Morgunblaðið - 12.03.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 12.03.2005, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar 5-7 daga golfferðir í apríl-maí Verð aðeins frá 66.900 kr.: Flug - skattar - 4ra stjörnu gisting - 2 í herb. - 5 golfhringir – íslensk fararstjórn – bókið fyrir 15. mars! Gönguferð í Pýreneafjöllin 27/8 – 3/9 Fjórða árið í röð, alltaf jafn vinsælt og vel heppnað. Fararstjórar „á heimsmælikvarða”, m.a. Hjördís Hilmarsdóttir. Knattspyrnuskóli Bobby Charlton Yfir 1.000 ánægð íslensk ungmenni síðustu 10 árin! Tilvalin fermingargjöf! Nánari upplýsingar á www.itferdir.is ÍT ferðir, sími 588 9900, itferdir@itferdir.is www.itferdir.is Færð þú MasterCard ferðaávísun Ferðaávísun VR Draumurinn rættist síðastliðiðsumar er hún lagði upp í 31klukkustundar langt flug til að komast að hinu sanna. Eitt er víst að á Samóaeyjum gengur lífið hægar en Vesturlandabúar eiga að venjast. Enginn virðist æsa sig þótt stræt- isvagninn komi ekki á tilsettum tíma. Þá er bara farið heim og ferðin geymd til morguns. Brynhildur Briem fór með vinkonu sinni Huldu Sveinbjörnsdóttur til Samóaeyja. Þær ákváðu að leita til ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar sem skipulagði flugferðir og gistingu. Að öðru leyti voru þær á eigin vegum í tvær vikur á Samóaeyjum. Þær flugu frá Keflavík til London, þaðan til Kuala Lumpur í Malasíu, síðan til Auckland í Ástralíu og þaðan til Samóa. Samóa er rétt austan við daglínu og fólk þarf að athuga að bóka gist- ingu tvisvar sinnum sömu nóttina. Á leiðinni til baka tapar það hins vegar einum degi. Búið með skordýrum og eðlum „Við ákváðum að vera á Samóaeyjum í svolítinn tíma til að reyna að kynn- ast daglegu lífi fólksins,“ sagði Bryn- hildur. „Ég fékk fljótlega svör við þessum spurningum sem drógu mig til Samóa. Þar eru sumir svolítið í holdum, en ég gat ekki séð að fólk ætti við offitu að stríða. Eins gengur allt hægar fyrir sig en maður á að venjast, en fólkið er ekki latt. Aftur á móti er ekki vinna fyrir alla og al- gengt að ein fyrirvinna sjái fyrir fjöl- skyldunni.“ Gistiaðstaðan var frekar óhefð- bundin. „Við ákváðum að gista á gistiheimili í hverfi innfæddra frekar en á hefðbundnu hóteli,“ sagði Bryn- hildur. „Fyrstu nóttina sváfum við í strákofa, en fluttum í hús eftir það. Í húsinu var glerið eins og hansag- ardínur og var alltaf opið á milli riml- anna. Þarna voru mörg skordýr, en á næturnar vorum við með moskítónet yfir rúmunum. Svo höfðum við einnig eðlur í húsinu, – þær gerðu manni ekkert en sáu um að halda skordýr- unum í skefjum. Klósett og sturta voru úti í garði og bara kalt vatn í sturtunni. Mér tókst ekki að venjast því að fara í ískalda sturtu þennan hálfa mánuð. Við fengum morg- unmatinn á tágabökkum og neyttum hans sitjandi á gólfinu, eins og tíðkast þarna. Í morgunmat voru aðallega ávextir sem voru tíndir í garðinum, svo sem papaja, bananar og kókos. Þarna er kókosinn notaður eins og við notum kartöflur og Kínverjar hrísgrjón. Ég komst ekki upp á lag með að borða mikið af honum. Ann- ars var maturinn ekki sérstakur. Ég held að enginn fari í matarferðir til Samóa,“ sagði Brynhildur. Rokkað í strætó „Við ákváðum strax í upphafi að passa vel upp á hvað við borðuðum, enda bakteríuflóran mjög svo ólík okkar. Við borðuðum til dæmis ekki hrátt grænmeti og borðuðum reynd- ar ekki mikið af því sem innfæddir neyta. Algengt er að sjá fjölskyldurn- ar elda utandyra á heitum steinum. Við borðuðum á ýmsum veit- ingastöðum sem eru margir við strandlengjuna og prófuðum flest nema McDonalds, sem því miður er kominn þangað. Ástæðan fyrir því að ég segi það er meðal annars sú að innfæddir hafa borðað sinn skyndi- bita á bananalaufum. Þeir eru vanir að henda þessum laufum frá sér því þeir vita að þau rotna fljótlega í rak- anum og hitanum. Því miður henda þeir núorðið plastumbúðunum utan af matnum hjá McDonalds líka frá sér og því er nokkurt rusl á götunum. Reyndar ætla stjórnvöld að fara að taka á þessum málum. Þarna er lítil ferðamennska enn sem komið er, en áhugi er á að koma upp vistvænum ferðaiðnaði.