Morgunblaðið - 14.03.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 19
UMRÆÐAN
EKKI ríður við einteyming ágirnd
og arðrán auðhringanna. Það er ekki
aðeins á sölu lyfja, sem þetta arðrán
á sér stað, heldur einnig meðal pen-
ingastofnana, t.d. Visa.
Hér eru tvö dæmi, sem sýna þetta
klárlega: Ég skrapp til Kaup-
mannahafnar í maí í fyrra, sem ekki
er í frásögur færandi og dvaldi þar í
10 daga. Ég hafði visakortið með og
hugðist nota það til peningaúttektar
meðan á dvölinni stæði. Á fyrsta
degi ætlaði ég að fara í banka og
taka út peninga fyrir gistingunni og
fleiru, um 100 þús. kr. eða svo, en þá
var mér sagt að enga peninga væri
hægt að fá afgreidda inni í bank-
anum, ég yrði að nota hraðbanka.
Þetta varð ég að gera, sem kostaði
mig 3.595 kr. fyrir úttekt á 151.152
kr. í 10 daga. Annan dag næsta mán-
aðar varð ég að greiða þessa upp-
hæð, og var þá búinn að hafa þetta fé
að láni tæpan mánuð.
Þetta þýðir að næsti aðili sem not-
ar þessa fjármuni, (því að sjálfsögðu
notar Visa þessa fjármuni áfram til
annarra aðila) borgar næsta mánuð
einnig til Visa 3.595 kr.
Með öðrum orðum, af hverjum
151.152 kr. af veltufé fyrirtækisins á
ári tekur það 43.140 kr. (3.595 kr.
sinnum 12 sama sem 43.140 kr.)
Þetta er arðrán á hæsta stigi, sem
eru tæp 30% vextir á ársgrundvelli.
Á þessu ári fór ég til Kanaríeyja
og lenti í þessu sama þ.e. að verða að
nota visakortið í gegnum hraðbanka
og kostnaður minn varð þar sá sami.
Ekki þarf að minnast á Actavis,
lyfjarisann, sem leyfir sér þá ósvífni,
að hætta framleiðslu barnamagnyl,
sem voru töflur með 150 mg af
Acetylsalicylic acidsýru og breyta
yfir í það sem þeir kalla HJARTA-
MAGNYL með 75 mg Acetylsalis-
ylic-sýru, sem er nákvæmlega sama
efnið. Hjartamagnyl kostar 510 kr.
og eru 50 töflur, sem er samtals
3.750 mg en barnamagnyl, sem var
100 töflur 150 mg og kostaði 870 kr.
var samtals 15.000 mg.
Þetta þýðir að lyfjarisinn hefur
hækkað verð venjulegs skammts
hjartasjúklings um 120%. Og hverjir
eru aðalneytendur þessara lyfja, jú
það eru hjartasjúklingar.
Þeir nota yfir 80% af þessu lyfi.
Mér er tjáð af hjartalækni, að t.d. í
Skotlandi kosti þetta lyf tíundapart
þess sem það kostar hér og af efna-
fræðingi að þetta sé eitthvert ódýr-
asta efni sem notað er í lyfjafram-
leiðslu.
Þessir aðilar ættu að skammast
sín fyrir athæfi sitt.
HAFSTEINN
SIGURBJÖRNSSON,
Höfðagrund 14, Akranesi.
Visa Ísland og Actavis
Frá Hafsteini Sigurbjörnssyni
hins óskerta eignarréttar að eig-
endur slíks húsnæðis hefðu allir
verið ólögum beittir og þeirra hlut
þyrfti nú að „rétta“. Gæti tilhugs-
unin um það vissulega skelft alla þá
sem hafa fagnað og nú um langt
skeið vanist hreinu lofti í t.d. versl-
unum, bönkum og kvikmynda-
húsum, svo að örfá dæmi séu nefnd.
Líklega er þetta misskilningur.
Málið snýst einvörðungu um veit-
ingahúsin, þau eru síðasta vígið og
það skal varið, hvað sem líður aug-
ljósum tvískinnungi. Svo hafa þau
líka dálitla sérstöðu: Hvar er
brýnna en þar sem menn koma
saman til að njóta matar og
drykkjar, að til boða standi að gæða
sér og nærstöddum á efnum í tób-
aksreyk, eins og til dæmis ammon-
íaki, kolsýrlingi, nikótíni og tjöru?
ÞORVARÐUR ÖRNÓLFSSON
lögfræðingur.
ANDSTÆÐINGAR lagafrumvarps
um reykingabann á veitingahúsum
halda því mjög á loft að eigendur
veitingahúsa hafi stjórnarskrárvar-
inn rétt til að ákveða sjálfir, án af-
skipta ríkisvaldsins, hvaða um-
gengnisreglur þeir setji gestum
sínum og starfsfólki – þar með talið
um reykingar.
Þessi kenning fer að vísu þvert
gegn stefnu Alþingis sem allt frá
árinu 1984 hefur ítrekað haft af-
skipti með löggjöf um reykingar í
veitingahúsum og sett á þær veru-
legar hömlur tvívegis með kröfum
um reyklaus svæði. Í síðara skiptið,
árið 2001, náði sú krafa til allra veit-
inga- og skemmtistaða, og skilyrði
til að geta leyft reykingar voru
þrengd. Með ákvæðum þessum,
sem aldrei var mikill ágreiningur
um á þingi, fór löggjafinn vissulega
meira og meira inn á svið sem nú er
haldið fram að honum eigi að vera
alveg lokað (vegna 72. greinar
stjórnarskrárinnar). Rökrétt afleið-
ing þess sjónarmiðs væri að nema
úr lögum öll ákvæði um takmark-
anir á reykingum á veitinga- og
skemmtistöðum. Skyldi mega
vænta frumvarps um það á næst-
unni?
