Morgunblaðið - 14.03.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞÓRARINN Eggertsson, matreiðslumaður á
Hótel Sögu, bar sigur úr býtum í landskeppni
matreiðslumanna sem fram fór á Akureyri um
helgina. Bjarni G Kristinsson, matreiðslumað-
ur á Hótel Sögu, hafnaði í öðru sæti og Sigurð-
ur Helgason, matreiðslumaður á Skólabrú, í
því þriðja. Jafnframt kepptu nemar í fram-
reiðslu, matreiðslu og kjötiðnaði.
Þetta er í 11. sinn sem keppt er um titilinn
matreiðslumaður Íslands og að þessu sinni
mættu 16 keppendur til leiks. Keppt var í
kennslueldhúsi Verkmenntaskólans á Akur-
eyri og þurftu keppendur að elda bæði forrétt
og aðalrétt en uppistaðan í þeim réttum var
saltfiskur og lúða.
Galdurinn felst í góðum mat
Þórarinn var að vonum ánægður þegar
Morgunblaðið hafði samband við hann í gær.
„Þetta var frábært og ég er að sjálfsögðu
ánægður með úrslitin. Í keppni sem þessari
getur brugðið til beggja vona og úrslitin komu
mér því nokkuð á óvart. Ég er mjög ánægður
með sigurinn enda er þetta er mesti heiður
sem matreiðslumanni á Íslandi getur hlotn-
ast,“ sagði Þórarinn en með sigrinum öðlaðist
hann keppnisrétt á Norðurlandamóti mat-
reiðslumanna 2006. Aðspurður sagði Þórarinn
að galdurinn á bak við velgengni í keppni sem
þessari fælist í því að framreiða góðan mat
sem bragðaðist vel.
Rúmlega fjögur þúsund manns lögðu leið
sína í húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri
um helgina, en samhliða keppninni fór þar
fram matarsýningin Matur-inn 2005, þar sem
norðlensk fyrirtæki kynntu sig og sínar vörur.
Tuttugu og fimm fyrirtæki voru með sýning-
arbása en á annan tug fyrirtækja ásamt öllum
veitingastöðum Akureyrar stóð að þessum at-
burði.
Þórarinn valinn mat-
reiðslumaður Íslands
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Þórarinn Eggertsson með verðlaunagripinn
sem hann hlaut fyrir sigurinn.
JÓNÍNA Soffía Tryggvadóttir, kaffibarþjónn
frá Tei & kaffi, bar sigur úr býtum á Íslandsmóti
kaffibarþjóna sem fram fór í Smáralind um
helgina. Þetta var í sjötta sinn sem mótið var
haldið og voru 26 keppendur skráðir til leiks.
Jónína hefur starfað sem kaffibarþjónn hjá
Tei & kaffi í rúm fjögur ár og segist að mestu
leyti undirbúa sig undir keppni sem þessa í
vinnunni. „Samband mitt við espressóvélina
hófst fyrir fjórum árum og ég er vön því að útbúa
hefðbundna kaffidrykki fyrir viðskiptavini mína.
Undirbúningurinn hjá mér snýst því að mestu
leyti um það að gera frjálsa drykkinn en ég hef
eytt mörgum kvöldum í að undirbúa hann. Þó er
það mikilvægast af öllu að hafa gaman af þessu
því þá gengur manni vel,“ segir Jónína.
Jónína var að vonum ánægð með sigurinn en
þetta er í þriðja skipti sem hún tekur þátt í
mótinu.
Tekur þátt í heimsmeistarakeppninni
„Ég tók þátt árið 2002 en þá komst ég ekki í
úrslit. Árið 2004 gekk mér betur en þá fékk ég
verðlaun fyrir besta frjálsa drykkinn og komst í
landsliðið,“ sagði Jónína en þeir sem lenda í sex
efstu sætunum í þessari keppni skipa landslið
kaffibarþjóna sem tekur þátt í heimsmeistara-
móti kaffibarþjóna sem fram fer í Seattle.
Jónína Soffía Tryggvadóttir Íslandsmeistari kaffibarþjóna
„Mikilvægast að hafa
gaman af þessu“
Morgunblaðið/Júlíus
Jónína Soffía Tryggvadóttir
ÞRÁTT fyrir að nafnið Placido Dom-
ingo þýði rólegur sunnudagur var allt
annað en rólegt í Egilshöllinni í gær-
kvöldi. Spenningurinn áður en tón-
leikarnir í þessum risastóra sal hófust
var nánast þrúgandi, enda einn
fremsti söngvari heims í þann veginn
að stíga fram á svið. Söngvari sem
hefur unnið meira en tíu Grammy-
verðlaun, komið fram í yfir hundrað
mismunandi hlutverkum á óperu-
sviðinu og stjórnað hljómsveitum.
Óneitanlega var um viðburð í ís-
lensku tónlistarlífi að ræða.
Domingo er eldri en búast mátti
við; myndirnar af honum á ótölu-
legum fjölda geisladiska, blaðagreina
og auglýsinga á síðustu árum sýna
yngri mann en þann sem birtist á
sviðinu í gærkvöld. Röddin hefur líka
elst; hún hefur dökknað eins og óhjá-
kvæmilega gerist með aldrinum – en
það er allt í lagi. Domingo er ekki
bara einhver sterabaulari sem fer
upp á háa C-ið af minnsta tilefni;
hann er fyrst og fremst listamaður.
Wintersturme úr Valkyrju Wagners,
Tout est bien fini úr Le Cid eftir
Massenet, Dein ist mein ganzes Herz
eftir Lehár og annað þvíumlíkt var
afar áhrifamikið; túlkunin var tilfinn-
ingaþrungin og litrík; röddin dásam-
leg.
