Morgunblaðið - 14.03.2005, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Bach ómaði í öllu sínu veldiþegar gengið var inn íBorgarneskirkju. Þaðfyrsta sem bar á góma í
samtali við organistann, Steinunni
Árnadóttur, var hvort ekki væri ólíkt
að leika á orgel og píanó og hvernig
tilfinning það væri fyrir píanóleikara
að leika á orgel.
„Þetta er svipuð tilfinning og að
aka allt í einu kraftmiklum bíl,“ segir
Steinunn. „Og maður verður að
passa sig á að fara ekki yfir strikið
því tónlistin má ekki vera yfirþyrm-
andi í kirkjunni þótt það sé skemmti-
legt að spila.“
Byrjaði að læra á píanó átta ára
Steinunn ólst upp á Brennistöðum
í Flókadal. Hún byrjaði að læra á
píanó hjá Pétri Jónssyni í Tónlistar-
skóla Borgarfjarðar þegar hún var
átta ára. Leiðin lá svo í Tónlistar-
skóla Kópavogs þar sem hún lærði
hjá Kristni Gestssyni. Þaðan tók hún
burtfararpróf og settist í Píanókenn-
aradeild Tónlistarskóla Reykjavíkur
og nam hjá Halldóri Haraldssyni.
„Þetta var þriggja ára mjög mark-
visst nám,“ sagði hún. „Ég veit að
margir sakna þessarar deildar því
þegar píanókennaranámið var flutt í
Listaháskólann breyttist námið mik-
ið. Annars er tónlistarnám að breyt-
ast. Það er orðið mjög dýrt og ekki
lengur inni í grunnskólunum. Þess
vegna hafa ekki allir tækifæri til að
læra. Þeir sem stunda tónlistarnám
hljóta þá að leggja meira á sig enda
mætti stundum gera meiri kröfur til
barna um að þau æfi sig meira.“
Eftir að náminu lauk byrjaði Stein-
unn að kenna við Tónlistarskóla
Borgarfjarðar. „Fljótlega fór ég þó
að halla mér að kirkjunni. Ég tók að
mér að leysa af sem organisti í
Hvanneyrarkirkju í eitt ár en nú hef
ég verið þar í 12 ár. Eftir að ég tók
við starfi organista Borgarneskirkju
ætlaði ég að sleppa takinu af Hvann-
eyri, en enn hefur ekki verið ráðinn
organisti þar svo ég starfa þar enn.
Það er erfitt að sleppa þessu alveg
því mér hefur líkað mjög vel að vinna
með fólkinu sem þar er. Þegar ég tók
við starfinu á Hvanneyri fékk ég leið-
sögn í orgelleik, en byrjaði síðan að
læra fyrir sex árum.“
Organistastarfið vakti áhuga
„Þegar starf organista Borgarnes-
kirkju var að losna vakti það áhuga
minn. Ég sótti því um og var mjög
ánægð þegar ég fékk starfið. Mér
hefur líkað stórkostlega vel frá því ég
byrjaði. Kirkjukór Borgarneskirkju
hefur vaxið og telur allt upp í 40
manns þegar allir mæta, bæði úr
Borgarnesi og nágrannasveitunum.
Þetta er sérstaklega góður og
skemmtilegur félagsskapur. Það sem
mér þykir sjarmerandi við kórstarf
er samveran, ekki bara söngurinn.
Það myndast oft svo skemmtilegt
andrúmsloft í kórum.“
Steinunn tók við Barnakór Grunn-
skólans í Borgarnesi og stjórnar nú
tveimur kórum, einum fyrir eldri
nemendur og öðrum fyrir yngri.
„Ég vildi taka við þessum kórum
en ákvað strax í upphafi að gera það
með það fyrir augum að sameina þá
kirkjukórnum við ákveðin tækifæri.
Þetta hefur verið gert og kemur
mjög vel út. Börnin eru ánægð að fá
að syngja í kirkjunni og fullorðna
fólkið hefur mjög gaman af þessu
samstarfi. Þetta tilraunastarf hefur
mér þótt mjög skemmtilegt og ég nýt
mín virkilega ef ég fæ svolítið að
leika lausum hala. Ég fæ tækifæri til
að gera það hér og er þakklát fyrir
það.“
Söngur og myndlist til heiðurs
Sigfúsi Halldórssyni
Steinunn á þrjú börn, 19 ára son og
tvær dætur, 8 og 9 ára. Þótt mikið sé
að gera og hún þurfi að sinna störfum
á mörgum stöðum segir hún það
ganga ágætlega að koma öllu heim og
saman. Píanókennslunni sinnir hún
heima enda segist hún þannig geta
haft kennsluna eftir sínu eigin höfði.