Það er „atlagan“ að eigendum
veitingahúsa sem verður til þess að
mönnum hleypur nú slíkt kapp í
kinn. En hvað þá um eigendur ann-
arra húsa þar sem rekin er þjónusta
við almenning? Þeir verða upp til
hópa að sæta algeru reykingabanni
í öllu því húsnæði sínu sem í lög-
unum frá 2001 er nefnt þjónustu-
rými. Ákvæði þess efnis hefur verið
í gildi í tvo áratugi og naut þegar í
upphafi mikils stuðnings innan
þings sem utan. Halda mætti að nú
hefði runnið upp fyrir málsvörum
Er síðasta vígið að falla?
Frá Þorvarði Örnólfssyni
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
NÚ ERU góð ráð dýr. Hvað eigum
við konur að gera varðandi fram-
göngu okkar í stjórnmálum í dag?
Við höfum verið mjög þolinmóðar í
áratugi en tekið okkur tak af og til
með ágætum árangri.
Kvennaframboðið um
árið var mjög þarft og
konur komust nokkuð
áleiðis í kjölfarið en síð-
an ekki söguna meir.
Við höfum reyndar
fengið ráðherra úr röð-
um kvenna sem ber að
fagna en það sem vakið
hefur athygli margra
er að nokkrir þeirra
völdu sér karlkyns að-
stoðarmenn. Því völdu
kvenráðherrarnir ekki
konur sér við hlið sem
aðstoðarmenn? Hér
var kjörið tækifæri til að kalla konur
fram til ábyrgðarstarfa. Mér er mjög
svo vel kunnugt um að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur í sínum röðum
fjölda hæfra kvenna sem hefðu skilað
starfi sem þessu með miklum sóma
en fá ekki tækifæri. Ég held að við
konur ættum að skoða vandamálin í
okkar eigin ranni. Næst er núverandi
kvenráðherrar Sjálfstæðisflokksins
taka þátt í prófkjöri og leita til okkar
kvennanna eftir stuðningi, þá skulum
við athuga það mjög vel hvort við eig-
um ekki bara að hundsa þær vegna
þeirra fyrri gjörða. Þær eiga ekkert
betra skilið. Það er ekki karlmönn-
unum að kenna hvað konur komast
lítt áfram í stjórnmálum. Það virðist
sem konur eigi erfitt með að styðja
aðrar konur hverjar svo sem ástæður
eru fyrir því. Ef við höf-
um í huga árangur
kvenna í und-
angengnum próf-
kjörum hjá stærsta
flokki landsins, Sjálf-
stæðisflokknum, þá
gekk konum ekkert
sérlega vel. Við sem
munum vel eftir hópi
kvenna innan Sjálf-
stæðisflokksins sem
kallar sig Sjálfstæðar
konur og lögðu áherslu
á jafnréttismál og komu
mörgum góðum málum
í gegn. En hvar eru
þessar konur nú? Ein í fram-
varðasveitinni er í dag bæjarstjórinn
í Garðabæ og hin er aðstoðar-
framkvæmdastjóri Sjálfstæð-
isflokksins og borgarfulltrúi. Aðrar
konur í þessum hópi hafa líka komið
sér vel fyrir í stjórnkerfinu og una
glaðar við sitt. En hvað með allar hin-
ar áhugasömu og hæfu konur í Sjálf-
stæðisflokknum? Hvað með þær?
Þeirri spurningu verður ekki svarað
hér. Hafa Sjálfstæðar konur lokað á
eftir sér og skellt í lás? Þær hafa náð
sínum pólitísku markmiðum að sinni
í það minnsta. Nú virðast íslenskar
konur almennt vera komnar enn á ný
í pattstöðu. Við vitum ekki hvort við
erum að koma eða fara. Úr Kvenna-
listanum komu fram hæfar konur
sem margar hverjar eru enn í pólitík.
Því er það þverpólitískt mat margra
að nauðsynlegt sé að Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir nái kjöri sem formað-
ur Samfylkingarinnar, með fullri
virðingu fyrir hinum frábæra stjórn-
málamanni Össuri Skarphéðinssyni
og hans mörgu framfaraverka. Með
kjöri Ingibjargar Sólrúnar verður
brotið blað í íslenskri stjórn-
málasögu, þegar kona er kosin í
fyrsta skipti formaður stjórn-
málaflokks á Íslandi mörgum öðrum
þjóðum til eftirbreytni. Síðan munum
við upplifa það þegar Margrét Sverr-
isdóttir tekur við formennsku Frjáls-
lynda flokksins.
Ásgerður Jóna Flosadóttir vill
fá Ingibjörgu Sólrúnu sem
formann Samfylkingarinnar ’Kvennaframboðið umárið var mjög þarft og
konur komust nokkuð
áleiðis í kjölfarið en síð-
an ekki söguna meir.‘
Ásgerður Jóna
Flosadóttir
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Mikilvægt að Ingibjörg Sól-
rún verði næsti formaður
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111