Morgunblaðið - 14.03.2005, Side 23

Morgunblaðið - 14.03.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 23 MINNINGAR framan sjónvarpið í árdaga stöðvar- innar Omega og hlógum lengi, lengi að bónum sjónvarpspredikara um að fólk ætti óháð efnahag að senda alla sína peninga hvort sem það væru fimm hundruð krónur eða fimmtíu þúsund krónur til að styrkja þetta verðuga málefni, þetta þótti okkur mjög fyndið og ekki beint kristileg bón. Minningarnar streyma fram þegar maður byrjar að hugsa til baka og all- ar voru þær góðar. Ég man allmargar stundir frá Álfaskeiði 74. Og er ég himinlifandi að Víðir og Helena hafi keypt gömlu íbúðina ykkar afa, og hlakka ég mjög til að kíkja þangað í heimsókn því íbúðin hefur að geyma svo margar góðar minningar úr æsku minni. Nú ert þú, amma mín, komin á betri stað og vita það allir sem þekktu þig að þú áttir svo sannarlega skilið að losna undan þeim skelfilega sjúkdóm sem þú þurftir að glíma við allt of lengi. Ég get rétt ímyndað mér þá fagnaðarfundi sem eiga sé stað á þessu nýja heimili þínu þar sem þú hittir fyrir foreldra þína, Siggu syst- ur, afa Hrein og afa Magga, og vil ég biðja að heilsa þeim öllum. Ég vona að þér líði vel á þessum nýja stað og ég efast ekki um að við eigum öll eftir að hittast aftur eftir mörg, mörg ár. Með söknuð í hjarta kveð ég þig elsku amma mín, þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Þitt barnabarn, Hörður Stefánsson. Það er ótrúlegt hvað lífið og dauð- inn geta komið manni á óvart, aftur og aftur. Ég veit ekki hvort það tengist því eitthvað hvað ég er ung og óreynd, en eftir að hafa misst bæði afa Magga og afa Hrein með svo stuttu millibili á síðasta ári hélt ég að það væri komið nóg, allavega í bili. Þá fékk ég þær hörmulegu fréttir að elskuleg amma mín hafði látist. Við áttum ákaflega vel saman við amma, og stundirnar sem við deildum voru alltaf jafn skemmtilegar. Við gátum setið tímunum saman og rætt um allt og ekkert, og ósjaldan gleymdi maður sér við spilamennsku, en hún amma var algjör meistari í rommí. Það var þó eitt sem einkenndi þessar stundir okkar, en það var hversu mikið við hlógum, afi var van- ur að koma alveg gáttaður inn í stofu til að athuga með okkur þegar hann heyrði hlátrasköllin óma um alla íbúð. Já, við amma gátum skemmt okkur konunglega við minnstu tilefni. Alveg frá því ég var lítil stelpa hef- ur mér þótt alveg sérstaklega vænt um hana ömmu mína og litið mikið upp til hennar. Hún var ein sú falleg- asta kona sem ég hef séð og þegar ég var yngri þótti mér alveg æðislegt að fylgjast með henni taka sig til, því hún var alltaf svo fín og vel tilhöfð, klædd í fínustu merkin sem í boði voru. Henni þótti heldur ekki leiðinlegt að kíkja í bæinn, og sjá það nýjasta. Ég man eftir ófáum skiptunum þar sem við fórum á Laugaveginn, það þótti mér alveg ótrúlegt sport og ekki var það verra ef maður fékk eitthvað ægilega fínt og flott. Þau amma og afi voru ákaflega gjafmild við okkur barnabörnin og lærði maður dálítið vel að nýta sér það þegar maður var yngri, það var til dæmis mjög hagstætt að gista hjá ömmu og afa þegar maður var nýbúin að missa tönn því tannálfurinn hjá þeim var afar gjafmildur. Hún amma