Morgunblaðið - 12.03.2005, Page 44

Morgunblaðið - 12.03.2005, Page 44
44 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðmunda Frið-semd Jónasdóttir fæddist á Hellissandi 30. október 1921. Hún lést á LSH sunnudaginn 6. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Hansína Marta Hans- dóttir, f. á Gufuskál- um 1. maí 1880, d. 20. janúar 1946, og Jón- as Jónsson, f. á Hell- issandi 17. júní 1889, d. 24. desember 1979. Sammæðra átti Guðmunda fimm systkini sem öll eru látin. Guðmunda ólst upp á Hellis- sandi. Sextán ára gömul réðst hún til starfa til Stykkishólms sem húshjálp hjá Guðmundi Jóns- syni og seinni konu hans Kristínu Vigfúsdóttur Hjaltalín ljósmóður. Þar kynntist hún Lárusi Kristni Jónssyni klæðskera og gengu þau í hjónaband 11. júní 1939. Lárus lést á nítugasta aldursári 2. ágúst 2002. Guðmunda og Lárus eignuðust sjö börn en tvö þeirra fæddust andvana. Börn þeirra eru: 1) Jón Kristþór, f. 2. des- ember 1939, kvænt- ur Fanneyju Ingv- arsdóttur og eiga þau þrjá syni. 2) Björk, f. 19. maí 1941, ekkja eftir Svavar Annelsson og eignuðust þau eina dóttur. 3) Anna Huld, f. 22. mars 1944, gift Sveinbirni Hafliðasyni og eiga þau þrjár dætur. 4) Ósk Herdís, f. 16. september 1946, gift Charles G. Fulbright og eiga þau tvö börn. 5) Jóhanna Kristín, f. 16. maí 1952 og dáin 24. sama mánaðar. Barnabarnabörn Guðmundu eru tuttugu og eitt langalangömmubarn. Guðmunda og Lárus áttu alla tíð heima á Sólbergi í Stykkis- hólmi, þar til þau fluttu á dval- arheimili aldraðra í Stykkishólmi vorið 2002. Auk húsmóðurstarfa vann Guðmunda utan heimilis við ýmis störf, lengst við ræstingar í grunnskóla staðarins. Útför Guðmundu fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Núna ertu, elsku amma mín, komin til afa. Þó að það sé sárt og erfitt að þurfa að kveðja þig, er sú tilhugsun um að þú sért komin til afa aftur mjög góð. Það verður erf- itt að sætta sig við lífið án þín, en ég á svo margar yndislegar minningar um þig og afa sem hjálpa mér í gegnum erfiðan tíma. Þið afi voruð alltaf svo hress og skemmtileg og ég skemmti mér alltaf konunglega þegar við vorum saman. Alltaf leið mér yndislega hjá ykkur. Aldrei fór ég frá Stykkishólmi án þess að við spiluðum manna saman. Við gátum setið tímunum saman inni í eldhúsi og spilað, spjallað og borðað yfir okkur af nammi. Þessar minningar eru mér ávallt ofarlega í minning- unum um ykkur. Ég og Gummi eignuðumst svo yndislegan strák árið 2003, Krist- ófer Inga, sem var svo heppinn að fá að kynnast þér. Ég á eftir að segja honum frá öllum okkar sam- verustundum sem við áttum sam- an. Svo skrýtin tilfinning sem um mig fer, nú farin ert frá mér, nýjan veg. Hann tekur á móti þér, hinum megin við, veginn mun vísa þér, þér við hlið. Í annan heim, hann fylgir þér á vængjum tveim, vísar þér. Það eitt mun ylja mér að vita af þér, fylgir mér hvert sem er í hjarta mér. Láttu mig vita ef ég get hjálpað þér, boðin þá sendu mér, hvar sem er. Í annan heim, hann fylgir þér á vængjum tveim, vísar þér (Birgitta Haukdal.) Elsku amma mín, þú knúsar og kyssir afa frá mér og segir honum að mér þyki vænt um hann, eins og þig, amma. Ég elska ykkur og sakna ykkar sárt. Þín Inga Rún. Við erum harmi