Morgunblaðið - 14.03.2005, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 29
DAGBÓK
Atvinnuauglýsingar
Baadermaður
óskast á frystitogarann Þór frá Hafnarfirði.
Upplýsingar í símum 555 2605 og 892 2222.
Raðauglýsingar 569 1111
Kennsla
Study Medicine and Dentistry
in Hungary 2005
Admission now available into five and six year
Enghlish Language General Medicine, Dentistry
and pharmacy Programs at the University of
Debrecen, Medical school for secondary school,
high school and college students.
P.S. Hungary joined EU in May 2004.
For further details contact
Dr. Omer Hamad, 4003 Debrecen,
P.O. Box 4, Hungary.
Sími: +36 209 430 492, fax: +36 52 439 579.
Netfang: omer@hu.inter.net
Heimasíða: http://www.tinasmedical.com
Félagslíf
MÍMIR 6005031419 III
HEKLA 6005031419 VI
Hamar 6005031419 I
Raðauglýsingar
sími 569 1100
GIMLI 6005031419 I
I.O.O.F. 10 18503148 Fl.Þakkir
HÖRÐUR Ágústsson, myndlistar-
maður og endurreisnarmaður ís-
lenskra sjómennta. Þakka og til
hamingju með góða, fagra og sanna
sýningu að Kjarvalsstöðum 15. febr-
úar sl.
Gunnar Sigurður Magnússon.
Hægvirkt dómskerfi
í Japan
UNDANFARNAR vikur hefur mik-
ið verið rætt og skrifað um mál
Bobby Fischers. Sem kunnugt er
situr hann í fangelsi í Japan og mjög
óvíst um framvindu mála hans
vegna hægfara dómsmála þar.
Fyrir mörgum árum var ég stadd-
ur á skipi í Osaka í Japan. Lá skipið
við svokallada delphins í höfninni
þar sem bryggjupláss var ekki fyrir
hendi. Djúpur ágreiningur hafði
myndast milli 1. og 2. matsveins
skipsins. 2. matsveinn, sem var fil-
ippseyskur, hafði kært sinn yfir-
mann til tollgæslunnar fyrir vörslu
fíkniefna. Árla dags komu tveir
hraðbátar á mikilli ferð og lögðust
að skipshlið og um borð ruddist
flokkur tollþjóna grár fyrir járnum.
Eftir að þeim hafði verið vísað á eld-
hús skipsins, þar sem yfirmatsveinn
stóð við sín störf, fóru þeir til íbúðar
hans og gerðu umfangsmikla leit.
Að henni lokinni höfðu þeir fundið
2,5 grömm af hassi, sem falið var í
eldspýtustokki í skrifborði hans.
Matsveinninn var handjárnaður á
stundinni og færður til fangelsis í
bænum.
Er við yfirgáfum Japan 13 dögum
síðar, eftir lestun á fleiri stöðum, var
ekkert farið að gera í hans málum
og þá hófst þriggja mánaða orlofsfrí
dómara. Ekki spurðist ég fyrir um
endalok þessa máls enda kominn til
Evrópu og farinn í sumarfrí.
Virðingarfyllst,
Svanur Jóhannsson.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Gabriel Chagas.
Norður
♠6
♥KG7
♦42
♣Á1087542
Vestur Austur
♠Á1074 ♠D952
♥Á64 ♥32
♦D108 ♦G9653
♣K93 ♣D6
Suður
♠KG83
♥D10985
♦ÁK7
♣G
Suður spilar fjögur hjörtu og fær eitr-
að útspil – smátt tromp frá ásnum
þriðja. Er einhver vinningsvon?
Spilið er frá ÓL 1980. Í suðursætinu
var Brasilíumaðurinn Gabriel Chagas.
Hann sá strax að hann ynni spilið aldrei
hjálparlaust, svo hann ákvað að biðja
um aðstoð. Það gerði hann með því að
spila laufgosa í öðrum slag og hleypa
honum yfir á drottningu austurs!
Austur sá lauflitinn sem mikla ógn og
ákvað að veikja trompin í blindum með
því að spila spaðadrottningu. Vörnin er
enn á góðu lífi, en Chagas átti annan
snilldarleik uppi í erminni – hann dúkk-
aði spaðadrottninguna! Austur hélt að
hann hefði hitt á veikleikann og spilaði
áfram spaða, en nú lét Chagas kónginn
og trompaði ás vesturs. Hann stakk svo
tígul og henti spaða niður í laufás, sem
gaf honum tíu slagi í allt.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. f4 g6 4. Bc4 Bg7 5.
Rf3 Rc6 6. O-O Rf6 7. d3 O-O 8. De1 e6
9. e5 Re8 10. Bb5 Dc7 11. Bxc6 Dxc6
12. Dh4 d5 13. Rg5 h6 14. Rf3 f5 15.
exf6 Rxf6 16. Re5 De8 17. Dg3 Kh7 18.
a4 Bd7 19. b3 d4 20. Rxd7 Dxd7 21.