var líka alveg ótrúlega hugmyndarík og tók upp á ýmsu skemmtilegu að gera. Eitt skiptið sem ég gisti hjá ömmu og afa vildi ég ekki fara að sofa á tilsettum tíma og hún amma dó nú ekki ráðalaus, nei aldeilis ekki. Hún átti nefnilega þetta rosalega fína töfratæki sem hún ákvað að sýna mér, ef ég yrði þæg og góð. Mín auðvitað smellti sér á met- tíma í náttfötin, svo kíktum við út um gluggann, en töfratækið mikla gat lát- ið eitthvað hreyfast úti á plani. Það var mikið myrkur úti því þetta var um miðjan vetur og ég var alveg að farast úr spenningi, svo ýtti amma loksins á takkann. Jújú, hún hafði sko aldeilis ekki verið að ljúga, töfratækið gat sko hreyft hlut úti og alls ekkert lítinn hlut. Það gat nefnilega opnað bíl- skúrshurðina! Ég átti ekki til orð yfir þessu magnaða tæki, en gamanið var ekki allt búið. Tækið stóð eitthvað á sér þegar loka átti skúrnum og þurfti amma að hlaupa út á náttkjólnum til að loka hurðinni, það þótti nöfnu hennar fyndnast af öllu. Já, það eru margar minningarnar sem brjótast um í höfðinu á mér þessa dagana og allar verða þær þess valdandi að mér hlýnar mikið um hjartarætur. Elsku amma mín, þig kveð ég með mikinn söknuð og sorg í brjósti, en ég trúi því svo innilega að þér líði vel þar sem þú ert núna, hamingjusöm með afa þér við hlið. Allar minningarnar um ykkur afa munu ávallt eiga stóran hluta hjarta míns og vil ég þakka þér fyrir að hafa verið þú, alltaf svo ljúf, góð og yndisleg amma, sú besta. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, elsku amma. Þín nafna, Silja Margrét. Elsku amma. Þetta eru línur sem ég bjóst ekki við að þurfa að skrifa strax, en svona er víst lífið. Minning- arnar streyma um huga minn, þær eru margar góðar minningarnar sem ég hef frá Álfaskeiðinu þar sem þið Hreinn afi áttuð heima. Það voru góð- ir tímar. Því miður sáumst við sjaldan eftir að ég varð eldri, ég talaði síðast við þig um jólin og það var mjög gott, þú varst svo heil og ánægð. Því miður náði ég ekki að kveðja þig áður en þú kvaddir þetta líf, og ég á erfitt með að sætta mig við þetta, en það linar sorg- ina að vita að þú ert komin á stað þar sem þú ert orðin frjáls úr fjötrum veikindanna og hefur sameinast ást- vinum sem fóru á undan. Og nú getur þú fylgst með Ísabellu Margréti vaxa úr grasi. Við kveðjum þig með sorg í hjarta elsku amma og megir þú hvíla í friði. Hér að lokum eru nokkrar línur sem ég hef alltaf haldið upp á síðan ég var lítil og þú skrifaðir þetta á blað fyrir mig: Augun mín og augun þín ó! þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. (Vatnsenda-Rósa.) Kveðja Eva Björk og Ísabella Margrét. Undanfarið hefur veðrið verið svo gott að maður hefur haft á tilfinning- unni að sé gengið fyrir næsta horn væri hægt að hnusa af vorinu. Smá- fuglarnir sem flögra um garðinn virð- ast ögn kátari. Á þessum fallegu dögum hefur hún Magga systir hafið himinför sína. Það kom fljótt í ljós að systir mín var bráðger til munns og handa. Hún átti auðvelt með nám. Hún var tilfinn- inganæm og dul og fáir vissu hug hennar. Magga hafði ríka kímnigáfu sem var misjafnlega björt og stund- um nokkuð dökk. Við systkinin á Eyr- arhrauni ólumst upp vestur í hraun- inu í Hafnarfirði