“ Brynhildur segir að lífið á Samóa einkennist af rólegheitum, nema þeg- ar maður ferðast með strætisvagni því í öllum vögnunum er spiluð hávær rokktónlist. Sumir virtust taka strætó til þess eins að hlusta á tón- listina. Þótt til sé áætlun er lítið farið eftir henni. Enginn er stressaður þótt vagninn komi ekki. Engar sérstakar stoppistöðvar eru, heldur lætur fólkið bara vita hvar það vill fara út. Rigndi eins og hellt væri úr baðkeri „Við vorum á Samóa á vetrartíma. Það rigndi mikið þótt þetta ætti að vera þurrkatími og má líkja því við að hellt væri úr baðkari frekar en fötu. Stundum var svo mikið úrhelli að maður óð vatn upp í kálfa á götunum, en vatnið sjatnaði um leið og sólin fór aftur að skína. Það rigndi eitthvað alla dagana nema einn. Hitinn var yf- irleitt um 30°C en hann er nánast sá sami allt árið um kring, jafnt daga sem nætur. Loftrakinn er mikill og ég komst að því að þetta er loftslagið til að ganga í hörflíkum. Maður heng- ir þær krumpaðar upp og það sléttist úr þeim á augabragði.“ Vestur-Samóa eru fjórar eyjar og þar af eru tvær langstærstar. Alls er landið 2.900 ferkílómetrar að stærð. Höfuðborgin Apia er á eynni Upolu. „Það er gaman að sigla hringinn í kringum hvora eyju fyrir sig og það er hægt að gera á einum degi. Þetta eru eldfjallaeyjur og síðast gaus þarna 1908. Samt ná trén í apal- hrauninu mannhæð. Húsin eru á súl- um með þaki og allt opið þannig að maður sér inn til fólks þar sem það situr heima hjá sér og horfir á sjón- varpið. Engum dettur í hug að fara inn og stela. Ný hús eru þó flest byggð með veggjum. Mér fannst líka sérstakt að flestir karlmenn ganga í pilsum og mjög margir ganga ber- fættir á heitu malbikinu. Það eina sem ég sá neikvætt þarna á Samóa var að mikið er um flækings- hunda og innfæddir vara mann við þeim. Þeir slást mikið og á næturnar er mikill hávaði í þeim. Svo er fólk auðvitað með hænsni í garðinum og byrjuðu hanarnir að gala eldsnemma á morgnana. En eitt það eftirminnilegasta úr ferðinni er hve íbúar á Samóa eru áberandi hlýlegir og vingjarnlegir. Langflestir heilsuðu manni þegar maður mætti þeim á götu. Ég tala nú ekki um ef maður hafði hitt fólkið áð- ur. Það er lýsandi fyrir íbúana að eitt sinn þegar við biðum af okkur rign- ingu fyrir utan skrifstofu í bænum kallaði á okkur kona sem vann í byggingunni og bauð okkur að setj- ast inn á skrifstofuna sína og þiggja kaffi.“  SAMÓAEYJAR|Einna eftirminnilegast úr ferðinni eru hlýlegir og vingjarnlegir íbúar Það er enginn að flýta sér Það hafði lengi verið draumur Brynhildar Briem að komast til Samóaeyja í Kyrrahafi og kanna hvort sögusagnir um að þar þætti fallegt að vera feitur og að leti væri dyggð væru á rökum reistar. Ærandi diskótónlist barst úr gluggalausum strætisvögnunum. Ferðalangarnir Brynhildur Briem og Hulda Sveinbjörnsdóttir. Úr laufblöðum kókospálmans fléttaði fólk ótrúlega sterkar körfur. Á kolin settu innfæddir matinn sinn sem þeir pökkuðu fyrst í bananalauf. Gistiheimilið sem Brynhildur bjó á: Seipepa Samoan Travel Home P.O. Box 1465 Sími/fax * 685 25447 LalovaeaApiaSamoaSeip- epa@samoa-experience.com Vefur: http://www.samoa- experience.com/Seipepa.htm Á þessu fína hóteli kostar gist- ingin meira: Aggie Grey’s Hotel & Bungalows PO Box 67 · Apia Samoa Sími: (685) 22880 Fax: (685) 23626 eða (685) 23203 aggiegreys@aggiegreys.wshttp:// Vefur: www.aggiegreys.com asdish@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.