Morgunblaðið - 14.03.2005, Side 15
800 7000 - siminn.is
Stundum er betra að senda SMS!
úr heimasíma
Ekki þarf að greiða fyrir SMS
sendingar úr heimasíma
til 1. apríl 2005
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 15
ERLENT
YFIRVÖLD á Spáni hafa kom-
ið upp um alþjóðlegan glæpa-
hring sem er m.a. talinn hafa
stundað umfangsmikið pen-
ingaþvætti í tengslum við fíkni-
efnaviðskipti, vopnasölu, vændi
og morð, að sögn spænskra
embættismanna um helgina.
Þeir sögðu að grunur léki á að
hluti fjármunanna hefði komið
frá rússneska olíufyrirtækinu
Yukos en það neitaði því.
„Þetta er bull,“ sagði tals-
maður Yukos í Moskvu í gær.
„Næst verðum við bendlaðir við
peningaþvætti á Mars.“
Um 40 menn frá sex löndum
voru handteknir á föstudag
þegar löglegan lét til skarar
skríða gegn hringnum í hafn-
arbænum Marbella. Talið er að
hringurinn hafi komið um 250
milljónum evra, sem samsvarar
um 20 milljörðum króna, í um-
ferð.
Lögreglurannsókn vegna
málsins hafði staðið yfir í tíu
mánuði og komu alþjóðalög-
reglan Interpol og lögregla
víða í Evrópu að henni. Fólkið,
sem var handtekið er af
spænskum, frönskum, finnsk-
um, rússneskum, úkraínskum
og marokkóskum uppruna.
Einn sakborninganna, yfir-
maður lögmannastofu í Mar-
bella, kom fyrir dómara í gær.
Stórfellt
peninga-
þvætti af-
hjúpað
Madríd, Moskvu. AFP.
44 ÁRA maður, vopnaður skammbyssu,
skaut sjö manns til bana og síðan sjálfan
sig á hóteli í Wisconsin-ríki í Bandaríkj-
unum á laugardag. Trúfélag, sem árás-
armaðurinn tilheyrði, var með guðsþjón-
ustu á hótelinu þegar hann hóf skothríðina.
Á meðal þeirra sem létu lífið voru tvær
stúlkur á táningsaldri og 72 ára karlmaður.
Fjórir aðrir í trúfélaginu særðust alvar-
lega.
Árásin var gerð í Brookfield, úthverfi
borgarinnar Milwaukee. Árásarmaðurinn
er sagður hafa verið mjög kirkjurækinn og
áhugasamur um garðyrkju.
Þrír myrtir í dómhúsi
Lögreglan í Georgíuríki handtók um
helgina 33 ára mann sem myrti dómara og
tvo aðra í dómhúsi í Atlanta þegar hann
var færður fyrir rétt, sakaður um nauðgun
og mannrán. Hann komst undan og talið er
að hann hafi myrt lögreglumann á flótt-
anum. Eftir umfangsmikla leit að mann-
inum í sólarhring gafst hann upp í húsi
konu sem hann hafði haldið í gíslingu í
nokkrar klukkustundir.
Skaut sjö til bana við messu
Brookfield. AP.
Reuters
Kona faðmar barn sitt við krossa sem settir voru upp við Sheraton-hótelið í Brookfield í Wisconsin-ríki í
Bandaríkjunum í gær til minningar um þá sem létu lífið í skotárás í hótelinu á laugardaginn var.
PALESTÍNSKAR konur hrópa á
ísraelska hermenn á mótmæla-
fundi gegn aðskilnaðarmúr ná-
lægt þorpinu Bilin á Vesturbakk-
anum. Skýrt var frá því í gær að
Ísraelsher hygðist setja upp nýja
girðingu umhverfis Jerúsalem.
Hún á að rísa fyrir lok júlí og
standa á meðan fyrirsjáanleg
málaferli vegna hennar fara
fram. Málaferli hafa þegar staðið
mánuðum saman og tafið áætlanir
Ísraela um að reisa aðskilnaðar-
múr og girðingar á þessum slóð-
um. Fyrirhuguð girðing mun
hindra aðgang Palestínumanna á
Vesturbakkanum að austurhluta
Jerúsalem sem er hefðbundin
miðstöð verslunar þeirra og þjón-
ustu.Reuters
Aðskilnaðarmúr
Ísraela mótmælt