í nánum tengslum við sjóinn og atvinnulífið sem honum fylgdi. Við mynduðum lítið samfélag þar voru krakkarnir á Langeyri, Ljósaklifi og Sísi á Brúsastöðum. Tjarnirnar í hraunbollunum voru æv- intýri, þar fleyttum við okkur á öllu sem flotið gat. Fram á klöppum veiddum við í soðið, alla vega ofan í ketti. Hraunið var okkar eign, þar voru rófur og næpur og önnur fríðindi. Aldrei var meira tekið á okkar land- areign, en það sem saddi svanga maga. Við systurnar uxum úr grasi, eign- uðumst börn og bú og ræktuðum systrasamband. Mörg voru gaman- málin þá. Magga systir mín var á besta aldri þegar vágestur sá sem lagði hana að velli barði að dyrum. Ég kveð systur mína með þeirri vissu að henni muni farnast vel hjá guði og öllum englunum. Lærdómstími ævin er. Ó, minn Drottinn, veit ég geti numið allt, sem þóknast þér, þína speki dýrast meti.Gef ég sannleiks gulli safni,gef í visku’ og náð ég dafni. (Helgi Hálfdánarson.) Auðbjörg Jónsdóttir. Ég var svo heppin að kynntast Möggu fyrir 30 árum þegar fjöl- skyldan fluttist á Álfaskeiðið og Björk vinkona mín byrjaði í Lækjar- skóla. Við vorum svo heppnar að lenda í sama bekk og strax urðum við nánar vinkonur. Ég varð heimagang- ur á Álfaskeiði og þar var mér alltaf vel tekið. Við stelpurnar sváfum oft saman um helgar og þegar við gist- um heima hjá Björk þá vöknuðum við við ilminn úr eldhúsinu sem var ilmur af nýsteiktu lambalæri. Ég man þegar Magga fór að vinna í Torginu. Það átti vel við hana því hún hafði mikinn áhuga á tísku. Hún var alltaf svo fín og vel til fara. Hún hafði gaman af að kaupa föt á Björk og jafnvel mig líka. Upp kemur í hug- ann þegar hún keypti á mig grænt minipils og gula peysu og ég var að mínu áliti flottust. Einnig man ég þegar okkur Björk langaði svo mikið í röndóttar buxur. Þá ákváðu mömmur okkar að sauma buxurnar á okkur. Það verður að taka viljann fyrir verkið því þær voru ekki miklar saumakonur. En buxurnar kláruðust og við spókuðum okkur í þeim alsæl- ar. Við fórum í margar útilegur sam- an. Upp kemur í hugann þegar mér var boðið með á Búðir á Snæfellsnesi. Við stelpurnar gistum tvær í tjaldi og mösuðum fram eftir öllu. Einnig buðu þau mér með á Bindindismót í Galtalæk. Þar var mikið fjör og dans- að fram á rauða nótt. Þetta eru góðir tímar að minnast. Alltaf var sól og alltaf var fjör. Hreinn brunaði um með okkur á græna Hunternun með Möggu frammí og okkur stelpurnar pískr- andi af gleði. Magga var jú ein af stelpunum. Þetta voru skemmtilegir og áhyggjulausir tímar. Alltaf vorum við vinir Bjarkar vel- komnir á Álfaskeiðið. Þegar Björk fór til Svíþjóðar þá kíkti maður við í kaffi og var vel tekið af þeim hjónum Möggu og Hreini. Mig langar að þakka fyrir yndisleg kynni og góðar minningar í gegnum árin. Elsku Björk, Sólveig, Jón og Víðir og fjölskyldur, ykkar missir er mikill. Helga Pála. stunda á heimili okkar á Akureyri. Við þökkum fyrir samfylgdina og biðjum algóðan Guð að blessa minningu hans. Anna Þóra Baldursdóttir. Elsku afi. Kallið er komið og þú lagður af stað í þína hinstu för. Við systurnar eigum margar góðar minningar frá uppvaxtarár- um okkar, en við ólumst upp í ná- grenni við ömmu og afa. Oft var glatt á hjalla í