Sópransöngkonan fræga, Ana
Maria Martinez, kom fram með Dom-
ingo, bæði í dúettum og einsöngs-
atriðum. Hún var glæsileg á sviðinu, í
gylltum kjól. Söngurinn gaf klæða-
burðinum ekkert eftir; Je veux vivre
eftir Gounod, Carcelas eftir Chapi og
annað áþekkt var ákaflega fallegt,
röddin var svo tær, jöfn og kraftmikil
án þess að það væri á nokkurn hátt
þvingað að unaður var á að hlýða.
Því miður var ekki eins gaman að
hlýða á Óperukórinn í Reykjavík, en
hann var áberandi á tónleikunum.
Freudig begrussen úr Tannhauser
eftir Wagner var óttalega losaralegt
og innkomurnar í Una vela…Fuoco
di gioia eftir Verdi voru ónákvæmar.
Að hluta til má kenna hljómnum í
salnum um; Egilshöllin er risastór
geimur og til að eitthvað heyrist þar
þarf að magna allt saman upp. Ótölu-
legur fjöldi míkrófóna var á sviðinu,
en þeir voru ekki nægilega vel stað-
settir; styrkleikajafnvægið á milli
mismunandi raddhópa í kórnum var
undarlegt, t.d. heyrðist nánast ekkert
í tenórunum en nokkrir bassar voru
alltof háværir. Heildarhljómurinn var
jafnframt einkennilega loðinn.
Svipaða sögu er að segja um leik
Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir
stjórn Eugene Kohn. Spilamennskan
var fremur sundurlaus og var það
ekki fyrr en nokkuð var liðið á seinni
hálfleik að hljómsveitin tók við sér.
Hljóðkerfið í höllinni bjagaði auk
þess hljóminn; óþægilega mikið
heyrðist í einstaka strengjaleikara,
blásararnir voru of veikir en dynk-
irnir í slagverkinu voru svo ægilegir
að það var eins og fallbyssuskothríð
þegar verst lét.
Domingo er síðastur tenóranna
þriggja til að syngja hér á landi; Pav-
arotti kom hingað fyrir rúmum tutt-
ugu árum og Carreras hefur tvisvar
haldið hér tónleika. Eins og fram kom
í grein minni um seinni tónleika hans
voru þeir sérlega vel heppnaðir; í
samanburðinum voru tónleikarnir í
gærkvöld talsvert síðri. Aðalsöku-
dólgurinn var Egilshöllin; okkur
vantar almennilegt tónlistarhús – og
það sem fyrst!
Fyrst og fremst listamaður
TÓNLIST
Egilshöll
Placido Domingo og Ana Maria Martinez
fluttu ásamt Óperukórnum í Reykjavík
undir stjórn Garðars Cortes og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands tónlist eftir Wagner,
Gounod, Massenet, Mascagni, Cilea,
Verdi, Lehár og fleiri. Eugene Kohn
stjórnaði. Sunnudagur 13. mars.
Söng- og kórtónleikar
Jónas Sen
Morgunblaðið/Árni Torfason
Placido Domingo og Ana Maria Martinez voru hyllt vel og lengi í lok tónleikanna af þakklátum gestum sem fylltu Egilshöllina.
TÆPLEGA árs tafir verða á fram-
kvæmdum við stækkun áhorfenda-
stúkunnar við Laugardalsvöll. Byrja
framkvæmdir að líkindum í septem-
ber sem þýðir að hægt verður að nota
hana í apríl 2006 í stað júní 2005.
Fjölga á stúkusætum úr 7 þúsund í 10
þúsund.
Stefnt var að því að bjóða út upp-
steypu á húsinu og stúkuvængjunum
síðari hluta október 2004 og sömu-
leiðis þakið í desember.
Að sögn Eggerts Magnússonar
formanns KSÍ tók undirbúningsvinn-
an lengri tíma en áætlað var og því
fara útboð ekki fram fyrr en í byrjun
apríl. „Ég sé fyrir mér að við byrjum
á þeim framkvæmdum sem við getum
í sumar án þess að það trufli notkun
mannvirkisins í sumar, bæði í Lands-
bankadeildinni, landsleiki og aðra
leiki sem þurfa að fara fram á Laug-
ardalsvelli. Ég reikna því ekki með
því að það verði hafist handa við stúk-
urnar fyrr en í september, að loknum
landsleikjum. Stúkurnar yrðu því
ekki tilbúnar fyrr en í apríl á næsta
ári. Til að vera raunhæfir þurfum við
því að breyta upphaflegum áætlun-
um.“
Fyrirtæki hafa
áhuga á stúkusætum
Til stendur að byggja þriggja hæða
húsnæði við stúkuna að framanverðu
sem að hluta til verður nýtt til mót-
töku sérstakra gesta að erlendri fyr-
irmynd. Eggert segir þó ekki um
neina heldri manna sérstúku að ræða,
heldur venjuleg sæti með aðstöðu til
að bera fram veitingar. Með þessu
fyrirkomulagi er ætlunin að fyrirtæki
og aðrir geti boðið viðskiptavinum
sínum á völlinn og haft móttöku fyrir
hópinn í þessu húsnæði.
KSÍ hefur verið í viðræðum við fyr-
irtæki um kaup á miðum sem fela í
sér þessa þjónustu þótt Eggert sé
ekki tilbúinn á þessu stigi að upplýsa
hver þau eru. „En það er ljóst að
mörg fyrirtæki hafa áhuga á að gera
þetta. Á síðustu árum hafa fyrirtæki
nýtt sér þann möguleika að kaupa af
okkur miða, en þurft að leigja sér sal
úti í bæ fyrir uppákomur fyrir við-
skiptavini eða starfsfólk.“
Byrjað
á nýju
stúkunni í
september
Tafir á stækkun stúku
við Laugardalsvöll