Morgunblaðið - 14.03.2005, Page 34

Morgunblaðið - 14.03.2005, Page 34
MÚSÍKTILRAUNIR, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins, fjórða og næstsíð- asta tilraunakvöld. Þátt tóku, Hydrus, Kusk, Denver, Kermes, We Painted the Walls, Barbarella, Mjólk, 6 og fúnk, Stjörnuhrap, Modern Mind og Mobilis. Haldið í Tjarnarbíói. Fjórða tilraunakvöld músíktilrauna 2005 verður lengi í minnum haft fyrir fjölbreytni, enda meira í boði en bara gítarrokk – nú gat að heyra listaspírupopp, kaffihúsaraul, rauðvíns- popp og fönk í bland við rokk af ýmsum þyngd- um og gerðum. Fyrsta sveit á svið spilaði reynd- ar nokkuð hefðbundið rokk að mestu, en kryddaði það vel með mergjuðum öskrum. Fyrra lag sveitarinnar var gott og það síðara ekki síðra. Með betra samspili bassa og trommu hefði sveitin eflaust náð lengra. Kusk var líka á rokkslóðum, heldur léttari en Hydrus, og lögin ekki eins vel samin. Það voru þó góðar hugmyndir í þeim, en ekki vel unnar. Kemur með æfingunni. Heldur þyngdist stemmningin þegar Denver tók til, geysiþungir en ekki að sama skapi öruggir. Annað lag þeirra félaga var vísir að frá- bæru lagi, bara að fækka riffunum töluvert, gera það straumlínulagað og beinskeytt. Söngv- ari sveitarinnar stóð sig mjög vel. Kermes var að mínu mati besta sveit kvölds- ins, söngurinn góður, lögin fín og spilamennska í góðu lagi. Sérstaklega var seinna lag þeirra fé- laga gott. Stemmningin í lögum We Painted the Walls er kaffihúsaleg, eða eiginlega vínbarsleg, rauð- vínspopp, dægilegt og ljúft þegar vel tekst til. Söngraddirnar pössuðu reyndar ekki vel saman í fyrra laginu, önnur röddin fullfölsk, en ýmis- legt forvitnilegt í gangi, útsetningin skemmti- lega snúin. Annað lagið var afbragð, sérstaklega fyrir gítarleikinn og söng gítarleikarans. Enn var breytt um svið og stemmningu þegar Barbarella sté á svið – tónlistin rólyndisleg, listaspírupopp, en fulllítið salt. Flutningur var vel heppnaður þó lítið væri um tilþrif í hljóð- færaleik, en þó stóð trymbill sveitarinnar sig með miklum ágætum, einkar smekkvís og næm- ur. Þeir félagar í Mjólk, 6 og fúnk eru miklir sprelligosar og náðu að skapa fína stemmningu í salnum sem skilaði sér í góðri kosningu. Þeir stóðu allir sig með ágætum, best þó blásararnir sem áttu stjörnuleik í seinna lagi sveitarinnar. Gítarleikarinn er líka góður en sóló hans í fyrra laginu var of langt og lítið spennandi. Mikill og hnausþykkur gítarleikur var í boði Stjörnuhraps, eiginlega gítarsóló út í gegn fyrsta lagið. Seinna lagið var öllu betra, laglínur einfaldari og fyrir vikið eitthvað til skemmt- unar. Að lokinni gítarsoðgrýlu Stjörnuhraps komu Modern Minds félagar fjallhressir með sitt orkupopp eða stuðrokk. Þeir voru með fín lög, sérstaklega seinna lagið, sem gæti náð hylli bet- ur unnið og sungið. Fínasta popplag með ágætri röddun. Lokaorðin að þessu sinni átti Mobilis og byrj- aði á fremur óspennandi leiknu lagi. Næsta lag var aftur á móti forvitnilegra, hljóðsmali var vel notaður til að skapa ævintýralegan blæ á lagið og söngkona þess stóð sig ágætlega. Gestir í sal kusu æringjana í Mjólk, 6 og fúnk og niðurstaða kosningar dómnefndar var að We Painted the Walls færi áfram. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Úr ýmsum áttumTÓNLISTMúsíktilraunir TJARNARBÍÓ Árni Matthíasson Modern Mind Kermes Mobilis Denver Stjörnuhrap Barbarella Hydrus Kusk 34 MÁNUDAGUR 14. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ  Miðasala opnar kl. 15.30 Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna jamie kennedyj iAlan cummingl i Sýnd kl. 4 og 6 Ísl tal / kl. 3.50. Enskt tal jamie kennedyi Alan cummingl i CLOSER Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Ó.Ö.H. DV S.V. MBL. M.M.J. Kvikmyndir.com ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA ATH! GÆTI HUGSANLEGA VAKIÐ ÓTTA UNGRA BARNA EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS  Ó.H.T. Rás 2   i ll l l Tvær vikur á toppnum í USA Tvær vikur á toppnum í USA Will Smith er JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN A MIKE NICHOLS FILM Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 8 og 10.20.   Will Smith og Kevin James (King of Queens) í skemmtilegustu gamanmynd ársins! Will Smith og Kevin James (King of Queens) í skemmtilegustu gamanmynd ársins!  J.H.H. kvikmyndir.com Will Smith er  J.H.H. kvikmyndir.com “…það mátti því búast við því að Closer væri góð mynd en hún er gott betur en það.” Þ.Þ. FBL Hann trúir ekki að vinur hennar sé til þar til fólk byrjar að deyja! Hann trúir ekki að vinur hennar sé til þar til fólk byrjar að deyja! Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. Frábær grínmynd fyrir alla fjölskyldunar r rí f rir ll fj l lFrábær grínmynd fyrir alla fjölskyldunar r rí f rir ll fj l l kl. 5.40, 8 og 10.20. Sló í gegn í USA Flott mynd. Töff tónlist (HOPE með Twista, BALLA með Da Hood & Mack 10). Byggð á sannri sögu. Með hinum eina sanna töffara, Samuel L. Jackson (“The Incredibles”). l . li i , . i . i i , l . i l . I I I Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6 Ísl tal / kl. 6. Enskt tal MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA SPENNUTRYLLI MEÐ ROBERT DE NIRO SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM MAGNAÐA SPENNUTRYLLI MEÐ ROBERT DE NIRO SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA   AÐEINS 4 DAGAR Í FRUMSÝNINGU Á PÁSKAMYNDINNI Í ÁR ein æðislegasta teiknimynd allra tíma verður sýnd bæði með íslensku og ensku tal i um land allt Frá sömu og gerðu Fór beint á toppinn í USA!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.