Skarðshlíð 15, er þar bjuggu amma og afi í mörg ár. Afi var mikill söngmaður og var hann kórfélagi til margra ára í Karlakór Akureyrar. Það voru mörg skiptin sem við systurnar fórum á tónleika hjá kórnum og vorum mjög stoltar að eiga bæði afa og pabba sem voru að syngja. Afi var stór og stæðilegur mað- ur, rólegur en jafnframt ákveðinn og stundum fengum við hljóð í eyra ef ekki var farið eftir því sem hann sagði. Fjölskyldan okkar fór nokkrum sinnum með afa og ömmu í ferðalög og þá var það besta sem hægt var að gera, að fá að vera í með þeim í bílnum. Stundum var sungið, eða sögur sagðar á leiðinni. Á aðfangadagskvöld var alltaf viss hefð að fara í jólakaffi til afa og ömmu, þar sem flestir úr fjöl- skyldunni komu saman og spjöll- uðu yfir dýrindis tertum og kakói að ömmu sið. Árið 1996 veiktist afi af heila- sjúkdómi sem leiddi til þess að hann varð ekki sami maður og áð- ur fyrr. Amma hjúkraði afa af sín- um besta mætti heima, en árið 1999 fór hann uppá Dvalarheimilið Hlíð og bjó þar þangað til hann veiktist alvarlega og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en þar lést hann að kvöldi 5. mars sl. Elsku amma, guð styrki þig. Elsku afi, við þökkum þér kær- lega fyrir yndislega samfylgd í gegnum árin og vitneskjan um að vel er tekið á móti þér á nýjum stað, sefar sorgina sem er í hjört- um okkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt, guð geymi minningu þína. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Hvíl þú í friði, elsku afi. Hinsta kveðja, Elínrós, Anna og fjölskyldur. Elsku afi, eða Óli afi, eins og við kölluðum þig alltaf. Við hugsum til þín með söknuði þegar við rifjum upp allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Það var allt- af svo notalegt að koma í heimsókn til þín og ömmu Boggu í Rimasíð- una því það var ætíð tekið á móti okkur með hlýju og bros á vör. Óli afi, þú varst alltaf svo bros- mildur og kátur og með skemmti- legu gríni komst þú okkur oft til að hlæja. Við rifjum upp þegar þú borðaðir alltaf rúsínurnar, sem við höfðum týnt úr kökunni hennar ömmu, fyrir okkur og endalausar tilraunir þínar til að gefa okkur smá mysusopa sem þú sagðir að myndi gera okkur hraustar. Já, elsku Óli afi, það er með gleði og söknuð í hjarta sem við minnumst þín sárt en við vitum nú að þú ert kominn á góðan stað þar sem þér líður vel. Við vitum líka að nú fá englar Guðs að njóta gleði þinnar og gamansemi, þú átt eftir að koma öllu himnaríki til að brosa. Elsku besta amma Bogga, við hugsum til þín og styrkjum þig í sorginni. Megi englar Guðs ávallt vaka yfir þér. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Ykkar Sólrún og Sveinbjörg. „Af moldu ertu kominn, til moldu skaltu aftur hverfa.