Morgunblaðið - 12.03.2005, Síða 42

Morgunblaðið - 12.03.2005, Síða 42
✝ Guðrún Júlía Elí-asdóttir fæddist í Hólshúsum í Gaul- verjabæjarhreppi 2. júlí 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 4. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Elías Árnason bóndi í Hóls- húsum, f. 1884, d. 1966, og kona hans Guðrún Þórðardóttir húsfreyja, f. 1885, d. 1969. Systkini Guð- rúnar Júlíu eru: Mar- grét Ingibjörg, f. 1915, d. 2003, Þórður, f. 1915, d. 2003, Árni, f. 1917, d. 1995, Elín, f. 1920, d. 1992, Júlía Svava, f. 1922, Guðrún, f. 1923, d. 1991, Bjarni, f. 1926, d. 1927, og Guðlaug Bjarney, f. 1928, d. 2000. Guðrún Júlía giftist 21.12. 1941 Gunnari Sigurði Gestssyni listmál- ara, f. 12.10. 1913, d. 24.6. 1982. Hann var sonur Gests Sigurðsson- ar sjómanns á Stokkseyri og Guð- rúnar Guðlaugsdótt- ur. Börn Guðrúnar Júlíu og Gunnars Sigurðar eru: Sævar, f. 1939, kvæntur Kristbjörgu Eðvalds- dóttur og eru börn þeirra tvö og einnig á Sævar tvö börn frá fyrra hjónabandi. Barnabörn hans eru sex. Auður Þórunn, f. 1941, gift Geir Val- geirssyni og eru börn þeirra fimm, barna- börn tólf og barnabarnabörn tvö. Andrea, f. 1946, gift Borgari Bene- diktssyni og eru börn þeirra þrjú og barnabörn sex. Gunnar Elías, f. 1953, kvæntur Valgerði Gísladótt- ur og eru dætur þeirra tvær og barnabörn þrjú. Útför Guðrúnar Júlíu fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag verður hún móðir mín til moldar borin en hún lést á Sjúkra- húsi Suðurlands að morgni 4. mars sl. eftir skamma en erfiða sjúkra- legu. Móðir mín var ekki nema rúmlega tvítug og nýgift þegar eiginmaður hennar veiktist af berklum og áttu þau veikindi eftir að hafa áhrif á alla hennar ævi bæði tilfinningalega og afkomulega. Þau hjón gengu sinn æviveg og báru sínar byrðar án þess að kvarta eða bera sín mál á torg. Þó ólík væru um marga hluti voru þau samstiga í því að eiga þolanlega ævi og lifa sem eðlilegustu lífi. Eftir að faðir minn lést árið 1982 bjó móðir mín ein í húsi sínu á Stokkseyri í nágrenni við þrjú af börnum sínum og naut þess að sjá barnabörnin vaxa úr grasi. Samvist- ir við þau glöddu hana og léttu henni lund. Ófáar voru ferðir barna- barnanna á hennar fund. Ævinlega átti hún eitthvað sem gladdi bæði munn og maga og ekki síður um- hyggjuna sem hún bar fyrir sínum og laðaði alla að henni. Hún naut þess að vera nærri sínu fólki og fór daglega til barna sinna. Urðu þessar gönguferðir henni áreiðanlega hin besta heilsubót því hún var létt á fæti fram á níræðisaldur. Þar kom að heilsu hennar fór að hraka og fór hún á Dvalarheimili aldraðra á Eyrarbakka á miðju ári 2004 en flutti síðan á Elliheimilið Kumbaravog á Stokkseyri síðla sama ár. Hér skal starfsfólki þessara stofn- ana færðar þakkir fyrir þá umönnun sem hún varð þar aðnjótandi. Ég tel að það sé ekki á neinn hall- að þó minnst sé á samband móður minnar við son sinn Gunnar sem var mjög náið. Hafði hann samband við hana á hverju kvöldi áður en hún gekk til náða og var henni stoð og stytta á allan þann hátt sem honum var mögulegt. Ég kveð þig nú, móðir mín, og þakka þér fyrir allt. Ég trúi því að þú hafir nú hitt „karlinn“ þinn og þið leiðist nú um grænar grundir þar sem þið megið næðis njóta og horfið saman á sólarlagið. Þinn sonur, Sævar. Mig langar að skrifa nokkur orð um elsku ömmu mína. Þegar ég var lítil passaði hún oft okkur systurnar. Það voru skemmti- legir tímar. Stundum spiluðum við saman og amma var alltaf svo kát. Þegar mamma og pabbi voru að vinna fengum við stundum að borða hjá ömmu. Ég minnist þess að hjá henni fékk ég Neskaffi og setti matarkex útí. Svona flottheit voru bara hjá ömmu. Ég man þegar amma fór á hest- bak á Orra mínum og var þá komin vel yfir sjötugt. Þegar hún fór af baki lyfti hún fætinum yfir hálsinn á hestinum. Ég hélt að ég þyrfti að grípa hana en hún sagði mér bara að fara frá, svona hafi hún gert þetta þegar hún var ung og reið um móana. Það var svo gaman að hafa ömmu með í brúðkaupinu okkar Friðriks og þegar við eignuðumst litla strák- inn okkar var amma montin og sagði mér hve fallegur henni þótti hann vera. Síðustu vikurnar hafa verið mjög erfiðar fyrir okkur öll. Það var svo erfitt að vita ömmu svona veika. Daginn áður en amma dó kom ég til hennar með Michael minn. Hún opn- aði augun og ég hvíslaði að henni hvað okkur þætti vænt um hana. Ég bið Guð að geyma elsku ömmu mína og kveð hana með versinu sem hún kenndi mér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hulda Ósk Gunnarsdóttir. Elsku amma mín. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig. Þegar ég lít til baka á ég svo margar góðar minningar um þig og ég mun geyma þær og varðveita í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég veit að núna líður þér vel og að hann afi tók á móti þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Þú varst alltaf í svo góðu skapi og alltaf til í að spjalla um allt milli him- ins og jarðar. Ég veit að þú munt ávallt fylgjast með mér og lifir áfram í hjarta mínu. Ég mun sakna þín, elsku amma. Þín, Guðrún Jóna Borgarsdóttir. Í dag kveð ég elsku ömmu mína í hinsta sinn með sorg og söknuð í hjarta. Ég minnist hennar, sem var hluti af lífi mínu alveg frá fæðingu, vernd- ari minn þegar ég var lítil og vin- kona mín þegar ég varð eldri. Ótal minningar koma fram í hug- ann. Þegar foreldrar mínir eignuð- ust hús á Stokkseyri var það rétt handan götunnar við Aðalstein. Það var því alltaf stutt að hlaupa yfir til ömmu. Fyrsta símanúmer sem mér var kennt var númer ömmu og afa. Ef eitthvað bjátaði á, eins og í veik- indum mömmu þegar pabbi var á sjó, gat ég alltaf náð strax í ömmu. Hún huggaði mig þegar ég var hrædd og gat alltaf látið mér líða betur þegar eitthvað amaði að. Amma hafði yndi af ferðalögum og eru margar minningar um hana tengdar þeim. Hún lét ekki bíða eftir sér þegar leggja átti af stað. Það var henni gleðiefni þegar hún fór með okkur Steina og krökkunum upp í Borg- arfjörð og við sýndum henni landið sem við eigum þar. Hún var létt í spori þegar hún skoðaði sig um og naut þess vel að koma í sveitina. Samband ömmu við afkomendur sína og tengdabörn var einstakt. Hún fylgdist með okkur öllum, gladdist þegar vel gekk og kenndi okkur þolinmæði þegar hana skorti. Gunnar Bjarki, sonur minn, átti sérstakan sess í hjarta ömmu. Þau voru vinir og ekki leið svo dagur að þau hittust ekki. Fyrstu árin í lífi hans leit amma stundum eftir hon- um en seinna var ekki alveg ljóst hver var að passa hvern, en það skipti heldur ekki máli, þau voru saman. Nú er erfitt fyrir ungan dreng að sætta sig við að það verður ekki oftar og skilja að öllu er af- markaður tími. Þrátt fyrir að líf ömmu hafi oft ekki verið auðvelt var hún alltaf svo glöð og góð. Hún naut þess að vera með fjöl- skyldu sinni sem elskaði hana og dáði. Amma hafði gaman af því að vera innan um fólk, ræddi við alla eins og jafningja og dæmdi aldrei neinn. Ég þakka elsku ömmu minni fyrir allt það sem hún gaf mér og gerði fyrir mig og bið Guð að vaka yfir henni. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna’ og sjá, hryggðar myrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgrímur Pétursson.) Anna Margrét Gunnarsdóttir. Elsku amma mín, ég er varla búin að átta mig á því að þú sért dáin. En svona endum við víst öll. Þú hefðir getað átt nokkur ár í viðbót að mínu mati. En þetta gerðist bara allt svo hratt. Það var erfitt að útskýra fyrir börnunum að nú væri langamma dá- in. Þú varst alltaf svo hress og kát og gott að vera með þér. Þú komst í allar veislur sem haldnar voru og hafðir gaman af. Þú varst oft að tala um myndirnar sem Karen Thelma teiknaði. Þú sást alltaf út úr þeim en það voru bara litlar hendur sem voru að teikna þarna. Þegar ég var lítil og kom til ykkar afa þá fengum við Anna að leika okkur uppi á lofti. Þar bjuggum við til okkar heimili og vorum í svaka stuði. Við fengum að nota inniskóna þína sem voru raðaðir par fyrir par tröppurnar upp stigann. Allir litir, rosalega flottir. – Sennilega hef ég erft skódelluna frá þér, amma mín. Svo þegar leiknum lauk fórum við niður í eldhús þar sem okkar beið súkkulaðisnúðar og kleinur. Var að- al sportið að ná sætinu í horninu. Elsku amma, þín verður sárt saknað og munt þú eiga stóran stað í hjarta mínu. Þín Nína Björg. Elsku langamma. Ég vil þakka þér allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Ég veit að þér líður vel og að þú ert komin til hans langafa. