Morgunblaðið - 12.03.2005, Page 49

Morgunblaðið - 12.03.2005, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 49 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Birkihæð 9, (221-4905), ehl. gþ. Garðabæ, þingl. eig. Guðbjörg Magn- úsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Hafnarfirði, þriðjudaginn 15. mars 2005 kl. 14:00. Erluás 16, (225-6897), Hafnarfirði, þingl. eig. Ragnhildur Ragnarsdótt- ir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Kaupþing Búnaðarbanki hf., þriðjudaginn 15. mars 2005 kl. 14:00. Grandatröð 10, (207-4968), Hafnarfirði, þingl. eig. Björn Gíslason, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarbær og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 15. mars 2005 kl. 14:00. Jófríðarstaðavegur 12, (207-6550), Hafnarfirði, þingl. eig. Ásmundur Ársælsson, gerðarbeiðandi Samvinnulífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 15. mars 2005 kl. 14:00. Ölduslóð 28, 0301, (208-0881), Hafnarfirði, þingl. eig. Helga S. Sigur- björnsdóttir og Karl Ólafsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 15. mars 2005 kl. 14:00. Öldutún 16, 0001, ehl. gþ. Hafnarfirði, þingl. eig. Jóhann Páll Guðna- son, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 15. mars 2005 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, 11. mars 2005. Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eign: Bjarkargrund 3, Fellahreppi, fastnr. 221-7125, þingl. eig. Hagverk sf., gerðarbeiðandi Kraftvélar ehf., miðvikudaginn 16. mars 2005 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 11. mars 2005. Sendiráð — Íbúð Bandaríska sendiráðið óskar að taka á leigu fallega, góða íbúð eða hæð, helst í eða nálægt miðbænum, án húsgagna. Æskileg stærð 100—140 fm, tvö eða fleiri svefnherbergi, góðir skápar. Leigutími er að minnsta kosti 3 ár. Til- boð óskast á skrifstofutíma í síma 562 9100, Anna Einarsdóttir í #22284, fax 562 9123, 693 9234 eða netfang einarsdottirax@state.gov Uppboð Embættinu hefur borist krafa Árna Pálssonar, hrl., Strandgötu 29, Akureyri, skiptastjóra db. Jóhanns Matthíasar Jóhannssonar, kt. 151011- 7219, síðast til heimilis á Bálkastöðum, Húna- þingi vestra, sem lést 28. mars 1999, um upp- boð skv. 1. mgr. 8. gr. l. nr. 90/1991 á jörðinni Bálkastaðir ytri, fnr. í Landskrá fasteigna 144097, eignarhl. 213-3226, 213-3227, 213- 3228, 213-3229, 213-3230, 213-3232 og Bálka- staðir syðri fnr. í Landskrá fasteigna 144098, eignarhl. 213-3233, 213-3234, 213-3235, Húnaþingi vestra, ásamt öllu sem henni fylgir og fylgja ber. Vísað er jafnframt til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 216/2003, sem kveðinn var upp 16. júní 2003. Þingfesting uppboðsmálsins/fyrirtaka fór fram þriðjudaginn 25. janúar 2005. Byrjun uppboðs á framangreindum eignum fer fram í skrifstofu embættisins í Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, fimmtudaginn 17. mars 2005 kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 10. mars 2005, Bjarni Stefánsson. Húsnæði óskast Félagslíf Dvergshöfða 27, 110 Rvík Bjóðum upp á eftirfarandi þjón- ustu fyrir líkama og sál: Heilnudd - Ilmolíunudd - Svæða- nudd - Höfuðbeina- og spjald- hryggsmeðferð/Cranio Sacral - Heilun - Andleg leiðsögn - Miðl- un - Spámiðlun - Tarotlestur. Bænahringur miðvikudag kl. 20. Hádegishugleiðsla miðvikudag kl. 12.15. Námskeið. Nánari uppl. heilunarsetrid.is, sími/símsvari 567 7888. 