“ Órjúf- anlegt lögmál tilverunnar. Í þetta sinn er komið að afa að fara yfir móðuna miklu. Það var seigt í afa enda fæddur nokkrum mánuðum áður en frostaveturinn mikli og spænska veikin skullu á. Hann lifði því tímana tvenna og hafði ætíð frá mörgu að segja frá liðinni tíð. Það var alltaf gaman að kíkja á hann og ömmu. Afi var grallari þegar sá gállinn var á honum og sá spaugi- legu hliðar málanna. Þótt afi hefði ekki tækifæri til að ganga mennta- veginn eins og hann hefði viljað, var hann menntaður í þeim skiln- ingi að hann las mikið, var fróður um menn og málefni og áhuga- samur um menntun afkomenda sinna. Afi hafði ýmis áhugamál, söng t.d. í karlakór í áratugi og tók oft lagið þegar fjölskyldan hittist. Þá átti hann skemmtilegt safn ým- issa smáhluta. Afi tókst á við við- fangsefni sín af fullum krafti. Það var erfitt að fylgjast með afa eftir að hann veiktist, sjá þenn- an glæsta mann verða máttminni og máttminni. Lögmálum tilverunnar verður þó ekki haggað, jafnvel þótt vilji standi til þess. Afi lifði góðu lífi og minnist ég hans sem góðs manns. Minning hans mun lifa í brjósti mínu. Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (Vald. Briem.) Bjarni Már Magnússon. Elsku afi minn, nú ert þú farinn eftir margra ára veikindi. Mig langar að kveðja þig með fáum orðum. Þær voru ófáar stundirnar sem ég eyddi uppi á Naustum hjá þér og ömmu sem lítill snáði og lærði mín fyrstu handtök til vinnu á bænum ykkar og ég naut alltaf mikillar ástar og alúðar hjá ykkur. Í uppvextinum var margt sem þú kenndir mér og hjálpaðir mér með t.d. verðlaunaritgerðin um íslenska hestinn. Og seint gleymi ég þegar við vorum að skúra í Byggða- veginum og fórum í kælinn og fengum okkur sopa af mysu. Það var svo ótal margt sem við spjöll- uðum og gerðum, við ferðuðumst um landið, spiluðum langt fram á nætur og áttum góða lund saman. Svo áttum við okkar uppáhalds orðatiltæki sem ég notaði óspart þegar ég þurfti að fá athygli þína, þá sagði ég alltaf „afi, án gamans“ og náði þar með að fanga huga þinn. Elsku afi minn, ég kveð þig í dag með þá vissu í hjarta að leiðir okkar eiga eftir að liggja saman aftur. Elsku amma mín, Guð gefi þér styrk í sorg þinni nú þegar leiðir ykkar afa skilja eftir að vera búin að vera við hliðina á honum í 70 ár. Sofðu rótt, elsku afi minn. Þinn Sverrir. Nú að leiðarlokum langar mig að þakka þér, Óli minn, hversu hlýr og góður þú varst mér alla tíð. Al- veg frá því að þú og Bogga tókuð mér opnum örmum þegar ég flutti inn í herbergið hans Óla ykkar, þar sem ég bjó í eitt og hálft ár og varð strax ein af fjölskyldunni. Jenni fæddist eftir ár og það var ógleymanlegt þegar þú komst, ásamt Guðnýju mágkonu, til að ná í okkur á fæðingardeildina hinn 1. maí ’78, vegna þess að Óli var á leiðinni frá Reykjavík á biluðum bíl og komst því ekki. Þú passaðir upp á að hafa nógu heitt í bílnum og keyrðir mjög rólega til að ekk- ert kæmi fyrir litla gullmolann. Síðan bættust Erna Hrönn og Brynjar í hópinn og barst þú hag okkar allra mjög fyrir brjósti. Ég á margar góðar minningar um sam- verustundir okkar og geymi þær í hjarta mér. Bogga mín, þú hefur staðið þig eins og hetja í veikindum Óla og hvíldin var honum kærkomin. Guð gefi þér styrk í sorginni svo og öðrum ástvinum hans. Megi ljósið eilífa umvefja hann. Hanna M. Sig. Elsku afi minn, það er svo margt sem mig langar til að þakka þér fyrir. Fyrir að þið amma voruð alltaf tilbúin að opna heimili ykkar og hjörtu þegar ég þurfti á því að halda. Fyrir allan sönginn og gletturnar, fyrir allar ynd- islegu stundirnar. Við söknum þín sárt. Hjördís Björk Þorsteins- dóttir og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.