slegin vegna frá- falls þíns, amma, en yljum okkur við góðar og fallegar minningar um þig. Amma tók alltaf svo vel á móti okk- ur. Sat við gluggann á Sólbergi og fylgdist með rútunni frá Reykjavík koma í bæinn. Við biðum þess að hún kæmi í ljós og veifaði brosandi til okkar. Svo fengum við faðmlag og koss, og kleinur með kaffinu. Amma var forfallin áhugamann- eskja um fótbolta. Vissi meira um það sport en nokkur önnur kona af hennar kynslóð og innrætti okkur barnabörnunum óbilandi áhuga á íþróttinni. Amma var góður kokkur og ásamt afa sá hún til þess að við fengjum alltaf meira en nóg að borða. Amma varð snædrottningin okkar þegar hún kom stormandi út með skóflu til þess að hjálpa okkur við að hlaða snjóhús! Amma lét aldrei tækifæri fram hjá sér fara til þess að taka í spil og var alltaf til í endalausar umferðir af manna og rommí. Og ömmu þótti sérstaklega vænt um ketti og gaf útigangskött- unum ýsu á jólunum. Það var gæfa okkar að eiga ömmu Mundu að. Við vonumst til að geta fetað í fótspor þín og verið góðar, heiðarlegar og réttsýnar manneskjur. Að leiðarlokum viljum við þakka þér fyrir að vera okkur besta amma sem hugsast gat og umvefja okkur ástúð og hlýju. Við munum sakna þín, amma, Guð geymi þig. Yvonne Kristín og Xavier Þór Fulbright. Amma mín, Guðmunda Friðsemd Jónasdóttir, kvaddi þennan heim á Landspítalanum sunnudagsmorgun- inn 6. mars. Það var milt og fallegt veður og svo greinilegt, fannst mér, að sálin var komin á flakk, hafði yf- irgefið lúinn líkama ömmu minnar. Þegar maður er lítill eru ömmur og afar eins og hver annar fasti í lífinu. Svo vex maður úr grasi og uppgötv- ar að ömmur og afar búa yfir reynslu, fortíð, minningum og sorg- um sem barnabörn munu seint skilja. Ég hef verið svo heppin að eiga ömmur og afa fram á fullorð- insár. Amma í Stykkishólmi er sú síðasta til að kveðja okkur úr þeim hópi. Minningarbrotin hrannast upp: Amma að steikja fiskibollur og baka pönnsur á eldhúsinu litla á Sólbergi. Amma á fullri ferð með Hoover-inn með tilheyrandi bægslagangi og há- vaða. Eins gott að verða ekki á vegi hennar! Amma á kafi í blaðalestri í eldhúsinu og lætur ekkert trufla sig. Amma að senda afa út í búð – í þriðja skiptið þann daginn. Amma úti í sólinni við suðurgaflinn á Sól- bergi. Besta skjólið þar fyrir eilífri gjólunni í Hólminum. Manni tekinn við eldhúsborðið. Afi steinliggur og ömmu er skemmt. Kattakvikindin Hannibal og Rósalind liggja í leyni. Litla stelpu grunar að þessir kettir séu mannýgir en amma segir að maður þurfi bara að fara vel að þeim. Jóhannes Edvaldsson skorar með hjólhestaspyrnu í sögulegum leik gegn Austur-Þýskalandi. Við amma fögnum ógurlega. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um ömmu mína og oft máttu hennar nánustu líða fyrir það. Sú saga verður ekki sögð hér. Síðustu ár ævi sinnar mildaðist amma og róaðist. Henni leið greini- lega vel á Dvalarheimili Stykkis- hólms og þakkaði fyrir það alla daga að hafa flutt þangað áður en afi lést. Fráfall ömmu markar kyn- slóðaskipti í móðurfjölskyldu minni. Það verður einkennilegt að koma í Hólminn og hafa hvorki ömmu né nokkurn annan til að taka hús á en það breytir því ekki að Stykkis- hólmur mun ávallt eiga stað