12.3. Snjór og meiri snjór. Dagsferð með Jeppadeild. Brott- för frá gömlu Esso-stöðinni í Mosfellsbæ við hliðina á Krón- unni kl. 9:00. Skrá þarf þátttöku á skrifstofu Útivistar í síma 562 1000. Fararstj. Hallgrímur Krist- insson. 13.3. Þingvallagangan 3. hl. Heiðarbær — Þingvellir. Far- arstj. Gunnar Hólm Hjálmars- son. Verð 2.100/2.500 kr. Brott- för frá BSÍ kl. 10:30. 17.3. Deildarfundur jeppa- deildar kl. 20:00 hjá Arctic Trucks, Nýbýlavegi 2, Kópavogi. 18.3.-20.3. Hrauneyjar/Kerl- ingarfjöll Þátttaka háð samþykki fararstjóra. www.utivist.is Raðauglýsingar 569 1111 Raðagauglýsingar sími 569 1100 Tilkynningar Félagsmenn Trésmiða- félags Reykjavíkur! Orlofshús - launakönnun Lokafrestur til að sækja um orlofshús í sumar er til 15. mars. Hægt er að sækja um á netinu, www.trnet.is . Eins minnum við á að skila launakönnuninni. Trésmiðafélag Reykjavíkur. Raðauglýsingar sími 569 1100 Raðauglýsingar FRÉTTIR ELLEFU nemendur voru skipaðir á sérstakan heiðurslista fyrir góðan námsárangur við Menntaskólann Hraðbraut á þriðjudag með með- aleinkunnina 9. Með sæti á listanum hlutu þeir niðurfellingu hluta skóla- gjalda auk setu í sérstakri nefnd sem vinnur að innra gæðastarfi skól- ans. Hákon Sveinsson, aðstoð- arskólastjóri, segir heiðurslista sem þennan upprunninn í Bandaríkj- unum og markmið hans að hvetja aðra nemendur við skólann. Að sögn Hákonar voru nemendur bæði verðlaunaðir fyrir góða með- aleinkunn, ástundun og fyrir viðhorf sitt til skólans. Í verðlaununum end- urspeglast viðleitni skólayfirvalda til að þjóna afburðanemendum og umb- una þeim fyrir framúrskarandi ár- angur. Hákon býst við að skólinn muni halda áfram að verðlauna nem- endur sína með þessum hætti enda góð auglýsing fyrir skólann. „Við viljum að þeir sem hyggi á nám í framhaldsskóla eða hafi hætt og vilji taka þráðinn upp að nýju líti á skól- ann sem álitlegan valkost sem umb- uni nemendum fyrir góðan árang- ur.“ Menntaskólinn Hraðbraut er ætl- aður nemendum sem vilja ljúka námi á tveimur árum í stað fjögurra og segir Hákon það ætlun stjórn- enda skólans að einskorða fjölda hans við 200 nemendur til að há- marka þjónustu við hvern nemanda. „Hraðbraut er lítill og persónulegur skóli. Hann hentar hins vegar ekki öllum enda unnið í skorpuvinnu,“ segir hann og bendir á að kennt sé fjórar vikur í senn og aðeins þrjú fög í einu. Próf í fögunum er á fimmtu viku og er að þeim tíma loknum gefið vikulangt frí. Þetta hentar ekki öll- um nemendum enda leggur skólinn áherslu á að nemendur séu fljótir að tileinka sér hröð vinnubrögð og ann- að skipulag en víða tíðkast. Þá sé markmið verðlaunanna að hvetja aðra nemendur í námi sínu. „Heið- urslisti í þessum anda er uppruninn í Bandaríkjunum. Þetta er fyrst og fremst virðingarsæti í nefnd ásamt stjórnendum skólans. Nefndin mun funda reglulega og er ætlunin að hún endurspegli gagnrýni nemenda á skólastarfið,“ segir Hákon. Þeir nemendur sem hljóta viðurkenn- inguna fá að auki