berjum.‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.