í hjarta mínu, ásamt ömmu og afa á Sól- bergi. Þórunn Sveinbjarnardóttir. Því hamingja þín mælist við það, sem þér er tapað, og þá er lífið fagurt og eftirsóknarvert, ef aldrei hafa fegurri himinstjörnur hrapað en himinstjörnur þær, er þú sjálfur hefur gert. (Tómas Guðmundsson.) Guðmunda, amma mín, fæddist í útgerðarþorpinu Hellissandi árið 1921. Hún var einkadóttir föður síns Jónasar Jónssonar, verkamanns, sem lést níræður á Hrafnistu í Reykjavík árið 1979. Móðir hennar Hansína Marta Hansdóttir, hús- móðir, giftist Jónasi eftir að fyrri maður hennar, Guðmundur skip- stjóri, hafði látist fyrir aldur fram. Guðmunda átti því fimm hálfsystk- ini en Lára (Lárensína) Guðmunds- dóttir, d. 1973, varð þeirra elst. Nokkur samskipti voru á milli þeirra systra. Jafnfallega hefur undirrituð aldrei heyrt talað um nokkurn eins og langömmu mína hana Hansínu. Jafnframt því að sinna heimilisstörfum kenndi hún börnum að lesa og draga til stafs. Má ætla að Guðmunda, amma mín, hafi notið góðs af því áður en hún hóf sína stuttu skólagöngu við Barnaskólann á Hellissandi. Ung fór amma að heiman til að vinna fyrir sér eins og tíðkaðist þá. Aðeins sextán ára gömul flutti hún að heiman og varð húshjálp eða vinnukona hjá þeim hjónum Guð- mundi og Kristínu á Narfeyri í Stykkishólmi. Ekki veit ég um framtíðardrauma ömmu minnar sem ungrar konu en tveimur árum seinna var hún komin í hjónaband og átti von á sínu fyrsta barni þá átján ára gömul. Hún giftist Lárusi Kristni Jónssyni, klæðskera (f. 1913, d. 2002) hinn 11. júní 1939. Þau eignuðust heimili að Sólbergi, í fyrstu með Kristínu langömmu minni en seinna stækkuðu þau húsið og það varð þeirra framtíðarheimili – afi minn og amma mín á Sólbergi í Stykkishólmi. Tuttugu og fimm ára gömul var amma búin að eignast fjögur börn, einn dreng og þrjár stúlkur, Jón Kristþór, Hansínu Björk, Önnu Huld og Ósk Herdísi. Við tóku strangir og erfiðir tímar hjá ömmu sem einkenndust af fá- tækt, missi þriggja barna, erfiðri verkamannavinnu í fiski og ræst- ingum ásamt óstjórnlegri tilfinn- ingalegri vanlíðan sem gat brotist út í mikilli reiði út í menn og mál- efni. Erfitt er að setja sig í spor annarrar manneskju, reynslu og upplifun hennar og væntingar. Lesa má þó í ævi ömmu minnar á þann veg að hún hafi átt við fæðingar- þunglyndi að stríða sem varð að al- varlegu þunglyndi sem var van- greint og ómeðhöndlað um langt skeið. Skjólið sem afi veitti hjálpaði til í erfiðum aðstæðum en náði ekki alltaf að verja nánasta heimilisfólk fyrir sársaukafullum ásökunum og óviðbúnum orrahríðum sem gátu dunið yfir. Þrátt fyrir yfirvofandi stórveður lyndisraskana tókst þeim afa að búa þannig um hnútana að barnabörnin öll heimsóttu þau reglulega og höfðu mikla gleði og ánægju af sam- skiptum við þau. Þetta átti einnig við þegar barnabarnabörnin bætt- ust í hópinn. Langafi og langamma voru enn sem fyrr tilbúin að taka í spil fram eftir kvöldi og kaupa sæl- gæti án þess að um „nammidaga“ væri að ræða. Þau sýndu bæði af- komendum barnanna sinna mikla elsku. Amma mín settist í helgan stein upp úr sjötugu. Hún var þreytt jafnt líkamlega sem andlega. Afi sá um heimilisrekstur, matargerð og þrif. Amma mín varð sérfræðingur í hinu