Re4 Rxe4 22. dxe4 d3 23. e5
Staðan kom upp á Norðurlanda-
mótinu í skólaskák sem lauk fyrir
skömmu. Björn Ívar Karlsson (2224)
hafði svart gegn Bryn Askild (2009).
23... Bxe5! 24. fxe5 Hxf1+ 25. Kxf1
Hf8+ 26. Ke1 Dd4 27. De3 hvítur hefði
einnig lotið í lægra haldi hefði hann
reynt að halda í hrókinn eftir 27. Ha2
þar sem kóngur hans hefði farið á ver-
gang í framhaldi af 27...Dg1+ 28. Kd2
Hf2+. 27... d2+ 28. Bxd2 Dxa1+ 29.
Bc1 g5 30. h4 Hf5 31. c3 Db1 32. g4
Hf4 33. Kd2 Da2+ 34. Ke1 Dc2 og
hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Bókabíllinn kl. 13.30,
félagsvist kl. 14 vinnustofa og leikfimi
kl. 9, boccia kl. 10 allir velkomnir. Hár-
og fótsnyrtistofan opin alla daga til kl.
16.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna
kl. 9–16.30, söngstund kl. 10.30, smíði/
útskurður kl. 13–16.30, félagsvist kl.
13.30, myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, bútasaumur, samverustund,
fótaaðgerð.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, kl. 10–13.45 leikfimi, kl. 11.15–
12.15 matur, kl. 13–16 brids, kl. 13–16
samverustund með Guðnýju, kl.
14.30–15.30 kaffi.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif-
stofan í Gullsmára 9 er opin í dag kl 10
til 11.30. Félagsvist í kvöld kl. 20.30 í
Gullsmára 13.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
í dag kl. 13. Kaffitár með ívafi kl. 13.30,
línudanskennsla byrjendur kl. 18, sam-
kvæmisdans framhald kl. 19 og byrj-
endur kl. 20.
Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 |
Bridsdeild FEBK Gullsmára 13 spilar
mánu- og fimmtudaga. Skráning kl.
12.45 á hádegi. Eldri borgarar vel-
komnir. Þátttökugjald kr. 200.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 9.10. Vatnsleikfimi
fellur niður á morgun 15. mars.
Kvennaleikfimi kl. 9.15 kl. 10 og kl. 11,
bókband kl. 10 og postulín kl. 13, pílu-
kast og spilað í Garðabergi kl. 12.30,
tölvur í Garðaskóla kl.17. Félagsvist í
Garðabergi fimmtudaginn 17. mars kl.
13, ekki 18. mars eins og auglýst er í
dagatalinu.
Félagsstarf Gerðubergs | Frá kl. 9–12
er veitt framtalsaðstoð frá Skattstof-
unni í Reykjavík, kl. 9–16.30 vinnustof-
ur opnar, kl. 10.30 sund og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug, frá hádegi
spilasalur opinn, kl. 14.30 kóræfing,
veitingar í Kaffi Berg.
Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun,
keramik, perlusaumur, kortagerð og
nýtt t.d. dúkasaumur, dúkamálun,
saumað í plast, kl. 10 fótaaðgerð og
bænastund, kl. 12 hádegismatur, kl.
13.30 skrautskrift, kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa,
glermálun o.fl. kl. 9–15 hjá Sigrúnu,
jóga kl. 9–11, frjáls spilamennska kl. 13–
16. Böðun virka daga fyrir hádegi.
Fótaaðgerðir.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll-
um opið. Betri stofa og Listasmiðja 9–
16: Handverk og framsögn/leiktúlkun,
félagsvist kl. 13.30. Vetrarferð Gullfoss
og Geysir fimmtudag kl. 9.30. Páska-
gleði 21. 22. og 23. mars. Aðstaða fyr-
ir frjálsa hópa/námskeið virka daga.
Upplýsingar í s. 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi á
morgun kl. 9.30 í Grafarvogslaug.
Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 10
ganga, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 13–16.30
opin vinnustofa.
SÁÁ félagsstarf | Tveggja kvölda
dansnámskeið verður 14. og 15. mars í
sal I.O.G.T., Stangarhyl 4. Námskeiðið
hefst kl. 20. Byrjendanámskeið og
SALSA.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuð-
borgarsvæðinu | Brids í kvöld kl. 19.
Skátamiðstöðin | Endurfundir skáta
eru annan mánudag í mánuði í Skáta-
miðstöðinni, Hraunbæ 123. Samvera í
dag kl. 12. Súpa og brauð. Arnbjörn
Kristinsson spjallar um skátaflokkinn
Útlaga. Skátasöngvar í lokin.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handa-
vinna, kl 9–10 boccia, kl. 11–12 leikfimi,
kl 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–16
kóræfing, kl 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Þórðarsveigur 3 | Félagsvist kl. 13.30.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | TTT–starf (5.–7.
bekkur) kl. 15–16.