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Ég kveð þig með söknuði og veit að þú munt fylgjast með mér. Guð geymi þig, elsku langamma mín. Þinn, Bjarkar Þór Sigurfinnsson. Elsku langamma. Það er svo vont að missa þig úr þessum heimi en ég á allar góðu minningarnar um þig. Það var svo gaman að koma til þín að Aðalsteini, fá kökur og fara upp á loft og glamra á orgelið. Við horfð- um saman á málverkin sem afi gamli málaði og þú varst svo ánægð með. Ég fór stundum með þér í kirkju- garðinn og við krossuðum yfir leiðið hjá afa gamla. Þú prjónaðir heilan helling af vettlingum og sokkum handa okkur Andreu Rún sem ennþá eru í fullu gildi og verða kannski notaðir af börnunum okkar. Blessuð sé minning þín, elsku langamma. Þinn Axel Ingi. Þegar litið er til baka virðist lið- inn tími hafa verið svo stuttur. Það eru um 30 ár síðan ég kynnt- ist Guðrúnu í Aðalsteini. Tildrög þeirra kynna voru þau að yngri son- ur hennar og manns hennar, Gunn- ars Gestssonar, hafði komið auga á Reykjavíkurstúlku sem honum leist mæta vel á. Stúlkan er dóttir þeirrar sem þetta ritar. Þegar stofnað var til sambúðar og svo hjónabands leiddi það af sjálfu sér að kynni tók- ust með foreldrum beggja. Ungu hjónin hófu búskap á Stokkseyri og Guðrún og Gunnar tóku tengdadótt- urinni opnum örmum, rétt eins og þau hefðu eignast aðra dóttur. Guðrún var einstaklega ljúf kona og skapgóð. Hún var ekkert að gera mál út af smámunum. Lífið hafði kennt henni hvað það var sem skipti máli. Margra ára heilsuleysi eigin- mannsins og dvöl hans á berklahæli var vissulega skuggi á þeirra ham- ingju. Þau höfðu kynnst þegar bæði leituðu vinnu til Vestmannaeyja, en hófu búskapinn á Stokkseyri og bjuggu þar æ síðan. Húsakosturinn var ekki veglegur og fjögur börn að fæða og klæða. Á heimilinu var einn- ig tengdamóðir Guðrúnar sem hjálpaði til við að annast börnin, en þau voru einstaklega hænd að ömmu sinni og eiga góðar minningar um hana. Eftir að Gunnar lést, árið 1982, bjó Guðrún áfram í Aðalsteini, en var daglega hjá börnum sínum þremur sem búsett eru á Stokks- eyri. Hún var mikill göngugarpur og gekk á milli heimila þeirra nema í verstu veðrum og á dimmum kvöld- um. Hún var í nánu sambandi við af- komendur sína og fjölskylduna alla sem umvafði hana umhyggju og ást- úð. Í fjölskyldunni var ekki hugsað um kynslóðabil. Barnabörnin áttu ömmu að trúnaðarvini sem þau gátu treyst. Hún kom eins fram við alla, á hvaða aldri sem þeir voru. Guðrún hafði gaman af samveru og starfi eldri borgara í Árborg og fór oft í ferðir með þeim. Einnig voru margar ferðir með börnunum þegar farið var vítt og breitt um landið fyrst í tjaldferðum, síðar með fellihýsi í eftirdragi og í sumarbú- staði á hinum ýmsu stöðum. Heim- sóknir að Minna-Núpi í Gnúpverja- hreppi voru henni til mikillar ánægju. Á þeim slóðum hafði hún verið ung og var sveitin henni kær. Eins og hún sjálf forðum höfðu tvær son- ardætur hennar ráðið sig í vist á Minna-Núpi á unglingsárum og voru tengslin við staðinn því enn meiri. Á kveðjustundu þakka ég Guð- rúnu kynni sem aldrei bar skugga á og bið henni Guðs blessunar á nýj- um vegum. Ástvinum hennar öllum sendi ég samúðarkveðjur. Hulda Ó. Perry. GUÐRÚN JÚLÍA ELÍASDÓTTIR 42 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Andrea Rún og Karen Thelma. HINSTA KVEÐJA ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Elskuleg móðir okkar og dóttir, SIGURLÍNA SNORRADÓTTIR, Vestursíðu 38c, Akureyri, lést á heimili sínu föstudaginn 25. febrúar. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til samstarfsfólks hennar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fyrir veittan stuðning og hlýhug. Bjarki Heiðar Ingason, Helga Þórey Ingadóttir, Snorri Arinbjarnarson, Guðrún Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.