Morgunblaðið - 14.03.2005, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
!"#$%
%&%'( %) &%*(
Eru þetta svo takkarnir sem ég á að ýta á, hr. útvarpsstjóri?
Erlendir knatt-spyrnumenn hafaverið fyrirferðar-
miklir í íslenskri knatt-
spyrnu frá því fyrir 1990. Í
upphafi komu þeir nær all-
ir frá fyrrum Júgóslavíu
en í seinni tíð hefur það
færst í vöxt að erlendir
leikmenn komi frá Skand-
inavíu og Bretlandi.
Margir þeirra erlendu
leikmanna sem komu á
fyrstu árunum hafa sest
hér að og meðal annars
tekið að sér þjálfun ís-
lenskra liða eftir að þeir
hættu sjálfir að spila.
Það fylgir því töluverð-
ur kostnaður að fá erlenda
leikmenn til íslenskra liða og það
er langt frá því að þeir hafi allir
staðið undir þeim væntingum sem
til þeirra eru gerðar. Það eru ekki
aðeins liðin í efstu deild sem hafa
verið með erlenda leikmenn á sín-
um snærum, því slíkir leikmenn
hafa verið í liðum í öllum deildum
en þó ekki í öllum liðum.
Á sama tíma og erlendir leik-
menn hafa komið til íslenskra liða
hefur það einnig færst í vöxt að ís-
lenskir leikmenn hafa haldið út í
heim til að leika knattspyrnu og
sumir þeirra hafa farið út mjög
ungir og án þess að hafa nokkru
sinni, eða lítið leikið með sínum fé-
lögum í meistaraflokki.
Margir leika erlendis
Halldór B. Jónsson, varafor-
maður Knattspyrnusambands Ís-
lands, sagði að það væri ein skýr-
ingin á fjölgun erlendra leik-
manna að margir Íslendingar
lékju erlendis. „Það er mikill fjöldi
félaga í deildakeppninni á Íslandi
og því þarf talsvert af leikmönn-
um. Einnig heyrir maður oft þá
skýringu varðandi útlendinga í
efstu deild að það sé ódýrara en að
reyna að ná í mjög góðan íslensk-
an leikmann. Þar eru menn þó að
miða við örfáa Íslendinga sem eru
á góðum kjörum. Oft er líka verið
að semja við erlenda leikmenn yfir
grastímabilið, þ.e. frá vori til
hausts. En það er mikill metnaður
í íslenskri knattspyrnu og menn
ætla sér stóra hluti.
Þegar forsvarsmenn og þjálfar-
ar eru að fara yfir leikmannahóp-
inn og telja að styrkja þurfi liðið í
einhverjum stöðum, kemur sú
spurning upp hvort hægt að fá
innlenda leikmenn eða hvort
menn þurfi að leita til útlanda.
Þetta leitar allt í eitthvert jafn-
vægi að lokum, félagslegt, mann-
legt og fjárhagslegt.“
Varðandi leikmenn í neðri
deildum sagði Halldór að þar
gætu verið menn sem hefðu sest
hér að af öðrum ástæðum. „Ég sá
leik Víkings í Ólafsvík og KS í 2.
deildinni í fyrra en þetta eru liðin
sem fóru upp um deild sl. haust. Í
báðum liðum voru útlendingar og
leikmenn af erlendum uppruna.
Sumir þeirra höfðu verið í efri
deildum áður og það er alveg ljóst
að þeir bættu þessi tvö lið.“
Gunnar Sigurðsson, knatt-
spyrnufrömuður á Akranesi,
sagði að alltof margir lélegir er-
lendir leikmenn hefðu komið til ís-
lenskra liða í gegnum tíðina. „Þeir
hafa svo fengið að spila á kostnað
strákanna heima, bara af því að
það var búið að borga þeim fyrir
það. Við höfum verið með marga
þannig leikmenn á Skaganum en
þetta þurfa að vera leikmenn sem
eru mun betri en þeir íslensku,
þannig að réttlætanlegt sé að fá
þá. Það hafa þó komið hingað
menn sem hafa staðið sig vel.“
Gunnar sagði að ástæðan fyrir
því að erlendu leikmennirnir
kæmu nú í seinni tíð frekar frá
Norðurlöndunum eða Bretlandi
en Austur-Evrópu, væri verðið,
auk þess sem menn ættu auðveld-
ara með að fá upplýsingar um
leikmenn í löndunum nær okkur.
„Það er búið að plata mann oft.“
Varðandi útrás íslenskra leik-
manna til liða erlendis sagði
Gunnar að ekki væri nóg með að
bestu leikmennirnir færu utan
heldur líka þeir næstbestu. „Það
er þróun sem erfitt er að ráða við
og ég sé enga breytingu verða á
þessu í náinni framtíð.“
Hafa staðið sig vel
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Ís-
landsmeistara FH, hefur verið
með erlenda leikmenn undir sinni
stjórn. Hann sagði að dönsku leik-
mennirnir sem leikið hefðu með
FH síðustu ár hefðu reynst mjög
vel og í sumar yrðu þrír danskir
leikmenn í herbúðum félagsins.
„Þeir koma úr svipuðu umhverfi
og hafa því fallið mjög vel að öllu
og aðlagast vel. Það hafa líka kom-
ið hingað Skotar og Bretar og þeir
hafa einnig reynst mjög vel. Þeir
sem eru frá Balkanskaganum
koma úr annars konar menningu
og margir þeirra hafa átt erfitt
með að fóta sig en þeir eru líka
margir sem hafa staðið sig vel.“
Ólafur segir að erlendir leik-
menn kosti ekki meira en góðir ís-
lenskir knattspyrnumenn og jafn-
vel minna. „Það er nú líka þess
vegna sem við höfum verið að fá
þessa erlendu leikmenn.“ Ólafur
sagði að þróunin væri m.a. til
komin vegna þess að æ fleiri yngri
leikmenn færu utan. „Það fara
líka út miðlungsleikmenn og því
eru úrvalsdeildarliðin að sækjast
eftir útlendingum.“
Fréttaskýring | Erlendir leikmenn
fyrirferðarmiklir í íslenskri knattspyrnu
Útlendingar í
öllum deildum
Erlendir leikmenn kosta minna en þeir
bestu íslensku í einstaka tilvikum
Útlendingar eru í mörgum liðum.
Of margir erlendir leik-
menn sem koma lélegir
Það hafa verið fluttir alltof
margir lélegir erlendir leikmenn
til landsins í gegnum tíðina, að
mati Gunnars Sigurðssonar,
knattspyrnufrömuðar á Akra-
nesi. Hann taldi að kaup á leik-
mönnum væru að sliga sum fé-
lög. Það ætti þó ekki bara við
varðandi erlenda leikmenn því
menn væru farnir að borga allt
að 5 milljónir króna á ári fyrir ís-
lenska leikmenn. „Þá er ekki
orðinn mikill munur á íslenskum
og erlendum leikmönnum.“
krkr@mbl.isÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122