„Ég vil hafa mikla nærveru við
nemendur mína og geta fylgt þeim
vel eftir,“ segir hún. Framundan eru
fermingar í kirkjunni og messur á
páskahátíðinni. Á föstudaginn ætlar
hún að leika á píanó á tónleikum
Freyjukórsins í Logalandi í Reyk-
holtsdal og í dymbilvikunni mun
Kirkjukórinn taka þátt í tónleikum í
Reykholtskirkju.
„Eftir páska stendur mikið til því
þá verður Fúsakvöld til heiðurs Sig-
fúsi Halldórssyni tónskáldi og mynd-
listarmanni í Logalandi. Sýning verð-
ur á myndum eftir Sigfús, sonur hans
Gunnlaugur segir frá lífi og starfi
föður síns og Kirkjukór Borgarnes-
kirkju ásamt einsöngvurum úr hér-
aðinu flytja lögin hans. Meðleikari
verður Guðjón Pálsson sem starfaði
eitt sinn sem tónlistarkennari í Borg-
arfirðinum og var góður vinur Sig-
fúsar. Undirbúningur er þegar haf-
inn og ég hlakka mikið til að taka þátt
í þessu verkefni,“ sagði Steinunn
Árnadóttir.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Organistinn Má ekki fara yfir strikið. Steinunn Árnadóttir leikur á orgelið.
Eins og að aka
kraftmiklum bíl
Það er í ýmsu að snú-
ast hjá Steinunni
Árnadóttur organista
í Borgarnesi. Hún er
einnig organisti á
Hvanneyri, stjórnar
kirkjukór og tveimur
barnakórum, leikur
undir hjá Freyjukórn-
um og kennir á píanó
svo eitthvað sé nefnt.
Ásdís Haraldsdóttir
hitti hana við orgelið.
asdish@mbl.is
VESTURLAND
Hellnar | Stofnuð hafa verið Hollvina-
samtök Þórðar Halldórssonar frá
Dagverðará. Tilgangur samtakanna
er að heiðra minningu Þórðar sem
var margbrotinn og fjölhæfur ein-
staklingur.
Þórður lést árið 2003, en hinn 25.
nóvember á þessu ári verða liðin 100
ár frá fæðingu hans. Hann var meðal
annars þekktur sem sjómaður, nátt-
úruunnandi, refaskytta, listmálari,
hagyrðingur, sagnamaður og heilsu-
frömuður. Mikið efni er til eftir Þórð
svo sem viðtalsbækur, kveðskapur
og málverk.
Þórður heitinn var mikill áhuga-
maður um ölkelduvatn og hollustu
þess, en fyrstu árin ólst hann upp í
Bjarnarfosskoti í Staðarsveit þar
sem ölkeldur eru nokkrar í næsta ná-
grenni bæjarins. Síðar bjó hann á
Dagverðará í Breiðuvíkurhreppi og
kenndi sig æ síðan við þann bæ. Þótt
Þórður flytti frá Snæfellsnesi gætti
hann þess að eiga ávallt ölkelduvatn
til drykkjar og baðaði sig í Lýsuhóls-
laug þegar færi gafst.
Um þrjátíu manns mættu á stofn-
fund Hollvinasamtakanna, þar á
meðal Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra. Í stjórn samtakanna voru
kosin Haukur Þórðarson, Reynir
Ingibjartsson, Stefán J. Sigurðsson,
Sæmundur Kristjánsson og Ólína
Gunnlaugsdóttir. Markmið Hollvina-
samtaka Þórðar Halldórssonar er út-
gáfa á minningarriti og gerð heim-
ildarmyndar um Þórð, auk þess sem
samtökin vilja beita sér fyrir kynn-
ingu á aukinni nýtingu á ölkeldu-
vatni á Snæfellsnesi, þar á meðal
stofnun heilsubaða við Lýsuhólslaug.
Orkuveita Suðurnesja mun starfa
með Hollvinasamtökunum að rann-
sókn og kynningu á ölkelduvatninu.
Á heimasíðunni www.refaskytta.is
er hægt að fá nánari upplýsingar um
Hollvinasamtökin og skrá sig í þau.
Stofnuð Hollvinasamtök Þórðar frá Dagverðará
Morgunblaðið/Guðrún Bergmann
Heiðra minningu Stofnfundur Hollvinasamtaka Þórðar frá Dagverðará var haldinn í Lýsuhólsskóla.
Umræðan
Daglegt
málþing
þjóðarinnar
líka á Netinu: mbl.is