Morgunblaðið - 14.03.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 33
UPPTÖKUR á Netinu hjálpuðu
fyrstu kínversku hipp hopp-sveitinni
að ná athygli umheimsins. Sveitin
heitir Hi-Bomb og í henni eru Lionel
„Litla ljón“ og Shang Hao en þeir
rappa á ensku, mandarínsku og
sjanghæmállýsku. Tvíeykið átti
fyrsta smellinn sinn, „Number One“,
seint á síðasta ári. „Ég var bara að
frístæla á kínversku,“ sagði Lionel í
samtali við BBC. „Ég setti það á
Netið og fullt af fólki fór að hlaða lag-
inu niður og þá hafði EMI samband.“
Lionel fæddist í Kína en flutti síðar
til Bandaríkjanna þar sem hann
kynntist hipp hoppi og fékk áhuga á
tónlistinni og lífsstílnum. Þegar hann
sneri aftur til Sjanghæ, heimaborgar
sinnar, fékk hann Shang til liðs við
sig en hann hafði þegar vakið athygli
í klúbbum borgarinnar. Þeir tóku
síðan höndum saman með taívanska
upptökustjóranum J Wu áður en
skrifað var undir samning við EMI.
Lionel telur að hipp hopp nái þó
ekki almennt eyrum ungs fólks í
Kína fyrr en eftir fjögur til fimm ár.
„Það eru ekki margir sem vita hvað
hipp hopp er. Það er neðanjarðar-
tónlist,“ sagði hann en rapp Hi-Bomb
er sagt vera fyndið og ögrandi. Sveit-
in gerir grín að samfélaginu og for-
eldrum, sem halda að hipp hopp sé
hættulegt.
Tónlist | Fyrsta hipp hopp-sveitin frá Kína
Netið hjálpaði
Kínversku hipp hoppararnir Shang
og Lionel „Litla ljón“.