Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 12.03.2005, Qupperneq 64
ÓVENJUMIKIL loftmengun var í borginni í gærmorgun og mátti þannig sjá mengunarský sem lá yfir borginni fram eftir degi. Að sögn Lúðvíks Gústafssonar, deildarstjóra mengunarvarna á um- hverfissviði Reykjavíkurborgar, fólst mengunin fyrst og fremst í svifryki sem stafar af uppþyrluðu göturyki, en einnig var nokkuð um mengun í formi útblásturs bíla sem skýrði þá gulu slikju sem var á skýinu. Segir Lúðvík svifryksmagnið hafa náð ákveðnu hámarki í kringum tíu- leytið í gærmorgun, en þá var það um 470 µg/m³ en aðeins þremur tím- um fyrr, eða klukkan sjö, var magn- ið um 150µg/m³. Var svifryksmeng- unin, að sögn Lúðvíks, á hraðri niðurleið eftir því sem á daginn leið. Þess má geta að heilsuverndar- mörkin miðast við 50 µg/m³ á sólar- hring. Aðspurður hvort fólki stafi hætta af þessu miklu svifryksmagni í lofti svarar Lúðvík því neitandi og segir enga ástæðu til að óttast svona ein- staka toppa sem vari í nokkra klukkutíma. Segist hann þó ekki mæla með því að fólk sem er við- kvæmt fyrir í öndunarfærum fari að skokka við helstu umferðargötur þegar ástandið er eins og það var í gærmorgun. Hlýja loftið eins og lok Að sögn Einars Sveinbjörnsson- ar, veðurfræðings á Veðurstofu Ís- lands, má rekja uppsöfnun meng- unarefna í Reykjavík í gær annars vegar til þess hve hægur vindur hafi verið og hins vegar til svokallaðs hitahvarfs í lofti. „Venjan er að loft kólni með hæð, en þegar loft hlýnar með lofthæðinni í stað þess að kólna þá tölum við um hitahvarf. Hlýja loftið hér í 2–300 metra hæð fyrir ofan okkur virkar eins og lok, þann- ig að það verður engin lóðrétt blöndun lofts. Þannig að uppsöfnun efna sem eiga sér stað vegna um- ferðarinnar berast trauðlega í burtu,“ segir Einar og tekur fram að gera megi ráð fyrir svipuðu veð- urfari fram yfir helgi. Mengunarský yfir borginni Morgunblaðið/RAX Mengunarskýið sem lá yfir höfuðborginni í gær má rekja til mikils magns af svifryki í lofti sem ekki komst burt þar sem vindur var hægur yfir borginni. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 HILDUR Vala Einarsdóttir er Idol-stjarna Ís- lands 2005 en hún sigraði í Idol-stjörnuleitinni í beinni útsendingu á Stöð tvö í Vetrargarðinum í Smáralind í gærkvöldi. Hildur Vala söng til úr- slita á móti Heiðu, Aðalheiði Ólafsdóttur. Keppnin var æsispennandi og rífandi stemmning í Vetrargarðinum en þar var hvert einasta sæti fyrir löngu uppselt. Um 135 þúsund atkvæði voru greidd í gegnum síma eða með sms-skilaboðum og var mjótt á mununum að því er þáttastjórnendurnir, þeir Jói og Simmi, sögðu. Hildur Vala söng lögin „The boy who giggled so sweet“ með Emelíönu Torrini, „Líf“ sem Stefán Hilmarsson söng á sínum tíma og „Án þín“ með Trúbrot en það lag tók hún síðan aft- ur eftir að úrslit lágu fyrir við mikinn fögnuð áhorfenda. Hildur Vala tekur við Idol-stjörnutitlinum af Kalla Bjarna sem var valinn fyrsta Idol-stjarna Íslands í fyrra. Morgunblaðið/Árni Torfason Hildur Vala syngur sigurlagið í Smáralindinni þegar úrslit lágu fyrir í gærkvöldi, umkringd öðrum þátttakendum í keppninni. Hildur Vala Idol-stjarna Íslands 2005 SKOSKA sveitin Franz Ferdinand heldur tónleika hér á landi hinn 27. maí