Morgunblaðið - 12.03.2005, Síða 51

Morgunblaðið - 12.03.2005, Síða 51
Dagný Jónsdóttir hefur komið nær árlega á bókamarkaðinn frá árinu 1978. Hún kaupir yfirleitt 4 til 5 bækur í hvert sinn og heillaðist þetta árið af spennusögum Patricia Cornwall. ÁRLEGUM bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni lýkur á morgun. Markaðurinn hefur verið starfræktur í rúma hálfa öld og segir Sæunn Ósk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðarins síðastliðin sex ár, marga gesti hafa komið árlega svo áratug- um skipti. Þeir líti orðið á markaðinn sem fast- an áfangastað í tilverunni þar sem hægt er að nálgast nýlegt og gott lesefni fyrir lítinn pen- ing. Sæunn segir kaupendur á öllum aldri og segist hún sjá kunnuglegum andlitum bregða fyrir ár eftir ár. Fjöldi þeirra sem komið hefur í ár er svipaður og í fyrra en samt þykist hún greina færri bókakaup einstaklinga nú en síð- ustu ár. Á því kann hún enga skýringu utan að kaupin gangi yfirleitt í bylgjum. Þó telur hún líklegt að fólk hafi keypt fleiri bækur um síð- ustu jól og neiti sér því um bókakaup á mark- aðnum í ár. Ævisögur, þjóðlegur fróðleikur og barna- bækur eru söluhæstu bækurnar á markaðnum þessa dagana. Haldinn í hálfa öld Bókamarkaðinn hefur verið haldinn með hléum frá árinu 1954. Fyrst var hann til húsa í gamla Listaskálanum sem eitt sinn stóð við hlið Alþingishússins. Upphafsmenn voru þeir Lárus Blöndal bóksali og Jónas Eggertsson, þá starfsmaður Ísafoldar og síðar bókaútgef- andi og bóksali. Létu þeir félagar hanna merki bókamarkaðarins strax fyrsta árið. Þeir héldu markaðinn nokkuð reglulega í Listaskálanum, eða þar til sameinað félag útgefenda og bók- sala tók við honum. Eftir það var markaðurinn á milli húsa og féll nokkrum sinnum niður. Síð- ustu árin hefur bókamarkaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda verið haldinn ýmist í Perlunni eða Smáralind. Árlegum bókamarkaði lýkur á morgun í Perlunni Morgunblaðið/Jim Smart Haukur Harðarson, fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík, fann nokkrar bækur eftir kunningja sína og fyrrverandi skólafélaga að Laugum veturinn 1954–55. Hann segist kaupa færri bækur í ár enda hafi hann nýlega minnkað við sig húsnæði og leyfi það ekki fleiri bækur. Sæunn Ósk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri bókamarkaðarins síðastliðin sex ár, segist sjá kunnugleg andlit ár eftir ár á markaðnum. Sömu andlitin ár eftir ár MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 51 Toyota Corolla árg. '96, ek. 164 þús. km. Topp bíll! Nýlega skipt um tímareim, dempara að aftan, bremsuklossa, framan og aftan, kveikjulok, kertaþræði og kerti. Upplýsingar í síma 822 7868. Isuzu Trooper árgerð 1999. 33" breyttur. Nýleg dekk. Ekinn 164 þús. km, en 75 þús. á vél. Fallegur bíll. Verð 1,6 millj. Upplýsingar í síma 820 6832. Til sölu Ford 250, 6l dísel, árg. '04. Ekinn 3 þús. km. Einnig Ford 350, 7,3l dísel, árg. '01. Uppl. í símum 894 3765 og 587 1099. Til sölu Dodge Ram árg. '95. Ek- inn 190 þúsund. 