niðurfellingu 25% skólagjalda. Þau eru 190.000 krónur á ári og ætti verðlaunaféð að nema tæpum 50.000 krónum. Sæti á heiðurslista hvatning til nemenda Hákon Sveinsson, aðstoðarskólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, afhenti ellefu afburðanemendum skólans heið- ursviðurkenningu fyrir góðan námsárangur á þriðjudag. DRÍFUVINAFÉLAGIÐ verður stofnað í Veiðisafninu á Stokkseyri í dag, laugardaginn 12. mars, kl. 14. Drífa var framleiðsluheiti eina ís- lenska skotvopnsins sem vitað er til að hafi verið raðsmíðað hér á landi. Það er Páll Reynisson, for- stöðumaður Veiðisafnsins sem ásamt afkomendum Jóns heitins Björnssonar frá Dalvík á frumkvæði að stofnun félags áhugamanna um þennan merkilega kafla í íslenskri iðnsögu. Rannsókn og söfnun heim- ilda um Drífurnar og sögu þeirra er eitt fyrsta rannsóknaverkefni Veiði- safnsins á Stokkseyri. Alls smíðaði Jón um 120 Drífu- byssur á 14 árum og merkti með raðnúmerum frá 101 og uppúr. Hver byssa var sérsmíðuð og er nokkur munur á eintökum. Flestar voru byssurnar einskota, en einnig smíð- aði Jón útfærslu með skotgeymi. Tilgangurinn með stofnun Drífu- vinafélagsins er að safna upplýs- ingum og varðveita heimildir um sögu Drífanna frá Dalvík. Að sögn Páls hefur hann aflað upplýsinga um hvar helmingur Drífanna er nú nið- urkominn. Félagar í Drífuvinafélaginu geta allir orðið sem hafa áhuga á Drífum, skotvopnum og skotveiðum almennt. Skráning er félagsmönnum að kostnaðarlausu og er tekið við ósk- um um skráningu hjá Veiðisafninu á Stokkseyri. Einnig óskaði Páll eftir því að þeir sem eiga Drífur, eða vita um slíkar byssur, láti félagið vita af þeim. Sett hefur verið upp síða um Drífurnar og félagið á heimasíðu Veiðisafnsins. Drífurnar frá Dalvík Morgunblaðið/RAX Páll Reynisson með Drífu í fanginu. TENGLAR .............................................. www.hunting.is/drifurnar/ UNDIRRITAÐUR mótmælir hér með orðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra í Morgunblaðinu föstudaginn 11. mars, þar sem hún segir: „Ég veit ekki til þess að þeir fulltrúar minnihlutans sem eru í ráðinu hafi haft einhvern fyrirvara á því þegar þeir settust í ráðið að þeir myndu ekki sinna sínum lögboðnu skyldum, en þiggja engu að síður laun fyrir setu sína í útvarpsráði.“ Þessi orð eru órökstudd og ærumeiðandi. Undirritaður tók þátt í leynilegri atkvæðagreiðslu um það hver tillaga útvarpsráðs um mann í stöðu frétta- stjóra útvarps skyldi vera. Fyrirséð var hver niðurstaðan yrði og því skilaði undirritaður auðu. Ég óska eftir að mennta- málaráðherra taki orð sín til baka. Kjartan Eggertsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði.“ PEUGEOT 407-línan verður frumsýnd hjá Bernhard ehf. í Vatnagörðum á morgun og sunnudag. Peugeot 407 kemur í alls 22 út- færslum, allt eftir þörfum hvers og eins, með allt frá 1,8 l bens- ínvél upp í 3,0 l bensínvél ásamt nokkrum dísilvélum. Þetta mikla framboð er ný- gerðum samningi við Peugeot í Danmörku að þakka en það sam- starf eykur þjónustu Peugeot á Íslandi og styttir afgreiðslutíma. Peugeot 407 er fáanlegur frá 2.190.000 krónum. Peugeot 407 frumsýndur Yfirlýsing

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.