Morgunblaðið - 14.03.2005, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 7
FRÉTTIR
! " # !
$ %% &
! '''(
(
&)*
+
+ ,
,
(
- ,
.
/
.
.
,
/&
012 345 (
,67
$
/
(
08926:3)2
/ &( ,0;24 <=>>769
/ 88?@AAB=6 C41DB82*0
& &
$
EF
F
F F E F GF
,(
G/,
/
"
. /
,', H
.
/ & ,,
+
JKI
- -
.
-
,
+ +
+
+
((((
$
$
$
'E
+
J
$
SEXTÁN tæknimönnum ratsjár-
stöðva Ratsjárstofnunar á Stokks-
nesi og Gunnólfsvíkurfjalli hefur ver-
ið sagt upp frá og með 1. apríl nk.
Átta starfsmenn hafa verið á
hvorri stöð um sig og hafa þeir unnið
að upplýsingaöflun um flugumferð,
sem nýttar eru af Flugmálastjórn,
bandaríska varnarliðinu og NATO.
Til stendur að auka sjálfvirkni í rat-
sjárstöðvunum og fjarstýra þeim frá
Miðnesheiði. Verða þannig sólar-
hringsvaktir óþarfar en starfsemi
mun þó ekki eiga að leggjast af í
stöðvunum að öllu leyti. Ekki er enn
ljóst hvernig sú starfsemi verður
mönnuð.
Erfitt fyrir bæjarfélagið
Rúmlega 130 manns búa á Bakka-
firði, en stöðinni á Gunnólfsvíkurfjalli
hefur verið sinnt þaðan. Áki Her-
mann Guðmundsson, oddviti, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að þessar
uppsagnir væru vissulega erfiðar fyr-
ir bæjarfélagið. Að vísu byggju ekki
allir þeir sem sagt hefði verið upp í
bænum, en þeir vonuðu að þeir sem
byggju þar myndu fá vinnu áfram,
enda byggju það fáir í bæjarfélaginu
að það yrði mjög erfitt ef stofnuninni
yrði lokað alfarið. Það stæði hins veg-
ar ekki til, en það lægi fyrir að það
yrði verulegur samdráttur í starf-
seminni á Gunnólfsvíkurfjalli.
Breytingum af þessu tagi fylgdi
alltaf ákveðið óöryggi, einkum þegar
ekki lægi alveg fyrir með hvaða hætti
framhaldið yrði.
Tæknimönnum rat-
sjárstöðva sagt upp
TOGARINN Brettingur kom með
nótaskipið Oddeyri í togi inn til Fá-
skrúðsfjarðar í fyrrinótt en Brett-
ingur tók Oddeyrina í tog eftir að
hún varð vélarvana og var á reki
sunnan við Papey á laugardaginn.
Dæla þurfti sjó upp úr astiklest
Oddeyrarinnar með dælum í landi
en samkvæmt upplýsingum Ægis
Kristinssonar hafnarvarðar komst
sjór í lest skipsins.
Ægir segir að allar vélar skipsins
hafi verið óstarfhæfar er það kom
að landi en fljótlega tókst að koma
ljósavél um borð í gang. Viðgerð
var lokið í gærdag og heldur skipið
síðan til Seyðisfjarðar.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Oddeyrin komin að bryggju í höfninni á Fáskrúðsfirði.
Oddeyrin
dregin vél-
arvana til
hafnar
EINN vinsælasti sjónvarpsþáttur
landsins, Laugardagskvöld með
Gísla Marteini, sem verið hefur á
dagskrá Rík-
issjónvarpsins frá
því í október
2002, hættir
göngu sinni áður
en langt um líður.
Að sögn um-
sjónarmanns
þáttarins, Gísla
Marteins Bald-
urssonar, munu
að öllum líkindum
ekki verða framleiddir fleiri en tíu
þættir í viðbót. „Þátturinn um kom-
andi helgi verður númer hundrað og
ég tel ekki miklar líkur á því að þætt-
irnir verði fleiri en hundrað og tíu
talsins,“ segir Gísli Marteinn og telur
að það sé kærkomið, bæði fyrir sig
og áhorfendur, að láta staðar numið.
„Þetta hefur gengið vel og þátturinn
ávallt fengið mikið áhorf en á milli 50
og 60 prósent landsmanna horfa á
þáttinn á hverju kvöldi. Það verður
þó að hafa hugfast að þáttur sem
þessi hefur sinn líftíma á landi sem
okkar og fólk hefur eflaust ekki
áhuga á því að sjá sömu viðmælend-
urna aftur og aftur.“
Framtíðin er óráðin
Gísli segir að framtíð sín hjá Sjón-
varpinu sé óráðin en ekki sé loku fyr-
ir það skotið að hann muni taka að
sér einhver verkefni verði þess ósk-
að. „Ég mun fara utan og lýsa Evr-
óvisjónkeppninni í maí en veit ekki
hvað tekur við eftir það. Þá hef ég
ákveðið að einbeita mér að því að
koma borginni undan mislögðum
höndum R-listans og það verkefni fer
eflaust ekki vel saman við það að
vera stjórnandi vinsæls dægur-
málaþáttar í sjónvarpi.“
Laugar-
dagskvöld
hættir
göngu sinni
Gísli Marteinn
Baldursson