5,9 Cummings dí- sel, sjálfskiptur, rafmagn í rúðum, skriðstillir, samlæsingar. Bíll í góðu standi. Upplýsingar í síma 845 1970. Toyota Hilux árg. '93, ek. 160 þús. km. Til sölu Toyota Hilux DC bensín árg. 9/93, ek. 160 þús. 33" góð dekk, dráttarkúla, hiti í sæt- um, hiti í húsi. Verð 460 þús. Upp- lýsingar í síma 696 0031. Opel Zafira Comfort 04/2000 Ekinn 108 þ. km, 1.8, sjálfskiptur, álfelgur, dráttarkúla, sumar- + vetrardekk. Verð 1.390.000. Tilboð 1.190.000. Áhvílandi 630.000. TOPPBÍLAR, Funahöfða 5, sími 587 2000 eða toppbilar.is Nissan Terrano 2,4, árg 1990, ekinn 181 þús. km. Súpergott ein- tak. Upplýsingar í síma 894 1213. Wagoneer árgerð '87. 38". Loft- púðar og Koni demparar f/a. Þrír aukabensíntankar. Dana 44 f/a o.fl. o.fl. Upplýsingar í síma 861 7080. Toyota Tacoma, árg. '03, ek. 24 þús. mílur BilarUSA.com Íslenskir starfsmenn geta fundið draumabílinn, mótorhjólið eða húsbílinn. Erum með sambönd við margar bíla-heildsölur. Sendið okkur fyrirspurnir á www.bilarusa.com eða á info@bilarusa.com Toyota Landcruiser LX 06/2004 5 gíra, ekinn 13 þ. km, 35" breyt- ing, 17" álfelgur, hraðastillir, loft- kæling, kastarar + grind, vind- skeið, dráttarkúla, filmur. Verð 5.460.000. Áhvílandi 3.000.000. Skipti athugandi á ódýrari. TOPPBÍLAR, Funahöfða 5, sími 587 2000 eða toppbilar.is Jeppar MMC Pajero Sport 2001 3000 cc slagrými, ek. 113 þús. km., sjálf- sk., 4x4. CD, álfelgur, rafm. í öllu, loftkæling, ABS, 5 dyra, skráður 5 manna. Verð 2 millj. Upplýsing- ar í síma 699 1933. Gullfallegur Grand Cherokee- jeppi. Gríptu tækifærið! Nýkom- inn frá USA. Eins og nýr Grand Cherokee Laredo 2004 (12/03). 4x4. Verð 3,4 m. Tilboð 2,9 m. stg. Sjá www.4x4OffRoads.com/ grandm - 821 3919. Sendibílar Renault Traffic-sendibíll. Til sölu mjög fallegur og vel með far- inn Renault Trafic árg. 03/03, ek- inn 78.000 km. Álfelgur, sumar- og vetrardekk, stálfelgur, topp- bogar o.fl. o.fl. Uppl. í s. 893 8939. Bílar óskast Óska eftir ódýrum bíl með '06- skoðun. Óska eftir góðum bíl með '06-skoðun á 0-30.000 krónur. Má þarfnast lagfæringa en verður að vera gangfær. Sími 661 9660. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Glæsileg ný kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Fellihýsi Coleman Cheyene fellhýsi til sölu, tilbúið fyrir sumarið, með fortjaldi, sólarrafhlöðu, upp- hækkað, lítið notað. Uppl í síma 691 3992 eða 567 6992. Tjaldvagnar Ægisvagn árg. '99 með fortjaldi og kassa á beisli. Verð 450 þús. Upplýsingar í síma 897 0444. Vélsleðar Vélsleði til sölu m. öllu Skidoo MXZ 800, árg. 2000/12, ek- inn 1900 km. Verð 490 þús. (Listaverð 620 þús.). Upplýsingar í síma 840 3022. Hjólhýsi Fullbúið hús, tilbúið til flutnings. Íbúðarhjólhýsi, sem skiptist í stofu, eldhús, barnaherbergi, hjónaherbergi, snyrtingu og sér- bað. Fullbúið hús sem vert er að skoða. Verð