ýmsa sjónvarpsefni þá sérstak- lega íþróttum. Þeir komu ekki að tómum kofanum hjá henni sem fylgdust með slíku – hvort heldur var enskri knattspyrnu eða frjálsum íþróttum. Vorið 2002, árið sem afi dó, fluttu afi og amma frá Sólbergi, æviheimilinu sínu til rúmlega sextíu ára, á Dvalarheimilið í Stykkis- hólmi. Undirrituð vill þakka inni- lega fyrir þá góðu aðhlynningu sem þau bæði fengu hjá starfsfólki Dval- arheimilisins. Elsku amma mín, hann afi vitjaði mín í draumi aðfaranótt 3. mars sl. Hann sveif með þig í fangi sér. Þú varst svo falleg í hvítum kjól og dökka síða hárið þitt sem þú varst með sem ung kona sveipaði ásjónu þína – þá vissi ég að það var ekki langt eftir. Megi góðu minningarnar um þig og afa dvelja með fjölskyld- unni um ókomin ár. Megi líknandi guð vera með þér. Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir. GUÐMUNDA F. JÓNASDÓTTIR ÞORKELL JÓHANN SIGURÐSSON ✝ Þorkell JóhannSigurðsson fæddist í Ólafsvík 18. september 1908. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ 8. febrúar síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Lang- holtskirkju 21. febr- úar. minna frá Bandaríkj- unum til að halda upp á aldamótaskiptin, og þú bauðst okkur að koma heim til þín um kvöldið. Þú tókst á móti okkur opnum örmum og hafðir svo gaman af að hafa allt þetta fólk í kringum þig, enda varst þú svo félagslyndur. Þú hefur alltaf haft mikla ævintýraþrá, sem varð til þess að þú ferðaðist víða um heiminn, meira að segja á þínum seinni árum. Mér verður hugsað til þess, þegar þú varst með mér, Karinu systur og foreldrum okkar í Kína rétt fyrir níræðisafmælið þitt. Þú gekkst með okkur um allt, stundum fleiri kíló- metra á dag. Þegar við svo gengum upp á Kínamúrinn höfðum við mælt með því að þú hvíldir þig á meðan, en þegar við vorum á leiðinni niður sáum við að þú varst kominn hálfa leiðina upp. Þanning var krafturinn í þér. Aldurinn hægði hvorki hug þinn né orku. Þú fórst jafnvel að læra ensku eftir að þú varst kominn Elsku afi minn, nú ert þú farinn frá okk- ur, en minningarnar um þig og hinar dýrð- legu stundir, sem við áttum saman, mun ég vernda. Þú varst alltaf svo bjartsýnn og já- kvæður og fullur af lífsgleði, og þú vildir allt fyrir okkur gera. Oft hef- ur þú tekið á móti mér og vinum mínum, þegar við komum í heim- sókn til Íslands, og alltaf fannst þú pláss fyrir okkur heima hjá þér. Vinir mínir voru farnir að kalla heimilið þitt í Hátúni 8 „Hótel Afa“ og sögðu að það væri besta hótelið í bænum. Ég man sérstaklega eftir gamlárskvöldinu 1999, sem varð okkur ógleymanlegt. Ég var hér á landinu með stórum hópi vina yfir nírætt og hafði ég gaman af að geta rætt meira við þig. Ég vona bara, að ég muni hafa eins mikla orku og áhuga á að læra og njóta lífsins eftir að ég verð kominn á þann aldur. Þú hefur hvatt okkur til að lifa okkar lífi til hins fyllsta og sýnt okkur að það er enginn há- marksaldur fyrir að geta lært, skemmt sér og skoðað sig um í heiminum. Ég er þér þakklátur fyr- ir það, elsku afi minn, og mun ég ávallt sakna þín. Erling Þór Donnelly. Elsku afi minn. Þegar ég hugsa til þín og þeirra stunda sem við áttum saman get ég ekki annað en brosað. Einhverjar eftirminnilegustu stundir mínar sem barn með þér voru þegar við horfðum saman á Sound of Music. Amma hafði vanalega bakað pönnu- kökur eða smákökur og við nutum þess að horfa á myndina öll saman. Þú kunnir öll orðin utan að á ensku, en fannst alltaf skemmtilegast þar sem Maria sagði: „Þegar Guð lokar dyrunum skilur hann glugga eftir opinn einhvers staðar annars stað- ar.