næstkomandi, í Kaplakrika Hafnarfirði. Hljómsveitin var hiklaust „heit- asta“ sveit síðasta árs, dáð bæði af gagnrýnendum sem plötukaup- endum en tvær milljónir eintaka hafa nú selst af fyrstu plötu sveit- arinnar, sem er samnefnd henni./58 Franz Ferdin- and til Íslands GÍSLA Erni Garðarssyni leikara og leikstjóra hefur verið boðið að leik- stýra Vojtsek eftir Georg Büchner í Barbican- listamiðstöð- inni í London. Sýningin er hluti af nýrri sýningarröð sem Barbican Centre og Young Vic-leikhúsið standa saman að og ber yfirskriftina Ungir snillingar og vísar til þess að einungis eru valin leikrit sem höfundar skrifuðu fyrir 30 ára aldur. Georg Büchner (1813– 1837) skrifaði Vojtsek 23 ára að aldri. Gísli Örn segir það spenn- andi verkefni að takast á við þetta verk og ætlar að nota ís- lensku leikarana Nínu Dögg Filippusdóttur, Ingvar E. Sig- urðsson og Ólaf Egilsson í helstu hlutverk. Frumsýning er ákveðin í London 10. októ- ber en stefnt er á frumsýningu í Reykjavík u.þ.b. mánuði fyrr. Leikstýrir Vojtsek í Barbican Centre Gísli Örn Garðarsson Teknir fyrir fjölda innbrota HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gær tvo 15 ára pilta í gæslu- varðhald til næstkomandi mánudags vegna gruns um fjölda innbrota á höf- uðborgarsvæðinu. Þeir voru handteknir í gær vegna níu innbrota sem framin hafa verið á heimilum á Seltjarnarnesi á undan- förnum vikum og hafa þeir viður- kennt nokkur þeirra. Þeir liggja einnig undir grun um fleiri innbrot. Einkum sóttust þeir eftir verðmætum á borð við tölvur, myndavélar og annað sem hægt er að koma í verð á götunni. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn málsins. NÝIR bílar hafa lækkað í verði síð- ustu vikurnar og mánuðina vegna hækkunar gengis íslensku krónunn- ar gagnvart erlendum gjaldmiðlum, samkvæmt upplýsingum nokkurra helstu bifreiðaumboðanna, en Bandaríkjadalur er nú kominn í rúmar 58 krónur og evra niður fyrir 80 kr. Verðlækkunin er gjarnan á bilinu 2–5% eftir bílategundum og umboð- um og meiri sé litið lengra aftur í tímann. Nokkuð er hins vegar mis- munandi eftir umboðum hvernig þau framkvæma lækkanirnar. Í sumum tilvikum er gefinn afsláttur frá gild- andi verðlistaverði og í öðrum tilvik- um er verðlistaverðið lækkað sem slíkt. Í enn öðrum tilvikum hafa verðhækkanir frá verksmiðjum er- lendis vegna nýrra árgerða til dæmis eða betri búnaðar bifreiðanna ekki verið teknar inn í verð hér á landi sem skyldi. Talsmenn bílaumboðanna sem Morgunblaðið ræddi við segja flestir hverjir að ekki sé reynt að eltast við gengissveiflurnar til mjög skamms tíma, heldur horft til þróunar geng- isins til nokkurs tíma og gildi það jafnt um það þegar verð lækki á bíl- um þegar gengi krónunnar styrkist og eins þegar gengið veikist og til- efni sé til verðhækkunar. Þannig hafi það til mynda verið árið 2002 þegar gengi krónunnar lækkaði verulega og tilefni hafi verið til verðhækkunar á bílum. Almennt talað sé samkeppn- in það hörð á þessum markaði og al- menningur það vel upplýstur um verð að ekki dugi annað en að standa sig í samkeppninni. Hún sjái til þess að verðið lækki þegar tilefni sé til þess vegna styrkingar krónunnar. Nýir bílar lækka í verði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.