aðeins 1.750 þús. Sími 895 3040. Kerrur Kerra til sölu. Dantrailers vönd- uð dönsk kerra, 220x130x40 cm, með bremsum. Verð kr. 234.500 m. vsk. Upplýsingar í síma 465 1332 á kvöldin. Cargo 2205 m. hurðum. Mál: 205x130x100 cm. Burðargeta 450 kg. Hafið samband í síma 421 4037 eða lyfta@lyfta.is. Mikið úr- val af kerrum og vinnulyftum á www.lyfta.is Bílar aukahlutir Vantar dekk! Vantar dekk undir Unimo Benz. Dekkjastærð er 10,5 eða 12,5x20. Hafið samband í s. 894 0145 eða 453 8145. Endilega hafið samband ef þið vitið um einhvern sem getur reddað mér svona dekkjum. Kv. Ragnar. Vinnuvélar Vantar staurabor Óska eftir staurabor fyrir 3 t. beltagröfu - til greina kemur af öðrum tækjum líka. Uppl. veitir Þorbergur í síma 862 4991 eða tobbi57@simnet.is Valtarar. Til sölu valtarar, 8 tonn, árgerð 1999-2000. Upplýsingar í síma 892 3524. Nissan Patrol GR árg. '96. Ek. 140 þús. Samlæsingar. Góður og fallegur bíll. Verð 1.450 þús. Upp- lýsingar í síma 693 3342. Musso 01/00 Ekinn 92.000 km, sjálfskiptur, álfelgur, útvarp/ geislaspilari, dráttarbeisli. Verð 1.720.000 - Tilboð 1.580.000. Upplýsingar í síma 894 5899. Mitsubishi Outlander, nýskr. 5.03, ek. 28 þ., 4x4, dökkgrár, dráttarkúla, Cd. Verð 2.200.000, engin skipti. Sími 822 1721. Smáauglýsingar 569 1111 www.mbl.is/smaaugl FRÉTTIR EVA Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Sím- ans, segir um gagnrýni Arnar Orrasonar, framkvæmdastjóra fjarskiptasviðs Og Voda- fone í Morgunblaðinu á miðvikudag, að öll önnur fjarskiptafyrirtæki hafi jafngreiðan að- gang að dreifikerfi Símans og fyrirtæki hafi að sínu eigin kerfi, rétt eins og lög kveði á um. Arnar sakaði m.a. Símann um að hindra keppninauta sína í samkeppni, með seina- gangi. „Síminn hefur ekki verið fundinn sekur um að misnota aðstöðu sína í samkeppni vegna hindrunar í aðgangsneti. Þessi fullyrðing um að Síminn beiti hindrunum um aðgang að kerfi sínu á ekki við rök að styðjast. Þvert á móti hefur Síminn ekkert á móti því að sam- keppnin sé sanngjörn, heiðarleg og byggist á lagalegu jafnræði á milli samkeppnisaðila,“ segir Eva. Í grein sinni segir Arnar að samkeppni í grunnneti hafi verið til staðar norður í landi þar sem fyrirtækið Fjarski hafi lagt ljósleið- ara til Akureyrar. Blikur séu hins vegar á lofti í þeim efnum þar sem Landssíminn hafi gerst stór hluthafi í Fjarska. Eva segir að meginhagsmunir Símans með kaupum í Fjarska séu m.a. að samnýta fjár- frekan fjarskiptabúnað fyrirtækjanna víðs vegar um landið og vonast sé til að samlegð- aráhrif skili sér í betri þjónustu við orkuiðn- aðinn í landinu. Fjarski verði áfram rekinn sem sjálfstætt fyrirtæki. „Síminn hefur öfluga starfsemi um allt land og með samstarfi af þessu tagi geta fyrirtækin sameinast um uppbyggingu á fjarskiptaþjón- ustu fyrir orkuiðnaðinn,“ segir Eva. Upplýsingafulltrúi Símans um ásakanir Á ekki við rök að styðjast

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.