Bústaðakirkja | Fundur verður hjá
Kvenfélagi Bústaðasóknar í safn-
aðarheimilinu kl. 20. Gestur fundarins
verður Lovísa Einarsdóttir.
Fella- og Hólakirkja | Stelpustarf 6–7.
bekkur. Alla mánudaga kl. 16.30–17.30.
Fella- og Hólakirkja | Æskulýðsstarf f.
8.–10. bekk, alla mánudaga kl. 20–22.
Grafarvogskirkja | Helgistund með
Passíusálmalestri alla virka daga kl.18
í Grafarvogskirkju, í dag les Einar K.
Guðfinnsson alþingismaður.
Grensáskirkja | Fundur kvenfélags
Grensáskirkju verður haldinn kl. 20.
Spilað verður páskaeggjabingó. Allar
konur velkomnar.
Laugarneskirkja | Kl. 18 Opinn 12
sporafundur í safnaðarheimilinu. Vinir
í bata. Sjá www.laugarneskirkja.is.
Morgunblaðið/Ómar
Árangursstjórnun og frammistöðumat eruviðfangsefni ráðstefnu sem fram fer áHótel Loftleiðum í dag milli kl. 13 og16.30 á vegum Stjórnvísi og faghópa um
þekkingarstjórnun og stefnumiðað árangursmat.
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Bernard Marr
dósent við Cranfield School of Management og
gestaprófessor við University of Bacilicata á Ítal-
íu. Mun erindi hans fjalla um árangursstjórnun og
frammistöðumat. Bernard er leiðandi hugsuður á
sviði stefnumiðaðrar virðisstjórnunar og einn af
virtustu fræðimönnum heims um frammistöðumat
og hugbúnað því tengdan. Hann hefur átt innlegg
í yfir 100 bækur, skýrslur og greinar um tengd
efni. Bernard hefur lagt áherslu á rannsóknir sem
snúast um frammistöðumat fyrirtækja og stefnu-
miðaða myndun virðis.
Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni eru Eggert
Claessen, framkvæmdastjóri Tölvumiðlunar hf.,
Símon Þorleifsson, stjórnunarráðgjafi hjá IMG og
Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Flug-
leiðum.
Hrefna Sigríður Briem, formaður faghóps um
stefnumiðað árangursmat, segir mikinn feng í því
að fá Bernard til landsins til að deila þekkingu
sinni með hérlendum stjórnendum, en hugmyndir
um stefnumiðað árangursmat hafi átt mikið upp á
pallborðið undanfarið. „Stefnumiðað árangursmat
er aðferðafræði sem hjálpar stjórnendum skipu-
lagsheilda við að innleiða, miðla og fylgjast með
framgangi stefnu með hjálp virkra árangursmæl-
inga,“ segir Hrefna. „Verkfæri þess eru stefnu- og
skorkort. Kjarni aðferðafræðinnar er að koma
stefnu og framtíðarsýn skipulagsheildarinnar í
virkni, þannig að starfsmenn skilji og skynji hvað
er stefna og hvað er framtíðarsýn. Ef vel gengur
að innleiða aðferðafræðina og festa hana í sessi
myndast árangursdrifin fyrirtækjamenning þar
sem framkvæmd og hönnun stefnunnar er í hönd-
um allra starfsmanna og árangurinn er undir því
kominn hvernig til tekst að framkvæma stefnuna
og ná jafnvægi á stjórnun skipulagsheildarinnar.“
Er sífellt hægt að bæta stjórnun?
„Það er alltaf hægt að gera betur og stjórn-
endur þurfa sífellt að vera á tánum og afla sér
þekkingar á þeim nýjungum sem eru í gangi
hverju sinni. Félag eins og Stjórnvísi er vett-
vangur fyrir stjórnendur og aðra áhugasama til
þess að ræða nýjungar á sviði stjórnunar og miðla
eigin reynslu, en félagið aflar og miðlar þekkingu
um framsækna stjórnun og árangursríkar aðferð-
ir innan hennar.“
Skráning á ráðstefnuna fer fram á www.stjorn-
visi.is.
Stjórnun | Ráðstefna Stjórnvísi um árangursstjórnun og frammistöðumat
Alltaf hægt að gera betur
Hrefna Sigríður
Briem er fædd í Reykja-
vík 1969. Hún lauk
BSc-prófi í við-
skiptafræði við Háskóla
Íslands árið 2001 og
MSc. í stjórnun og
stefnumótun frá sama
skóla 2004. Hrefna
veitir forstöðu fyrir-
tækjasviði Sparisjóðs
vélstjóra í Árbæ. Þá
veitir hún formennsku faghópi um stefnu-
miðað árangursmat (Balanced Scorecard) hjá
Stjórnvísi sem eru frjáls félagasamtök sem
hafa það að markmiði að stuðla að umbótum í
stjórnun íslenskra fyrirtækja.