“ Við horfðum á kvikmyndina oft og mörgum sinnum, þegar ég var lítil og er hún enn uppáhaldsmynd- in mín. Mikið höfðum við síðar gam- an af því þegar þú komst með okkur mömmu til Austurríkis til að skoða alla Sound of Music-staðina. Við áttum mörg sameiginleg áhugamál, eins og til dæmis ferða- mennsku og stjórnmálin. Þú ferðað- ist um allan heiminn, og ég naut þeirra tíma, sem ég ferðaðist með þér, til Austurríkis, Kína Danmerk- ur eða þegar þú heimsóttir okkur í Bandaríkjunum. Hvert sem þú ferðaðist heillaðist fólk af hlátri þínum, orku og lífsgleði, jafnvel þegar tungumálið kom í veg fyrir samræður. Ég man líka hversu snortin ég var yfir því að þú ferðað- ist alltaf með myndina af ömmu með þér og stilltir henni á nátt- borðið þitt hvar sem þú varst. Mér fannst svo óskaplega gaman að ræða alþjóðastjórnmálin við þig enda fylgdist þú vel með hvað var að gerast úti í heimi. Ég man sér- staklega eftir kosninganóttinni í Bandaríkjunum árið 2000, þegar þú hringdir í mig í Washington klukk- an 4 að morgni á íslenskum tíma til að ræða um hvað var að gerast. Það var líka yndislegt þegar ég fékk tækifæri til þess að búa hjá þér fyrir nokkrum árum á meðan ég var að vinna á Íslandi. Um helg- ar áttir þú það til að baka vöfflur með rjóma eða við fórum í ökuferð út fyrir bæinn, þegar veðrið var gott. Þú eldaðir oft kjötsúpu og hafðir tilbúna handa mér þegar ég var að vinna lengi á kvöldin og við sátum þá og ræddum um fréttir dagsins. Mér fannst líka svo gaman að hlusta á sögur frá æskuárum þín- um. Við hlógum mikið að sögunum, til dæmis, þegar þú varst lítill og amma þín faðmaði þig svo fast að þú féllst í yfirlið. Þú sagðir mér frá því þegar þú fórst á böll í Grund- arfirði með Guðríði, systur þinni, þegar þú varst á sjónum, og svo með bros á vör, hvernig þið amma fóruð að vera saman. Þín lífsgleði var ótrúleg og þú varst alltaf til í að læra og reyna eitthvað nýtt, jafnvel eftir að þú varst kominn yfir nírætt. Ég man eftir því að þú varst að læra á Netið níutíu og eins árs gamall til að geta haft samband við fjölskylduna úti í heim. Þú varst svo jákvæður og vildir alltaf hjálpa þeim, sem þurftu á hjálp að halda, ekki bara fjöl- skyldunni, heldur líka vinafólki þínu og jafnvel vandalausum, eins og foreldralausu systrunum á Ind- landi sem þú studdir í mörg ár. Afi, ég hef haft svo gaman af að vera með þér. Hlátur þinn, góð- mennska og lífsháttur hafa haft mikil áhrif á mig og er ég mjög þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa og fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég mun sakna þín gífur- lega, afi, en ég mun ætíð bera hlýj- ar minningar í barmi mínum og reyna að lifa lífi mínu á sama hátt og þú gerðir: með góðmennsku, hlátri, lífsgleði og þakklæti fyrir líf- ið og fjölskylduna. Karina Kolbrún Donnelly.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.